Alþýðublaðið - 01.10.1959, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 01.10.1959, Qupperneq 6
BANDARÍSKI rithöfund- urinn og næringasérfræð- ingurinn Dan Dale Alexand er reynir nú að breyta neyzluvenjum landa sinna. Fyrsta regla hans er sú, að ef menn hætti að drekka ís- vatn með mat eða á eftir þá muni þeir verða langlífir í landinu. í bók sinni „Liðagigt og heilbrigð skynsemi“, segir Alexander, að í-95 tilfellum af 100 stafi liðagigt af ó- skynsamlegum neyzluvenj- um. Einkum ræðst hann á þann sið Bandaríkjamanna að drekka vatn með mat og á eftir máltíð. Telur hann það stórhættulegt og hindri eðlilega meltingu fæðunnar. Segir hann, að ekki megi drekka vatn fyrr en í fyrsta lagi þremur klukkustundum eftir máltíð. Alexander bendir á, að enda þótt Bandaríkja- menn séu einhverjir bezt öldu menn veraldar, þá sé í Bandaríkjunum tiltölu- lega fleiri tilfelli af gigt, húðsjúkdómum, augnsjúk- dómum og tannskemmdum en í flestum löndum öðrum. Telur hann það stafa af vatnsþambi þeirra. í staðinn leggur hann til að ungling- ar fari að taka lýsi a. m. k. einu sinni í viku og fullorðn ir mánaðarlega. nr. 3456 SKOTINN MacSnawl hafði keypt sér dýrindis útvarpstæki og var himin- lifandi yfir því, að hafa eign azt svo fallegan og verð- mætán grip. En strax fyrsta kvöldið kom hann auga á galla á tækinu og þá fór heldur að draga úr ánægj- unni. Hann fór rakleiðis til útvarpsverzlunarinnar dag- inn eftir og vildi skila tæk- inu aftur og fá alla pening- ana sína endurgreidda. — Hvað er að tækinu, — spurði afgreiðslumaðurinn. Er ekki nógu góður tónu í því? — Jú, það er það senni- lega, svaraði Skotinn og fitjaði upp á nefið. — Hvað er þá að? Hafið þér ekki náð í þær stöðvar, sem þér óskuðuð eftir? — Jú, eflaust. Ég hlust- aði nú bara á BBC. — Hvað í ósköpunum haf ið þér þá að athuga við tæk- ið? — Jú, sjáið þér til. — Ljósið í skífunni er svo dauft, að það er ekki nokk- ur leið að lesa blaðið sitt við það. * Ingemar í Hollywoed ÁTRÚNAÐARGOÐ Svía, Ingemar Johannsson, heims meistari í hnefaleik, er um þessar mundir í Hollywood og er að byrja að leika sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd. Hann á að leika stórt hlut- verk í kvikmynd um Kóreu stríðið og meðleikendur hans eru t. d. Alan Ladd og Sidney Poirter. Myndin á að heita „All the Young Men“, framleiðandi er Col- umbia og Ingemar á að leika harðsnúna vélbyssuskyttu í hjálparsveit Svía í Kóreu. BREZKT blað segir frá því sem brandara dags- ins, að Argentínumenn séu hættir að láta prenta 1-peso -seðlana, af því að kostnað- urinn við prentun eins slíks seðils kosti 5 peso-seðla. — Hvað skyldu þeir segja, ef þeir fréttu, hvað einseyring arnir okkar kosta? HANN er bandarískur og vegur hvorki meira né minna en 600 pund. Þeir kalla hann „heystakkinn-1, af því að hann er landbún- aðarverkamaður og vinnur tíðast úti á ökrunum. Vinnu félagar hans dirfa sér aldr- ei að kalla hann þessu upp- nefni, þegar hann heyrir til, enda væri þá voðinn vís. Ef hann reiðist er sannarlega ekki gott að lenda í klónum á honum. Hann getur til dæmis jafnhent sextán ára gamlan strák — með ann- arri hendi. Það er engan veginn ó- dýrt fyrir húsbónda hans að hafa hann 1 fæði. Hann leik ur sér að því að gieypa tvö til þrjú pund af fleski og heila tylft af eggjum ■— að- eins í einni máltíð. En hús- bóndinn sér ekki eftir fæð- inu. „Heystakkurinn" er ó- missandi við störfin á ökrun um. Hann er þjarkur dug- legur, þótt hann sé þungur á sér, og vinnur á við marga. Þótt vöxturinn sé trölls- legur, — er lund hans langt frá því að vera í samræmi við hann. Hann er vel gefinn og óvenjulega tilfinninganænLur og við- kvæmur. Tvisvar hefur það borið við, að læknar hafa séð hann og langað til þess að gera tilraun til þess að hjálpa honum. í seinna skiptið var honum boðin ó- keypis læknishjálp, en hann brást reiður við og sagðist vera, eins og guð hefði skap að hann: Hann var eðlilegt bavn og það var ekki fyrr. en- liann var sextán ára, sem hann tók að vaxa og fitna. Og upp frá því var lyst hans nær óseðjandi’og hann fitn aði með clegi hverjum, unz hann varð 300 kíló að þyngd. Hann hefur verið það undanfarin ár; Það eru fleiri en læknar, sem hafa heimsótt hann og gert honum tilboð. Kvikr- myndafélag vildi fá hann til þess að leika risa í kvik- mynd og bauð honum gull og græna skóga. En hann brást reiður við og kvaðst ekki hafa sig til sýnis eins og hverja aðra skepnu, — hvað sem í boði væri. MAÐURINN á myndinni er nýlega stiginn út úr flug- vél í New York og hann er með ósköp venjulega ferða- tösku í annarri hendinni. — Þessi taska hefur þó ekki að geyma tannbursta og ann an varning, sem menn hafa með sér á ferðalögum. Þeg- ar hann er kominn í gegn- um tollskoðun og annað því um líkt, íer. fiann að taka í sundur ferðatöskuna sína og eftir aðeins nokkur hand tök er taskan orðinn að fyr- irtaks mótorhjóli. Að því búnu brunar maðurinn um borgina og ef hann þarf að bregða sér í verzlun á leið- inni, þarf hann ekki að leita sér að stað, þar sem hann má geyma mótorhjólið á meðan. Hann setui eins saman með : handtökum og helc í annarri hendinn hann verzlar. Mótorhjól af þes ugu. gerð eru fyr komin á markað : ríkjunum og þykja vinsælda. Sérstak þægilegt, að þurfa hafa áhyggjur af { það má standa, er ríkjamenn eiga vii vandamál að glíms fleiri þjóðir. Auk það öryggistilfinni þjófhrædda að vita tæknu sínu við hlið hvert sem farið er sem er staldrað korn. FANGAR FRUMSKÓGARINS NÚ TEKUR prófessorinn á sig rögg, gengur fram og segir hátt og snjallt og á- kveðnum rómi: „Má ég spyrja? Hvað á þetta eigiti- lega að þýða, allt saman? — Hver ert þú, og hvar erura við staddir í veröldinni? — Við erum vísindamenn, sem fyrir algera slysni höfum hafnað hér . . . Og hvað á svo þessi villimannaskrípa- leikur að þýða? spyr?“ — Hvíti i er hinn rólegasti „Ég heiti Sanders veiðimaður og þek an ættflokk hér n Þeir munu ekki g g 30. sept. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.