Alþýðublaðið - 01.10.1959, Qupperneq 10
Hver er manneskjan?
NÁNARI ÆTTFRÆSLA
KRÚSTJOV er kominn til
Moskvu og farinn þaðan aftur,
í þetta skipti til Kína. Okkur
íslendingum sendi hann
kveðju sína af himnum ofan
Góð mfiid í
Nýja líéi.
NÝJA BÍÓ sýnir um þessar
mundir mynd, er nefnist „Þrjár
ásjónur Evu“. Segir þar af konu
— sem í rauninni er þrjár óíík-
ar konur, þ. e. a. s| hún er fjöl-
persónuleiki eins og kalla
mætti það í lauslegri íslenzkri
þýðingu.
Mikil áherzla er lögð á að
hér sé um sanna atburði að
ræða og verður það því ekki
dregið í efa enda þátt óneitan-
lega hljóti það að koma almúg-
an.um spánskt fyrir sjónir, að
unnt sé að kalla á hina þrjá
persónuleika konunnar réit
eins og maður kallar á mann-
eskju í næsta herbergi.
— Allt um það, myndin er
ótvírætt mjög athyglisverð, —
bæði efnisiega og frá ieiklistar-
legu sjónarmiði séð. Aðalleik-
konan hlaut Ocsar-verðlaun fyr
ir leik sinn í þessari mynd, en
að mínu áliti er hlutverki lækn-
isins, einnig vel skilað.
—Efni myndarinnar var af
ráðnum huga ekki rakið nánar
hér, því að „sjón er sögu rík-
Reykvíkingar hafa mikla sam
úð með lífi og starfi bænda,
enda er fólkið á möiinni tengt
vina- og blóðböndum sveita-
fólkinu. Hagsmunir sveita-
manna eru í nánum tengslum
við afkomu alþýðunnar við
sjávarsíðuna. Kaupstaðaalþýð-
an sér ekki eftir því fé, sem
varið er árlega af tekjum henn-
ar til þess að styrkja bændur
til batnandi búskaparhátta og
,til ræktunar landsins. Á hinn
'Íbóginn gætir mikillar tor-
tryggni meðal bæjarmanna í
garð fínu mannanna, sem eru
forsvarsmenn bændafólksin;.
Þess vegna er oft sagt hér í
Reykjavik, þegar talað er um
ískyggilega hátt verð á búvör-
um landbúnaðarins í verzlun-
um:
„Það væri nú -gott og bless-
að að borga hátt verð fyirir
egg, mjólk og kjöt, ef and-
virðið rynni til aumingja
bóndans, en þetta fer allt í
( milliliði.“
Nú skulum við athuga lítiT-
lega hverjir þessir milliliðir eru
Gúmmísfígvél
Laugaveg 63
{■■■■■■■ ■■■■■■■■Bllllllll
30. sept. 1959
á friðardúfu vísu og öllum
þjóðum heitir hann velsæld
undir regimenti kommúnism-
ans og forsjá hins heilaga
Rússlands. Bandaríkjaför for-
sætisráðherrans virðist ekki
hafa borið neinn árangur frek
ar en við var búizt. Krústjov
fór vestur um haf í þeirri trú,
að hann gæti snúið bandarísku
þjóðinni til aðdáunar á kom-
múnismanum með því einu
að láta sjá sig og heyra lýsa
dásemdum rússnesks einræðis.
Og Eisenhower sá sig neydd-
an til að hvetja fólk til að sýna
honum meiri gestrisni. Blöð
utan Bandaríkjanna hafa gert
mikið úr móttökunum í Banda
ríkjunum og telja að freklega
hafi verið brotnar reglur um
móttöku þjóðhöfðingja. Þessi
Ramakvein hafa að því er
virðist ekki við mikið að styðj-
ast. Krústjov hefur verið
spurður „óþægilegra“ spurn-
inga eins og við mátti búast,
bæði blaðamenn og opinberir
aðilar hafa svarað honum full-
um hálsi, þegar hann hefur
tekið til að hefja skipuag kom
múnismans til skýjanna og
spá kapítalismanum hruns.
Orðalag eins og „við munum
verða ofan á, okkar er fram-
tíðin“ og því uni líkt er varla
viðeigandi af gesti einnar rík-
isstjórnar. Þessi sjálfsánægja
Krústjovs, blandin minnimátt
arkénnd og tortryggni, er á-
stæðan fyrir þeim árekstrum,
sem orðið hafa.
og taka til meðferðar dreifingu
á mjólk.
Þegar kýrnar hafa verið
mjólkaðar, kemur bíll og sækir
mjólkina á brúsapallinn til
flutnings í mjólkurbúið. Þessi
bíll er atvinnutæki, sem rekið
er í gróðaskyni og verður a'ð
svara álitlegum hagnaði. Til
þess að tryggja góða afkomú
bílsing er flutningsgjaldiö á-
kveðið ríflegt, þ. e. a. s. of hátt.
Úr bílnum fer mjólkin ( mjólk-
urbúið og þar er hún unnin.
Mjólkurbúið er einnig atvinnu-
fyrirtæki, sem verður að gefa
góðan arð. Til þess að tryggja
arðvænlegan rekstur mjólkur-
búsins er vinnslukostnaðurinn
ákveðinn hár, sumum finnst
hann of hár Þegar mjólkin hef
ur verið hreinsuð, kemur eitt
atvinnufyrirtækið enn til sög-
unnar, sem verður einnig að
skila arúi. Það er raunar tank-
bíll, Arðurinn af tankbílnum er
tryggður með háu flutnings-
gjaldi, kannski svolítið of háu,
finnst neytandanum a. m. k.
Úr tankbílnum fer mjólkin í
mjólkurstöðina. Hún er enn eitt
atvinnufyrirtækið, sem verður
að skila arði. Þjónusta mjólkur
stöðvarinnar verður þvi að vera
dálítið dýrari en verkamönnum
finnst nauðsynlegt. Síðan tekur
enn bíll við mjólkinni og ekur
henni í mjólkurbúðirnar og að
sjálfsögðu verður sá bíll einnig
að skila arði. Að lokum kemur
svo mjólkin úr klóm allra þess-
ara gróðafyrirtækja í mjólkur-
búðina, sem auðvitað verður að
vera gróðafyrirtæki.
f'ramhald á 11. síðu.
Áróðursmáttur fararinnar
er ótvíræður. Krústjov hefur
styrkzt í sessi austan járn-
tjalds og það var honum fyrir
mestu. Hann fer nú á bylting
arhátíðina í Peking sem óum-
deilanlegur leiðtogi heimskom
múnismans og eini maðurinn,
sem umboð hefur til að móta
stefnuna gagnvart hinum
frjálsa heimi.
í einu atriði hafði Krústjov
nær því tekizt að rugla Banda
ríkjamenn í ríminu. Hann
hamraði stöðugt á því, að mót-
setningar austurs og vesturs
væru mótsetningar kommún-
ismans og kapítlaismans. Varð
þessi fullyrðing hans tilefni
margra deilufunda. En eins og
Nelson Rockefeller benti að
lokum á er þetta rangt. Það
er ekki um að ræða kommún-
isma gegn kapítalismanum,
heldur kommúnisma gegn lýð-
ræði, eða eins og segir í rit-
stjórnargrein í The New York
Times, einræði gegn lýðræði.
Bandaríkjamönnum hefur nú
eftir komu Krústjovs skilizt
betur en fyrr, hvað er í húfi
í baráttunni gegn lcommún-
ismanum og áróðursbrögðum
þeirra. Þeir vita, að foringi
rússneska kommúnistaflokks-
ins er leiðtogi heimskommún-
ismans og stjórnar krossferð
hans gegn lýðræði og stjórn-
arháttum vestrænna ríkja.
Aðeins eitt hefur unnizt við
viðræður Eisenhowers og Krú
stjovs, vissan um það, að Sov-
étríkin vilja hvorki né geta
farið í styrjöld á næstunni.
Kalda stríðið mun þar af leið-
andi halda áfram næsta ára-
tuginn a.m.k.
Þegar Krústjov flaug yfir
ísland sl. mánudagsmorgun
var lokið eftirminnilegum
kafla í kalda stríðinu og nýr
hófst. Nú verða reyndar nýjar
leiðir í áróðursherferð kom-
múnista, ný öfl verða virkjuð,
nýjar lygar bornar á borð af
lókal-komúmnistum um heim
allan, lygar, sem smíðaðar eru
í Moskvu og síðan dreyft í vís-
indalega í öll heimshorn.
Alþýðublaðið hefur það rétti-
lega eftir mér í gær, að ég hafi
Jofað að skýra nánar frá ávís-
anamáli Þorláks Jónssonar, sem
í eina tíð var athafnamaður á
Hellissandi.
Hinn 13. sept. 1957 kærði ég
ávísanasvik nefnds Þorláks
Jónssonar til hins virðulega
sakadómaraembættis og vakti
það fyrir mér, að umbjóðandi
minn, Kristjón Guðmundsson,
fengi greiðslu fyrir starfa sinn,
í þágu vinnuveitandans Þor-
láks. Um refsikröfu hirti ég
ekki, og hefði verið reiðubúinn
til að gjöra mitt til að forða
slíku, ef mín orð megnuðu ein-
hvers þar um, enda þótt slík
krafa Væri að sjálfsögðu höfð
uppi í kærunni. Þórður Björns-
son, vicesakadómari, fjallar um
málið og tjáði mér æ ofan í æ,
að „það væri á leiðinni“, en
lausnarorðið er ókomið enn.
Kristjón hafði unnið fyrir kr.
24.000.00 á vegum Þorláks
vinnuveitanda, en fékk einung-
IJTSÝN, málgagn Alþýðu-
bandalagsins, kynnti á mánu-
dag konuna í fjórða sætinu á
framboðslista kommúnista í
Reykjavík við í hönd farandi
alþingiskosningar. Tilefnið
var ærið. Ritstjóri Útsýnar
kunni engin skil á konunni.
Hann segir orðrétt í upphafi
. kynningarinnar:
„Hver er þessi Margrét Sig-
urðardóttir? Þessi kona þarna
í fjórða sætinu hjá ykkur —
hvaða manneskja er það?
Svona hafa spurningarnar
dunið á manni síðan listi Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík
var birtur. Og af því ég get
aldrei vanizt því að standa
Yfirlýsing
VEGNA gagnrýni á sakadóm
araembættið í Reykjavík, er
birtist á forsíðu blaðsins í gær,
— þar sem nefndur er Þorlákur
Jónsson, — vil ég taka fram,
að þar er átt við undirritaðan,
en ekki hinn valinkunna al-
nafna mína í þessum bæ.
Það er ósk mín, að standa nú
í björtu Ijósi í þessu máli. 'Vænti
ég, að þá komi í ljós, að ég hafi
hvorki orðið sjálfum mér né
öðrum til skammar.
Ég dirfist og að vænta þess,
að ég eigi nokkurn þátt í því
sjálfur, að sakadómaraembætt-
ið í Reykjavík er fyrirmyndar-
embætti hér og alls staðar, þar
sem réttlæti og mannúð fá not-
ið sín.
BaldursgÖtu 12 í Reykjavík,
29. september 1959,
Þorlákur Jónsson.
* NÝJU DELHI: Nehru for-
sætisráðherra sendi Chou
En-Lai skeyti í dag af tilefni 10
ára afmælis valdatöku komm-
únista í Kína og kvaðst vonast
til, að vinsamleg samskipti
Kína o/j Indlgýids mættu styrkj
ast á komandi árum.
is pappírsblöð, ýmist í ávísana-
formi á kaupfélög eða lánastofn
anir — sem reyndust undan-
tekningarlaust innistæðulaus-
ar. Eina von Kristjóns Guð-
mundssonar er ávísun að fjár-
hæð kr. 6.000.00, sem sakadóm-
araembættið hefur geymt
dyggilega í rúni tvö ár. Má að
vísu segja, að felustaðurinn sé
ekki af lakari endanum. Þórð-
ur Björnsson hefur nú viður-
kennt, að Þorlákur hafi aldrei
fyrir dóm komið þessi tvö ár,
sem hann hefur handfjallað
tékkana, en kvaðst mundu
„taka málið upp“, eins og hann
orðaði það í viðtali við mig og
Kristjón. Um þessa upptöku
fulltrúans er það eitt að segja,
að sjálfur hefur hann með eig-
in hendi áriíað niðurfeliingu
málsins og segir mig hljóta að
hafa staðið fyrir þeirri skrif-
finnsku sinni á málskjölin!
Hvernig það kemur svo heim
og saman, að mál, sem aldrei
Framhald á 11. síðu.
uppi eins og þvara, þótt ég
hafi oft orðið að gera það, þá
gekk ég einn daginn á fund
Margrétar og spurði: hver
ert þú?“
Ritstjórinn fékk upplýsing-
ar um foreldra frambjóðand-
ans, skólagöngu, búsetu og
barneignir. Hún á tvo syni,
sem eru í föðurætt komnir af
Torfa heitum í Ólafsdal. Ann-
ar sonurinn er hverflyndur í
pólitíkinni, styður oftast Sig-
urð bónda á Barkarstöðum,
sem er á lista Framsóknar-
flokksins í Suðurlandskjör-
dæmi. Allt þetta rekur Bjarni
frá Hofteigi samvizkusam-
lega í viðtali, sem á að vera
kynning á Margréti Sigurð-
ardóttur.
En hér kemur svo nánari
ættfærsla. Margrét þessi er
systir Halldórs E. Sigurðsson-
ar sveitarstjóra í Borgarnesi
og þingmanns Mýramanna, en
hann skipar annað sæti á
framboðslista Framsóknar-
flokksins í Vesturlandskjör-
dæmi. Mun Margrét hafa ver-
ið ráðin á framboðslista Al-
þýðubandalagsins í Reykjavík
sern bros til Framsóknar-
flokksins. Þáð eru fleiri en
börnin á Alþýðubandalags-
heimilunum, sem hafa vel-
þóknun á Framsóknarflokkn-
um um þessar mundir.
Sonur frúarinnar, vinur og
aðdáandi Sigurðar á Barkar-
stöðum, var þó ánægður með
lista Alþýðubandalagsins í
Reykjavík í vor. Hann sá
nefnilega, að Kiljan var á
listanum. Barnið var heppið
að byrja ekki að skoða list-
ann ofan frá — Kiljan var og
er í neðsta sætinu.
RÚSSNESKIR listamenn,
sem hér eru á vegum M.Í.R.,
héldu tónleika í Þjóðleikhús-
inu á þriðjudag í síðustu viku
og kveðjutónleika í gærkvöldi.
Þetta voru hvort tveggja hinir
prýðilegustu tónleikar og á
listafólkið mikið lof skilið.
Píanóleikarinn Voskresenskí
hefur yfirburða tækni og næm-
an skilning. Vinstri hönd hans
er sérlega tilkomumikil. Verk-
in, sem hann lék, voru eftir
Schubert, Beethoven og Chop-
in og hvert öðru betur leikið.
Fiðluleikarinn Politkovski
hefur mjög fallegan tón og á-
gæta'tækni. Lék hann sónötu
Francks afar fallega og ung-
verska dansinn eftir Brahms
með Mið-Evrópu tempera-
menti.
ísaéva, sópi’ansöngkona, virt-
ist ekki sem bezt fyrirkölluð,
en þó var auðheyrt, að þarna
var hin ágætasta söngkona á
ferð. Flúrsöngurinn naut sín
því miður ekki sem skyldi af
fyx-rgreindum orsökum.
Loks ber að geta undirleik-
arans, Merkulovu, sem aðstoð-
aði með dæmafárri nærfærni
og smekkvísi.
í gærkvöldi voi’u kveðjutón-
leikarnir, sem fyrr getur. Sönn-
uðu þeir aðeins það, sem fyrr
er sagt, að þetta unga listafólk
hefur náð rnjög langt í list sinni
og ber að þakka því komuna
hið bezta. G.G.
Alþýðublaðið
an . — H.K.G.
fyrirtækjum landbúnaðarins?
Guðlaugur Einarsson hdl.
Avísanir og kaupfélagsplögg