Alþýðublaðið - 06.10.1959, Blaðsíða 4
Útgelamu AipyðufloKKunxm. — Framkvæmdastíon. ingoxiur Kxlstjánaaon.
— Kitstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson
(áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg-
Tin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýi-
Ingasimi 14 906. — Aðsetux: Alþýðuhúsið. — Frentsmiðja Alþýðublaðslns,
Hverfisgata 8—10.
Eyririnn og krónan
TÍMINN hefur á sunnudag eftir einum fram-
bjóðanda Framsóknarflokksins í Reykjavík, að
bændur og launþegar eigi fulla samleið í hags-
munabaráttunni. Sú ályktun er óumdeilanleg.
Hvergi á þetta þó betur við en um efnahagsmál-
in. Þar eru bændur og launþegar raunverulega
í sama bát. Framsóknarflokkurinn virðist hins
vegar ekki koma auga á þessa staðreynd. Hitt er
annað mál, hvort bændur landsins eru honum
samdóma. En söm er hans gerðin eigi að síður.
Nú vill Framsóknarflokkurinn sleppa clýr-
tíðinni og verðbólgunni lausri undir því yfir-
skini, að bændur eigi að fá kjarabætur. Afleið-
ing þess yrði fyrirsjáanlega sú, að launþegarnir
hlytu að koma á eftir og fá sinn hlut bættan.
Aðrir þjóðfélagsaðilar myndu einnig skerast í
leikinn, svo að hækkanirnar til handa bændum
og launþegum yrðu skammgóður vermir. Dýr-
tíðin og verðbólgan myndu éta upp þessar kjara
bætur á skömmum tíma og meira til, ef kapp-
hlaup kaupgjaldsins og verðlagsins kemur til
sögunnar á ný. Um þetta þarf enginn að vera
í efa. Fjölmörg verkalýðsfélög |hafa óbundna
samninga og bíða átekta. Þau halda ekki að
sér höndum, ef verð landbúnaðarafurðanna
hækkar, enda naumast hægt að ætlast til slíks.
Þess vegna er ekki annað ráð fyrir hendi en
freista viðnámsins gegn verðbólgunni. Við eig-
um um það að velja eða að láta flóðið skella
yfir landið.
Þessi samstaða bænda og launþega skiptir þá
miklu máli og þjóðfélagið í heild. Framsóknar-
flokkurinn virðist hins vegar staðráðinn í að
reyna að eyðileggja árangurinn af því jafnvægi
efnahagsmálanna, sem núverandi ríkisstjórn
hefur náð. Hann lokar augunum fyrir hættunni,
sem Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson sáu
blasa við, meðan þeir störfuðu í stjórnarráðinu.
iAthæfi Framsóknarfloíkksins minnir helzt á á-
byrgðarleysi kommúnista, þegar þeir missa
stjóm á skapsmunum sínum í stjórnarandstöðu.
Og Sjálfstæðisflokkurinn þolir ekki tilhugsunina
um kosningarnar í haust. Hann langar að keppa
við Framsóknarflokkinn og bjóða í bændaat-
kvæðin.
En bændastéttin íslenzka er áreiðanlega svo
vel menntuð og ábyrg, að hún lætur ekki gera sig
að leiksoppi. Bændur og launþegar þiggja naum-
ast eyrinn til að eiga á hættu að missa krónuna.
Þessar þjóðfélagsstéttir þekkja bezt verðbólguna
og munu láta þá reynslu sér að kenningu verða.
Uppboð
sem auglýst var í 69., 70., og 74. tbl. Lögbirtingablaðs
ins 1959, á hluta í Grænuhlíð 8, hér í bænum, eign
dánarbús Þórðar Péturssonar, fer fram eft-
ir ákvörðun s'kiptaréttar Reykjavíkur á eigninni
sjálfri laugardaginn 10. október 1959, kl. 214 e. h.
Uppboðsskilmálar, veðbókarvottorð og önnur skjöl
varðandi söluna, eru til sýnis hér í s'krifstofunni, og
auk þess gefst mönnum kostur á að skoða íbúðina eft
ir samkomulagi við skiptaráðanda.
.............Borgarfógetinn í Rieykjavík.
4 6. okt. 1959 — Alþýðublaðið
FÖR KRÚSTJOVS um
Bandaríkin hefur vakið mikl-
ar deilur víða um heim varð-
andi það hvort honum hafi
verið sýnd ókurteisi eða ekki
af hinum bandarísku gestgjöf-
um. Blöð í brezku samveldis-
löndunum og hinum hlutlausu
ríkjum Asíu hafa yfirleitt
verið á sömu skoðun og komm
únistapressan og talið að
Bandaríkjamenn hafi verið of
harðir við Krústjov. Blöð á
meginlandinu eru á annari
skoðun yfirleitt. Vinstri blað-
ið Combat í París segir: —
„Það er engin leið fyrir gest-
gjafa að tjónka við Krústjov11.
Arbeiderbladet í Osló skrif-
ar: „Bandarísku verkalýðs-
foringjarnir höfðu rétt fyrir
sér í deilunum við Krústjov.
Það er varla viðeigandi að
spyrja gest sinn „erfiðra“
spurninga, en Krústjov bauð
blátt áfram slíkum spurning-
um heim“.
' Frjálslynda blaðið Express-
en í Svíþjóð segir að Krústjov
eigi sök á hvernig fór, „hann
er alls óvaríur andmælum.
Það, sem Krústjov vill, er að
fólk hlýði á hann og klappi en
gagnrýni ekki hvað hann seg-
ir“.
Brezku íhaldsblöðin um
gervöll samveldislöndin eyða
miklu rúmi í að spyrja Banda-
ríkjamenn hvernig þeir
mundu taka því ef Eisenhow-
er yrði eins tekið í Sovétríkj-
unum og Krústjov var tekið
vestan hafs. Blöð í Indlandi
og Pakistan ræða þessi mál
alls ekki. Aftur á móti hefur
för hans verið forsíðuefni
blaða um heim allan og hverri
hreyfingu hans fylgt af áhuga.
PEKING. Hið opinbera mál-
gagn stjórnarinn-
ar, Alþýðublaðið, skrifar að
förin hafi orðið til eflingar
friði, en bætir við, að frið-
elskandi almenningur verði
enn að auka pressuna á banda
ríska heimsvaldasinna.
BELGRAD. Blöð þar segja,
að förin hafi
táknað þáttaskil í kalda stríð-
inu. Hið opinbera málgagn
kommúnistaflokksins skrifar,
að gestgjafarnir hafi' gengið
of langt en Krústjov enn
sýnt hæfni sína í deilum og
varið kenningar sínar vel.
BONN. Blöð í Vestur-Þýzka-
landi segja að reiði-
köst Krústjovs stafi af því, að
hann skilji ekki grundvallar-
reglur frelsisins.
Óháða blaðið Deutsche Zei-
tung í Köln, segir að Krústjov
hafi komið af stað deilum í
stað þess að svara spurning-
um.
Óháða blaðið Die Welt af-
sakar bandarísku verkalýðs-
foringjana fyrir að tala af
Krjústjov
fulltri hreinskilni við Krús-
tjov. „í svörum sínum og við-
brögðum sýndi Krústjov ó-
heft umburðarleysi sitt og
stjórnarkerfis þess, sem hann
er fulltrúi fyrir. Verkalýðs-
foringjarnir spurðu hann ó-
þægilegra spurninga, en
Krústjov bauð sjálfur þessum
spurningum heim“.
PARÍS. Óháða blaoið Le
Monde segir, að
Krústjov hafi ekki unnið
samúð bandarísku þjóðarinn-
ar en hann hafi aftur á móti
sýnt, svo ekki verði um villst,
veldi Sovétríkjanna og sjálf-
álit ráðamanna þeirra.
RÓM. Blað vinstri sósíalista,
Avanti, skrifar, að
nokkrir stjórnmálamenn hafi
reyna að vekja á sér athygli
með því að æsa Krústjov upp,
en Momento Sera, stuðnings
blað ríkisstjórnarinnar telur
Eisenhower hafa sýnt vizku
í því að hvetja fólk til að taka
Krústjov vel.
BRÚSSEL. Belgísk blöð
ræða ekki á-
rekstra Krústjovs og bandax-
rískra verkalýðsforingja, en
óháða blaðið Soir segir, að
árangur fararinnar sé sá helzt
Framhald á 10. síðu.
H a n n es
Ræða af gefnu tilefni.
Tveir forystumenn
launþegar taka til
máls.
☆ Bylting hefur farið
fram.
Íf Falskir fimmeyringar
KAUPSKIÍl FUPÓLITÍKINNI
á að vera lokið. Hún var eðlileg
og sjálfsög-ð á frumbýlingsárum
verkalýðshreyfingarinnar þegar
alþýðan hafði hvorki rétt til að
verðleggja vinnu sína né nokk-
urn raunverulega rétt í þjóðfé-
laginu. Nú er allt öðru máli að
gegna. Verkalýðshreyfingin er,
þrátt fyrir langvarandi sundr-
ungu, orðin öflug, þó að skipu-
Iag hennar þurfi mikilla umbóta
við og fólkið hafi öðlazt marg-
víslegan rétt og réttindi i þjóð-
félaginu.
ÓSKAR HALLGRÍMSSON —
framkvæmdastjóri Alþýðusam-
bandsins sagði hér í blaðinu á
sunnudaginn, að ef brotið yrði
skarð í varnarmúrinn gegn dýr-
tíðinni og skilyrði væru opnuð
fyrir endurteknum víxlhækkun-
um á verðlagi og kaupi, þá gætu
launþegasamtökin vitanlega
ekki haldið að sér höndum. Þau
myndu að sjálfsögðu gera gagn-
kröfur til þess að fá verðhækkan
ir uppbættar.
h o r n i n u
SIGURÐUR INGIMUNDAR-
SON formaður starfsmanna rík-
is og bæja segir í blaðinu í dag:
„Lagfæring á skattakerfinu er
launþegunum meira virði en
kauphækkanir.“ Hann segir
margt fleira, sem er athyglis-
vert, eins og Óskar, einmitt nú.
— Ef til vill koma svona um-
mæli ýmsum á óvart vegna þess
að til skamms tíma hefur kaup-
streitupólitíkin mótað svip allr-
ar starfsemi launþeganna.
ÞESSI UMMÆLI þessara
veggja forystumanna í launþega
samökunum sýna, að stefnubreyt
ing hefur orðið, að í raun óg
veru er, að minnsta kosti öflugur
hluti launþegasamtakanna að
komast í fremstu röð þeirrar
sveitar, sem berst gegn aukir.ni
verðbólgu. Og það er einmitt I
þetta, sem þjóðin þarfnast. Að |
launþegasamökin gangi fram
með ábyrga sefnu, hætti að ein-
blýna á fimmaura háekkanirnar
og snúi hér að því að vernda og
styrkja það sem áunnist hefur,
að drýgja launin með raunhæí-
um aðgerðum, að snúa sér að
því að lagfæra það sem afskeið-
is hefur farið í þjóðfélaginu við
þá hraðstígu uppbyggingu, sem
orðið hefur.
f RAUN OG VERU hefur orð-
ið bylting með þjóðinni síðustu
tvo áratugi, í byltingum fer!
margt í handaskolum. Byltingar
eru dýrar, en þær hreinsa til
og vek^a ný sjónarmið. Menn
hafa varla á byltingatímum tíma
til að byggja traust, stundum
vill uppbyggingin verða hrófa-
tiidursleg. Svo hefur farið hjá*
okkur. Uppreisnar- og byitinga-
tímunum er lokið. Verkalýður-
inn hefur aflað sér fullkominna
réttinda og viðurkenningar. Nú
er að styrkja það sem unnist hef
ur.
ÞAÐ verður gert með því, að
verðgildi kaupsins minnkj ekki,
að skattabyrðinni verði létt af
að nokkru leyti, að kerfinu verði
breytt þannig að dugnaður, spar
semi, fyrirhyggja og vinnusemi
komj mönnurri að gagni, en þeira
ekki refsað fyrir eins og nú er.
Það verður gert með því að
lækka verð þar sem það er
mögulegt eins og núna siðast á
ýmsum lyfjum,' en það hetur
kostað harða baráttu, miklu harð
ari og ósvífnari en almenningur
veit um.
OG ÞAÐ verður gert á marg-
víslegan annap. hátt. En þetta
tekst ekki nema að verkalýðs-
hreyfingin, yfirleitt launþega-
samtökin, gangi ótrauð fram með
ný sjónarmið: Að kaupstreytan
sjálf á að vera úr sögunni. Nú
skulu snúa sér að því að tryggja
þá sigra, þær umbætur, sem
náðst hafa, bæta kjör aldraðs
fólks, sjúklinga og ómagamanna
— Það er sagt að hvergi í heimin
um séu kjör almennings eins
góð og hér. Og það mun vera
satt. Við megum ekki fórna þess*
ari aðstöðu á altari stéttahaturs
og ófrjórrar baráttu fyrir fölsk-
um fimmeyringum.
Hannes á horninu. i