Alþýðublaðið - 06.10.1959, Blaðsíða 11
2. da$ur
og Bunty þrýsti sér að henni.
„Þú vilt ekki vera óþæg, er
það, Bunty?“
Bunty snöggti hátt, að það
vildi hún ekki. En hún gæti
ekki annað.
Ungfrú Evans sló mig“.
Jill þrýsti henni fastar að
sér. Ungfrú Evans hafði án
éfa verið þreytt og leið, en að
hennar áliti hafði hún ekki
leyfi til þessa. Satt að segja
hafði Jill, frá því hún sá hana
fyrst, búist við að svona færi.
Að vísu hafði hún góð með-
mæli, en hún var ekki hæf til
áð gæta Bunty. Hún var of
fullorðin, of harðneskjuleg.
Jill andvarpaði. Leigh varð að
vanda valið vel næst. Þó að
það hefði verið mikið betra,
gat hann ekki valið unga og
aðlaðandi barnfóstru. Það
hefði ekki litið vel út að hafa
unga stúlku á heimilinu. All-
ar barnfóstrur Bunty höfðu
verið miðaldra.
„Ég vildi að þú værir að
passa mig“.
„En vina mín, ég verð að
passa pabba. Svara í símann
hans og gera allt mögulegt
fyrir hann“.
„Geturðu ekki passað mig
líka? Ég þarf ekki að læra
neitt“.
„Ég held að það væri ekki
heppilegt. Viltu ekki reyna
að söfna eins og gott barn,
kerlingin mín? Ég verð að
fara heim“.
„Ég vildi að þú ættir heima
hérna“.
Jill greip andann á loft. Það
viWi hún líka ... Hún neyddi
sig til að hætta að hugsa um
þetta. Hún var einkaritari
Leight og hann hafðf alltaf
komið fram við haíia sem
slíka. Þetta var í þriðja sinn
síðan hún fór að vinna fyrir
hann, sem hann hafði boðið
henni upp á glas. Samband
þeirra var viðskiptalegs eðlis
— að minnsta kosti af hans
.... Sparið yður hlaup
á miUi maxgra veralajri.a'-
úÓitUOðl
mwi
,$iv -Austurstiðeti
hálfu. Hún vonaði að henni
hefði tekist að dylja hann
þess að hennar hafði ekki ver-
ið það því sem næst frá byrj-
un. Hún var viss um að það
hefði tekist, þó ekki væri
nema vegna þess að hann
hafði ekki liíið við annarri
konU síðan kona hans yfirgaf
hann.
Hún leit á mynd af móður
litlu stúlkunnar, sem stóð á
borði við rúm Bunty. Það var
eina myndin í öllu húsinu.
Hún furðaði sig stundum á
því, hvers vegna Leigh lét
myndina vera þarna. Bunty
vissi að þetta var móðir henn-
ar. Henni hafði verið sagt, að
móðir hennar hefði farið í
langt ferðalag. Leigh myndi
sennilega segja henni sann-
leikann seinna, þegar hún
hefði aWur til. Jill leit sem
snöggvast á fallegt andlitið,
sem var svo líkt Bunty. Adele
Sanders var mjög fögur. Jill
skyWi vel að Leigh hefði elsk-
að hana. En samkvæmt um-
talinu hafði hún alltaf verið
léttúðug. Og það var hættu-
legt fyrir lækniskonu í smá-
bæ, þar sem mikið er um alla
talað. Það hafði ekki verið um
annað talað í bænum, þegar
hún hafði farið frá honum
með málara, sem hafði tekið
hús á leigu þar rétt hjá.
Hún fór inn í setustofuna
og settist við eWinn.
„Er allt í lagi með hana?“
„Já, þetta var smáreiði-
kast“.
„Ég er hræddur um að ung-
frú Evans ætli að segja upp ‘.
„Ég býst við því. Ég hefði
ekki áhyggjur af því í þínum
sporum. Ég heW að hún sé
ekki heppileg barnfóstra fyrir
Bunty“.
Leigh andvarpaði.
„Ég veit að hún er það
ekki“. Hann hellti meira
sherry í sitt glas. „Ertu búin
úr þínu glasi?“
„Nei, það er enn fullt“.
Hann leit á hana.
,Jill?“
Það var í fyrsta sinn, sem
hann hafði kallað hana Jill.
Hún hafði lengi kallað hann
Leigh »ða síðan þau fóru að
þúast, en þegar hún talaði við
hann á stofunni, varð hún að
kalla hann Dr. Sanders.
„Já?“
Hann kom og leit á hana og
hallaði sér að arinhillunni.
„Veiztu hvað ég ætla að
segja þér?“
Hún fékk hjartslátt. Ham-
ingjustraumur fór um hana.
Hann hafði aldrei talað svo
blíðlega til hennar fyrr, aldr-
ei litið á hana ástaraugum
fyrr. Hún vissi að hún þurfti
ekki lengur að látast.
„Það held ég, að minnsta
kosti vona ég það“.
Hann tók um hendur henn-
ar.
„Ég elska þig, Jill. Ég elska
þig svo mikið að ég er hrædd-
ur...“
„Ég elska þig líka“, sagði
hún blíðlega. Hún leit hræðslu
lega á hann. „En ég er ekki
hrædd. Ættj ég að vera það?“
Hann tók fastar um hendur
hennar. „Nei, vitanlega ekki.
En ... en þú veizt hvernig
allt er?“
„Ég veit það, Leigh“.
„Um mánaðamótin eru þrjú
ár síðan Adele fór. Þangað til
núna hefur mig ekki langað
til að vera frjáls, þess végna
hef ég ekkert gert. Ég hef oft
furðað mig á því, að hún
skyldi ekkert gera ...“
„Ég skil“. Og nú var röðin
komin að Jill að verða hrædd.
„Heldurðu að hún gefi þér
ekki eftir skilnað.“
Hann greip fram í fyrir
henni: „Eftir þrjú ár get ég
fengið skilnað. Þá skiptir ekki
lengur neinu máli, hvað hún
vill.“
Hún skalf.
„Skilnaður er ljótt orð.“
„Það veit ég, en það skiptir
engu, ástin mín. Strax og
skilnaðurinn er um garð geng-
inn, giftum við okkur.
Iiún sagði titrandi röddu.
„Ég vildi, að þrjú ár væru lið-
in.“
„Það vildi ég líka. En þau
eru bráðum liðin. Ég ætla að
tala við lögfræðinginn strax
og koma öllu af stað.“ Hann
tók utan um hana og þrýsti
henni að sér. „Þú ert yndisleg,
Jill.“
Hún hugsaði: Adele er ynd-
isleg, en ég, Jill, er bara venju
leg manneskja. Ekki ljót, en
heldur ekki meira en það. En
ástfangin kona var yndisleg!
Jafnvel ljót ástfangin kona.
Og hún var ástfangin.
„Ég er svo hamingjusöm,
Leigh.“
„Það er ég líka. Ó, Jill, Jill,
því skildist mér ekki fýrr, hve
mjög ég þráði þig?“
Hún hló titrandi hlátri.
„Þú hafðir svo mikið að
gera.“
„Ég hélt, að ég yrði aldrei
ástfanginn aftur.“
Hana langaði til að spyrja,
hvort hann hefði elskað Adele
mikið, en hún vissi, að það
þyldi hún ekki að vita. Hún
reyndi að gleyma því, að fólk
sem hafði þekkt þau bæði,
sagði, að hann hefði tilbeðið
hana; að jafnástfanginn mann
hefði það aldrei séð. Það að
aldrei hefði sézt jafnbrotinn
maður og þegar hún fór frá
honum.
Þau heyrðu fótatak í gang-
inum og það var barið að dyr-
um. Þau þutu hvort frá öðru
og Leigh var seztur, þegar
Florrie leit inn í herbergið.
„Maturinn er til, læknir.“
Og svo vandræðalega. „Fyr-
irgefið, en ég hélt, að ungfrú
Fáulkner væri farin.“
Leigh brosti.
„Nei, hún er hér enn og ég
vona, að hún vilji borða með
mér. Hvað er að borða Flor-
rie?“
„Steiktur kjúklingur, herra.
Það er nóg tii.“
Jill sagði um leið og Flirrie
var farin út: „Heldurðu að
það sé rétt?“
„Því skyldi það ekki vera
rétt, ástin mín?“
„Það er svo mikið talað.
Jafnvel Florrie er ekkert lítið
fyrir kjaftasögur. Og ég hef
aldrei borðað hér, við höfum
aldrei verið sérlega vinaleg."
„Heyrðu mig nú, þú mátt
ekki fara strax. Við höfum um
svo margt að tala. Mig langar
til að segja öllum, hve heitt
ég elska þig.“
Hún hló blíðlega.
„S'uma sjúklingana þína
langar áreiðanlega til að klóra
úr mér augun. Sumar, sem
hingað koma, eru alltaf að laga
sig til meðan þær bíða eftir
að röðin komi að þeim!“
„Vitleysa!11
„Elskan mín, það er engin
vitleysa. Það er alltaf eitthvað
við glæsilegan ungan lækni.“
„Ég ætla að láta þig vita,
að læknir lítur ekki á kven-
fólk, sem leitar til hans í
lækningaskyni.“
„Það getur verið. En þær
líta á hann. Má ég ekki vera
afbrýðisöm við þær allra fall-
egustu?“
Hann dró hana að sér og
kyssti hana.
„Þú þai'ft ekki að vera af-
brýðisöm við neina aðra konu
á meðan þú lifir.“
Það lá við, að hún segði, að
hún væri afbrýðisöm við Ad-
ele. Hún vissi, að það var
heimskulegt. Seinni konan átti
ekki að vera afbrýðisöm við
•þá fyrri. Sérstaklega ekki, þeg
ar sú fyrri var á bak og burt.
Hún sleit sig hikandi af hon-
um.
„Ástin mín, eigum við ekki
að fara og borða kjúklinginn?
Ég er viss um, að Florrie er
búin að láta hann inn á borð-
ið. Henni finnst það leiðinlegt
ef hann kólnar. Þú veizt, hve
hún er hreykin af matnum,
sem hún býr til.“
2.
Þau ákváðu, að segja engum
að þau elskuðu hvorf annað
og að giftast strax og Leigh
hefði fengið skilnað. Jill
fannst þetta réttast og að lok-
um samþykkti Leigh það. Það
yrði hvort eð 'er ekki nema
um skamma hríð að ræða.
Ilann fór til London og hitti
lögfræðing sinn og þegar hann
kom heim sagði hann henni
að það yrði erfitt að fá skiln-
að. Eftir eina viku yrði þrjú
366 ■Copyright P.-t. B.
j g „Ef þið viljiS vera kyrr eitt augsiablil
þá ætla ég að halda pínulitla sýningu
RENÉ SHANN:
ASTOG
ANDSTREYMI
LISTASAFN Einars Jónsson-
ar, Hnitbjörgum, er opið á
sunnudögum og miðviku-
dögum frá kl. 1,30—3,30.
WINJASAFN bæjarins. Safn
deildin Skúlatúni 2 er opin
daglega kl. 2—4. Árbæjar-
safn opið daglega frá kl. 2
—6. Báðar safndeildir eru
lokaðar á mánudögum.
MYNDLISTARSÝNING Al-
freðs Flóka er opin í Boga-
sal Þjóðminiasafnsins dag-
lega frá klukkan 1 til 10.
Kvenféylag Háteigssóknar
heldur fund í Sjómannaskól
anum þriðjudaginn 6. þ. m.
kl. 8,30. Rætt um vetrar-
starfið, kvikmyndasýning,
kaffidrykkja.
Kosningahandbók ,,Ejölvíss“
er komin út. í bókinni eru
margs konar upplýsingar
varðandi alþingiskosningar
undanfarin ár, eyðuform til
að nota við talningu atkv.,
verðlaunagetraun um úrslit
komandi kosninga o. m. fl.
Kvenfélag Laugarnessóknar.
Fundur verður í fundarsal
kirkjunnar í kvöld kl. 8,30.
Rætt um vetrarstarfið og fl.
Mætið sem flestar.
í DAG 6. okt. 1959, er Guð
mundur Friðrik GuSmunds-
son, verkstjóri, Aðalgötu
23, Siglufirði, 60 ára. Hann
hefur unnið um áraraðir
við síldarverksmiðjurnar
þar, fyrst við Gránu, en síð-
ar við Rauðku eða í 35 ár.
Hann dvelur nú hjá börn-
um sínum í Ytri-Njarðvík,
SSÖ-SK'
Fiugfélag
íslands h.f.:
sssssiSS Millilandaflug:
Gullfaxi er
væntanlegur til
Rvk kl. 16.00 í
dag frá London.
Hrímfaxi er
væntanlegur til
Rvk kl. Í7 í dag
£rá Kmh. og,
Glasgow. Flug-
vélin fer til Glasgow og Kmh.
kl 09,30 í fyrramálið. — Inn-
anlandsflug: í dag er áætlað
að fljúga til Akureyrar, —
Blönduóss, Egilsstaða, Flat-
eyrar, Sauðárkróks, Vestm,-
eyja og Þingeyrar. — Á morg
un er áætlað að fljúga til Ak-
ureyrar, Húsavíkur, ísafjarð-
ar og Vestmannaeyja.
Skipaútgerð
ríkisins:
Hekla kom til R-
vík í nótt að aust
an úr hrnigferð.
Esja fer frá Rvk
á hád. í dag aust-
ur um land í hringferð. —
Herðubreið e/ á Austfjörð-
um. Skjaldbreið kom til Rvk
í gær að vestan frá Akureyri.
Þyrill er á Norðurlandshöfn-
um. Skaftfellingur fer frá R-
vík í dag til Vestmannaeyja.
Baldur fer frá Rvk á morgun
iil Sands, Grundafjarðar, —
Gilsfjarðar- og Hvammsfjarð
arhafna.
Skipadeild S.Í.S.:
Arnarfell fór frá Rostock
1. þ. m. áleiðis til Rvk. Arn-
arfell er í Rvk. Jökulfell fór
frá New York 29 f. m. áleið-
is til íslands. Dísarfell er á
Akranesi. Litlafell er á Þórs-
höfn. Helgafell fór 29. f. m.
áleiðis til Helsingfors, Ábo og
Hangö. Hamrafell fór 1. þ. m.
frá Rvk áleiðis til Batum.
Alþýðublaðið — 6. okt. 1959