Alþýðublaðið - 06.10.1959, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 06.10.1959, Blaðsíða 5
s ' : '• f: 21. IÐNÞINGI íslendinga lauk s. 1. láugardagskvöld. Sjö íiefndir störfuðu á þinginu og voru margar ályktanir sam- þykktar í ýmsum málurn iðn- aðarins. Einar Gíslason, mál- arameistari, átti að ganga úr stjórn Landssambands iðnaðar- manna, en var einróma endur- kjörinn. Aðrir í stjórn eru: Björgvin Frederiksen, formað- Uiðsson, vélsmið, Þingeyri, Tómas Vigfússon og Vigfús Sig- urðsson. 21. Iðnþing samþykkti ein- róma að sæma Guðmund Sig- urðsson, vélsmið, þingeyri, heiðursmerki iðnaðarmanna úr gulli. — Framkvæmdastjóri Landssambands iðnaðarmanna er Bragi Hannesson, Og eru Bkrifstofur sambandsins að Laufásvegi 8. Á fundi Iðnþings s. 1. föstu- dag lágu fyrir víðtækar breyt- ingatillögur við lög Landssam- bands iðnaðarmanna, frá Laga- O gskipulagsnefnd, sem miðuðu að víðtækari starfsemi sam- bandsins. Samþykkti þingið lagabreytingar, sem stefndu í þá átt. ÚTBOÐ OG TILBOÐ. Tekin var fyrir tillaga Alls- herjarnefndar um útboð og til- boð. Framsögumaður, Gunnar björnsson, lýsti hinu alvarlega ástandi, sem ríkir í sambandi við útboð og tilboð í ýmsum at- vinnugripum, þar sem bæði verkkaupar og verksalar hafa orðið fyrir stórtjóni vegna hinna óraunhæfu og tilviljana- kenndu vinnubragða í sam- bandi við útboð og tilboð. Sam- þykkti þingið ályktun, þar sem óskað er eftir að iðnaðarmála- ráðherra skipaði nefnd til að athuga og semja ESglur um út- boð og tilboð. Allmiklar umræður stóðu yf- ir um álit Löggjafa.rnefndar um brot á Iðnlöggjöfinni og meðferð slíkra mála. ■7TI1MM.M1 FÉLAG ungra jafnaðar- manna á Siglufirði heldur aðalfund sinn annað kvöld, miðvikudag, kl. 8, 30 að Borgarkaffi, — hinu nýja félagsheimili sigl- firzkra jafnaðarmanna. Örsfutf viðfal við Rigmor Hansen DANSSKÓLI Rigmœir Han- sen er að byrja. Haust eftir haust hafa auglýsingarnar hennar sést í blöðum bæjar- ins, enda segist hún hafa kennt dans í yfir tuttugu ár. Blaðið átti í gær smá við- tal við frú Rigmor og spurði hana firétta af þessari starf- semi. — Það er alltaf fullt af fólki sem kemur til mín. Yfirleitt allt svo yndislegt fólk. Og ég kenni því bæði nýtt og gam- Handbók kjósenda Myndir og ævi- ágrip 140 fram- HANDBÓK kjósenda er kom- in út og geymir margs konar fróðleik um kosningar og fram- bjóðendur. Er hvað merkast myndir og æviágrip 140 fram- bjóðenda við alþingiskosning- arnar og mun óhætt að full- yrða, að á engum einum stað öðrum séu jafnmiklar upplýs- ingar samankomnar um það fólk, sem fremst stendur í Stjórnmálabaráttunni í dag. Þar er ennfremur að finna töfl- ur, er sýna úrslit alþingiskosn- inga 1942—1959, miðað við nú- verandi kjördæmaskipan. í bókinni eru úrslit síðustu al- þingiskosninga, listar stjórn- málaflokkanna og fjölmargar aðrar upplýsingar. Útgefandi er Bókaútgáfan Svartfugl. alt. Nýjasti dansinn í ár heitir Séga, hann er dansaður í öll- um helztu heimsborgunum. — Takturinn er hraður einna lík astur og í sömjbu. — Ég ftrðaðist um England, Frakkland, ftalíu og Dan- mörku í sumar, og hviarvetna var Séga dansað ásamt cha- cha-cha, kialypso, sömbu og rúmbu. — Suðrænir dansar eru yf- irleitt mjög í tízku og þá auð- vitað um leið suðræn lög. — En „prÓ£f?amm“ vetrar- kennslunnar er siamið eftir á- lyktunum alþjóðaþings dans- kennara, sem haldið er árlega og sem ég jafnian sit. Mark- mið þess er að alls staðar séu kenndir sömu dnsarnir, þann- i.g, að fólk hvaðlanæfa úir heim inum, dansi ens og komist í takt hvort við annað. Mesti tízkudansinn er ann ars Piasodouble. Hann er dans aður urn alla Evrópu, en er spánskur að uppruna. Séga er frá eyjum í indverska haf- inu. — Áður kenndi ég ballett líka, en nú læt ég asmkvæm- isdansana nægja. —- Ég eir i — Og er það nokkuð furða? Búin að dansa næstiim stanz- laust í 20 ár , . . Hvað er að gerast Fréttin um rúss- neska tungiskot- ið er á 3, síðu Kosmiigar Breta LONDON. — Kosninga- baráttan stenclur á hástigi í Bretlandi. MacMillan for- sætisráðherra skorar sífellt á kjósendur að hafa í huga, hve miklu máli skipti, hverjir sitji fund æðstu manna, sem vinna beri að, að haldinn verði sem allra fyrst. — Hann biður kjós- endur að íhuga, hvort ekki muni heillavænlegra, að senda þangað fulltrúa sam- einaðs flokks, heldur en fulltrúa úr þeim flokki, sem sé sundraður í öllum meginatriðum varnarmála og utanríkispólitík. — Á hann þar að sjálfsögðu við verkamannaflokkinn, en mjög er mjótt á mummum, hverjir verða ofan á í kosningunum á morgun — og spádómarnir breytast á hverjum degi. Gruggugt máS ÁSTRALÍA. - Negri nokk- ur, sem dæmdur var til dauða í fyrra fyrir morS á hvítri 9 ára gamalíi stúlku, hefur fengið dómnum breytt í lífstíðarfangelsi. Enn er rannsókn málsins ekki lokið, en hann segist hafa verið píndur til játn- ingar fyrir réttinum. Er nú í athugun, hvernig máls- meðferð hafi verið við- höfð. Bóssar vSSja frSH BERLÍN. — Kozlov, fyrsti varaforsætisráðherra Sovét ríkjanna, sagði í Berlín í dag, að það liti út fyrir, að kalda stríðinu væri loks að linna. Hann sagði, að Rúss- ar bindu miklar vonir við árangur af hinum gagn- kvæmu heimsóknum æðsíu manna austurs og vesturs. Hann sagði enn, að hið nýja eldflaugarskot Rúss- anna hefði geysilega mik- ið vísindalegt gildi, það væri nýr áfangi sovézku þjóðarinnar til þess að ná valdj yfir geimnum og sýndi, að áhugi hennar og orka beindist öll í friðsam- lega átt. Alexandra í tízky NYJA DEHLI. — Alex- andra prinsessa af Kent kom hingað í dag frá Cam- bodiu. Ungfrú Alexandra hefur að undanförnu ferð- ast mikið um hið brezka heimsveldi og hefur það ferðalag verið „stórkost- lega vel heppnað". Hún hefur hvaryetna getið sér feikilegar vinsældir og er nú talin ein alþýðlegasta og fallegasta stúlka af brezka aðlinum og þótt víðar væri leitað. DauÓarefsmg CEYLON. — Dauðarefsing hefur aftur verið lögleidd á Ceylon. Er það sett hik- laust í samband við morðið á Bandaranaike forsætis- ráðherra, þótt engin opin- ber skýring hafi verið gerð á þessari ákvörðun. Sekt fyrir synd LONDON. — Brezkur milljónamæringur og lá- varður samþykkti í dag að greiða ungum vélfræðingi 2000 sterlingspund í skaða- bætur fyrir að eyðileggja hjónaband hans. Lávarð- SPILAKVÖLD Alþýðu- flokksfélaganna í Hafnar- firði hefjast í Alþýðuhús- inu við Strandgötu fimmtudaginn 8. október kl. 8,30. urinn og hin Ijóshærða fyrrverandi Ijósmyndafyr- irsæta, en síðar vélfræð- ingsfrú, hafa verið staðin að því að lifa saman í synd. ISnvæðing Kína LONDON: — Iðnvæðingin í Kína fer sívaxandi og er Kína nú orðið mikið iðn- aðarveldi. Svo stórstígar eru framfarirnar á síðustu tveim árum, að 80% af iðnaðarframleiðslu síðustu fimm ára er afrakstur frá 1958 og 1959. Skégareldar SALISBURY. — Skógar- eldar geisa í Suð-austur Rhodesíu. Eldarnir eru þeir mestu í sögu landsins. Þeg- ar hafa brunnið 100.000 ekrur skógar. Ljón, fílar og önnur skógardýr hlaupa hópum saman tryllt af hræðslu undan eldinum. Alsfr til umræðu PARÍS. — Á morgun (þ.e. a.s.) í dag, þriðjudag) kem- ur franska þingið saman í fyrsta sinn í haust. Alsír- áætlanir de Gaulles, for- sætisráðherra, verða efst á baugi í umræðunum á þinginu. Óttl vffi Kína LONDON. - Brezkur heim- spekingur, B. Russel, sagoi í dag, að óttinn við Kína gæti leitt til þess, að Ame- ríka og Sovétríkin gerðu samband sín á milli. Þetta samband mundi í rauninni vera heimsstjórn. Hann sagði að slíkt samhand værj möguleiki, — en ekki líklegt. DUSSELDORF. — Slátrari nokkur var leiddur fyrir rétt í dag kærður fyrir að fara út í sveit og skjóta kvikfénað út um hagann og selja síðan kjötið með góðum hagnaði í þrem stórkjötverzlunum í borg- inm. rezk íhaldsemi BRETAR eru frægir fyrir fastheldni á eldgamla siði. — Og sögurnar eru enginn uppspuni. Nú er puðað við það, að prenta innsigli drottningar undir tilkynn- ingar um, að þingið hafi verið leyst upp, en íilkynn- ingarnar eru síðan hengd- ar upp hér og þar. Prent- unin fer fram í forgamalli vél og verkið gengur mjög hægt. — Ætla niætti að blöð og iitvarp hefðu aug- lýst þennan atburð nóg. — Alþýðublaðið — 6. okt. 1959 I|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.