Alþýðublaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 10
í DAG er Guðjón Vigfússon bifreiðarstjóri frá Þorleifs- koti í Flóa fimmtugur Mér þykir vert að minnast þessara tímamóta á æviskeiði hans að nokkru, um leið og óska honum allra heilla í framtíð- inni og flyt honum þakkir fyrir langa og góða kynningu. Guðjón er í hópi þeirra framfaramanna þessarar ald- ar, sem gert hafa garðinn frægan af framtaki sínu og dugnaði. Hann hefur við breyttar atvinnulegar aðstæð- ur sýnt það í verki, áð kjarni og kjarkur alþýðumanna er sú undirstaða, sem traustust er til þess að byggja á nútíma þjóðfélag. Menntun hans er ekki mikil miðað við Það, sem margir fá á sjötta tug þessar- ar aldar. En hitt er kjarninn og undirstað framtaks hans og undirstaða framtaks hans á þjóðlegu heimili, sem nýtti allt, sem að gagni mátti verða og gaf þeim ungu kjark og karlmennsku til þess að taka þátt í hvaða starfi sem til féllst og jafnfrámt víðsýni og skilning til þess að beita við önnur viðfangsefni með sama árangri, þó óskyl væru. Þessi uppefdisáhrif eru góð og eru betri til Þess að ala upp nýta þjóðfélagsþegna en löng skóla ganga er á líðandi stund. Guðjón hefur hafizt af sjálfum sér til þeirra efna og þess álits, sem hann nýtur. Hann átti ekki veraldarauð til þess að byggja á. En hann hef- ur frá fyrstu tíð hlotið óskipt traust allra, sem kynnast hon- um. Ég hef aldrei orðið var við mann, sem ekki ber traust til GuðjónS. Guðjón er manna vinfastastur og hinn trygg- lyndasti. Enla held ég, að ég hafi aldrei þekkt mann, sem er eins fús að gera vinum sín- um greiða og hann. Ég held, að honum sé alveg sérstök nautn að því að gera mönnum greiða. Það er öruggt, að Það er einkis manns færi að leysa vandraeði manna, ef Guðjón getur ekki gert það. Og hann gerir það fúslega og af óbland- inni ánægju. Guðjón er sannur sveitamað ur að allri hugsun og gerð, þó h'ann hafi verið búsettur í bæ um helming ævinnar'. Hann ,ann árneskum byggðum mik- ið og fylgist með öllu þar eystra af alhug. Hann er oft langtum fróðari um ými.s kon ar mál, sem þar eru efst á baugi en margur, sem býr fyrir austan fjall. Hugui' hans hefur alltaf stefnt mjög til búskapar, en atvikin hafa hagað því svo, að starf hans hefur orðið á öðru sviði. Ef til vill er það glöggt dæmi um ástand íslenzks landbúnaðar nútímans, að dugnaðarmaður eins og Guðjón hefur ekki átt þess kost að verða bóndi, en orðið að stunda atvinnu, sem er síður að skapi hans. Guðjón er mikill áhugamað ur í Árnesingafélaginu. Hann hefur í mörg ár verið gjald- keri þess. Hefur hann unnið þar mikið startf og hafa kostir hans notið sín mjög vei á vett vangi þess. Guðjón Vigfússon er góður félagi og sannur vinur vina sinna. Það er gott að vera vin- ur hans og njóta vináttu hans. Skapfesta hans og framsýni til athafna og framkvæmda er traust og óhvikul. Ég hef fáa þekkt, sem eru eins öruggir að sjá fyrir rétta leið til ár- angurs og hann. Á stundum þarf hann að vísu að hugsa mál sitt vel, áður en hann leggur tillögur sínar og ætlan- ir fram. En framsýni hans og fyi'irhyggja er örugg, og ég veit ekki, að það hafi nokkurn tíma mistekizt eða brugðizt, sem hann hefur ætlað sér eða ráðlagt öðrum. Guðjón er mikill athafna- maður. Hann rekur stórt bygg ingarfélag ásamt Magnúsi bróður sínum og Páli Þor- steinssyni. Einnig á hann nokkra bíla, sem hann gerir út til fólksflutninga. Meðal annars hefur hann undanfar- in ár rekið fólksflutninga til Hólmavíkur. Dugnaður hans er óbilandi. Hann leggur oft nótt við dag í störfum sínum, ef því er að skipta. Og oft hefur mig undrað, hve hann getur haft margt í kollinum í einu. Stundum á kvöldin, þegar heim er komið eftir langan og erfiðan starfsdag, leikur hann sér að því að tala við menn í símann og færa reikningsfær'slur samtímis. Hann er sérstaklega fær reikn ingsmaður. Ég man eftir því einu sinni, að ég lagði saman langan talnadálk af mismun- andi tölum á reikningsvél, en áður en ég hafði lokið sam- lagningunni á vélina, var Guð jón búinn að leggja hann sam an í huganum og spurði, hvort útkoman væri eins hjá mér. Og hún var hárrétt hjá hon- um. Ég tel Guðjón Vigfússon af burðamann á því sviði, sem örlögin hafa haslað honum völl á. En ég veit jafnframt, að hann hefði orðið ennþá fremri á öðrum sviðum, og jafnframt, að hann hefði orð- ið atkvæðamaður á hvaða sviði þjóðfélagsins sem er. Ég tel mig þekkja vin minn Guð- jón svo vel, að hinir marg- þættu mannkostir hans hefðu alltaf notið sín og orðið til yf- irburða. Ég vil svo að lokum óska honum til hamingju og gengis á ókomnum árum og vona að njóta kynna hans sem lengst. Jón Gíslason. Fyrninpr fasfeigna Framhaíd af 4. síðu. ekki verði mannlausir á næstu árum, og sá öfugþróun, sem nú hefur hafið innreið í þessar sveitir, breytist til þróunar blómlegs búskapar, við batn- andi skilyrði til lands og sjáv- ar. Ágúst H. Pétursson, 0BOW B í L L I N N SÍMI 18-8-33 Til sölu og sýnis í dag: — Volkswagen ’57 Mjög vel með farinn og lítur vel út. B í L LI N N Varðarhúsinu við Kalkofrisveg SÍMI 18-8-33 TIL SÖLU alveg nýr Volkswagen ’60 B f L L I N N Varðarhúsinu við Kalkofnsveg SÍMI 18-8-33 I ■■■■■■■■■■■■■■■■••■■«■■■■■■■■■■■■■ I B I L LI N N SÍMI 18-8-33 Til sölu og sýnis £ dag: Taunus ’58 2ja dyra. Keyrður 15 þús. km. — Mjög glæsilegur. B í L L I N N Varðarhúsinu við Kalkofnsveg SÍMI 18-8-33 •■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■• B S L L I N N SÍMI 18-8-33 Til sölu og sýnis í dag: WiIIys Jeppi ’55 mjö'g glæsilegur og lítur vel út. — Lítið keyrður. B f L L I N N Varðarhúsinu við Kalkofnsveg SÍMI 18-8-33 Til sölu og sýnis: Volkswagen ’58 Svartur að lit, lítið keyrð ur. — Góðir greiðslu- skilmálar. B I L LI N N Kalkofnsveg SÍMI 18-8-33 Varðarhúsinu við Lokaður inni Framhald af 12. síðu. fangelsisvist ævinlangt í einangruðum klefa. Stroud var nú útilokað- ur frá öllu samneyti við aðra menn og hóf að nema ýmis fræði, stærðfræði, heimspeki og tungumál. Dag nokkurn rakst hann á fjóra spörva i garðinum. Hann tók þá og fór með þá í klefa sinn. Fangelsis- stjórinn gaf honum fáeina kanarífugla, Stroud bjó sjálfur íil búr fyrir þá og ól þá. En 1942 var hann fluttur til Alcatraz, fugl- arnir voru feknir af hon- um og hann hafði ekkert eftir nema bækurnar sín- ar. Síroud datt nú í hug að skrifa bók sjálfur og lauk haím á stuttum tíma við bók um sjúkdóma í fugl- um, sem þykir hið merk- asta verk. Nefnd var stofn uð til að fá hann látinn lausan og þúsundir manna hafa beðið honum griða. Hann er nú á sjúkrahúsi. Ilin vinsæla hljómsveit ;|fj FÍMM í FULLU FJÖRI Söngvararnir Sigurður Johnnie og Díanna Magnúsdóftir skemmta. ☆ AÐGÖNGUMIÐAR kl. 4—6 og eftir kl. 8. — Símj 1-31-91. ☆ Tryggið yður miða tímanlega. I ÐN Ó Pound Framhald af 12. úðu. leitt hægt að hugsa sér, að saman fari hrein lýrik oð ó- hreinar stjórnmáíaskoðanir? Þessar spurningar vöknuðu, þegar Pound fékk Bollingen- verðlaunin 1948. Skoðanir manna þá voru mjög skiptar og svörin gagnsíæð. Österling viðurkennir, að glæsilegur skáldskapur getur vaxið úr illum jarðvegi. En Pisan Cant- os vitna um sama goruga hugsunarháttinn og útvarps- ræður Pounds. „Hinn illi andi stingur alls staðar upp höfð- inu.“ Österling minnir á, að einn af andstæðingum Pounds er hinn bitri rithöfundur George Orwell, sem ekki hik- ar við, að lýsa yfir, að Pound sé ósannur í skáldskap sínum. Svo langt gengur Österling ekki! Hann segir, að í skáld- skap hans sé að finna „fagra staði“, en hann hafi haft meiiú áhrif sem endúrskapandi forms og hugmyndavaki, en sem frumlegt skáld. Orðstír hans óx gífurlega, er hann var fangelsaður, en vafasamt er hvort hann helzt. Österling lýkur grein sinni með þessum orðum: „í hinum dapra véfnaði lygi og brjálsemi, sem einkennir Pisan Cantos, minnist maður eiin orða Keats í ljóðinu um gríska kerið: fegurð er sann- leikur.“ Semur lffsreynslu- sögu Framhald af 12. siðn. v e r ð a að tala, þá stama þær frekar en karlmenn, þær eiga í erfiðleikum með að tala ó- undirbúið og þær eru ekki einá fyndnar né liprar og sterka kynið. Konur þúrfa handrit fyrir framan sig jafn- vel þótt þær eigi ekki að tala nema í fáar mínútur“. Michelson skrifar bækur fyrir fólk, ævisögur og Iífs- reynslusögur. Eiitnig semur hann ræður og greinar fýrir þá, sem ekki treysta sér til að gera það sjálfir. Starfa yf- ir 200 manns að þessu með honum og tekur hann að sér hvaða verkefni sem er. 10 10. okt. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.