Alþýðublaðið - 13.10.1959, Qupperneq 5
Yiial ¥ i Baldiir
Framhald af 3. síðu.
sameiginlegra hagsmuna a'S
gæta. VIÐ HLJÓTUM SAMAN
AÐ STYÐJA ALLT ÞAÐ, SEM
MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ STÖÐVA
VERÐBÓLGUNA OG HALDA
HENNI í SKEFJUM TIL AÐ
BYRJA MEÐ, EN SÍÐAN AÐ
DRAGA ÚR HENNI SMÁTT
OG SMÁTT. Við hljótum að
snúa bökum saman gegn því að
flóðinu verði að nýju steypt
yfir þjóðina, enda er stöðvun
verðbólgunmar lífsspursmál fyr
ir þjóðina. Á verðbólgu tapa all
ir: Iaunþegarnir, atvinnurekst-
urinn og Þjóðin í heild. Um
þetta þarf ekki að ræða frekair-
ar. Það hlýtur að vera öllum
Ijóst. En að lokum vil ég segja
þetta:
RÍKISST.TÓRNIN HEFUR
ÞORAÐ AÐ GERA ÞAÐ, SEM
ÞURFTI AD GERA, EN HINIR
FLOKKARNIR ÞORÐU EKKI
AÐ GERA, EN VILDU HAFA
GERT.“ •— Þetta finnst mér
vera mergurinn málsins.
Arás
Framháld af 1. síðii.
Hafnarfirði og heimtuðu að ek-
ið yrði þangað. En þar sem bif-
reiðarstjórinn hafði heyrt pilt-
ana vera að tala um, að þe'.r
væru peningalausir, vildi hann
fá greiðslu fyrir það, sem ekið
hafði verið.
Piltarnir brugðist hinir
verstu við og sögðu við bifreið-
arstjórann, að ef hann gerði
ekki sem honum væri sagt,
skyldi hann hafa verra af því.
Bifreiðarstjórinn krafðist
greiðslu strax og fóru piltarnir
og stúlkurnar þá út úr bifreið-
inni og rétti annar honum 20
krónur. Bifreiðarstjórinn fór
einnig út og krafðist fullrar
greiðslu. Réðst þá annar pilt-
urinn á hann Og sló hann í and
litið. Missti bfreiðarstjórinn
gleraugun. Nú réðst einnig hinn
piltuiinn á hann. Tókst honum
að verjast, en hlaut þó fall í
götuna og mörg högg.
Gat bifreiðarstjórinn loks
sloppið í bifreið sína, en hafði
þá misst gleraugun og annan
skóinn. Einnig var skyrta hans
rifin og hann allmikið marinn.
Ók bifreiðarstjórinn niður á
Hreyfii og fékk aðstoð þar, en
þegar komið var á Vatnsstíg
aftur, voru þau skötuhjúin horf
in ásamt gleraugunum og skón-
um.
Bifreiðarstjórinn kærði þetta
til lögreglunnar og sagði svo
frá, að hann hefði átt að aka
þeim til Hafnarfjarðar. Var
haft samband við lögregluna
þar, sem náði piltunum.
Framhald af 3. síðu.
og er það sameignarfélag.
Eftirtaldir menn voru kosnir
í stjórn félagsins: Ásgrímur
Gíslason, Þrótti, formaður, Pét-
ur Pétursson, Vörubílastöð
Keflavíkur, ri.tari og Ásmund-
ur Guðmundsson, Þrótti, gjald-
keri. Framkvæmdastjóri félags
ins er Guðmundur Kristmunds-
son, Rvík.
Félagið hefur síðan unnið að
því að ná samningum við varn-
arliðið um áðurnefnda flutn-
jnga og hefur það nú tekizt.
Voru samningar undirritaðir.
hinn 1. október s.l., og eru þéir
að sjálfsögðu byggðir á akst-
úrstöxtum félagahna.
Svo sem sjá má af framanrit-
uðu er alger fjarstaeða að
bendla Flutningafélagið Suður-
leið á nokkurn hátt við „her-
mangsgróða“ frekar en aðra þá
er starfa hjá varnarliðinu, og
allar getsakir í garð formanns
Þróttar Einars Ögmundssonar
í sambandi við þetta mál í:
hæsta máta ósanngjarnar og ó-
sæmilegar.
Virðingarfyllst.
Ásgirímur Gíslason.
Ásmundur Guðmundsson.
Fréttin, sem að er vikið í
bréfinu hér efra, var að sjálf-
sögðu ekki hugsuð sem „óhróð-
ur“, heldur sem almenn frétt.
Hafi á hinn bóginn verið um
ranghermi að ræða, er sjálf-
sagt að leiðrétta, það.
Þá skyldu telur blaðið sig
hafa innt af hendi með birtir.gu
bréfs Flutningafélagsins Suður-
leið.
Og er þá mál þetta hér með
úr sögunni.
Ritstj.
INGIMAR ÓSK-
ARSSON grasa-
fræðingur flytur
erindi í kvöld kl.
20.30 Um sveppi.
K1 20.55 eru tón-
leikar. Kl, 21.10
Upplestur: Svarti
kötturinn, smá-
saga eftir Edgar
Allan Poe í þýð-
ingu Þórbergs
Þórðarsonar (Mar-
grét Jónsdóttir
les). Kl. 21.45 Tónleikar. Kl.
22öl0 Lög unga fólksins.
Kvenfélag Bústaðasóknar.
Félagsfundur verður í Háa
gerðisskóla annað kvöld, mið
vikudag, kl. 8.30.
Slysavarnadeildin
Hraunprýði í Hafnarfirði
heldur fund í kvöld kl. 8.30
í Sjálfstæðishúsinu. Venjuleg
aðalfundarstörf, kaffidrykkja
og félagsvist. Fjölmennið.
ELDSVOÐINN
Framhald af 3. síðu.
að dyrum og var þar maður
sem hafði orðið eldsins var.
Hann spurði, hvort búið væri
að kalla út slökkviliðið. Þar
sem svo var ekki, hringdi hann
þegar úr síma hússins og gerði
aðvart. Eldurinn hafði blossað
i svo fkyndilega upp, að fólkið
hafði engan tíma til þess að
hringja, þar sem strax var
reynt að bjarga börnunum. ■ '
Fólkið reyndi að bjarga föt-
um og öðru úr húsinu, en þá
slökknuðu Ijósin og hörfaði
fólkið þá út. Slökkviliðið og
lögreglan komu um svipað leyti
á staðinn. Var þegar hafizt
handa við slökkvistörfin, en
slökkviliðsmennirnir gátu ekki
farið inn í herbergið, þar sem
börnin voru, fyrr en búið var
að lægja eldinn.
Voru börnin þá dáin. Munu
þau hafa dáið í svefni. Höfðu
þau ekki hreyft sig í rúmun-
um.
Um eldsupptök er ekki
kunnugt, en talið líklegt að
kviknað hafi í út frá vegg-
lampa. Hafði logað á lampan-
um um nóttina og var á hon-
um silkiskermir.
Herbergið var klætt með tré
texi og var límdur pappír á
það, Það er mjög lítið og lágt
undir loft í því. Gluggarnir eru
litlir og kemst fólk ekki út um
þá.
Þau hjónin höfðu búið í hús-
inu frá því í júlí í sumar.
Hvsð er að
gerast
Taft-Hartíey
lögin
WASHINGTON, (Reuter).
— David McDonald, formað
ur sambands stálverka-
manna, sagði í dag, að sú
hálfa milljón verkamanna,
sem nú verða væntanlega
knúðir til að taka aftur upp
vinnu um 80 daga skeið
samkvæmt Taft-Hartley-lög
unum, mundi gera verkfall
þegar að liðnum hinum lög-
lega fresti.
Eisenhower forseti hefur
farið fram á, að Taft-Hartley
lögunum verði beitt gegn
verkfallsmönnum eftir að
verkfallið hefur staðið í
rúmlega 12 vikur.
Snjóar í Ölpum
NISSA, Reuter). — Mikil
snjókoma hefur verið und-
anfarið í frönsku Ölpunum
og fyllti mprg skörð og leið-
ir tepþtust. Nú hefur snjó-
inn tekið upp að mestu.
Rainer í Parss
PÁRÍS, (Reuter). — Rainer
fursti í Monaco og kona
hans, Grace Kelly, eru kom-
in í þriggja daga opinbera
heimsókn til Frakkjands.
Þau borðuðu með de Gaulle
í dag í forsetahöllinni.
Þetta er í þriðja sinn, sem
Rainer- kemur í opinbera
heimsókn til Frakklands.
Rauðir þjálfa rauða
HONG KONG, (Reuter). —
Fréttastofan Nýja Kína í
Peking skýrir frá því, að í
dag hafi verið undirritaður
samningur milli Kína og
Sovétríkjanna um sámstarf í
vísindúm og tækni. Gefa
löndin hvort öðru upplýs-
ingar um ýmis efni og kín-
verskir sérfræðingar verða
þjálfaðir í Sovétríkjunum í
ýmsum iðngreinum og
tækniefnum.
CJtgöngubann í
frak
BÁGDAÐ, (Reuíer). — Út-
göngubann hefur verið sett
á um gjörvallt írak. Áður
hafði það aðéins náð til Bag-
dad og nágrennis. Gildir
bannið frá 8 á kvöldin til 5
á niorgnana.
Útgöngubann var sett á í
Bagdad fyrir fimm dögum
eftir að skotið hafði verið á
Kassem forsætisráðherra og
hann særður, þó eklti
hættulega.
Hraðlesf hvolfir
BORGHETTO, ítalíu, (Reu-
ter). — Hraðlestin Inns-
bruck—Róm rakst í dag á
raflínustaur, sem fallið
hafði. á brautina og fór út
af sporinu. Hvolfdi tveim
vögnum og létust a. m. k.
tveir menn .og margir særð-
ust. Vörubifreið hafði rek-
ist á staurinn og fellt hann
á teinana nokkrum sekúnd-
um. áður en lestin kom á
fullri ferð.
uitiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiisiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiui
1 Foröuljós í
| Varsjá
| VARSJÁ, (Reuter). - \
| Hundruð Varsjárbúa |
| bíða í dag utan við eina =
| kirkju borgarinnar eft- |
| ir að fréttist í gær- |
| kvöldi, að á tröppum |
| hennar hefði sést und- i
| arlegt Ijós, sem mynd- i
| aði útlínur konun- =
| myndar. 1
Sagt er að þetta I
| furðulega Ijós hafi I
1 fyrst sóst á tröppum 1
| kirkju heilágs Ágúst- i
| ínusar s. I. miðvikudag, |
| síðan aftur á föstu- |
| dag og laugardag. §
Þúsundir manna f
1 þyrptust í gærkvöldi |
| að kirkjunni, þar eð sá i
1 orðrómur gekk að ljós- |
| ið mundi afíUr sjást §
i milli kl. 7 og 8. Sumir |
| í mannþrönginni segj- i
i ast hafa séð ljósið og |
| konúiriyndina en aðrir i
| neita því að nokkuð |
| hafi birzt. |
| Prestur kirkjunnar |
| vill ekkert um þetta |
| ségja en hvetur fólkið |
| til þess að vera rólegt, i
| og draga ekki fljótfærn i
| islegar ályktanir. Pólsk f
| blöð segja áð ljósið sé |
| eðlilegt og stafi af því |
| að tunglið skíni á rúð- |
I ur. — 1
•T. £
immmiiiimiiiiiiimmmmmimimmmmmmn
Mac Millau.
Sfórþjófnaður
LONDON, (Reuter). — Scot-
land Yard leitar nú að gim-
steinaþjófum, sem stálu
skartgripum fyrir um það
bil hálfa milljón dollara úr
fjórum skartgripaverzlunum
í London um síðustu helgi.
Verzlanir þessar eru allar í
eigu sama fyrirtækis og er
talið að þjófarnir hafi látið
gera lykla að verzlununum
eða þá brotist inn í eina og
fundið þar lykla að hinum.
Þeíta er mesti þjófnaður,
sem framinn hefur verið í
West End hverfinu í Lon-
don. Scotland Yard hefur
hafið mjög víðtæka leit um
allt landið.
Macmiílari
hreinsar til
LONDON, (Reuter). —- Mac-
millan, forsætisráðherra
Bretlands, hélt ráðuneytis-
fund í dag og er talið að
hann sé nú að undirbúa
bréytingar á ráðuneyti sínu,
Ekki er gert ráð fyrir að
miklar tilfærslur verði á
ráðherraembættum en þó ér
talið, að Ðuncan Sandys,
varnarmálaráðherra, veroi
skipaður ráðherra þeirra
mála, sem snerta vísindi, en
það er nýtt embætti. Þá er
búist við að Lennox-Boyd,
seiin verið hefur nýlendu-
málaráðherra í fimm ár,
hverfi úr því embætti. Ian
MacLoýd tekur sennilega
embættj hans. Aðrir ráð- ;
herrar munu halda stöðum !
sínura.
Sennilega verður embætti 1
flutningamálaráðherra skipt
í tvö ráðherraembætti.
Fyrstu lagafrumvörp
stjórnarinnar verða senni-
lega lög trni sunnúdaga,
hjónaskilnaði, fjárhættuspil
og veitingaleyfi.
Fundur æðstu
manna
PARÍS. — S'á orðrómur ;
gengur í París, að de Gaulle
forseti muni innan skamms
fara til Bandaríkjanna til
fundar við Eisenhower, Ad-
enauer og Macmillan og
muni þeir ræða væntanleg-
,an fund æðstu manna, sem
búist er við að verðí á tíma-
bilinu 15. nóvember til 15.
desember í vetur.
Macmillan hélt ráðuneyt-
isfund í dag, hinn fyrsta fcft-
ir kosningar og mun hann
hafa tjáð ráðherrum sínum,
að ekkert hafi enn verið á-
kveðið hvenær eða hvar
fundurinn verði, en varla
verður þess langt að bíða að
hann verði haldinn.
Vlldi ekki
gróðann
SOUTHPORT, Engl., (Reu-
ter). — 17 ára enskur flug-
maður vann nýlega 6666
sterlingspund í knattspyrnu
getraunum. Hann ákvað í :
dag að gefa þriðjunginn af
upphæðinni til aðstoðar við
flóttamenn en leggja aí-
ganginn í banka. Hann segir
að allt fjárhættuspil sé
syndsamlegt og hann hafi
aðeins tekið þátt í getraun-
unum til þess að gera eins
og félagar sínir.
Flugmaðurinn kvaðst hafa
orðið óttasleginn þegar hann
vann þessa miklu upphæð.
Eldflaugín nálgasf
LONDON, (Reuter). — Rúss
neska eldflaugin, sem fór
umhverfis tunglið, nálgast
nú jörðina aftnr með síaukrt-
um hraða. KI. 1 í dag var
hún 456.000 kílómetra frá
jörðu. Hún náði þá minnsta
hraða síiram 400 metrum á
sekúndu, þegar hún var
fjærst jörðu handan tungls.
Eldflaugin f’er nú stöðugt
hraðar og hraftar. Starfsemi
allra tækja hennar er með
eðiilegum hætti, að því er
Tass segir.
Alþýðubíaðið.
13. okt. 1959