Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 3
Rætt um að bora eftir Frétt til Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gær. Á FUNDUM stjórnar Síldar- verksmiðja ríkisins fyrir sfeömmu var samþykkt sam- róma tillaga þess efnis, að fojóða Siglufjarðarkaupstað samvinnu um að láta bora eftir heiíu vatni í landi bæjarins. Segir í samþykkt þessari, að stjórnin bjóði þessa samvinnu með það fyrir augum, að vatnið yrði nýtt til hitunar húsa í bæn uín og í þágu síldariðnaðarins, ef það væri talið borga sig að lökinni athugun. Samþykkt var að fela framkvæmdastjórunum að ræða við bæjarstjórn Siglu- fjarðar um málið. Ennfremur var samþykkt að hlutdeild S.R. í kostnaðinum við borunina yrði 50%, þó ekki yfir 150.000. 00 kr., en S.R. áskildi sér þá forkaupsrétt á því heitu vatni <Dg gufu, sem kynni að fást um- fram það, sem þarf til upphit- unar húsa í bænum. Ekkert hefur meira heyrzt tim þetta mál eftir þennan fund Blómlegt Yélagslff á Sigluíiril. Frétt til Alþýðublaðsins. SIGLUFIRÐI í gær. MIKIÐ og blómlegt félagslíf er her í uppsiglingu fyrir vet- íirinn. Enn er margt um mann- inn í bænum, og er það ekki fyrr en úir áramótum, sem veru- leffa fækkar, þegar fólk tekur sig’ upp til vertíðar syðra. Ævar Kvaran 'hefur verið hér Qð undanförnu og starfar meðal annars að því að setja upp með leikfélaginu hér leikritið Júpí- ter hlær. Um helgina veiður og færð hér upp revya, sem Ævar stjórnar og tekur sjálfur tals- vérðan þátt í. Ævar verður hér Jiokkrar vikur og hefur hann þann tíma verið fenginn til að kenna framsögn í eldri bekkj- tim Gagnfræðaskólans. í gærkvöldi, þegar menn voru að fylgjast með kosningatölun- nm, var Borgarkaffi, félags- lieimili Hljómborgar, sem jafn- aðarmenn eiga öll hlutabréfin í, Ihaft opið og sátu menn þar yfir ikaffi og röbbuðu saman, meðan ffylgzt var með kosningatölun- Sim og beðið úrslita. Var þarna mjög margt um snanninn, og er áætlað að hafa Eama háttinn á í kvöld. J.M. Kosningarnar VEGNA smáfréttar í Tíman- Um í dag um atburð á kjördegi í kjördeild Elliheimilisins vilj- um við undirrituð, sem skipuð- um kjörstjórnina taka fram, að atvik það, sem þar getur um, étti sér alls ekki stað og er því tmeð öllu tilhæfulaus-t. Eeykjavík, 27. október 1959. Ka'rl S. Jónasson. Guðmundína Guðmundsdóttir. Vilhjálmur S. Vilhjálmsson. í landi Siglu- f]a rða r kau pstaðar — Atvinnuástand er sæmilegt hér á staðnum. Enn er unnið að ápökkun síldar. Sem stendur gefur ekki á sjó, en nú er hér hríð og norðan garri. Undan- farið hafa bátarnir aflað sæmi- lega. Siglufjarðartogararnir Ell iði og Hafliði munu selja afla sinn í Þýzkalandi núna í vik- unni. ! Atkvæðakassarnir, sem flutt ir voru til Sauðárkróks komust þangað heilu og höldnu í nótt, þótt hægt færi yfir Skarðið. Kjörstjórnarmenn voru 6 tíma héðan til Brúnastaða í Fljótum, en þangað er almennt talið ekki nema tæpra þriggja stundar- fjórðunga akstur. — J.M. MIMMMHnHMHIIMUMIMM Telpan og trúðarnir LJÓNATEMJARI að nafni Charlie Illeneb særðist lífshættulega, þeg ar eitt Ijónanna hans réð- ist á hann. Hann var flutt ur í sjúkrahús í Green- v^leh, þar sem læknum tókst að bjarga lífi hans. Þegar hann útskrifaðist af sjúkrahusinu, fannst hon- um hann þurfa að sýna þakklæti sitt. Hann fékk tvo vini sína úr hring- leikahúsinu — trúða — til þess að heimsækja barnadeild spítalans. Á myndinni eru þeir að «í; skemmta fimm ára sjúkl- ingi. mmmmmmmmmmmmmmmw Framhald af 1. síðu. hlaut 2146 atkvæði og þrjá menn kjörna. Flokkurinn hlaut í vorkosningunum 2261 atkv. og hefur því tapað 115 atkvæð- um. D-listi, Sjálfstæðisflokkur, hlaut 1900 -atkvæði og tvo menn kjörna. í vorkosningunum hlaut flokkuiinn 1836 atkvæði og hefur því bætt við sig 64 at- kvæðum nú. G-listi, Alþýðubandalag hlaut 616 atkvæ-ði og engan mann kjörinn. Flokkurinn hlaut 594 atkvæði í vorkosningunum og hefur því bætt við sig 22 at- kvæðum. Þingmenn Norðurlandskjör- dæmis vestra eru Skúli Guð- mundsson, Ólafur Jóhannesson, Björn Pálsson, Gunnar Gísla- son og Einar Ingimundarson. Austurland í AUSTURLANDSKJÖR- DÆMI voru nú 5883 á kjörskrá. Atkvæði greiddu 5339 eða 90,8%. Úrslit urðu þessi: A-listi, Alþýðuflokkur hlaut 215 atkvæði og engan manii kjörinn. í vorkosningunum hlaut Alþýðuflokkurinn 194 at- kvæði oe hefur því bætt við sig 21 atkvæði. B-listi, Fiamsóknarflokkur, hlaut 2920 átkvæði og þrjá menn kjörna. Framsóknarflokk urinn hlaut í vorkosningunum 3011 atkvæði og sex menn kjörna og hefur flokkurinn því tapað þrem þingmönnum og 91 atkvæði í nýja kjördæminu. D-listi, Sjálfstæðisflokkur, hlaut H29 atkvæði og einn mann kjöiinn. í vorkosningun- um hlaut flokkurinn 1091 atkv. og hefur því bætt við sig 38 at- kvæðum. G-listi, Alþýðubandalag, hlaut 989 atkvæði og einn mann kjör inn. Flokkurinn hlaut 893 at- kvæði í vorkosningunum og bætti því við sig 96 atkvæðum. Aúðir seðlar voru 57 og ógild ir 29. Þingmenn Austurlandskjör- dæmis eru: Eysteinn Jónsson, Halldór Ásgrímsson, Páll Þor- steinsson, Jónas Pétursson og Lúðvík Jósefsson. Veslfirir Þegar blaðið fór í prentun, voru eftirfarandi tölur komnar úr Vestfjarðakjördæmi: A 536. B 1315. D 1435. G 492. I vorkosningunum hafði Al- þýðuflokkurinn 597 atkvæði í kjördæminu, Sjálfstæðisflokk- urinn 2091, Framsóknarflokkur inn 1897, Alþýðubandalagið 407 og Þjóðvarnarflokkurinn 46. Fjarðarheiði að lokast Frétt til Alþýðublaðsins. SEYÐISFIRÐI í gær. HÆTTA ci" á, að Fjarðarheiði lokist í nótt, ef heldur áfram að snjóa þar efra, — en eftir að hún lokast eru erfiðar samgöng ur Seyðfirðinga við umheiminn. Bátarn'ir héðan hafa róið að undanförnu og fiskað ágætlega, en nú verður farið að laga bát- ana fyrir vertíðina. Friðrik tapaði BIÐSKÁKIRNAE frá í gær á skákmótinu í Belgrad fóru þannig: Gligoric gaf skákána við Keres, Benkö og Petrosjan sömdu jafntefli, Fischer sagðist halda, að staða hans á móti Tal væri vonlaus og sama sagði Friðrik Ólafsson um stöðu sína á móti Smysloff. SÍÐUSTU FRÉTTIS: Friðrik gaf báðar biðskáksr j sínar, úr 26. umferð á mótj Fiat cher og í 27. umferð á mcti; Smysloff. Tal vann skákina ú móti Fischer úr 27. umferS í 50 leikjum. Helgi Sæmundsson ræðir kosningaursliiin AÐALFUNDUR FUJ í Reykjavík verður haldinn í kvöld kl. 9 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fram fara venjn- leg aðalfundarstörf. Að þeim Ioknum mun Helgi Sæmunds son ritstjóri ræða kosningaúrslitin og stjórnmálaviðhcr! ><S Alþýðublaðið —‘28. okt. 1959 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.