Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 11
20. dagur Og hvernig henni liði, ef þau hefðu áhrif. Áreiðanlega bet- ur reyndi hún að telja sjálfri sér trú um, þegar hún fór inn. Ag minnsta kosti myndi hún vita hvað henni bæri að gera, ef hún vissi að Adele og Leigh kæmi betur saman. Móðir hennar leit upp úr bókinni, sem hún var að lesa þegar hún kom inn. „Sæl, vina mín. Skemmt- irðu þér vel?“ „Mjög vel, þakka þér fyrir“. Jill sá í speglinum að hún var náföl og hún vonaði að móðir hennar spyrði ekki hvað væri að. „Jill, elskan mín, þú ert gegnvot11. j ,,Ég er ekki vot. Sanders læknir ók mér heim. Það var svo mikil rigning að ég varð hálf vot á að hlaupa frá bíln- um og inn. Ég þarf að skipta um föt og þurrka mér um hárið“. Hún flýtti sér út, fegin hverju augnablikinu sem hún losnaði við rannsakandi augnaráð móður sinnar. Hún hengdi upp nýja gráa kjól- nn sinn og fór í gamalt pils og peysu, hún var dauðþreytt andlega og líkamlega. Hana langaði til að fara að hátta, en þá myndi mamma hennar aldrei hætta að spyrja hana. Og í nótt gat hún ekki svar- að spurningum. Hún greiddi hár sitt í venjulega liði og greiðslu. Hvers vegna elskaði hún Leigh. svo heitt? Hún hfði aldrei átt að verða ást- fangin af honum. Ef hún hefði aðeins getað ráðið við það! Hún fór frá snyrtiborð- inu og inn í borðstofuna. Hún leit á klukkuna og sá að hún var átta. Hvernig áíti hún að afbera allt, sem eftir var af kvöldinu? Leigh setti bílinn inn í bíl- skúrinn og gekk hægt að hús- .... £parii> yður hlaup h raiUi margra veralana1- OÖkUOíSL Á ÖllUM $i$) -Austostrðetá. inu. Hann varð votari en hann hefði haldið mögulegt á þeim stutta tíma, sem það tók hann að ganga heim að húsinu. Hann opnaði dyrnar og sá Adele, sem beið hans. „Ástin mín, má ég taka frakkann þinn. Þú ert gegn- votur“. „Ég er ekki votur. En það er samt mikil rigning“. Hún tók frakkann af hon- um og fór með hann fram í eldhús til að láta Florrie hengja hann til þerris. „Yið viljum fá að borða eftir fimm mínútur, Florrie“, sagði hún og hann skildi ekki hvers vegna hún vildi ekki fá matinn fyrr en eftir fimm mínútur. Klukkan var orðn svo margt hvort eð var. Hann skyldi hún endilega vilja sætt ast við hann? Hann trúði því ekki að húr elskaði hann, hann var viss um að hún gæti ekki elskað reinn mann, til þess var hú- of eigingjörn. Eða dæmdi hann hana of hart? Gaf h'nn henni ekki tækifæri til ð bæta sig? Og átti hann að rT°fa henni það, eins og Jill bað hann um? „Þetta var skemmtileg veizla“, sagð! hún. „Ég er fegin að við buðum þeim í kokteil á eftir“. „Það var allt of margt fólk“. „Það veit ég ekki. Svona nokkuð kemur af sjálfu sér. Maður býður einum eða tveim og áður en maður veit af er allur heimurinn og kona RENÉ SHÁNN: ASTOG ANDSTREYMI vildi fá að borða strax og fara svo inn í læknisstofuna undir því yfirskini að hann ætti eft ir að gera ýmislegt. Hann lang aði ekki til að sitja um stund við eldinn með Adele. Flest vildi hann heldur gera! Og svo minntist hann Jill og loforðsins sem hann hafði gefið henni. Hann neyddi sig til að brosa þegar Adele kom aftur inn. „Þú hugsar vel um mig!“ „Það er skylda mín sem eiginkonu!“ Það var leitt, hugsaði hann biturt, að hún skyldi gleyma skyldu sinni sem eiginkonu. Þá hefði hann ekki átt jafn erfitt og nú. „Við skulum fá okkur eitt glas áður en við borðum“, sagði hún. Hún gekk að bakk anum og leit yfir öxl til hans. „Gin eða viskí?“ „Yiskí“. Hún rétti honum það og hann hugsaði um það, hvað hún væri falleg ennþá. Árin höfðu faríð vel með hana. Hann bjóst við að hann hefði elskað hana vegna fegurðar- innar. Fegurð hennar hafði blindað hann gagnvart henn- ar rétta innræti, Hvers vegna CopyrigM P. I. B. Bo* 6 Copenhogen GRAHNARNIR „Nú skal ég sýna þér, mamma, að ég kann. að halda jafnvæginu.“ hans boðin. Þetta voru sjúkl- ingar þínir“. „Ég sá það. Ekki skil ég hvers vegna við þurftum að bjóða þeim“. „Við vorum vön því. Og mér fannst að það myndi líta vel út. Læknir og sjúklingar hans eiga að vera vinir“. Hann mótmælti henni ekki. Það skipti engu máli. Ekkert skipti máli nema það að hann elskaði Jiil og með hverjum deginum sá hann betur og bet- ur hve litlar líkur voru fyrir því að hann giftist henni nokk urn tíma. Þessi sæta, heim- ilislega Adele. sem var ákveð- in í að leika hlutverk sitt sem góð, elskuleg eiginkona til enda, rak aðeins enn einn naglann í líkkistu hans. Hún lyfti glasi sínu að hans. „Má ég skála við þig Leigh?“ „Til hvers?“ „Til að vona að okkur komi betur saman". Og áður en hann kom upp orði. „Ó, ég veit að þú heldur ekki að það sé mögulegt vegna þess að þú ert enn bitur í minn garð, en —“ hún hikaði: „Ó, Leigh ég vildi að allt væri gott!“ Hún hafði átt í harðri bar- áttu við sig síðan hann fór að lieiman með Jill. Hana hafði mest langað til að ráðast á hann þegar hann kom heim og ásaka hann um að elska Jill Fau'.kner. Hana langaði til að segja honum að hún hefði séð bréfið frá lögfræðingum hans og hún vissi að hann ætl- aði að skilja við hana. En hon um skyldi aldr-ei takast það. Hún var komin heim og hann leyfði henni að koma inn á heimilið og þess vegna gat hann ekki lengur skilið við hana. Og þá skildi hún að það þýddi ekkert fyrir hana að segja það því það leiddi ekki til nema þess eins að allt yrði verra milli þeirra. Nei. Hún þyrfti að beita herkænsku til að slíta sambandi Leigh við Jill. Jill varð að fara. Hún varð einhvern veginn að telja henni trú um að allt væri að lagast milli þeirra Leigh. Ef hún gæti gert það myndi Jill án efa fara brott og skilja það að hún hefði ekkert að gera hér. Adele, sem gat dæmt um skapgerð annarra, var viss um að hún myndi ekki vera með giftum manni, sém byggi með konu sinni. Það eina erfiða • við þetta, var það, að Jill yrði að trúa henni. En nú þegar hún leit á Leigh vissi hún að aðeins með því að vera elskuleg og laus við alla heimtufrekju gæti hún krafizt þess að hann væri vingjarnlegur við hana. Leigh — þó hann virtist vera bitur og reiður var hjartagóður maður. Hann var ekki eins hörkulegur núna og hann hafði verið. „Ef við gætum verið vinir, Leigh? —“ Leigh andvarpaði. Hvers vegna í andskotanum þurfti Adele endilega að velja þetta kvöld til að hefja slíkar sam- ræður? Hversvegna þurfti þetta að fylgja að því sem Jill hafði sagt. Ætluðu þær báðar að eyðileggja hverja einustu hamingjuvon hans? Hann var feginn þegar Flor rie barði að dyrum til að segja að kvöldverðurinn væri til. En það bjargaði honum ekki. Adele beið unz þau voru ein og hallaði sér þá að honum; augu hennar voru biðjandi og röddin blíðleg og tælandi. „Ég hef verið að hugsa'um það í allan dag, hvað það var fallegt af þér að leyfa mér að koma aftur Leigh“. Leigh hló gleðisnauðum hlátri. „Ég gat víst ekki gert ann- að“. Hún roðnaði. „Ég hef sennilega gert þér erfitt fyrir með að senda mig aftur til baka“. 8 „Þú gerðir mér það ómögu- legt. Þið Bunty í sameiningu“. „En nú þegar ég er komin heim. — Ó, Leigh, geturðu ekki séð að það var betra að ég skyldi koma heim. Sjáðu bara Bunty í dag. Sjáðu bara hvað hún skemmti sér vel. En hvað þetta hefur verið yndis- legur dagur!“ Honum fannst dagurinn allt annað en yndislegur. Hann hugsaði um sæluaugnablikið þegar hann hafði haldið Jill í faðmi sér. Hann hugsaði um loforðið, sem hann hafði gefið ' henni og hann óskaði að hann hefði aldrei lofað því. „Ég verð að viðurkenna að Bunty skemmti sér vel“, — sagði hann. „Ég vil að hún skemmti sér alltaf vel. Ég vil reyna að bæta henni upp árin sem ég var ekki hjá henni. Ég vil bæta þér þau upp líka“. „Adele!“ „Ég meina það sem ég segi Leigh“. Hann vissi ekki hvort hún væri fyllilega heiðarleg. Og ef hún meinti það sem hún sagði, hvers vegna þá? Hann leit á hana þar sem hún sat á þeim stað, sem henni bar við borðið og spurði sjálfan sig, hvort hann hefði glaðzt yfir að fá hana aftur hefði hann aldrei hitt Jill. Hann var ekki hefni- gjarn maður.Hann hefði senni lega gleymt og fyrirgefið. — Hann hefði kannski elskað hana aftur. Eða hefði hann getað það? Hann hélt ekki. En hann varð að reyna að vera vingj arnlegri við hana ef hann ætlaði að standa við lof- miðvikudagur Prentaralsonur. Munið fundinn í kvöld í félagsheimilinu kl. 8.30. Bazar heldur Kvenfélag Háteigs- sóknar 10. nóv. nk. Konur, sem ætla að gefa muni, gjöri svo vel og komi þeim til Krist ínar Sæmundsd., Háteigsvegi 23 og Maríu Hálfdánard., Barmahlíð 36. ....... ^ssss^íSÍÍÍ: Flugfélag É íslands. ||| Millilandaflug: |æSss:;^^>.-..;.;<.:; Hrímfaxi fer til |, vi-i-í' j| Glasgow og K- hafnar kl. 8.30 í •:?*'■ dag. Væntanleg- ur aftur til Rvíkur kl. 16.10 dag er áætlað að flúga til Akureyrar, Húsavík ur, ísafjarðar og Vestmanna- eyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Bíldudals, Egilsstaða, ísa fjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Loftleiðir. Saga er væntanleg frá Hamborg, Kaupmannahöfn og Gautaborg kl. 18 í dag. Fer til New York kl. 19.30. Hekla er væntanleg frá New York kl. 9.15 í fyrramálið. Fer til Glasgow og London kl. 10.45. Ríkisskip. Hekla fór frá Rvík í gærkvöldi austur um land til Akureyrar. Esja er í ítvík. Herðubreið er í Reykjavík, fer þaðan 31. þ. m. austur um land til Bakka- fjarðar. Skjaldbreið er í Rvík, fer þaðan 29. þ. m. vestur um land til Akureyrar. Þyrill er væntanlegur til Hólmavíkur árdegis í dag á leið til Hvammstanga og Akureyrar. Baldur fer væntanlega til Sands, Gilsfjarðar- og Hvammsfjarðarhafna í kvöld. Skipadeild SÍS. Hvassafell fer í dag frá Stettin áleiðis til íslands. Arnarfell fer frá Ventspils í dag áleiðis til Óskarshafnar, Stettin og Rostock. Jökulfell lestar á Norðurlandshöfnum. Dísarfell losar á Norðurlands höfnum. Litlafell fer í dag frá Reykjavík áleiðis til Ak- ureyrar. Helgafell fer í dag frá Óskarshöfn til Gdynia og íslands. Hamrafell er vænt- nalegt til Reykjavíkur 31. þ. m. Eimskip. Dettifoss fór frá Gdynia 24/10 til Hull og Reykjavík- ur. Fjallfoss fór frá Reykja- vík 23/10 til New York. Goða foss fór frá Reykjavík 23/10 til Halifax og New York. Gull foss fór frá Kaupmannahöfn í gær til Leith og Reykjavík- ur. Lagarfoss kom til Kaup- mannahafnar í gær, fer það- an til Amsterdam, Rotterdam og Antwerpen. ReykjafOss fór frá Bremerhaven 26/10 til Hamborgar. Selfoss kom til Ventspils 26/10, fer þaðan til Hamborgar, Hull og Rvík ur. Tröllafoss kom til Ham- borgar 26/10, fer þaðan til Reykjavíkur. Tungufoss fór frá Lysekil 26/10 til Kaup- mannahafnar, Aahus, Gdynia og Rostock. Alþýðublaðið — 28. okt. 1959 §g|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.