Alþýðublaðið - 05.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.11.1959, Blaðsíða 4
Útgefandi: Alþýðufiokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gísli J. Ástþórsson og HeTgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björg- vin Gu'ðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýs- ingasími 14 906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmlðja Alþýðublaðsins, Hverfisgata 8—10. ísrael eitt kjördœmi KOSNINGARNAR í ísrael eru sérstaklega athyglisverðar fyrir íslendinga vegna þeirra ura- ræðna og breytinga, sem hér hafa verið gerðar á kjördæmaskipan í ár. ísrael er sem sé allt eitt kjördæmi og því lifandi sýnishorn eins þess skipu- lags, sem rætt var um hér á landi, þótt enginn flokkur væri því fylgjandi. 1 Árangurinn af því, að ísrael er eitt kjördæmi, allt landið, er nákvæmlega sá, sem spáð var hér á landi, að verða mundi við slíkar aðstæður. Smá- flokkar eru þar fjölmargir og buðu 18 fram í síð- ustu kosningum en 24 að þessu sinni. Hefur þessi flokkamergð skapað mikinn vanda í stjórnmálum landsins og eru margir fylgjandi því, þar á meðal jafnaðarmenn, að breyta þeirri skipan. í Knesset heitir þing þeirra Gyðinga og sitja þar 120 manns. Þannig ætti ekki að þurfa nema rúmleg 0,8% kjósenda til að fá þingsæti, en tak- mörk voru þó sett við 1%. Enginn flokkur fær kjörinn rnann með minna fylgi. Það er einmitt þetta, sem hefur orðið til þess, að jafnaðarmenn víða um heim hafa horfið frá því að heil lönd séu eitt kjördæmi, en telja hyggilegra að hafa fá Freyn til Alþýðublaðsins. Hellissandi í gær. TVEIR bátar hafa róið héðan síðan í byrjun septembermán- aðar. Hefur heldur dregið úr afla þeirra, sem var fyrst 8— 9 tonn í róðri, en er nú ekki nema 4—5 tonn. Sækja bát- arnir langt út, enda er óhag- stæð vindátt, en búast mætti .við meiri afla, ef austlæg átt væri. Verið er að ganga frá vatns- veitunni að Rifi og gengur verkið ágætlega. Er það 3—4 km. vegalengd, sem vatnið er leitt. Byrjað var á framkvæmd um í fyrrahaust, en þá haml- aði slæm tíð frekari aðgerðum. Unnið er að gatnagerð hérna með jarðýtu, götur eru breikk- aðar, þar sem þess er helzt þörf, og nýjar götur lagðar. Verið er að byggja annað í- búðarhús í Rifi, en hitt var byggt í fyrrasumar. Eru tvær íbúðir í hvoru húsi. Síðara hús ið er langt komið. Kristján Guðmundsson frá Stykkishólmi byggir það og hyggzt flytjast þangað. Hann er eigandi og formaður Tjalds og ætlar að gera hann út héðan í vetur. Atvinna er me*ira en nóg hér og stafar það fyrst og fremst af framkvæmdum á veg um íslenzkra aðalverktaka við lóranstöðina. Binding á skreið stennur yfir og hefur reynzt erfitt að fá menn til þeirrar vinnu, eins og annarra lausa- starfa. Má segja, að afkoma fólks hér um slóðir sé með bezta móti um þessar munnir. — GK. Gerum við bilaða Krana og klósett-kassa Vatnsveifa Reykjavíkur Símar 13134 og 35122. SEM kunnugt er, hafa Loft- leiðir h.f. fest kaup á tveiin Cloudmaster flugvélum og eru þær keyptar af Pan American Airlines. Fyrri vélin verður afhent 9. desember n. k. og mun hún koma til landsins 18, eða 19. desember. Síðari vélin á að afhendast 1. marz næsta ár. Þegar vélar þessar verða teknar í notkun, styttist flugtíminn til Ame- ríku um þriðjung. Húseigendafélag Reykjavíkur Húselgendur. önnumst ailskonar rttn*- og hitalagntr en stór kjördæmi (ísland, Noregur o. fl.) til þess að takmarka fjölda smáflokka og greiða þannig fyrir myndun ábyrgra ríkisstjórna. Stærsti stjórnmálaflokkurinn í ísrael undan- farin ár, flokkur Ben-Gurions, er jafnaðarmanna— flokkurinn Mapai. Hefur sá flokkur viljað breyt- ingar á kjördæmaskipuninni, en ekki fengið .fram gengt. Reynsla Israelsmanna sýnir tvímælalaust, að sú leið, sem Islendingar völdu í sumar, er stór- um skynsamlegri og farsælli en gamla hugmynd in um landið allt sem eitt kjördæmi. Arekstur! 270 árekstrar bifreiða voru tilkynntir lög- reglunni í október, og minna á það alvarlega vandamál, sem umferðin er. Fyrir utan mann- tjón, meiðsl og vinnutap kosta árekstrar þjóðar- búið tugi milljóna á ári — og mikið af þeim þyrfti alls ekki að koma fyrir. Þetta er þjóðarskömm. íslendingar verða að tileinka sér umferðarmenn ingu og þarf til þess stórfellda fræðslu- og áróðurs starfsemi, sérstaklega gagnvart ungu. kynslóð- inni. Hvenær verður tekið á þessum málum af þeirri alvöru, sem þörf er? Stúdentafélag Reykjavíkur AðalYundur Stúdentaíélags Reykjavíkur verður haldinn í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 7. nóvember 1959 kl. 3 e. h. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. ýV Vetur og snjór. Hálka og hættur. it vitfirrtir menn. ÍZ Nú skulu hirt nöfn þeirra, sem aka ölv- aðir, VETUR, Ioksins í jyrjun nóv- ember kom snjór. Hálkan fylgdi og hættan. Fleiri bifreiðaárekstr ar og slys. „Ég horfði steinhissa á bifreiðirnar á Skúlagötunni á mánudagsmorgun,“ sagði maður við mig. „Þar var glerhálka og samt óku bifreiðirnar á miklum hraða án þess að vera á keðjum eða snjóbörðum. Sumar hring- snerust, aðrar runnu iangt tii hliðar þegar stigið var á hemi- ana. Það var eins og bandvitiaus ir menn sætu undir stýrunum.“ ÞETTA ER ÓFÖGUR lýsing. Hvað er að fólkinu? Hefur það ekki hugmynd um það að hætt- an, tjónið og limlestingarnar eru næstum því í hverjum hjólsnún- ingi? Veit það. ekki, að brýn nauðsyn er að auka varfærni og gætni um helming þegar færð versnar? Dæmin sanna líka þetta. Einn gefur vitlaust Ijós- merkj á Hafnarfjarðarvegi. Það er engin nýlunda. Maður þarf ekki að aka nema litla stund um göturnar til að ,sjá það. TÓLF VORU TEKNIR ölvaðir við aksur um eina helgi. Mér virðist þó við samanþurð, að þeir hafi verið fleiri. Þetta eru stór- hættulegir afbrotamenn, sem verður að beita þyngstu viður- lögum, sem unnt er. Ég vil vekja athygli á því, að Morgunþlaðið er farið að birta nöfn slíkra fanta. Það gerir það áður en bú- ið er að kveða upp dóm. Um það atriði er hægt að deila. Ef'til vill má segja, að bíða éigi með birt- ingu nafria þar til dómur er fall .inn, því að enginn er sannur að sök fyrr en dómur hefur verið kveðinn upp. EN EKKI VIL ÉG DEILA á blaðið fyrir þetta. Ég held að blaðamenn og blöð þeirra eigi að taka upp þennan sið. Og birta einnig um leið og dómur hefur fallið nafn og málsatvik. Ölvun við akstur er svo hræðilegt brot, að þar má enga miskunn sýna, enga linkind, aðeins láta lögin hafa sinn gang á strangasta hátt — og auk þess verða blöðin að birta nöfnin á áberandi hátt til þess að skapa almenningsálit. MIG FURÐAR Á ÞVÍ hvernig sumir leigubifreiðarstjórar aka. Þeir eru ekki betri en aðrir. Leigubifreiðarstjóri, sem sannu.r hefur orðið að sök um ölvun við akstur, á að missa stöðvarrétt- indi sín við fyrsta brot. Ef stöðv- arnar taka ekki upp þessa reglu, verður að birta nöfn þeirra um leið og sökudólgsins svo að það sé hægt að vara sig á þeim. Ég hef hvað eftir annað krafizt þyngri viðurlaga, harðari dómu í þessum málum. Reynslan sann- ar æ ofan í æ, að ég hef á réttu að standa. ÞAÐ ER ENGIN REGLA önn- .U.rjjl fyrir bifreiðarstjóra en sú að setjast ekki undir stýri ef við- komandi hefur bragðað áfengi. Enginn getur fundið markið milli færni vegna áfengisneyzlu og ófærni. Allir vita að dóm- greindin sljóvgast við áfengis- dropann. Þess vegna er maður ekki dómbær um hæfni sína ef áfengis hefur verið neytt. Og því meiri er hættan þegar það er vitað, að sá, sem neytt hefur á- fengis. vex í eigin maíi, en að- stæður minnka. Þessa staðreynd þarf enginn að vera í vafa um. Hannes á horninu. HITALAGNI* fcj, Símar 33712 — 35444. Kuldastígvél og bomsur allar stærðir. Geysir hf. Fatadeildin. óskast til kaups í nágrenni Reykjavíktir í síma 4 5. nótf. 1959 — AlþýSublaiíið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.