Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.11.1959, Blaðsíða 6
HVAÐ gerir ung, óþekkt stúlka, sem vill „komast á- fram“ í heiminum? Ef hún vill verða fræg fyrir feg- urð og yndisþokka og kom- ast t. d. í kvikmyndirnar? Hún kaupir sér leikara- blöð og rannsakar nákvæm- lega hvaða „typu“ hún vill helzt líkjast, — og hverri hún hefur mesta möguleika til að líkjast. Þegar þessu vali er lokið, hefst hún handa við breytingar á sjálf Er þetta Sophia Loren nýkomin á fætur? Er það Brigitte Bardot, sem hugsar hér um aðdáendur sína um heim allan? Og þetta er Giselle Gallois, frönsk, býr í París, og þar hefur hún fengíð sín fyrstu kvikmyndahlutverk. ri sér. Tekur upp viðeigandi hárgreiðslu, viðeigandi svip — hegðun og klæðaburð og reyrir sig þar sem við á eða bætir við, þar sem það þarf, allt til þess að líkjast sem mest Audrey Hepburn, Marilyn Monroe, Brigitte Bardot eða sem sé þeirri útvöldu. — En vandinn er ekki enn leystur. Hún á eft- ir að tæla einhvern Ijós- myndara til að ,,uppgötva“ sig, og jafnvel þá er ekki víst að hún slái í gegn — raunar mjög undir hælinn lagt. — Það eru hinar mis- heppnuðu, sem hvarvetna sjást á götum borganna, — vasaútgáfur af Brigitte Bar- dot, Sophiu Loren, Audrey Hepburn o. s. frv., en það er næsta furðulegt, hve margs konar líki kvenfólkið getur tekið á sig, þegar það leggur sig fram. Nei, þetta er ítölsk stúlka, Dominique Boschero, sem nú hcfur hafið kvikmyndaleik. Þjóðerni hennar og meðfædd- ur augnaumbúnaður gerði auðveldara að líkja eftir Sophiu Loren. Þessar tvær, sem við birt- um myndir af hér í Opn- unni höfðu sem sé heppnina með sér, en það hefur kost- að mikið erfiði, og launin eru ekki nálægt því jafn ríkuleg og hálf frægð á við fyrirmyndirnar. Ef til vill væri þeim betra að skapa sér eigin persónu- leika, sem svo væri „endur- skapaður“ með vasaútgáfum af Dominique og Gisellu. Hempan eða byssan SKÁLDIÐ Steen Steen- sen Blicher stóð einn sunnu- dag í fullum skrúða í skrúð- húsinu í Thorningkirkju, — tilbúinn til að hefja messu- gjörðina; Þá kom djákninn Per Dyhr inn með miklu írafári og hrópaði: — Herra prestur, herra prestur. Það standa tvö rá- dýr hérna í garðinum fýrir utan kirkjuna! Presturinn kastaði burt hempunni í skyndi, greip veiðibyssuna sína og hróp- aði til djáknans um leið og hann þaut út: ;— Láttu söfnuðinn syngja „Ó, syndugi maður, iðrast gjörða þinna“. Þetta var lengsti sálmurinn í sálma- bókinni, allt í allt 25 löng vers, og presturinn vissi, að það tók hálftíma að syngja hann. Þegar Blicher hafði lagt bæði dýrin að velli og kom inn voru enn eftir tvö eða þrjú erindi af sálminum og hann gat smeygt sér í hemp- una og gengið upp í ræðu- stólinn. Blicher til varnar má bæta því við, að hann var vissulega ákafur veiðimað- ur, en hann átti auk þess í sífelldum erfiðleikum við að láta peningana nægja: tvö rádýr voru því kærkomið búsílag á prestssetrinu, þar sem var marga munni að metta. Eisenhower sfðlfur EISENHOWER forseti, —- sem allir vita að hlýtur að hafa í mörg horn að líta, — hefur þó alltaf tíma til að tala við barnabörn sín, en þau eru fjögur, — þrjú þeirra ganga í skóla. Þau eru Davíð, 11 ára, Barbara Ann. níu ára og Susan, sjö ára. Nýlega sagði forsetinn frá því, hvernig hann fengi þau ti lað lesa lexíurnar sínar. Hann verðlaunar þau með 2 dollurum fyrir hverja ágæt- iseinkunn, 1 dollar fyrir hverja góða einkunn, en þau fó ekkert að launum fyr ir meðaleinkunnir. — Þegar um er að ræða einkunnir þar fyrir neðan snýst spi!ið við, — þau verða að gjalda forsetanum einn eða tvo dollara eftir því, hvað emk- unnirnar eru lélegar. — Nú upp á síðkastið hef ég alltaf tapað, segir Eis- enhower stolur. ☆ Bara slrax EINU SINNI, þegar Krúst jov hitti japanska sendiráð- herrann við opinbera mót- töku í Moskva, sagði hann við hann: — Hvenær eigum við eig- inlega að skrifa undir frið- arsamning? Um leið tók hann sjálf- blekung upp úr vasa sínum. Sendiráðherrann svaraði dálftið hikandi, að hann væri fús til að hefja undir- búning. Krúsjov svaraði og hló hátt. — Við skulum heldur skrifa starx núna undir, svo getum við gert hitt seinna. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiinmiiiiiii í DAG byrjum við hér í Opnunni með smá þraut ir lesendum til dundurs og til að glíma við. Þar eð við vitum að þolin- mæðin er ekki öllum í blóð borin, og margir munu ekki nenna ai til morguns með lausn gátunnar b við hana hér annar ar í Opnunni á hv degi, en það er ykl finna hana. Hér er svo fyrsta in: Fuglabúrið ve, kg. Páfagaukurinn er í búrinu vegur 5 Hve þungt er þá i búr? 1. Þegar páfaga inn situr á prikinu, 2. Þegar fuglinn ur um búrið. Hugsum við okk- búrið sé sett í loftj kassa, hve mikið þá fugl+búr, þegai inn situr á prikin' þegar hann flýgui búrið. iiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiniii þágu hernaða- og gi sókna. Þá ságði ha: „Ef Rússarnir segði hefðu í huga að sen til vítis, mundu st; irvöldin þegar í s1 myndarlega aukí ing til þess að einh ar manna kæmust íyrst. ^ MÖÐIRIN var dóttur sinni á tónleikum: Þegar arnir stóðu sem ha aði litla stúlkan, s hafði starað á stjón Mamma, hvers v maðurinn svona rei spiia þó eins hratt geta?“ ★ MICKEY ROONEY er eins og kunnugt er ákaflega lágvaxinn. Eitt sinn kom hann á hót- el og vildi fá herbergi á leigu, „en það má ekki“, — sagði hann „vera hærra uppi en á fjórðu hæð“. —- Þér eruð ef til vill lofthræddur? — Nei, alls ekki, en ef það er hærra uppi næ ég ekki upp á hnappinn í lyftunni. ÞAÐ VAR aðmíráll í ameríska hernum, sem gagnrýndi fjáreyðsluna í Það er þc MAÐURINN, sen að baki öllum á Ameríumanna um < ar og geimflug heit her von Braun. Blaðamaður spr Braun eitt sinn, hvc það væri mönnum i svona mikið kapp komast til tunglsim Hann svaraði: I sömu orsök, og hve fjallgöngumenn sj Mont Everest — eii vegna þess að það e ist í gegnum múrinn milli fangaklefanna VID SEGJUM frá því hér að ofan á Opnunni hvernig nokkrir íslendingar kynnt- ust konunum sínum, — en enginn þeirra kynntist kon- unni sinni í fangelsi. — í bókinni Pólitískur fangi •— eftir ungverjann Paul Ign- otus, segir aftur á móti frá því, hvernig hann kynntist sinni konu. Þau kynntust í gegnum vegginn milli fangaklefanna — Þau voru á sama tíma í fangelsi í Budapest og töl- uðu saman á merkjamáli með því að banka í vegginn milli klefa þeirra. Þannig ræddust þau við tímunum saman um ýmis konar málefni og sögðu hvort öðru frá sínum hög- um. Þau ákváðu að trúlofa sig, áður en þau höfðu nokk urn tíman hvort annað aug- um litið, né talað orð saman á venjulegan hátt. — Þau sáust ekki fyrr en þau voru látin laus úr fangelsinu. Paul Ignatius var fyrir stríð og á meðan á syrjöld- inni stóð starfsmaður hjá BBC í London og sarfaði hann þá bæði sem blaðamað ur og rithöfundur. ■— Árið 1947 varð hann blaðafull- trúi ungverska sendiráðsins í London, en árið eftir fór hann heim til Ungverjalands til að heimsækja foreldra sína. En þar var hann tek- inn höndum og haldið í fang elsi þar til uppreisnin brauzt út 1956, að hann gat flúið ásamt unnustu sinni til Austurríkis. jn 'lis BQ3 uin JngýR uuqgnj uias jjoaq “jg OOSS I^nj +jnq jngaA Bssmj uinjjad -jjoj t jtjXj qttuo5[ J3 nuunq jagacj ug 0008 'Z OOSS •j — :jnuinjEjntuiJ usnci FANGAK FRUMSKÓGARINS FALLHLÍFIN opnaðist. — Mennirnir í eldflauginní finna dálítinn kipp. Hinn ógnarlegi hraði minnkar smám saman og nú líður eld flaugin hægt niður til jarðar — Fyrir neðan liggur eyjan, þaðan sem þeir lögðu af stað fyrir nokkrum dögum síðan. Fyrir nokkrum dög- um . . . það virðist það hafi verið má ekki dagar. Frans fylgjast með athyi lönduninni. Prófesí g 11. nóv. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.