Alþýðublaðið - 12.11.1959, Page 11

Alþýðublaðið - 12.11.1959, Page 11
31. dagur una, sem hann hafði útvegað henni, en hann vissi að hún myndi standa við það sem hún hefði lofað. „Ertu búin að segja San- ders lækni að þú ætlir að segja upp?“ „Ekki enn, Bill. Ég gat það ekki þegar Bunty var svona veik“. „Hann reynir kannske að fá þig til að hætta við það“. „Hann gerir það kannske ekki. Ég held að hann skilji að við verðum að skilja. Að- eins ■—“ „Aðeins hvað?“ „Ég var að tala við frú Sanders í kvöld“. „Aftur?“ „í þetta skipti var það af mínum völdum.“ Hún sagði honum hvað hefði skeð. „Það lá við að ég hætti við að fara frá Leigh —“ „Sennilega en þó —“ Hún bandaði hendinni frá sér. „Við skulum ekki tala um mín vandamál11. „Allt í lagi! Um hvað eigum við að tala?“ „Hvað sem þú vilt“. „Gott. 'Viltu giftast mér?“ Hún leit á hann. Svo hló hún blíðlega. „Nei, elsku Bill“. „Ég skal spyrja þig í hvert skipti sem ég hitfi þig“. „Það gerir það of hvers- dagslegt11. „Ég skal brevta bónorðinu 1 hvert skipti. í alvöru —“ Hún rétti fram hendina til að grípa fram í fyrir honum. „Við skulum ekki tala í al- vöru í kvöld. Ég er svo þreytt, þó ég hafi hresstst við að borða þennan indæla mát“. ' „Góð stúlka! Þarna sérðu hvort þig vantar ekki mann eins og mig til að gæta þín. Það er samt sennilega bezt að ég fari með þig heim núna“. .... Sparió yður hlaup á núlli margra A'eralana1- OOIUDðl (i Öffl ®W! Ausfcuxstxseti „Það er kannske ekki skemmtilegt að hlusta á það, en mér líst mjög vel á þá hug- mynd. Þú verður líka að fara aftur til London“. Hann hristi höfuðið. „Nei, ástin mín. Ég er í fríi. Það er ein af góðu hliðunum við vinnu eins og mína, ég fæ oft frí. Ég má vera hérna fram á mánudag. Ég fékk mér herbergi áður en ég kom heim til þín“. „Hvað ertu að segja! En hvers vegna viltu vera hér? Þér leiðist áreiðanlega“. „Alls ekki. Ég hitti þig —“ „Aðeins á kvöldin og nú veit ég ekki einu sinni hve mikið frí ég hef á kvöldin“. „Það gerir ekkert til. Ég sætti mig við það. Þú átt þó sérfræðingur“, sagði hann við Bill. „Hann lofaði mér að koma með mér heim og líta á hana“. „Hvernig leizt honum á hana?“ spurði Jill. „Hann leggur til að hún verði lögð inn á spítalann, ef henni líSur ekki betur eftir einn eða tvo daga“. „En hann heldur ekki að það sé eitthvað enn alvar- legra, er það, Leigh?“ „Nei, það er það ekki. Satt að segja heldur hann að hún sé komin yfir það versta. En kvalirnar hefðu átt að minnka meira en þær hafa gert. Það getur bent til þess að of mik- i'ð hafi verið lagt á melting- arfæri hennar en það getur líka bent til þess að það sé frí í hádeginu“. „Það veit ég ekki. Ég fékk ekki frí í dag“. „Reyndu að fá frí á morg- un“. Hann brosti. „Og hinn og hinn“. Hann bað um reikninginn og borgaði. Þegar þau gengu út um aðaldyrnar brá Jill, því Leigh var að stíga út úr bíln- um sínum fyrir utan. Hún kipptist við og eins og alltaf þegar hún sá hann fékk hún á- kafan hjartslátt. „Leigh, ertu ekki enn far- inn heim?“ Hann brosti. „Ég var ekki fyrr kominn heim en ég var beðinn um að koma hingað“. Jill leit á Bill og kynnti hann. „Það var leitt að heyra um þessa matareitrun“, sagði Bill glaðlega. „Þetta hefur verið mjög slæmt. Sem betur fer er fles.t- um sjúklingunum að batna, en ég er ekki ánægður með tvo eða þrjá“. „IJvernig leið Bunty þegar þú komst heim, Leigh?“ „Alveg eins. Sem betur fer rakst ég á Lawson lækni á spítalanum — hann er maga- „Hvernig ertu eiginlega í framan, Helle?“ eitthvað eitur eftir, sem or- saki þær. En það er sennilega réttast að gera eins og hann ráðleggur og leggja hana inn; til að rannsaka hana og taka af henni myndir“. „Heldurðu að hún taki mjög nærri sér að fara á spítal- ann?“ „Það held ég ekki. Henni líður heldur betur um það , leyti sem hún fer. Hún þekkir líka yfirhjúkrunarkonuna og sumar hjúkrunarkonurnar og hún yrði þar aðeins í nokkra daga“. „Já, og það, að þú átt hana, myndi orsaka það að allir dekruðu við hana“, sagði Jill vonbetri. Hún leit á Bill. „Litla dóttir Sanders læknis er yndislegt barn, Bill“. Leigh brosti. „Þegar hún hegðar sér vel. Jseja, ég verð víst að fara til sjúklingsins11. „Getið þér ekki fengið yður eitt glas með okkur fyrst?“ spurði Bill. „Það held ég ekki, þakka yður fyrir. Sé þig á morgun, Jill“. Hann leit á Bill. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert þessa dagana, ef ég hefði ekki haft'þig, Jill“. „Vitleysa Leigh, hver önn- ur hefði veríð jafn góð“, sagði hún hratt. „Alls ekki. Þú ert stoð mín •og styrkur, mundu það“. Hann yfirgaf þau til að fara upp á loft og þau gengu út í bílinn. „Hann vill ekki að þú far ir“, sagði B'll um leið og ihann tók um stýrið. Hann tók um hendi hennar. og þrýsti hana fast.“ Skoliinn sjálfur. Því þurfti ég að hafa svona myndarlegan keppi- naut?“ „Hann er enginn keppi- nautur. Það er ekki eins og hann geti einhvern tímann gifst mér“. B:I1 sagði blíðlega. „Ef ég væri í hans sporurn skyld i óg einhvern veginn losna við hana“. „Það myndirðu ekki, ef þú ætir sjö ára dóttur sem þú misstir við það“. Hann keyrði hægt heim að íbúðinni. Hann tók um axlir hennar og dró hana að sér, „Þreytt?“ „Hræðilega“. „Ég skal þá ekki halda lengur fyrir þér vöku“. Hann kyssti hana blíðlega á ennið. „Góða nótt ásin mín, sofðu vel. Ég sé þig á morgun“. „Þakka þér fyrir í kvöld Bill. Mér líður mikið betur“. „Gott. Má ég hringja til þín á morgun í vinnuna og vita hvenær þú ert búm? Komdu í mat ef þú,getur“. „Ég geri það. Já hringdu til mín. „Hún gaf honum sima- númerið, bauð honum góða nótt og hraðaði sér inn. Hún var því fengin að móð :ir hennar va,r háttuð. Hún fór inn til sín, lokaði- dyrun- um varlega, háttaði sig og stóð um stund og leit út í myrkrið. Skyldi Leigh vera kominn heim og hvernig skyldi Bunty líða í nótt? Hún sá aftur fyrir sér hvítt, þreytulegt andlit Leiigh og vonaði að hann svæfi vel í nótt, því hann hafði varla sof ið neitt nóttina áður. Þreytulega sneri hún frá glugganum og fór upp í rúm :ið. En hvað hún óskaði þess að það væri ekki .svona erfitt að lifa. Það var skemmtilegt .að Bill skyldi ætla að vera í nokkra daga þó hún gæti ekki oft hitt hann. Skyldi Leigh hafa kunnað vel við hann? Henni hafði fundist honum vera illa við að hafa hitt hana í „The White Bear“ með öðr um karlmanni. Eða skjátlað- d’St henni? Já, henni hlaut að hafa skjátlast. Hann gat ekki verið svo eigingjarn? Leigh elskaði hana og hann vildi áð hún væri hamingju- söm. Hann hafði sagt henni að hitta annan mann. Hann hélt sennilega að hún væri að 0 fara að ráðum hans. Kannske væri betra að hann héldi það. Þá yrði auðveldara fyrir •hann að elska Adele á ný. En ef Adele sviki hann nú aft- ur? Jill slökkti ljósið. Hún var að fara til London í nýja vinnu. Hún hafði ákveðið sig í gær þegar hún talaði við herra Stafford. Það var Iheimskulegt að ímynda sér að hún gæti skipt um skoð- ún. 12. Leigh kom inn til hlennar um leið og hann heyrði hana 'ganga inn. Hún fann strax á sér að eitthvað var það. „Ég fékk bréf frá herra iStafford í morgun, því hefur þú ekki sagt mér að þú vær- ir að fara, Jill?“ Jill ki-pptist Við, hún gat ekki afborið að sjá hryggðina í augum hans, tekið andlit hans og biturleikann £ rödd- inni. „Ég ætlaði að gera það Leigh minn, len Bunty var svo veik“. „Ég hefði heldur viljað heyra það frá þér“. Hún óskaði nú að hún hefði sagt honum það, en hún hafði steingleymt því að herra Staf ford myndi skrifa honum. Hún hafði ekki mátt vera að því að hugsa um það Vegna matareitrunarinnar og sjúkl- inganna og oreiðunnar, sem ríkti þar á heimilinu. „Ég ætlaði að gera það“, endurtók hún veiklulega. Og ■ svo sagði hún: Þú veizt sjálf ur að við vorum búin að ræða þetta og ég áleit að þér find- Ái-bæjarsafn lokað. Gæzlumaður, sími 24073. Áfengrisvarnanefnd kvenna í Reykjavík og Hafnarfirði heldur fund í kvöld kl. 8.30 síðd. í Aðalstræti 12. — Áríð- andi að fulltrúar fjölmenni. Leiðrétting. í fréttaklausu blaðsins í gær um ritið „Nýtt úr skemmtanalífinu“ var sagt, að Jazzklúbbur Reykjavíkur hefði „opnu“ ritsins til fullra umráða. Þetta var misskiln- ingur, því að klúbburinn hef- ur ekkert með nefnda „opnu“ að gera. Æ úfí 'SssssSsssfwxo- Flug-félagr g íslands. Millilandaflug: — Gullfaxi er I. W j:í væntanlegur til •:• og Glasgow. vélin Hrímfaxi ^^^ffffj fer til Glasgow ViíítúSMáíá:*: og Khafnar kl. 8-30 í fyrramálið. Innanlands flug : í dag er áætlað að fljúga til Akureyrar (2 ferð- ir), Bíldudals, Egilsstaða, ísa fjarðar, Kópaskers, Patreks- fjarðar, Vestmannaeyja og Þórshafnar. Á morgun er á- ætlað að fljúga til Akureyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavík- ur, Hornafjarðar, ísafjarðajr, Kirkjubæjarklausturs og Vestmannaeyja. Loftleiðir. Leiguvélin er væntanleg frá Hamborg, Kaupmanna- höfn, Gautaborg og Stafangri kl. 19 í dag. Fer til New York kl. 20.30. Skipafréftir. Hekla er á Aust- fjörðum á norður leið. Esja er á Vestfjörðum á norðurleið. Herðu breið er á Aust- f jörðum á norðurleið. Skjald- breið er í Reykjavík. Þyrill er í Reykjavík. Skaftfelling- ur fór frá Reykjavík í gær til Vestmannaeyja. Baldur fór frá Reykjavík £ gær til Sands, Gilsfjarðar og Hvammsfjarð- arhafna. Skipadeild SÍS. Hvassafell lestar á Húna- flóahöfnum. Arnarfell fór í gær frá Rostock áleiðis til ís- lands. Jökulfell er í New York. Dísarfell er á Kópa- skeri. Litlafell er á leið til Rvíkur að norðan. Helgafell er á Eskifirði. Hamrafell fór 7. þ. m. frá Reykjavík áleiðis til Palermo og Batum. Eimskip. Dettifoss fór frá Akranesi í gær til Keflavíkur og Patreks fjarðar. Fjallfoss fór frá New York 6/11 til Reykjavíkur. Goðafoss fer frá New York í dga til Reykjavíkur. Gullfoss kom til Hamborgar 10/11, fer þaðan £ kvöld til Kaupmanna ' hafnar. Lagarfoss hefur vænt anlega farið frá Rotterdam í gær til Antwerpen, Hull og Reykjavíkur. Reykjafoss er í Hamborg. Selfoss kom til Reykjavíkur í gær frá Hull. Tröllafoss kom til Reykjavík ur 6/11 frá Hamborg. Tungu foss fór frá Gautaborg 10/11 til Reykjavíkur. Alþýðúblaðið — 12. nóv. 1959 n

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.