Alþýðublaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 20.11.1959, Blaðsíða 11
38. dagur maðurinn hennar. Eg veit að það er ekki auðvelt að sanna það, en ég skal samt sanna það. Eða einhver annar sann- ar það. Eg veit meira um yð- ur en þér haldið, herra Ad- amson — —“ Ronald Adamson var sót- rauður af reiði. „Þér eruð geggjuð,“ æpti hann til hennar. „Fyrirgefið þér, ungfrú Langton, ég vil ekki vera ókurteis við gest yðar, en ég átti ekki von á því, þegar þér báðuð mig um að koma með myndina hing- að í dag, að ég yrði fyrir ofsóknum og borin alls kon- ar lygum. Gætið yðar betur framvegis ungfrú Faulkner. Annars verð ég að tala við lögfræðing minn.“ Jill fannst hún vera að kafna. Hún var náfol og augu hennar leiftruðu. „Eg ráðlegg yður að tala við hann sem fyrst, þér þarfn izt hans. Þér — —“ Hún þagnaði og beit fast á vör, kannske hafði hún sagt of mikið, kannske var það rangt af henni að segja þetta. Eins og í þoku sá hún að herra Adamson kvaddi Jane og Bill stuttiega, fór út og skellti dyrunum fast. Bill gáði að því, hvort hann færi út og kom svo inn í stofuna. „Hann varð dauðskelkað- ur,“ sagði hann. „'Við ættum víst að láta lögregluna vita hvað skeð hefur. Eg veit að það eru þín orð gegn hans Jill, en við Jane sáum hvern- ig honum varð við. Við vilj- um ekki að hann fari úr landi.“ „Það gerir hann ekki,“ sagði Jane. „Með því sannaði hann sök sína.“ Jill leit af einu á annað. „Hefði ég átt að þegja? Eg ætlaði ekkert að segja, en ég get ekki annað. Eg get ekki hafa eyðilagt allt Jane, er er það?“ .... Sparið yður hlaup 6 miili margra verglajnu! dÖkUMl ð ÖIÍUM «! - Austurstrseti Jane sagði blíðlega: „Vit- anlega hefurðu ekki eyðilagt allt, elsku vina.“ Og eftir skamma stund. „Eg vildi óska að við gætum sannað það.“ „Það getum við ekki sem stendur,“ sagði Bill. „Eg held við ættum að fá eitthvað að borða. Jill borðaði svo lítinn hádegisverð Jane, kannske gengur betur að mata hana hér “ Jane brosti. „Eg skal reyna. Eg er með kjúkling í ofninum. Fáið ykk ur aftur í glösin meðan ég fer að gá að rnatnum.11 Þegar Jane fór út, 'kom Bill til Jill og hallaði sér yfir hana. „Þetta kom þér á óvart, — var það ekki?“ „Að hitta Ronald Adams „BiU?“ „Hvað?“ „Eg veit ekki hvernig ég á að koma orðum að því.“ Hann settist við hlið henn- ar á sófanum og tók um hendi hennar. „Á ég að gera það auð- velt fyrir þig? Þú vilt ekki nýju vinnuna og það er allt í lagi og þú skalt ekki hugsa um það.“ Hún leit á hann með þakk- lætistár í augunum. „Bill, ég var búin að lofa að svíkja þig ekki!“ „Það hefur svo margt skeð síðan þá.“ Hún hallaði sér að honum og hann tók um axlir henn- ar. „Elsku vina, ég hef alltaf verið viss um að þú tækir REISÉ SHANN: ANDSTREYMI — jú svo sannarlega.“ „Við Jane settum þetta á svið okkar vegna. Okkur langaði til að sjá framan í hann, þegar hann vissi að þú værir frá Barstairs.“ „Þið sáuð þá að ég segi satt?“ „Vitanlega sáum við það, en hann áttaði sig fljótt,“ —• hann hallaði sér nær og kyssti hana á ennið. „Eg elska þig svo mikið, Jill. Eg vil ekki að þú sért áhyggju- full.“ Hún brosti veikt. „Það er biðin, biðin eftir því sem kemur næst. Bill heldurðu að þeir taki Leigh fastan?“ „Nei,“ sagði Bill með ör- yggi, þó hann efaðist um það. „Þeir þurfa að hafa fleiri sannanir á hann en þeir hafa núna. Og þeir geta ekki sann að. —“ Hann reis upp og náði í glösin. „'Var fyrsti Martininn góð- ur?“ „Fínn.“ „Gott. Hér er annar. Það er ekkert sem jafnast á við Martini, þegar maður þarf að gleyma einhverju.“ Hann rétti henni glasið. — Þarna sérðu, pabbi. — Hún var alls ekki þcss verð að líta á hana. ekki stöðuna. Alveg eins og ég hef alltaf verið viss um.“ Hann þagnaði. Svo sagði hann blíðlega; „Þetta hefur sýnt þér ýrpi^legt, er það ekki? Sýnt þér að þó að þú vildir losna, gaztu það ekki.“ „Eg veit ekki, hvað ég hefði gert.“ „Eg veit ekki hvernig þetta fer allt, en eitt veit ég. „Hann leit á hana og brosti. „Eg verð víst að ná mér í einhverja aðra.“ Hún brosti til hans. * „Bill, elsku Bill, þú ert in- dæll.“ „Þú líka. Munurinn er sá, að ég elska þig og þú elskar mig ekki og því miður hefur mér skilizt að það gerir þú sennilega aldrei.“ Hún andvarpaði. „Eg er hrædd um að það sé rétt. Frá því að ég fýrst sá Leigh.“ Hann rétti fram hendina til að koma í veg fyrir, að hún segði meira. „Eg veit það. Þú þarft ekki að segja meira. Eg verð að sætta mig við það sem óhjá- kvæmilegt er.“ Hann lyfti glasi sínu. „Þina skál, elskan mín og hans Leigh þína. Eg er viss um að bráðlega gengur allt að óskum.“ 14. Hún fór heim með morgun- lestinni á mánudaginn og henni fannst hún heldur hæfari nú til að horfast í augu við það sem nú skeði. Hún fór með töskurnar heim og svo til Leigh. Florrie var að bóna ganginn, þegar hún kom. „Læknirinn er ekki heima, unsfrú. Eg held að hann sé á lögreglustöðinni einu sinni enn “ „Ó, Florrie!“ „Það held ég. Eg svaraði í símann og það var lögreglu- stjórinn, sem vildi fá að tala við hann og svo fór hann.“ „Skildi hann ekki skilaboð til mín?“ „Nei, ungfrú.“ Florrie and- vamaði. „En það líf! Hver skyldi hafá haldið, þegar við vorum í afmælinu hennar Bunty, að þetta setti eftir að ske!“ Jill tók af sér hattinn, fór úr kápunni og gekk inn til sín. Hvað átti hún að gera núna? Líf hennar var komið úr skorðum. Það komu engir sjúklingar á heimsóknartíma, síminn hringdi ekki til að biðja hann um að koma sem fyrst í eitthvað hús í nágrenn- inu. Það stóð allt kyrrt. Hún beið þess að eitthvað skeði. Kannski eitthvað hræðilegt. En aðeins eitt óttaðist hún. Hafði það þegar skeð? Nei, það gat ekki verið,hafði Leigh verið handtekinn, hafði lög- regluþjónn komið að sækja hann? Þeir voru sennilega að eins að yfirheyra hann. Hún hafði heyrt hvað skeði í svona málum. Það hélt áfram og áfram og að lokum, ef fórnarlambið var sekt, gafst það upp og játaði af bláberri þreytu. En Leigh gat ekki gert það, því hann var saklaus. Leigh varð aðeins að svara spurningum þeirra. Tíminn leið hægt. Florrie kom inn og spurði hvort hún vildi kaffibolla. „Það held ég ekki Florrie.“ Florrie sagðist ætla að fá sér kaffi og að henni fyndist að Jill ætti að fá sér einn bolla með sér. „Allt í lagi Florrie, þakka þér fyrir.“ Um daginn kom bréf frá Bunty, skrifað með hennar stóru barnalegu skrift. Jill las það og tárin stóðu í aug- um hennar. Buntv skrifaði að sér liði vel og að hún skemmti sér vel. Hún vildi óska að Jill og pabbi væru hjá sér. „Geturðu ekki beðið pabba um að koma bráðum? Getur þú ekki komið með honum Jill? Mig langar svo til að sjá þig.“ Hún minntist ekki á móður sína. Jill lét bréfið NÆSTI málfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík verður n. k. þriðjudags- kvöld kl. 8,30 stundvíslega í Ingólfskaffi uppi, inngangur frá Ingólfsstræti. Umræðuefni verður; Á að leyfa bruggun áfengs öls til neyzlu á íslandi? Tveir fram- sögumenn. — Félagar, mætið vel og stundvíslega. Leiðrétting. í GREIN í Alþýðublaðinu í gær um 60 ára afmæli Fríkirkju safnaðarins misritaðist nafn ekkju Sr. Árna heitins Sigurðs sonar. í greininni stóð Bryndís Sigurjónsdóttir en átti að vera Bryndís Þórarinsdóttir. Kvenfélag Óháða safnaðarins. Félagskonur eru góðfúslega beðnar að koma bazarmun- um upp í Kirkjubæ n. k. laugardagskvöld milli kl. 7 og 10 og á sunnudagsmorg- un. Bazarinn verður opnað- ur kl. 2. -o- Húsmæðrafélag Rcykjavíkur. Munið spilakvöld félagsins í kvöld að Borgartúni 7. — Allar húsmæður velkomn- ar. -o- Kvenfélag Bústaðasóknar. — Námskeið í bast- og tág- vinnslu hefst n. k. mánudag í Háagerðisskóla kl. 8 e. h. Kennari verður frú EIsQ Guðmundsson. -o- Frá Guðspekifélaginu: Fund- ur í stúkunni Mörk í kvöld kl. 8,30. Indverjinn dr. M. S. Patel flytur erindi ög svarar spurningum, ef ósk- að er. Frú Guðrún Indriða- dóttir túlkar. Skúli Hall- dórsson leikur á píanó. ;— Kaffiveitingar á eftir. Gest- ir velkomnir. LISTASAFN Einars Jónsson- ar, Hnitbjörgum, er opið á sunnudögum og miðviku- dögum frá kl. 1,30—3,30. ★ Hlutavelta Kvenfélags Hall- grímskirkju. — Konur í Kvenfélagi Halgrímskirkju eru beðnar að muna hluta- veltu félagsins á sunnudag og koma og hjálpa til, — þær sem geta. Kl. 13,30 Útvarp frá setningu Alþing- is. Kl. 18,30 Mann- kynssaga barnanna. Kl. 18.55 Framburð- arkennsla í spænsku Kl. 20.30 Kvöldvaka (Lestur fornrita, 4 íslenzk þjóðlög, frá- söguþáttur, vísinda- þáttur og hraknings. frásögn). K1 22,10 Frá Prögu (Hallfreð ur Örn Eiríksson •—■ cand. mag.). Kl. 22.25 íslenzkar danshljómsveitir: NEOtríóið. — Kl. 23.00 Dagskrárlok. Loftleiðir h.f.: Saga er væntan- Leg frá New York kl. 7,15 í fyrramálið. — Fer til Glasgow. og Amsterdam kl. 8,45. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Aust- fjörðum á norður leið. Esja fer frá Rvk kl. 20 £ kvöld vestur um land í hringferð. Herðubreið fer frá Rvk kl. 12 á hádegi í dag austur um land til Vopna fjarðar. Skjaldbreið er á Vest fjörðum á suðurleið. Þyrill átti að fara frá Rvk í gær- kvöldi til Austfjarða. Skaft- fellingur fe rfrá Rvk í kvöíd til Vestmannaeyja. Eimskipafélag fslands h.f.: Dettifoss fór frá Akureyri í gærkvöldi til Þórshafnar, Norðfjarðar og Fáskrúðsfj. og þaðan il Liverpool. Fjall- foss kom til Rvk 15.11. frá New York. Goðafoss fór frá New York 12.11. til Rvk. — Gullfoss fer frá Leith kl. 14 í dag 19.11. til Rvk. Lagar- foss kom til Rvk í gær 18,11. frá Hull. Reykjafoss fer vænt anlega frá Hamborg í dag 19.11. til Rvk. Selfoss fer frá Vestmannaeyjum í kvöld. til Hafnarfjarðar og Keflavfkur. Tröllafoss fór frá Rvk 13.11. til New York. Tungufoss kom til Rvk 16.11. frá Gautaborg. Langjökull lestar í Gdynia um 19.11. Ketty Danielsen lestar í Helsingfors um 25.11. AlþýðublaSið — 20. nóv. 1959

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.