Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 4
B; Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur KrLstJánason. — Ritstjórar: Benedikt Gröndal, Gisli J. Ástþórsson og Helgi Sæmundsson (áb.). — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Bjðrg- Tin GuSmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýa- lngasími 14 906. — ASsetur: AlþýSuhúsiS. — PrentsmiSja AlþýSublaBslna. Hverfisgata 8—10. I* " ' Stefna stjórnarinnar FORSÆTISRÁÐHERRA gerði stefnuyfirlýs- ; ingu nýju ríkisstjórnarinnar heyrinkunna á al- I þingi í fyrradag. Meginatriði hennar eru þessi: Ríkisstjórnin mun vinna að því, að efnahags- ■’ líf þjóðarinnar komist á traustan og heilbrigðan : grundvöll, og leggja áherzlu á, að kapphlaup hefjist ekki á nýjan leik milli verðlags og kaup- ; gjalds. Bætur almannatrygginganna verða hækk- ' aðar verulega. einkum fjölskyldubætur, ellilíf- : eyrir og örorkulífeyrir. Aflað skal aukins láns- , fjár til íbúðabygginga almennings. Lánasjóðum atvinnuveganna skal komið á traustan grundvöll og skattakerfið endurskoðað með það fyrir augum ' fyrst og fremst að afnema tekjuskatt á almennar launatekjur. Alþýðuflokkurinn hafði öll þessi mál á stefnu- ■ skrá sinni við nýafstaðnar kosningar og hefur á- ■ stæðu til að ætla, að framkvæmd þeirra eigi al- : mennu fylgi landsmanna að fagna. Mestu máli skiptir stefna ríkisstjórnarinnar í dýrtíðarmálun- um. Verði unnt að stemma stigu við nýju kapp- hlaupi kaupgjalds og verðlags= ættu íslendingar að geta gert sér von um mikla atvinnu og góðan efna hag. Ella riða atvinnuvegir okkar og þjóðarbú- skapur til falls. En stefna ríkisstjómarinnar í þessu efni er aðeins hlutur út af fyrir sig. Lands- menn verða að taka höndum saman án tillits til stétta og flokka, svo að þessi árangur náist. Og sannarlega nær engri átt, þegar stjórnarandstaðan túlkar væntanlegar ráðstafanir ríkisstjórnarinn- ar í efnahagsmálunum fyrirfram sem kjaraskerð- ingu. Dýrtíðin er mesta og hættulegasta kjara- skerðingin. Þá óheillaþróun verður að stöðva. Nýja ríkisstjórnin gefur ekki mörg fyrirferð- armikil loforð. Stefnuyfirlýsing hennar fjallar um ■ meginatriði stjórnmálanna, sem hér eru efst á baugi um þessar mundir. Alþýðu'blaðið fagnar því, að þjóðinni skuli sagt skýrt og skorinort, hvers er að vænta, og ætlar, að stefna stjórnar- innar muni mælast vel fyrir. En auðvitað ber að í dæma ríkisstjórnina af verkum sínum. Þess j vegna er nánast broslegt, þegar stjórnarandstaðan : er fyrirfram að tilkynna, að hún muni ekki fylgja ríkisstjórninni að málum. í því efni mun öllum farsælast að láta verk og málefni ráða. En Al- þýðubandalagið og Framsóknarflokkurinn gera • sér hægt um vik og eru fyrirfram á móti ríkis- stjórninni og væntanlegum úrræðum hennar. í SUMAR bað séra Jakob Jónsson um hjálp fyrir ungan pilt, sem verið hefur iamaður og óvinnufær frá barnsaldri. — Um hjálpina var beðið vegna bifreiðakaupa fyrir piltinn. — Var það í von og raunar nokk- urri vissu um að honum tæk- ist að afla sér vinnu, sér til lífsframfæris. Nokkur fjárhæð safnaðist, en þó ekki nema lítill hluti sem til þess þarf að fullnægjandi sé. Góðir Reykvíkingar og aðrir sem þetta lesið. Hjálparbeiðn- in í sumar hefur einhvernveg- inn farið mikið til fram hjá ykkur, fyrir því er þetta end- urtekið. Oft og mörgum sinn- um hafið þið vel og drengilega veitt hjálp undir hliðstæðum kringumstæðum þegar til ykk- ar hefur verið leitað og vænt- anlega verður svo einnig nú. Minnist þess, þið sem heil- brigð eru, að góð heilsa án allr- ar líkamlegrar takmörkunar er Framháld á 5. síðu. 22. nóv. 1050 — Alþýðublaðið Þórir Sænundssofl kjörinn formaður FUJ í Hafnarfirði AÐALFUNDUR Félags ung- ra jafnaðarmianna í Hafnarfirði var haldinn í fyrrakvöld í Al- þýðuhúsinu við Strandgötu. — Formaðuir var kjörinn Þórir Sæmundsson skrifstofumaður, varaformaður Ingvi R. Baldvins son, sundkennari, og aðrir í stjórn Sigurður Þcirsteinsson, bankamaður, Guðrún Guð- mundsdóttir, húsfrú og Sigurð- ur Arnar Einarsson iðnnemi. í varastjórn voru kjörnir: Birgw Dýrfjörð, iðnnemi, Erna Fríða Berg, húsfrú og Hrafnkell Ás- geirsson stúdent. Endurskoð- endur voru kjörniir Helgi Marí- asson, gjaldkeri og Hólmfríður Finnbogadóttir, húsfrú. — Á fundinum var rætt um félags- starf og stjórnmálaviðhorfið. Sýning Svavars GÓÐ aðsókn hefur verið að afmælissýningu Svavars G-uðna sonar í Listamannaskálanum og hafa nokkrar myndanna selzt. Sýningin er opin daglega frá kl. 13—22. Verður hún opin fram yfir næstu helgi. Tungnamenn hafa alir lekið fé sitf Dalsmynni, Bisk. í gær. HÉRNA hafa veirið harðindi að undanförnu, Vonzkuveður gerði um fyrri helgi. Fé fennti þá til muna og hafa menn verið í stanzlausum Ieitum síðan. — Síðast í gær var komið með fé, m. a. þrjár kindur, sem fundust í Hagafelli. Talsvert fé hefur fundizt lif- andi í fönn ,en ekki er vitað um að mikið hafi drepizt. Nokkuð hefur borið á dýpi og a. m. k- 5—6 kindur hafa fundizt bitnar, en þær geta verið fleiri. á gjöf. Víða vantar enn talsvert af fé, nokkrar kindur' af hverjumi bæ, en hvergi mikið. Allir bændi ur hafa tekið fé á gjöf. Norðan- áttin er nú að draga niður cg hagar eru góðir. Annars hefur bústofn víða verið skorinn nið- ur til muna, því að heyfengur er almennt lítill og hey slæm ■— Kýr, sem ekki eru bornar, eru yfirleitt geldar. Má segja, að illa ári hér um slóðir og horfur ekki góðar, ef vetur geng ur þungt og snemma í garð. — E.G. NÝKOMINN er hingað til lands bandarísk-tékkneski hljómsveitarstjórinn Henry Swoboda, og mun hann stjórna hér tveimur hljómleikum Sin- fóníuhljómsveitarinnar. Verða þeir fyrri á þiriðjudaginn í Þjóð leikhúsinu. Verk þau, er verða flutt á hljómleikum þessum eru Nótt á reginfjöllum, eftir Mussorg- sky, Symfonia Concertanse, — eftir Haydn og Simfonia nr. 7 op. 92 eftir Beethoven. í Sym- foniu Concertanse munu leika einleik þeir Björn Ólafsson, Karel Lang, Einar Vigfússon og Hans Roder. Henry Swoboda er einn þekktasti hljómsveitarstjóri, er hingað hefur komið, að Jón Þór arinsson tjáði blaðamönnum í gær. Hann hefur stjórnað fjölda merkra hljómsveita, er leikið hafa þekktustu verk á plötur, og haldið konserta víða, m- a. í flestum stærstu borgum Evr- ópu. Swoboda er f.æddur í Tékk óslóvakíu, flúði þaðan til Banda rkjanna er nazistar hernámu landið og er nú bandarískur borgari. Hann kvaðst hafa heyrt að íslendingar væru mjög bókfús þjóð og léki sér nú hug- ur á að vita um áhuga þeirra á tónlist. FUJ-félaaa 1 NÆSTI málfundur Félags ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík verður n, k- þriðjudags- kvöld kl. 8,30 stundvíslega í Ingólfskaffi uppi, inngangur frá Ingólfstaræti. Umræðuefni verður: Á að leyfa bruggun áfengs öls til neyzlu á íslandi? nes h o r n i n u Læknir fyrirfannst enginn. ýý Drepið á vandamál. ýV Er dagskrárstjórn útvárpsins Tbeitt of- ríki? | verið svo ástatt að ég hefði aldr- I ei beðið þess bætur, hefði ekki náðst í lækni í tæka tíð. Svo virðist sem allir læknar séu ann- aðhvort ekki komnir á fætur eða þeir séu teknir til starfa í sjúkra húsunum eða í læknastofum sín- um og geti ekki brugðið sér £rá nema á ákveðnum heimsókna- tíma, sem þeir hafa sjálfir aug- lýst. ýV Bent á sönnun þess. SLASAÐUR skrifar: „Ég skrifa þér þetta bréf vegna þess að ég fæ ekki orða bundizt. Á- stæðan er sú, að fyrir nokkru meiddist ég illa við vinnu mína heima hjá mér og varð að sækja tíl mín lækni. Þetta var snemma morguns, en eftir að læknavarð- stofunni í Heilsuverndarstöð- inni, sem hefur læknanætur- vörzlu var lokað. Það var hringt til f jölda lækna, en engan var að finna; og ekki tókst að ná í lækni handa mér fyrr en eftir tvo tíma. ÞETTA ÁLÍT ÉG vera alveg óþolandi ástand. Hvað mitt til- felli snertir, þá var ekki hætta á því að mér blæddi út, og ekki töldum við ástæðu til að hringja á sjúkrabifreið og fara með mig í sjúkrahús, en vel hefði getað EN HVAÐ SEM ÞESSU líður, finnst mér rétt að vara við svona óstjórn. Vitanlega er nauðsyn- légt að möguleikar séu á því að ná í lækni þegar nauðsyn kref ur og það er ekki alltaf, sem slas- aður maður eða veikur eða hans nánustu viti hve hættulegt meiðslið eða sjúkdómurinn er. Þetta bið ég þig að taka til um- ræðu í pistli þínum.“ B. S. SKRIFAR: „Hvað veld- ur því að meginhluti kvölddag- skrár útvarpsins er hvað eftir annað fylltur af svokallaðri klassiskri tónlist? Ég þykist ekki vera ósanngjarn útvarpshlust- andi og ég vil alls ekki amast við þessari tegund tónlistar, en ég get ekki annað en mótmælt þegar dagskráin er þannig út- búin kvöld eftir kvöld, að meg- inhluti hennar er tónlistarflutn- ingur ýmis konar sveita og hljóð færaleikara. ÉG VIL BENDA Á, að slíkir dagskrárliðir eru áreiðanlega betur komnir á öðrum tíma en þeim, þegar heimiliskært fólk er setzt að á heimilum sínum og vill fá að hlusta á útvarpið. Það er engum blöðum um það að fletta, að ákveðinn hópúr manna beitir dagskrárstjórn Ríkisút- varpsins ofríki. Hvað eftir annað Cr ,,konsert“ látinn byrja um hálfníu og er óslitinn á annan klukkutíma, og það kemur jafn- vel fyrir, að hann heldur áfram eftir kvöldfréttir. Meginþorri út varpshlustenda hefur enga dag- skrá til að hiusta á á slíkum kvöldum. SNOBBISMINN ríður ekki við einteyming. Offjár er eytt í það, sem kallað er „list um land- ið“. Útvarpstæki eru á nverju heimili. Þau flytja list um land- ið, enda e'r það tilgangurinn með útvarpinu. Er þá verið að senda „list um landið“ til þess eins að sýna háralitinn á þeim ágætu mönnum, sem útvarpið sendir á kostnað útvarpshlustenda til þess að flytja tónverk og lesa upp? ÚTVARPSHLUSTENDUR áttu eitt sinn Félag útvarpsnot- enda. Það dó fyrir samtakaleysi þeirra. Ég get ekki betur séð en að brýna nauðsyn beri til að stofnað verði til samtaka meðal út.varpshlustenda þó að ekki væri til annars en að hjálpa til að koma í veg fyrir að dagskrár- stjórn útvarpsins sé beitt ofríki, en mér virðist að þannig sé nú í pottinn búið.“ ÞETTA ER EÍN RÖDD af mörgum samhljóða, sem til mín, hafa borizt. Hannes á horninu. 1

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.