Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 11
40. dagur væru miðaldra. En hann vildi enga þeirra. Jill hafði alltaf vitað, að ttngfrú Evans var örvænting- arfull, vonsvikin piparmey, sem hataði ungar stúlkur, stúlkur, sem karlmönnum leizt vel á. Hún hafði greini- lega gefið þetta í skyn oftar en einu sinr^i eða tvisvar. Þess vegna hafði hún vísvit- andi haldið eftir vitneskju, sem hefði hreinsað nafn Leigh. En undir skörpu augnaráði herra Worplesdon og með lögreglustjórann við- staddan, þyrði hún ekki ann- að en að segja sannleikann. Jill leif á klukkuna og velti því fyrir sér, hve langt yrði unz ungfrú Evans kæmi. Hún vonaði að lögregluþjónn inn, sem sendu.r var að sækja hana, hefði hitt hana. Hún var svo hrædd um, að nú þegar réttarrannsóknin var búin, hefði hún farið til systur sinnar. Og svo sá hún lögreglu- bílinn, sera nam s'aðar fyrir framan stöðina. Ungfrú Ev- vans kom út, hún var föl, frekjuleg en þó hrædd. Dyrnar voru opnaðar. v.Yiliið þér koma hingað herra?“ Herra Worplesdon stóð á fætur. „Eg held það væri betra að þér biðuð hér ungfrú,“ sagði lögregluþjónninn. ,.Já.“ Aldrei hafði tíminn liðið jafn hægt. Jill gekk um gólf og velti því fyrir sér hvað væri að ske inni hjá lögreglu stjóranum. Hún sá stóra vís- inn á rafmagnsklukkunni á veggnum hreyfast hægt og ör- uggt. Brátt fengi hún að vita, hvað hefði skeð, en það var biðin sem var erfiðust. Hún hafði ekki skilið fyrr en Ad- ele dó, hvað óvissan er erfið. Og í dag var það erfiðara en .... pparift yður hlaup á. milli margra veralana'- OÖMJtfðl ð ÖUUM HftUH! -Austuxstiseci nokkru sinni fyrr, því ungfrú Evans gat haldið því fram, að hún hefði ekki séð herra Wor- plesdon. •Þá væru það hans orð gegn hennar og þau nær því kom- in þangað, sem þau stóðu fyrr. Þó herra Worplesdon segði lögreglunni að hann hefði heyrt háværar raddir inni í setustofunni og séð Leigh hjá henni rétt áður en skotið var, þá var það ekki nóg til að sakfella Ronald Adamson. En þá hlyti grunurinn að falla á hann en ekki Leigh. Og þá var ekki jafn líklegt að hann yrði handtekinn. En var það það sem þau vildu? Það yrði að vísu mikill léttir, en þau myndu alltaf vita að morð málið var ekki leyst, það yrðu margir, sem enn héldu að Leigh hefði framið morð- ið. „Ungfrú Fauikner?“ Mathieson lögreglustjóri stóð sjálfur í dyrunum. Bak við hann sá hún ungfrú Ev- ans, andlit hennar var rautt og þrútið, og hún var farin út. „Eg held að þér þurfið ekki að óttast neitt meir, ungfrú Faulkner.“ Jill greip andann á lofti. „Játaði hún að hafa séð herra Worplesdon?“ „Ekki í fyrstu. En þegar við fórum að gerast harðorð- ir —“ Jill lokaði augunum og sá fyrir sér hvernig þeir hefðu gert það sama við Leigh skömmu áður. „Venjulega er hægt að fá fólk af hennar tagi til að segja sannleikann.“ Herra Worplesdon var mjög ánægjulegur, þegar hann kom inn í herbergið og sagði henni hve feginn hann væri að allt hefði farið svona vel. „Sá ungfrú Evans Ronald fara frá húsinu?“ spurði Jill. Lögreglustjórinn kinkaði kolli: „Já, hún sá hann. Hún var á akbrautinni, þegar hún heyrði skotið, eitt augnablik varð hún hrædd og svo fór hún inn í runna, þegar hún heyrði franska gluggann opn- aðan. Ljósið frá setustofunni skein beint á manninn um leið og hann kom út.“ „Og kom lýsing hennar heim við mína?“ „Algjörlega. Nú þurfum við aðeins að láta hana þekkja hann aftur. Við náum strax í hann og látum hann þekkja hann úr hópi manna.“ „Hvenær getið þið gert það?“ „Sennilega á morgun.“ „Þarf ég að koma líka?“ spurði Jill áhyggjufull. „Það held ég ekki,“ sagði lögreglustjórinn. Hann leit á blöð á borðinu hjá sér: „’Við fengum nýjar fréttir frá London,“ sagði hann. „Það hafa einhverjir vinir yðar borið vitni um að þér hafið þekkt Ronald Adamson heima hjá þeim á laugardagskvöld- ið, sem manninn, sem kom að heimsækja frú Sanders dag inn, sem morðið var framið. Mér kæmi ekki á óvart að fá bráðlega fréttir af handtöku Ronald Adamson, þegar litið er á þessar nýju sannanir og vitnisburð vina yðar.“ „Guði sé lof!“ stundi Jill. Herra Worplesdon sagði blíðlega: „Á ég að keyra yð- yður heim ungfrú Faulkn- er?“ „Þakka yður fyrir.“ Hún leit á lögreglustjórann. „Haf- ið þér sagt Sanders lækni frá þessu?“ „Ekki enn. Eg hef ekki haft tækifæri til þess, ég gæti að vísu hringt til hans, því hann er sennilega kominn heim af spítalanum. En ég hélt að þér“ — hann þagnaði þrosandi. „Mig langar til að segja honum það sjálf,“ sagði Jill brosandi. „Herra Worplesdon setti hana af við hliðið. Hún leit við um leið og hún fór út úr bílnum. CpRvrigh; P. !. £■ Box 6 .Copenhagen GRANHARNIR „Hvað á ég að gera með vasalausan kjól? Hvar á ég að geyma alla naglana? „Ef þér hefðuð ekki verið.“ „Gleymið því.“ „Eg er búin að segja yður hve þakklát 'ég er.“ Hann leit blíðlegar á hana en nokkur fullorðinn maður hafði litið á hana fyrr. „Fartið þér inn og segið Sanders lækni hvað hefur skeð.“ Leigh sat við borðið í læknastofunni og starði beint fram. Hann leit upp og sá Jill standa í gættinni. Hann starði mállaus á hana, hann gat ekki fundið orð til að segja henni, að hann héldi að netið væri að lokast um sig. Eftir yfirheyrsluna þá um daginn var hann mjög daufur. Það var ekki hægt að sanna að hann væri ekki mað urinn, sem lögreglan leitaði að. Og þó — ekki höfðu þeir sannanir á hann. Bréf lög- fræðingsins, sem sýndi að hann vildi skilja við Adele, vitneskjan um, að hann elsk aði Jill og ætlaði að kvænast henni, rógburður nágrann- anna, hver gat sakfellt mann ^neð þejm sönnunum? Það var hægt að elska aðra konu, en það var ekki þar með sagt að maður skyti eiginkónu sína vegna þess!“ En lögreg^an var gteinii- lega farin að halda að það væri það sem skeð hefði. — Hann vissi að lögreglustjór- inn sem í upphafi yfirheyrsl- anna hafði staðið með honum var farinn að líta svartar á málið. Hann leit á Jill og varð undrandi er hann sá hamingj una sem skein úr andliti hennar, gleðinni sem ljómaði úr augum hennar. Gat verið að það væri vegna þess að hún sá hann aftur eftir helg- ardvöl frá honum? Hann vildi að hann hefði betri fréttir að færa henni. Nú spyrði hún hann hvað hefði skeð. Ef aðeins eitthvað hefði skeð! „Leigh —“ hún henti sér um hálsinn á honum og hann þrýsti henni að sér. „Leigh, elskan mín, það er allt í lagi. Eins og þú sagðir að það yrði, Allt er í lagi.“ Hann leit á hana: „Við hvað áttu, Jill? Um hvað ertu að tala?“ Hún sagði honum frá heim sókn herra Worplesdon og ferð þeirra á lögreglustöðina. Um allt sem hefði skeð þar. „Mathiesen lögreglustióri ætlaði að hringja og segja þér það sjálfur, en mig lang- aði tii að segja þér það.“ Hún þrýsti sér að honum, hallaði höfðinu að öxl hans og tárin streymdu niður kinn- ar hennar. „Eg trúi því ekki að ég þurfi ekkert að óttast lengur. Eg trúi þvi ekki.“ Hún fann að hann tók fastar utan um hana og svo strauk hann um hár hennar. „Eg hef verið svo áhyggju full, Leigh. Eg hélt ég væri að missa vitið af áhyggjum." „Það sama segi ég.“ „Elskan mín, líttu á mig og segðu mér, að þér líði betur.“ „Betur! Elsku Jill —“ Það var barið að dvrum og þau þutu hvort frá öðru. Florrie rak hausinn inn í gættina og sagði afsakandi að hún vildi ekki ónáða þau, en hún hefði heyrt ungfrú Faulkner koma inn. „Hefur eitthvað nýtt skeð ungfrú?11 Já, Florrie. Það hefur eitthvað nýtt skeð. Við vitum hver skaut frú Sanders.“ Florrie Ijómaði. „Eigið bér við bað, ungfrú að lögreglan sé nú loks sann- færð um að bað hafi verið“ — hún þagnaði mjög vand- ræðaleg. Leieh brost.i. „Það var ekki éff. Florrie.“ „Það datt mér aldrei í hug herra.“ ..Eg veit það.“ Florrie sagðist ætla að láta ketilinn vfir. Ef Florrie var áhyggiufull eða glöð, setti hún alltaf ketilinn yfir. Leigh leit á Jill þegar hún var farin. „Það er of snemma að segja hvað við gerum, en mig langar til að selja stofuna og byria upp á nýtt annars staðar.“ ,.Eg bjóst við því.“ Hann lagði hendulnar á axlir hennar og leit í augu hennar. „Þú verður að fara til Lon- don viðvíkjandi vinnunni.“ „Eg er búin. Eg hringdi til herra Staffords, þegar ég var í London og sagði honum að ég gæti ekki tekið vinn- una.“ „Áður en þú vissir —“ „Já, auðvitað.“ „Ó, Jill, Jill! — Hann tók fastar um hana. „Eg veit ekki hvað ég hef gert til að verðskulda þig.“ Hún brosti til hans. „Eg samþykki það hvað við kemur.“ „Svo er það laglegi, ungi maðurinn, sá, sem ég sá þig með í „The White Bear.“ Hún hristi höfuðið. „Hann hefur alltaf vitað að ég elskaði þig.“ „En hann hlýtur að hafa vonað —“ „Eg sagði honum um helg- ina, að það væri ekki til neins.“ Seinna meðan þau voru að drekka teið stakk Leigh upp á því, að þau skyldu hringja til systur hans í írlandi. — Hann vissi hve áhyggjufull hún var. Hánn sagði: „Mig langar líka til að tala við Bunty.“ Hann bað um númerið og þegar síminn hringdi, stóð Jill upp til að fara fram. — Hann rétti hendina til henn- ar. „Farðu ekki.“ Hún stóð við hlið hans á meðan hann talaði við systur sína og heyrði að hann spurði um Bunty eftir að hann hafði sagt henni fréttirnar. Og skömmu seinna heyrði hún Bunty kalla hrifna: — „Halló, pabbi!“ „Hvernig líður kerlingunni minni?“ „Mér líður vel, pabbi, hve nær kemurðu að sækja mig?“ „Bráðum, elskan.“ „Alice frænka segist vilja fá þig til að heimsækja sig.“ „Kannske ég geri það.“ „Viltu koma með Jill líka? Alice frænka vill fá hana.“ Leigh sagði: „Bíddu aukna blik. Hún er hér hjá mér. Eg skal spyrja hana.“ Hann leit á Jill. ,,'Viltu koma með mér til Connemara strax og við komumst? Til að heimsækja systur mína.“ Jill tók fast um hendi hans. Augu hennar ljómuðu. „Já, Leigh, það vil ég. — Segðu Bunty að þakka Alice fyrir að hún bauð mér líka.“ E n d i r . EIN mesta ættarskrá, sem gefin hefur verið út hérlendis, er að koma út. Fjallar hún um Arnardalsættina við Skutuls- fjörð. Bókin er á 9. hundrað prentaðra lesmálssíðna, auk sérprentaðra mynda, sem sam- tals eru á 2. þús. talsins. Bókin heitir „Vestfirzkar ættir“ Arnardalsættin I.—II. og er í tveim þykkum bindum í stóru broti. Aðalhöfundur og útgefandi er Valdimar Björn Valdimarsson bifreiðarstjóri í Reykjavík, en þetta er ættar- tala hans. Höfundarnir eru þó fleiri, m. a. Ari Gíslason fræði- maður og kennari og ættfræð- ingarnir Steinn Dofri og Bragi heitinn Sveinsson. Um 20 þúsund nöfn munu vera í ritinu, sem hefur orðið til á 15 árum. Áskrifendur geta vitjað bókarinnar á Víðimel 23 eða Laugaveg 43 b. Hún kostar 500 kr. Alþýðublaðið — 22. nóv. 1959 H

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.