Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 9
Glæsilegt met Agústu og sigur yfir Weiss SUNDMÓT var haldið í Sundhöll Hafnarfjarðar á föstu dagskvöldið á vegum Sunddeild ar Ármanns. Áhorfendur voru ekki margir og einnig kepp- endur í færra lagi. Mótið gekk vel og keppni var nokkuð skemmtileg. Fyrsta grein kvöldsins, 200 m. flugsund var nokkuð sögu- legt. Rásbyssan ,klikkaði“, síð an kom skotið rétt á eftir, en keppendur voru ekki flautaðir til baka. Dietze og Guðmundur Gíslason töpuðu á þessu og sér staklega Guðmundur. Senni- lega hefur hann misst þarna íslandsmet í greininni, en hann vantaði aðeins nokkur sekúndu brot á sitt eigið met. Dietze sigraði með töluverðum yfir- burðum. * ÁGÚSTA SIGRAÐI WEISS. Keppnin var spennandi í 100 m. skriðsundi kvenna. Ágústa fékk betra viðbragð en Weiss og hafði forystu allt sundið og lengdi bilið síðustu metrana. Áberandi var hvað snúningar ■ þýzku stúlkunnar voru betri. Ágústu vantaði 3/10 úr sek. á eigið met. Evrópumethafinn Enke synti glæsilega, enda tíminn, 2:40,4 mín. brábær og betri en hann náði á Ármannsmótinu í Rvík. Einar og Hörður voru með lak- ari tíma en síðast. E,itt 'einvígið var 100 m. bringusund kvenna. en þar sigr aði hafnfirzka stúlkan Sigrún Sigurðardóttir íslenzka methaf ann í fjreininni, Hrafnhildi Guðmundsdóttir eftir sérstak- lega skemmtilega keppni. Sig- rún virðist vera í betri æfingu og er í stöðugri framför. Þjóðverjarnir sigruðu með yfirburðum í 100 m. baksundi og 200 m. skriðsundi, en Guð- mundur var lakari en venju- lega, enda ekki í góðri æfingu. Mest bar á Þorsteini Ing- ólfssyni í unglingasundunum, hann náði ágætum tíma í 100 m. bringusundi, 1:24,9, eða þeim langbezta sem hann hefur náð. Ágústa Þors^einsdóttir setti frábært met í 50 m. skriðsundi og sigraði með miklum yfir- burðum. Bætti hún eigið met úr 30,1 sek í 29,4. Helztu úrslit: 200 m. flugsund karla: Júrgen Dietze, A.-Þ., 2:42,7 Guðmundur Gíslason, ÍR, 2:52,0 m m iBeztu tugþrautar-j iafrek í Evrépu i ifrá upphafi. AFREK í tugþraut hafa j vaxið mjög síðustu árin í Evrópu og til marks um ; það er, að af 10 beztu af- j | rekum í álfunni eru 8 I j unnin á þessu ári, en hér 5 I kemur afrekaskrá Evrópu • ; í þessari grein: j Kuznétsov, Sov. 8357 ’59 : j Kutenko, Sov. 7989 ’58 • ■ Lauer, V.-Þýzk. 7955 ’59 j ■ Meier, V.-Þýzk. 7388 ’59 j J Tschudi, Sviss 7298 ’59 : : Ovanesian Sov. 7184 ’59 j ■ Kahma, Finnl. 7137 ’59 : j Sievert Þýzk. 7135 ’34 • : Lipp, Sov. 7110 ’48 • ■ Kammerb. Holl. 7103 ’59 j • Sar, Ítalíu 7019 ’59 : • ■ í dag kl. 3 fcir fram sundmót á Akranesi,, en meðal þátttakenda er austur-þýzka sundfólkið, sem hér er statt á vegum Ár- manns. Á myndinni er íslenzka sundfólkið, sem keppti í Rostock sl. sumar. 100 m. skriðsund kvenna: Ágústa Þorsteinsd., Á., 1:06,7 Giesela Weiss, A.-Þ., 1:07,9 50 m. skriðsund drengja: Þorsteinn Ingólfsson, ÍR, 29,2 Eirgir R. Jónsson, Á, 29,4 Jóhannes Atlason, Á, 31,7 Eggert Hannesson, SH, 31,9 200 m. bringusund karla: Konrad Enke, A.-Þ., 2:40,4 Einar Kristjánsson, Á, 2:51,6 Hörður Finnsson, ÍÍBK, 2:51,6 200 m. skriðsund karla: Frank Wiegand, A.-Þ., 2:10,1 Guðm. Gíslason, ÍÍR, 2:16,0 100 m. bringusund kvenna: Sigrún Sigurðard. SH, 1:28,6 Harfnh. Guðmundsd., ÍR, 1:29,6 100 m. skriðsund drengja: Þorsteinn íngólfsson, ÍR, 1:24,9 Sigurður Ingólfsson, Á, 1:27,4 Ólafur B. Ólafsson, Á, 1:30,1 Þorkell Guðbrandss., KR, 1:33,1 50 m. skriðsund kvenna: Ágústa Þorsteinsdóttir, Á, 29,4 (íslandsmet). Hrafnhildur Guðmundsd., 35,1 Auður Sigurbjörnsd., SH, 36,0 Hrahnh. Sigurbj.d., SH, 36,5 100 m. baksund karla: Jurgen Dietze, A.-Þ., 1:08,8 Frank Wiegand, A.-Þ., 1:09,3 Guðm. Gíslason, ÍR, 1:11,9 Að fljúga Framhald af 12, síðu. með afli flugmannsins, og notar hann til þess bæði hendur Og fætur. Þar til nú hefur aldrei verið unnt fyrir manninn að svífa eins og fuglar með eigin líkamsafli. Meðalaldur... Framhald af 12. siðu. eru mjög ánægðir yfir þróun þessara mála. Æ fleiri kaupa hringi og skartgripi þegar þeir trúlofa sig, gifta sig halda upp á merkisdaga. Giftingum f jölg ar stöðugt í Bandaríkjunum og meðalaldur hrúðhjóna lækkar stöðugt, 48 af hundr- aði eru undir tvítugsaldri er þær ganga í hjónaband. 83 af hundraði fá trúlofnunarhringi — Gimsteinasalan jókst um 39 af hundraði á síðastliðnu ári og 75 af hundraði af heims framleiðslunni er selt í Banda ríkjunum. Meðaltrúlofunar- hringur í Bandaríkjunum kost ar 258 dollara. INCCLF5 CAFÉ Opnar daglega kl. 8,30 árdegia. ALMENNAR VEITINGAR allan daginn. ódýr og vistlegur matsölustaður. Reynið viðskiptin. Ingólfs-Café. Barnafatagerðin s.f. Vesturgötu 25. TEDDY Sýning á framleiðslu- | vörum okkar er í sýningarglugga Málarans. ☆ TEDDY kuldaúlpan er nýjung sem veknr mikla athygli. TEDDY úlpan er smekkleg, þægileg. Mý, Hún er unnin úr alullarefni. Fæst hjá Verzl. Valborg, Austurstræti 12 Verzl. Sóley, Laugavegi 33, Verzl. Marteins Einarssonar & Co., Laugavegi 31. Áttræður á morgun: Friðrik Finnbogason frá Láfmm ' ÁTTRÆÐUR er á morgun Friðrik Finnbogason, Sunnu- braut 18, Keflavík. Friðrik er fæddur 23. september 1879 í Miðvík í Sléttuhreppi og ólst þar upp við hörð kjör og þröngan kost. Árið 1902 giftist hann Þór- unni Þorbergsdóttur frá Efri- Miðvík og hófu þau búskap þar. Þeim hjónum varð 17 barna auðið og eru 13 þeirra á lífi. Árið 1910 fluttust þau að Látrum og þar kynntist und- irritaður þeim 12 ára gamall. Mér er það minnisstætt enn þann dag f dag þegar ég fyrsta sinn kom inn á heimili þessara merkishjóna í Ystabæ: hvít- þvegin gólf og faldaðar poka- mottur; hreinlæti og myndar- skapur hvar sem litið var; hús bóndinn stór og þrekmikill, en ljúfur og aðlaðandi. Þær urðu uppfrá því margar gleði og ánægjustundirnar, sem ég eignaðist á heimili þessara góðu hjóna. Hún var oft hörð og erfið lífsbarátta þess fólks sem byggði þessar slóðir fyrstu ár þessarar aldar. Friðrik Finn- bogason má vissulega muna tímana tvenna, eins og raunar annað aldamótafólk, sem lif- að hefur þá byltingu sem orð- ið hefur f lífi og lífskjörum ís- lenzkrar alþýðu; í vísindum og tækni; frá árabátum alda- mótanna til geimsiglinga nú- tímans. Það þarf ekki auðugt í- myndunarafl til að gera sér í hugarlund, að einhverntíma hefur verið hart í búi og erf- itt að sjá þessu stóra heimili farborða. Sjóróðrar á þessum slóðum, við óblíð náttúruskil- yrði, var ekki ábatasamur at- vinnuvegur. Það þurfti því þrek og dugnað til að standa undir þeim þunga sem á þeim hjónum hvíldi. Það þrek var Friðriki gefið ásamt óbugandi skapfestu og vilja. Árið 1942 fluttust þau hjón til Akureyrar og ári síðar til Keflavíkur þar sem þau hafa búið síðan. í Keflavík hefur Friðrik stundað alla algenga verkamannavinnu og gerir enn áttræður. Um leið og ég lýk þessum, fátæklegu línum, sem aðeins bregða leiftri yfir lífssögu al- þýðumanns, sem lifað hefur stórbrotnari tíma en aðrar kynslóðir íslenzkar, vil ég þakka viðkynningu við góðan jfcSjKSWí*4* 'rigi Friðrik Finnbogason dreng. Það fordæmi sem hanní gaf okkur ungum og enst hef- ur okkur síðan, verður bezt túlkað með vísu þeirri sem oft var sungin á hugljúfum kvöldum í Ystabæ: I Að vaka, vinna og stríða er verkahringur sá, I sem oss um veröld víða er veittur guði frá. | Og sérhver sá er tryggur, og sínu starfi dyggur, sem oft að öðrum hyggur er aðstoð þarf að fá. Guðmundur Bjarnason, Alþýðublaðið — 22. nóv. 1959 S|

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.