Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.11.1959, Blaðsíða 10
»1 margar tegundir — margar stærðir Gangadreglar margar fallegar tegundir GEYSIR H.F. Teppa- og dregladeild Þvottahusið Skyrtur og Sloppar h.f. Brautarholti 2 — Sími 15-790 TILKYNNIR : Höfum opnað nýtt þvottahús að Brautarholti 2 — Tökum að okkur þvott og frágang á skyrtum og sloppum. — Höfum allar nýjustu þvotta og frágangsvélar af heimsþekktri gerð. Leggjum áherzlu á vandaða og góða vinnu. — Fljóta og örugga afgreiðslu. Höfum sterkju í mismunandi styrkleika eftir ósk viðskiptavina. Þvottinum verður veitt móttaka fyrst í stað á eftirtöldum stöðum: Brautarholti 2 Efnalauginni Glæsi, Hafnarstræti 5 Glæsi, Laufásvegi 17 Glæsi, Blönduhlíð 3 Reykjavíkurvegi 6, Hafnarfirði. Takmark okkar er: KLÓRLAUST EN HVÍTT. Virðingarfyllst. Skyrfur og Sloppar h.f. Brautarholti 2 — Sími 15-790 Bálför bróður okkar og stjúpföð'ur míns, GUÐNA G. SIGURÐSSONAR málara, fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn þ. 23. nóvember kl. 1,30 e. h. Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast rans, skal bent á Krabbameinsfélagið. Stefanía Guðjónsdóttir. Guðný Guðjónsdóttir. Sigurður Guðjónsson. Haraldur Þórðarson. 10 22. nóv. 1959 — Alþýðublaðið * NÝJAR Saga leiðangurs- ins þvert yiir Suðurskaufsland FERÐABÓK þeirra Sir Vivien Fuchs og Sir Ed- munds Hillary um förina þvert yfir Suðurskautsland, hina fyrstu slíka, sem farin hefur verið, er komið út á íslenzku hjá Bókaútgáfunni Skuggsjá. Þýðinguna gerði Guðmundur Arnlaugsson — menntaskólakennari. Bókin er 270 blaðsíður að stærð — prýdd 64 myndum, þar af 24 litmyndum. Enn fremur fylgja kort af löndum og leið um. Þar að auki er mjög greinilegt kort af Suður- skautslandi öllu, þar sem leið leiðangursins er merkt inn ásamt öðrum helztu ferð um yfir hinar víðáttumiklu ísauðnir. Þá eru og merktar á kortið rannsóknarstöðvar, sem starfræktar voru þarna syðra á jarðeðlisfræðiárinu. Leiðangurinn var farinn á árunum 1955—1958 og leið in, sem farin var, var yfir 3000 km. að lengd. Þetta er einn mesti könnunarleiðang ur í sögunni. Saga leiðangursins er þrædd greinilega í bókinni. Hún er í nítján köflum og segir fyrst frá undirbúnings leiðangri til Weddellhafs með Theron, en síðan viðbún aði og ferðalögum frá báðum endastöðvum, Shackleton og Scottstöðvum, unz förin end ar í Scottstöðvum. Ný bék um æv- infýri Pefer Freucben KOMIN er út hjá bóka- útgáfunni 'Skuggsjá bókin „Ferð á enda“, endurminn- ingar um ævintýri og svað- ilfarir eftir Peter Freuchen, hinn hrausta og skemmti- lega könnuð og ferðagarp. Bókin er rúmar 250 blaðsíð- ur að stærð, prentuð í Prent- smiðju Jóns Helgasonar. — Þýðinguna gerði Jón Helga- son ritstjóri, eins og líka þær tvær bækur sama höf- undar, sem út hafa komið hjá Skuggsjá. í þessari bók segir höfund ur frá ævintýrum af norð- urhjara, sambúð við eski- móa, veiðiskap og könnun. Á frummálinu heitir bókin ,,Fangstmænd i Melvillebugt en“. Sumar á He!Iubær skáldsaga effir Margií Scderholm KOMIN er út hjá bókaút- gáfunni Skuggsjá enn ein skáldsaga eftir sænsku skáld konuna Margit Söderholm. Þetta er sænsk herragarðs- saga, eins og það er kallað og heitir „Sumar á Hellubæ" BÆKUR ☆ en sá staður hefur orðið til- efni fleiri skáldsagna af hendi skáldkonunnar. Sagan gerist um miðja síðustu öld. Þýðandi bókarinnar er Skúli Jensson. Hún er rúmar 270 blaðsíður að stærð, prentuð í prentsmiðju Jóns Helga- sonar. Margar bækur eftir sama höfund hafa áður verið þýdd ar á íslenzku. T. d. Glitra daggir, grær fold, Allt heims ins yndi, Við bleikan akur, Laun dyggðarinnar, Endur- fundi í Vín, Bræðurnir og Hátíð á Hellubæ. Níels flugmaður, ævinfýrasaga fyrir unglinga „NIELS flugmaður”, heit- ir unglingabók, sem út er komin hjá bókaútgáíunni Skuggsjá. Höfundurinn er Torsten Scheutz, en þýðing- una hefur Skúli Jensson gert. Bókin er 160 blaðsíður að stærð, prentuð í Alþýðu- prentsmiðjunni. Sagan segir frá ævintýr- um þeirra Niels flugmanns, Rúlla, Drumbs og Véla-Páls á landamærum Burma og S-- Kína, þar sem þeir eiga í höggi við óaldaflokka og lenda í mestu ævintýrum. Hún kom sem gesf- ur? skáldsaga eflir Edeia Lee „HÚN kom sem gestur“, heitir skáldsaga eftir Edna Lee út komin hjá Bókaút- gáfunni Leiftri. Bókin er 302 blaðsíður að stærð, prentuð í prentsmiðjunni Leiftri. Þetta er-fyrsta saga skáld- konunnar, og er nafn hennar á frummálinu „The Web of Days“. Hefur hún verið kvikmynduð og var Ava Gardner í aðalhlutverkinu, en aðaipersónan er kennslu- kona, er ræðst sem heimilis- kennari á búgarð í Suðurríkj unum, þar sem allt er í nið- urníðslu. Anna-lísaog Lifia Jörpf fræg norsk barnahék. „ANNA. LISA og Lit.la- Jörp“ heitir barnabók eftir Sverra By skólastjóra í Þrándheimi, þýdd af Eiríki Sigurðssyni skólastjóra á Akureyri. Fyrir bók þessa hlaut höfundurinn verðlaun frá menntamálaráðuneytinu í Noregi og hefur hún verið gefin út a. m. k. fjórum sinn um í Noregi og auk þess ver ið þýdd á sænsku og dönsku. Sagan lýsir samskiptum barna og dýra. Bókin er rúmar hundrað blaðsíður að stærð, prentuð og útgefin hjá Leiftri. Sfubbur viil 1 verSa sfór j „STUBBUR vill verða ; stór“, heitir barnabók út ; komin hjá Leiftri. Höfundur j inn er Miriam Mason. Bókin : er um Stubb litla, amerísk- ; an dreng, sem uppi var fyrir j meira en hundrað árum. Eru : um hann ýmsar sögur í bók- : inni. Hún er 87 blaðsíður að ■ stærð. Konan og óskir karlmannsins „KONAN og óskir karl- j mannsins“, heitir bók eftir ; Poul Thorsen komin út hjá ; Bókaútgáfunni Elding. — > Ingólfur Kristjánsson þýddi : bókina með leyfi höfundar. ; Bókin er 136 blaðsíður að ! stærð, prýdd teiknimyndum. : Höfundur bókarinnar er ; kunnur sálfræðingur og hef- ■ ur starfað við geð- og tauga- : sjúkdómadeild háskólans í ; Innsbruck, þar sem nýstár- j legum aðferðum er beitt í : tauga- og geðlækningum. ■ „Bebekka" effir i Ð= de Maurier SKÁLDSAGAN ,Rebekka( ; eftir Daphne de Maurier er ; komin út hjá Leiftri. Þýð- ■ inguna gerði Páll Skúlason. : Bókin er 285 blaðsíður að ; stærð, þéttprentuð. Hún er ■ prentuð í prentsmiðjunni S Leiftri. ; Skáldkonan Daphne de ■ Maurier er kunn hér á landi, ; enda margar bækur hennar ^ verið þýddar á íslenzku. — ■ Kom fyrsta skáldsaga henn- Z ar ,,Mávurinn“ m. a. í Al- ; þýðublaðinu sem framhalds- ; saga 1842. Maggi í geim- j fiugi. j „MAGGI í geimflugi11, — ■ heitir barna- og unglinga- I bók út komin hjá Leiftri, 120 ■ blaðsíður að stærð. Höfund- ■ urinn er P. W. Herzog. Þetta : er drengjasaga, sem fjallar ; um geimflug og ferðir til ■ anriarra hnatta. : í fófspor Hróa j Haffar j ÚT ER KOMIN hjá Prent- ■ smiðjunni Leiftri ný bók — ; eftir Örn Klóa. Hún nefn- : ist „í fótspor Hróa hattar“. ■ Bókin er 143 blaðsíður að ; stærð. Þetta er ævintýrasaga ! um útlaga og hetjur, sem : gerist á slóðum Hróa hattar. ; Aðalsöguhetjan er Robin » skilmir, dóttursonur Iiróa. ■ GuRasfokkurnin kmirn úf. j BARNABÓKIN „Gulla- [ stokkurinn“ er komin út hjá j Prentsmiðjunni Leiftri. — I ; bókinni eru kunn ævintýri ; og sögur, og heita þessum j nöfnum: Manstu? Af hverju i sjórinn er saltur, Álfabrúð- ■ urnar, Langa nefið, Ágirnd- j in. Bókin er 85 blaðsíður, — ; prýdd teiknimyndum. !_» *J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.