Alþýðublaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 3
>. : .V . W \ s mmmm WwW w ^ & r í « JT% i $ £ £ A » ÍP oí lceland ÞAÐ er bezt að segja söguna eins og hún er: Til-H gangurinn með birtingu þessarar myndar er eingöngug sá, að stríða svolííið kollega okkar, Tímanum. Við viss-ffi um að hann var framsóknarblað og við víssum, að hannjj|| var framsóknarbændablað, en að hann væri í þokkabótí „The Times og Iceland“ — það höfðum við ekki hug-'f mynd um fyrr en okkur barst umslagið hérna í hendurrf í gær. Það er ekki leiðum að líkjast — og við vonumf að The Times £ London sé sömu skoðunar. rtWMWWmWWWWWWWMiMWWWWAtMWMmWWWtWWWWmMIWWWW HVER svo sem úrslit „m j ólkur atkvæða- greiðslu“ Stéttarsam- foands bænda verða, þá er þetta víst: Ákvörðun um sölustöðvun á mjólk verður ekki tekin fyrr en séð verður fyrir um af- greiðslu ríkisstjómar og alþingis á deilumálinu frá því í haust um verð- lagningu landbúnaðaraf- urða. Alþýðublaðið fékk þessa vit- neskju í gærdag hjá Sæmundi Friðrikssyni, framkvæmda- stjóra sambandsins. Blaðið spurði Sæmund nokk urra spurninga um framkvæmd og tilgang atkvæðagreiðslunn- ar. Þetta kom á daginn: Að dómi Stéttarsambands bænda eru úrslit akvæða greiðslunnar ekki bindandi fyrir það — m. ö. o. sker hún engan veginn úr um það, hvort sölustöðvun verður sett á mjólk. Friðrik íeflir í fjöltefli FRIÐRIK ÓLAFSSON stór- meistari teflir fjöltefli á vegum Félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík n. k. sunnudag kl. 2 e. h. — Verður það fyirsta fjöl teflí hans á þessum vetri. Taflstaðurinn nánar auglýst- ur síðar. FUJ-félagar og gestir þeirra setíu að tryggja séir þátttöku í fjölteflinu í síma 1-50-20 og 1-67-24, strax í dag. Stjórn Stéttarsambandsins hefur „ekkert um það talað“ hvort úrslitin verða birt al- menningi. Stjórnin á eftir að taka af- stöðu til þess, hvort gefin verð ur út fréttatilkynning um at- kvæðagreiðsluna. Atkvæðagreiðslan hefur gengið tregar en ætlazt var til. Ilenni átti að ljúka í dag, en nú er „búizt við“ að, henni Ijúki fyrir helgina. Og loks: Stjórn Stéttarsam- bands bænda mun ein sjá um talningu atkvæða. Þegar Alþýðublaðlð talaði við Sæmund í gær, áætlaði' og Dalasýslu. hann, að af þeim rúnilega átta tíu búnaðarfélögum, sem ann- ast framkVæmd atkvæðagréiðsl unnar, .væri, um helmingur bú- inn að skila atkvæðum til Reykjavíkur. Hann hafði ekki á reiðum höndum upplýsingar um, hve margir bændur hefðu þáfttöku rétt í atkvæðagreiðslunni. Hún fer fram í eftirtöldum sýslum: Vestur-Skaftafells- sýslu, Rangárvallasýslu, Árnes sýslu, Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Borgarf j ar ðarsýslu, Mýrasýslu, Snæfellsnessýslu HÆSTARÉTTUR hefur kveð ið upp dóm í málinu Þorlákur Þórðarson gegn Gunnari Tryggvasyni. Staðfestj Hæsti- réttur héraðsdóm þess efnis, að áfrýjanda Þorláki er gert að greiða stefnda Gunnari kr. 4. 053,71 auk 6% ársvaxta frá 1. maí 1856 til greiðsludags og kr. 850,00 í málskostnað. Á stefn- andi lögveðsrétt í bifreiðinni R—404 til tryggingar fjárhæð- um þessum. Þá var áfrýjanda gert að greiða stefndá máls- kostnað fyrir Hæstarétti kr. 3000.00. Málsatvik eru þau, að kl. 02, 15 aðfaranótt 16. apríl 1956 varð árekstur á Suðurlands- braut hér í bænum, við mót þeirrar götu og Langholtvegar. Lentu þar saman í árekstri tvær 6 manna fólksbifreiðar, R- 461, eign Gunnars Tryggvason ar, Laugarásbletti 21, og R-404, eign Þorláks Þórðarsonar, Öldugötu 4.7. Varð áreksturinn með þeim hætti, að vinstri fram endi R-404, er eklð var austur Suðurlandsbraut, rakst á vinstra afturaurbretti R-461, er henni var beygt til hægri inn á Langholtsveg, en bifreið þessi kom austan Suðurlandsbraut. Við áreksturinn skemmdist vinstra afturaurbretti á bifreið stefnanda, en öll vinstri hlið R-404 dældaðist og rispaðist. Á OFSALEGUM HRAÐA. í dómi héraðsdóms segir svo ELDUR kom upp í húsinu nr. 77 við Suðurlandsbraut klukk- an rúmlega eitt í fyrrinótt. Er Það stcirt timburhús. Þar býr eigandi þess, Dagur Óskarsson, ásamt konu sinni, Hólmfríði Jónsdóttur, og fjórum börnum þeirra, á aldrinum 5 til 11 ára. Miklar skemmdir uirðu í brun- anum. Dagur rak húsgagnabólstrun- arverkstæði í húsinu o« tók það upp meginhluta þess? Tildrög eldsins eru þau, að í fyrrinótt var Dagur að rýma til í nokkrum hluta hússins, sem hann ætlaði að leigja út fýrir trésmíðaverkstæði. í einu herberginu var raf- magnsofn. Þar hafði verið unn ið að því um daginn, að búa til dýnur. Var því mikið af hálmi, ló Og ryk sem hafði þyrlazt upp í herberginu, og m. a. setzt ó rafmagnsofninn. Dagur fór sð bursta rykið af ofninum, en þá tókst svo illa tii; að eitthvað af því féll á glóandi gormana. Gaus Þá upp mikill eldu- á sviþstundu, Dagur reyndi að slökkva hann ,en það tókst ekki. Hann varð brátt að flýja úr herberginu og hafði þá brennzt nokkuð í andliti. Dag- ur vakti síðan konu sína og börn. Konan hringdi á slökkvi- liðið og Dagur hljóp að.næsta brunaboða og braut hann til öryggis. Hjónin forðuðu sér að því loknu út með börnin. Slökkviliðið kom brátt og gekk vel að kæfa eldinn. Mi'kl- ar skemmdir urðu á húsinu og því sem var á verstæðinu. Hús gögnum tókst þó að bjarga,’þar sem eldurinn komst ekki í ibúð ina, að eldhúsinu undanteknu. m a.: „Af atvikalýsingunni hér að framan er ljóst, að bif- reið stefnda hefur verið ekið með ofsalegum hraða í um- rætt sinn. Þá er leitt í ljós, að stefnandi var kominn að Lang holtsvegi og hafði tendrað stefnuljós bifreiðar sinnar til merkis um, að hann hygðist beygja til hægri inn á þá götu, er bifreið stefnda átti ófarna a. m. k. 200 metra vegalengd að gatnamótunum. 'Við svo búið var sérstök ástæða fyrir stjórn anda R-404 að sýna fyllstu að- gæzlu í stað þess að aka hik- Framhald á 5. síðu. Húsið, husgögnín, og það sem var á verkstæöinu, var allt va- tryggt. ... þegar ég las fjárlaga- i frumvarpið, sem þek út- * býttu á alþingi í gær. Ég ■ sá ekki betur en svo stæði ■ í athugasemdum: „í for- sætis- og menntamála- : ráðuneytinu fækkar um i; hálfan fulltrúa.“ ?!; f=: STUTT „NÓGV fólk brúka hel- vtina av tíðini til at ynskja sær ting, tey lættliga kundu fingið, um tey ikki brúktu helvtina av tíðini til at ynskt sær tey“. — Sósíalurinn, Færeyjum. Q & L A G 6 0 T.'T ttMMWWWWVMWMMWWWMWmWWlwnVWMWWVWaWWWWWMWWW'l MARGT fróðlegt kemur í Ijós, þegar blaðaði er í fjárlaga- frumvairpinu. Kostnaður við Iandhelgisgæzlu er þessi: a) Varðskipið Þór ...... kr. 6.6 millj. b) Varðskipið Ægir...... kr. 5.2 millj. c) Varðskipið Maria Julia. kr. 2.5 millj. d) Varðskipið Albert.... kr. 3.1 millj. e) Varðskipið Óðinn .. kr. 2.3 millj. f) Varðskipið Sæbjörg .. kr. 1.8 mfillj. g) Fluggæzlan ........... kr. 3.3 millj. h) Leiguskip ............ kr. 0.5 millj. i) Kostnaður í landi og ýmislegt . . kr. 2.0 millj. j) Nýtt varðskip......... kr. 3.9 millj. ¥i fand Samtals — tekjur 31-2 millj. 1.5 millj. 30 millj, 29.6 millj Kostnaður þessi er um 5 millj. kr. meiri en í fyrra og stafar hækkunin öll af hinu nýja varðskipi, sem áætlað er að verði í irekstri 10 mánuði árið 1960. ItWWMWmtWMWMMtMMWWMHWIIWIWWHWMMIWMMMWWWWMIWMWWWWMW Alþýðublaðið — 26. nóv. 1959 J;

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.