Alþýðublaðið - 26.11.1959, Blaðsíða 10
Áttræður í dag:
Jóhan S. Siursen
HafnarfirHi.
í DAG er einn úr öldunga-
deildinni í Hafnarfirði áttræð
ur, er það Johan S. Sjursen,
sem fæddur er í fæðingarbæ
Edvard Grieg, fyrir 80 árum.
' Ekki veit ég hvort Sjursen
'J segir eins og ýmsir Bergenbú
ar, sem viðhafa þessi orð: „Vi
er ikke fra Norge, vi er fra
Bergen“. Borginni, sem liggur
milli 7 fjalla, þar sem um
margar aldir var aðeins ein
leið til annarra staða í veröld
inni, leiðin í vestur yfir hafið.
Það er sagt að lega þessa
bæjar hafi fóstrað öðrum stöð
um fremur í Noregi ævintýra
menn, menn sem vildu sjá
lengra en útfyrir fjöllin sjö.
Einn þessara ævintýra-
manna er Johann Sjursen, —
sem nú hefur staðar numið
á íslandi og dvelst hér í Hafn-
arfirði á Vörðustíg 7B. Þar
býr hann í litlu húsi, sem
hann sjálfur á, og þar hygg
ég hann vilji nú sem lengst
vera það sem eftir er ævinn-
ar.
13 ára gamall byrjaði Sjur-
sen að vinna fyrir sér, vann
hálfan daginn í tóbaksgerð í
Bergen. Fór á sjóinn 16—17
ára, og stundaði síldveiðar í
Norðursjó. Var í Þýzkalandi
eitt ár og stundaði sjó-
mennsku. Fór fyrst til ís-
lands 1905, þaðan aftur til
Noregs, svo til Kaupmanna-
hafnar. Þar kynntist hann vel
þekktum íslenzkum skipstjóra
Bjarna Hávarðssyni. Mun það
hafa ráðið bvf að nú fór Sjur-
sen enn til íslands með Ceres
gömlu til Austfjarða svo til
Revkjavíkur. Réðist á segl-
skútuna Guðrúnu Zoega og
var á henni út af Höfnum hér
syðra í mannskaðaveðrinu
mikla, þegar Kútter Ingvar
fórst með allri áhöfn á Við-
eyiarsundi. Segir Sjursen að
það hafi verið afskapaveður,
þó þeim á Guðrúnu Zoega
hlekktist ekkert á. enda af-
burða sjóskip undir góðri
stjórn.
Næstu árin var Sjursen
lengi á Austfjörðum og víðar
hér á ströndinni. Bræddi lifur
vor 0«? haust á Austfiörðum,
við sfldina á sumrinu á Siglu-
firði os víðar. Eina vertíð var
hann landformaður í Vest-
mannaevium, var bað mikil
aflavertíð orr svefninn lítill>
sem enginn dögum saman. —
Var bá stundum haldið svo
til við flatningu á stóra þorsk
inum. að erfitt var að rétta
úr fingrunum. Þeir voru
krenntir u+anum hnífsskaftið.
Og begar hæt.t var. varð hann
að lo=a bá frá hnífskaftinu
með binni hendinni. Þannig
var nú vinnuharkan í þá
da»a.
Einu sinu}. þegar Mr. Ward
hinn brpzki sem hér kevpti
hinn svokpllaða Wardfisk. —
fékk umhoðsmaður hauc hér,
Siursen til að fara til Honn-
ingsvág í Norður-Noregj til,
að keuuq b°im bar að fletia
og verka Wardfiskinn. Var
hpuu hqr oi-nu vet.ur er, varð
að bíða 3 ár eftir launa-
greiðsln. Fékk þau þá send til
íslands.
Árið 1950 fluHist. ci'tro Siur-
sen hingað til Hafnarfiarðar.
Var bá buqoðslumaður á vms-
um topurum, svo sem Sur-
prise. James Long og Clem-
entínu. Þar var hann með
íþrótfir
Magnúsi heitnum Kjærne-
sted sem skipstjóra. Er sú
saga sögð að einu sinni hafi
skipstjóri komið í bræðslu-
húsið til Sjursen og sagt við
hann að hreinna og þokka-
legra’ væri bræðsluhúsið en
káettan hjá sér. Sýnir þetta
eitt hve vel Sjursen kunni til
starfa og vann vel sínum hús-
bændum, enda eftirsóttur í
þessi störf.
Johan Sjursen kom á bezta
aldri til íslands, vann hér ým-
is störf við framleiðslu sjáv-
arafurða, og stundum þá leið-
beinandi. Fyrir þetta allt ber
að þakka og það að verðleik-
um.
Hann er enn vel ern, les
blöð og bækur, fylgist vel
með öllu sem gerist, og elli
kerling hefur ennþá ekki
beygt bak hans. Hann er létt-
ur í lund, léttur í spori, gam-
ansamur og gaman að heyra
sögur hins víðförla aldna berg
enska ævintýramanns.
Hann hefur siglt skipi sínu
víða, numið að lokum land hér
í okkar bæ. Við Hafnfirðing-
ar vonum að ævikvöldið hans
verði langt og heiðríkt.
Ó. J.
Firamhald af 9. síðu.
anna, sérstaklega knattspyrn-
unnar, í síðastliðin 35 ár. Hann
rakti nokkuð sögu knattspyrn-
unnar á íslandi frá því fyrsta,
og gat sérstaklega um knatt-
spyrnumenn Akraness og þátt
þeirra í hinum fræga kappleik
við Dani 18. ágúst s. 1., þar sem
þeir komu svo mjög við sögu,
eins og kunnugt er. Að lokum
afhenti hann KA oddfána ÍSÍ
með' áletrun, og lítinn silfur-
bikar, sem stjórn félagsins átti
að ráðstafa. Formaður KA, Ja-
kob Sigurðsson, tók á móti gjöf
unum og þakkaði fyrir þær.
því næst afhenti formaður ÍBA,
Guðmundur Sveinbjömsson,
KA verðlaunabikar, er félagið
hafði unnið s. 1. sumar. En KA
og Kári keppa árlega um þenn-
an farandbikar í knattspyrnu,
og hafa oft unnið hann til
skiptis. Einnig afhenti hann
hverjum leikmanni verðlauna-
pening til sæmda og minja.
Þá hófust skemmtiatriðin.
Valdimar Indriðason stjór.naði
skemmtilegum spurningaþætti,
sem tíu manns tóku þátt í.
Gamanvísnasöngvarinn Ómar
Ragnarsson, söng nokkrar gam-
anvísur með undirleik Einars
Loga. við mikinn fögnuð á-
heyrenda. Að skemmtiatriðum
loknum var stiginn dans fram
eftir nóttu.
Afmælishófið fór hið bezta
fram, var fjölmennt og
skemmtu menn sér ágætlega.
Starfsemi KA er með mikl-
um blóma. Nú eru um 300
manns í félaginu. Samstarf
KA og Kára hefur alltaf verið
með ágætum.
Á 25 ára afmæli KA gaf það
út myndarlegt afmælisblað, og
þeir sem vilja kynnast betur
sögu félagsins, skal bent á að
lesa það.
Byrluðu eilur
Framhald af .12. síðu.
eða einhverri stúlkunni finn-
ist stalla sín hafa náð þeirri
hylli hjá kennaranum, sem
hún sjálf vildi öðlast.
GENF, (Reuter). Rússar
komu í dag á óvart með því
að stinga upp á nýrri aðferð
tll að komast fram hjá neit-
unarvaldi í efíirlitsnefnd, er
framfylgja ætti bann við til
raunum með kjarnorku-
vopn.
Þakkarávarp.
ENN hefur einn sorgarat-
burðurinn borið að höndum, er
vélbáturinn SvanUr fórst með
þremur ungum mönnum þann
9. nóv. s. 1. Ennþá hefur sam-
vizka vor íslendinga verið vak-
in í sambandi við sjómenn
vora, þar sem engum dylst sú
mikla þakarskuld, sem vér
stöndum í við þá, sem leggja
líf sitt í hættu til öflunar lífs-
nauðsynja íyrir þjóðina. Hér
eiga því við orð Drottins: Meiri
elsku hefur enginn, en þá, að
hann lætur líf sitt fyrir vini
sína.
Hér hefur lítill staður, sem
átt hefur við mikla atvinnu-
lega örðugleika að etja, goldið
hið mesta afhroð og sár harm-
ur verið kveðinn að eiginkonu,
unnustu, börnum, foreldrum og
öðrum ástvinahóp, verður aldr i
ei fyllt, föðurmissirinn aldrei'
bættur, en augljóst er, að hjá
fe'flúrlátr jj >fm aíðstandf2ndum
verður í framtíðinni við mikla
erfiðleika að stríða með að sjá
sér og sínum farborða.
íslenzka þjóðin hefur jafnan
haft þor til þess að kannast við
og játa mikilvægi og fórnar-
lund sjómanna sinna. Það hef-
ur hún sýnt, er slíkir atburðir
hafa gerst, sem þessi. Sýnum
enn að vér kunnum að þakka
og meta starf sjómanna vorra,
með því að leggja nokkuð að
mörkum til þeirra, er sárastur
harmur hefur verið kveðinn að.
Dagblöð bæjarins hafa góð-
fúslega lofað að veita móttöku
því, sem fólk vill láta af hendi
rakna til þeirra, er misst hafa
íyrirvinnu heimila sinna.
Hofsósi, í nóv. 1959.
Árni Sigurðsson,
sóknarprestur.
Þjóðsagnabók Ásgríms Jóns-
sonar. Myndir frá síðari ár-
um. fslenzkar þjóðsögur.
Einar Ól. Sveinsson ritaði
inngang og sá um útgáfuna.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs.
1959.
GLEÐILEGT er að s.já hve
hönduglega og smekkvíslega
hefur til tekizt^ um útgáfu
Þjóðsagnabókar Ásgríms Jóns
sonar, sem Menningarsjóður
hefur nýlega látið frá sér
fara. Að undirbúningi þessar-
ar útgáfu vann Ásgrímur
sjálfur af kappi síðustu mán-
uðina, sem hann lifði. Hann
var þá maður háaldraður og
bilaður á heilsu, en hugurinn
var ungur og lifandi, karl-
mennskan og framtaksviljinn
sami og áður hafði verið og
notuð hver stund sem gafst.
Ásgrímur lifði það ekki að
sjá þessa bók alskapaða. Hann
dó frá henni ófullgerðri 5.
apríl 1958. En merkið féll
ekki með honum. Styrkar
hendur báru það áleiðis í þá
stefnu, sem þegar var mörk-
uð, og nú er bókin hér, að öllu
leyti svo úr garði gerð að
samboðið er minningu Ás-
gríms og mundi hafa verið
hinum gamla meistara að
skani.
Skipta má þessari bók í
þrennt efnislega, þótt allir
þrír þætt'rnir renni saman og
myndi eina samstæða heild.
Einn þátturinn eru nokkrar
hinar helztu þjóðsögur, alls
30, sem Ásgrímur sótti mvnd-
efni til á síðari h-luta- ævi sinn-
ar. Annar eru myndirnar sjálf
ar. alls 50, og hinn þriðji er
ritgerð Einars Ól. Sveinsson-
ar nrófessors um Ásgrím og
þjóðsögurnar.
Um bjóðsögurnar þarf ekki
að fjölyrða. Þær þekkia allir
eða vita til þeirra meira eða
minna. Þær standa fyrir sínu
þessar sögur, þótt oft hafi ver
ið prentaðar áður, það skýrist
alÞaf betur og betur. hve mik-
ið af gamla íslandi býr í þess-
um sögum. hve drjúgur er
þeirra hlutur í þeirri sam-
stæðu mannlegra hátta og hug
mynda, sem einu nafni nefn-
ist þjóðleg íslenzk menning,
hve dýran arf vér eigum þar
sem þær eru. Og það skýrist
einmitt sérstaklega vel í bók
eins og þessari, því að hér eru
sögurnar eingöngu prentaðar
sem fvlgifiskar sinna eigin af-
kvæma, myndanna sem Ás-
grímur Jónsson gerði út af
efni beirra. Ásgríms lof er
margkveðið, þó eflaust ekki
fullkveðið, hann var e'nn af
fyrirmönnunum í íslenzku
menningarlífi allan fyrri
hluta bessarar aldar, einn af
beim. örfáu útvöldu. Mvndir
hans í þessari bók eru marg-
víslegar, sumt pennateikning-
ar, annað vatnslitamvndir,
jafnvel olíumyndir, flestar
frá seinni árum listamanns-
ins, einstaka frá fyrri árum,
en allar eru þær skemmtileg-
ar, ferskar og upprunalegar,
ósviknar þjóðsagnamyndir.
Það þarf meira en að vera há-
menntaður listamaður eins
oa ÁSgrímur var til þess að
túlka anda þjóðsagnanna á
bann hátt sem hann gerði;
þafS þarf líka mikinn íslend-
ing til. Þióðsagnamyndir Ás-
gríms njóta jöfnum höndum
eóðs af hvoru tveggja: hinu
þjóðlega og hinu alþjóðlega í
persónuleika skapara síns. Og
þær minna enn einu sinni á
auð þjóðsagnanna og listhvöt.
Af þeim brunni hefur þegar
mikið verið ausið, en hann er
ekki slíkur áð nokkru sinni
þrióti.
Ásgrímur og þjóðsögurnar
eru mikið og skemmtilegt at-
hugunarefni, svo ríkur þátt-
ur sem þær eru í listsköpun
hans. Og um þetta efni fjallar
hin merka r'tgerð Einars
Ólafs. Sjálfur kveðst höfund-
ur ekki gera efninu full skil,
enn skorti nokkuð á rann-
sókn þess, en hitt er þó víst,
að þessi ritgerð er í senn
greinargott yfirlit um þjóð-
sagnamyndir Ásgríms og nær-
færin skilgreining á þjóðsög-
unn'i, hlutdeild hennar í ís-
lenzkri arfle'fð og frjómagni
til nýrrar sköpunar. Öll rit-
gerðin ber þess augljós merki,
að hér fer sá maður höndum
um efni, sem ann því og hef-
ur gerkannað djúp þess. Próf.
Einar var kjörinn til að sjá
um útgáfu þessar.ar bókar.
Ekki kann ég út á þessa bók
að setja. Hún ér að öllu leyti
falle^a að heiman búin. Og
sérstök ástæða er til að fagna
því, hve vel hefur til tekizt
með prentun litmyndanna.
Þar er um að ræða alíslenzka
vinnu, myndamótin gerð hjá
Prentmótum h.f., en prentun-
in í prentsmiðjunni Odda.
Myndabækur eru svo mikill
þáttur í bókagerð nú á dög-
um, að kominn er tími til að
íslenzkir menn ráði við þá
tækni sem litmyndaprentun
krefst. Mvndirnar í þessari
bók sýna, að nú horfir vel í
þessu efni.
Menningarsjóður kafnar
ekki undir nafni, þegar svo
vel er á haldið sem hér. Ekki
þar fyrir, honum er vorkunn-
arlaust að leggja sig fram vi<S
svo ágætt efni, sem honum
var í hendur fengið. Enda hef-
ur vel tekizt, og þess skal get-
ið sem gert er.
Kristján Eldjárn.
26. nóv. 1959 — Alþýðublaðið