Alþýðublaðið - 01.12.1959, Side 5
:
Hvaf§ er a'ð
Churchill 85 ára Rússar verða á-
LONDON, 30. nóv. (NTB). -
Winston Churchill hélt upp
á 85. afmælisdag sinn í dag.
Fékk hann heillaskeyti hva'ð
anæva úr heiminum, svo og
gjafir og bréf og fyllti þetta
allt marga póstsekki. Meðal
gjafa var kaka, sem 130 þjóð
ir gáfu efni til. Meðal ann-
ars voru í henni bananar
ræktaðir á íslandi. Fjöl-
skylda hans og nánustu vin-
ir voru í kvöldverðarboði
hjá Churehill í kvöld.
LONDON, 30. nóv. (Reuter).
— Atvinnuleysingjar í Bret-
landi voru 431.000 í síðast-
liðnum mánuði, en það er
heldur færri en í sama rnán-
uði í fyrra, en fleiri en í sept
ember þessa árs.
Pólskir bændur
VARSJÁ, 30. nóv. (Reuter).
— Nýlokið er fjögurra daga
þingí bændasamtaka Pól-
lands en þeim er stjórnað af
kommúnistum. Kom þar
fram hörð gagnrýni á ka-
þólsku kirkjuna og presta
yfirleitt og sagt að hún og
þjónar hennar væru hættu-
legir samstarfsmenn aftur-
.haldsaflanna í landinu, sem
spilla vildu samtökum
bænda, samstarfinu við
verkamenn og kommúnista-
flokkinn.
Bændaflokkurinn lýsti yf-
ir stuðningi sínum við kom-
múnistaflokkinn og viður-
kenndi forustuhlutverk hans
og sagði, að mesta hættan
væri fólgin í starfsemi
þeirra manna, sem spilla
vildu samstarfinu við Sovét-
ríkin.
íram í Uogverja-
landi
BÚDAPEST, 30. nóv. (Reu-
ter). — Janos Kadar, foringi
kommúnistaflok'ks Ungverja
lands, sagði við opnun þings
kommúnistaflokksins í dag,
að rússneski herinn mundi
ekki á næstunni fara frá
Ungverjalandi. — Heiðurs-
gestur þingsins er Krústjov,
forsætisráðherra Sovétríkj-
anna, ásamt fulltrúum kom-
múnistaflokka víðs vegar að.
Kadar, sem tók að sér að
kalla rússneska herinn til
þess að berja niður bylting-
una 1956; sagði að .kommún-
istaflokkur landsins. væri nú
öflugri en fyrir byltiriguná,
enda þótt meðlimum hans
hafi verið fækkað um helm-
ing. Hann sagði að aftur-
haldssinnar vonuðust eftir
að rússneski herinn hyrfi
brott frá Ungverjalandi, en
þeim yrði ekki að von sinni.
Rússneska herliðið mundi
verða í landinu meðan á-
standið í alþjóðamálum væri
svo ótryggt sem raun ber
vitni, en ekki til að halda
uppi reglu innan lands.
Hann kvað þSð fjarstæðu
að leyfa fleiri en einn stjórn
málaflokk í landinu, slíkt
mundi aðeins leiða til nýrr-
ar byltingar.
Kadar réðst harkalega á
„endurskoðunarsinna“ og
mælti með stóraukinni sam-
vinnu við Sovétríkin. Hann
sagði að nú væri að vísu
nokkur þíða í alþjóðamál-
um en það væri einungis að
þakka ,,persónuleika“ Krú-
stjovs og Bandaríkjaför
hans.
Alsírmálið hjá SÞ. MenningarsáUmáli
NEW YORK, 30. nóv. (Reu-
ter). — Umræðurnar í póli-
tísku nefndinni á þingi Sam
einuðu þjóðanna um Alsír-
málið hófust í dag en var
frestað cr enginn ltvaddi sér
hljóðs er fyrsti ræðumaður
hafði lokið máli sínu. Það
var fulltrúi Túnis, sem hóf
umræðurnar og á morgun er
aðeins fulltrúi Saudi Arabíu
á mælendaskrá. Franski full
trúinn mætti ekki á fundi
nefndarinnar en Frakkar
viðurkenna ekki rétt SÞ til
að ræða þetta mál.
Trúir Huxley ver
LONDON, 30. nóv. (Reuter).
— Dr. Geoffrey Fischer erki
biskup í Kantaraborg vísaði
í dag á bug þeim fullyrðing-
um Julian Huxleys um að
trúarbrögðin ættu fyrir sér
að deyja út en í staðinn
kæmi ný hugmyndafræði
byggð á vísindum.
Erkibiskupinn sagðist enn-
þá trúa betur Jesú Kristi en
Huxley og það hefði sýnt
sig, að vísindin hefðu ekki
svör við öllum spurningum.
LONDON, 30. nóv. (Reuter).
— Tilkynnt var í London í
dag, að samkomulag hefði
náðst um menningarsam-
skipti Breta og Rússa á
næsta ári, verður undirrit-
aður samningur þar að lút-
andi annað kvöld.
- Samkomulag þetta vár
gert eftir aðeins sex daga
samningaumleitanir, sem
Georgi Zhukov, yfirmaður
stofnunar þeirrar í Sovét-
ríkjunum, sem annast merin-
ingarleg samskipti við aðrar
þjóðir, af hálfu Rússa og
Robert Allen aðstoðarutan-
ríkisráðherra af hálfu Breta.
Samkomulagið gildir frá
apríl 1960 til marz 1961.
Jarðsettur í
Danmörku
NEW YORK, 30. nóv. (NTB-
Reuter). — Jarðneskar leyf-
ar Povl Bang-Jensen, fyrr-
um starfsmanns Sameinuðu
þjóðanna, verða fluttar til
Damnerkur og jarðsettur
þar, að því er ekkja hans til-
kynnti í dag.
sem við viljum sérstaklega ráðleggja öllum að athuga
brunatrygginguna á innbúinu!
ER ÞAÐ TRYGGT?
ER ÞAÐ NÓGV HÁTT TRYGGT?
Við mundum hafa sérstaka áaægju af að leiðbeina yður
í þessu efni.
SÍMgN
E R 17080
salfmtvn MRJunrmYíS
Brunadeild.
Framhald af 1. síðu.
stöðu til að selja frystar vörur
í Frakklandl og Ítalíu, og skapa
þannig. markað fyrir frystan
fisk meðal annars. Hann kvað
velmegun fólksins fara vax-
andi, og mundi fylgja því auk-
in neyzla á fiski, sérstaklega
gæðavöru vel tilreiddri eins og
fiskflökin eru. Hann kvað það
mundu verða bylting fvrir hér-
uð inni á. meginlandi Evrópu,
þar sem góður fiskur hefur
aldrei verið fáanlegur, þegar
frvstitæknin opnar leið fryst-
um fiski.
mælendaskrá í neðri deild, þeg-
ar fundi þar var frestað kl. 4
í gær til kl. 5,30. Einar Olgeirs
son tók við af Skúla Guðmunds
syni og hafði bersýnilega búið
sig undir að vera enginn eftir-
bátur Framsóknarflokksins í
maraþonhlaupinu. Var Einar
rétt kominn af stað á skeiðinu,
þegar fundi var frestað.
Maraþonþóf
Framhald af 1. síðu.
úr nös að ræðulokum. Hins
vegar mun mál manna, að v'rð-
ing alþingis aukist sízt við
þessa barnalegu málþófsvið-
leitni stjórnarandstöðunnar.
Vakti mikla athygli, að Fram-
sóknarflokkurinn skyldi fela
einum elzta og vinsælasta þing-
manni sínum, Skúla Guðmunds
syni, að vera skemmtiatriði til
að tefia þingstörfin og beita
málþófi um frumvarp, sem
aldrei hefur sætt neinum á-
greiningi á alþingi.
Margir ræðumenn voru á
Framhald af 1. síðu.
ritað vnrður fjórum fulltrúum
bætt við frá öðrum löndum.
Hlutverk undirbúningsnefnd
arinnar verður að ákveða hvaða
eftirlitsstöðvar verði staðsettai'
og hvernig útbúnar. Einnig
mun hún kveða á um starfslið
við eftirlit og ákveða hvaða
leiðir flugvélar í eftirlitsflugi
skuli fara. Stungið hefur vei'ið
upp á að stofnun sú, sem sér
um eftirlitið hafi aðalbækistöðv
ar í Vínarborg.
Samþykktin um stofnun þess
arar nefndar er talið stórt ski'ef
í átt til .samkomulags um bann
við kjarnorkutilraunum. Full-
trúar hinna þriggja ríkja á ráð-
stefnunni létu allir í ljós á-
nægju sína með þetta samkomu
lag.
5 frumvörp sam-
i
FRUMVÖRPIN fimrn um
framiengingu á tekjulög-
um hafa verið sameinuð í
eitt, og var Það flutt sem
stjúnarfrumvarp í Efri
deild í gærkvöldi.
Þessi ráðstöfun er ber-
sýnilega gerð til að tor-
velda stjórnarandstöðunni
málþófið, sem Framsókn-
arflokkurinn og Alþýðu-
bandalagið hafa í frammi
til að tefja þingstcirfin og
reyna að koma í veg fyrir
frestun alþingis.
Málþófi verður verr við
komið í umræðum um eitt
frumvarp en fimm.
Samkvæmt þingsköpum
er liægt að takmsnka ræðu
tíma þingmanna eftir að
untræða um dagskrármál
héfur staðið í 3 klukku-
tíma. Slíkt er hins vegar ó-
venjulegt, en skipulagt
málþóf hefur heldur ekki
þekkzt á alþingi um langt
áraskeið.
Alþýðublaðið — 1. des. 1959 §
m