Alþýðublaðið - 01.12.1959, Qupperneq 11

Alþýðublaðið - 01.12.1959, Qupperneq 11
..... 8. dagur . ....... sígarettunni sem hann bauð henni. „Það er íallegt af yður að segja þetta! En ég heyrði ekki hvað þér hétuð?“ „Loring — vinir mínir kalla mig 'Vian“. Hann brosti og hvítar tennur hans glömpuðu í brúnu andlitinu. „Eruð þér ekki um of viss um yður, herra Loring?“ „Ég fylgi alltaf buðboðum mínum“. Hún hristi höfuðið. „Það er mjög hættulegt“. „En þeim mun meira freist andi“. „Lékuð þér yður að eldin- um þegar þér vöruð barn?“ „Sprengiefni þegar ég náði í það! Það heyrðist hærra í því“. Carol hló. Maðurinn kunni sannarlega að svara fyrir sig. Fleira fólk kom til þeirra og um kvöldið heyrði Carol að Vian Loring ferðaðist mik ið. „Nafn hans er alltaf efst á lista þegar farið er í rannsókn arferðir til undarlegra staða“. sagði L.nda West, kona lækn- isins hlæjandi við hana. „Er það?“ sagði Carol og leit af meiri áhuga á Vian en fyrr. „Einhvern tímann skal ég leyfa yður að skrifa bók um mig“, sagði hann. „En þá skalíu sleppa skugga legri fortíð hans og ólýsan- legri nútíð, svo ekki sé minnst á ósk ljanlega framtíð11, sagði Rachel sem kom í þessú til þeirra. .Vian leit á hana í upp gjöf. „Ertu enn sama óþekktin?“ kvartaði hann. „Ég, sem von- aði að þú hefðir breyzt síðustu tvö árin“. Láttu mig fá fyrirmynd til að líkjast og ég skal breyt- ast“, svaraði hún um hæl og glot'i. Svo leit hún stríðnis- lega á Vian og gekk til hlnna gestanna. „Þér þekkir þau vel“, sagði Carol þegar 'Vian hafði loks tekist að senda hina gestina í burtu. „Búið þér hér nálægt þegar þér eruð heima?“ bætti hún brosandi við. „Þegar ég er heima, eins og þér segið, bý ég í London“, svaraði hann og sett st kunnu lega á stólbríkina hjá henni. „Komið þér fljótlega að heim sækja mig. Ég er viss um að yður lízt vel á íbúðina mína. Það er sannkölluð piparsveins íbúð með öllum hugsanlegum þægindum“. „Og hvers vegna haldið þér að mér lítist vel á hana?“ spurði hún og tók pylsu af bakkanum sem Nicky rétti henni. „Það er aftur karlmann- legt hugboð mitt! Ég held að vlð séum andlega skyld“. „Það er nú of mikið að halda það eftir fimm mínútna kynningu“. „Eru ekki meira en fimm mínútur síðan við kynnt- umst?“ Dökk augu hans .litu fast á hana. Carol var utan við sig. Hann sótti á af meiri hraða en hún vildi. „Segið mér nú ekki að þér séuð ekki eins vel gefin og þér lítið út fyrir að vera, Carol Mainwaring“, hvíslaði hann en þá sá hún sér til létt is að Craig var á leiðinni til þeirra. Venjuleg hversdagsleg um- ræðuefni hjálpuðu henni til að átta sig aftur og hræðslan hvarf og hún gat hlegið að sjálfri sér á ný. Komst hún virkilega úr jafnvægi við það eitt að horft var á hana með dökkum tindrandi augum? Hún, Carol Mainwaring? Hvað skyldu lesendur Biturr- ar uppskeru segja við svona barnalegri framkomu? Sjálfs- öryggi hennar kom aftur og hún brosti til Vians og snéri hnyttilega út úr spurningum hans, en án þess að á því bæri gætti hún þess að þau væru ekki tvö ein framar. Það var ekki fyrr en þau kvöddust, sem henni fannst hún á ný vera komin í gildru. „Hvenær hittumst við aft- ur — eða hittumst við ekki aftur?“ spurði hann kæru- leysislega þegar hann kvaddi hana og það var eitthvað í augnaráði hans, sem fékk skjálftahroll til að fara um Carol en hún svaraði jafn létt og kæruleysislega og hann spurði. „Eigum við ekki að láta til- viljunina um það?“ „Kannski,“ kinkaði hann kolli eftir smá þögn. Carol fannst aftur hún vera tóm og örvingluð þegar hann í fylgd með frænku sinni gekk út án þess að líta við. „Þetta var skemmtilegt boð“, sagði Rachel meðan þær báru fram glös og matar- leyfar. Hvað fannst Carol um nágrannana? Gat hún notað einhvern þeirra í metsölubók? Hún spurði hana að því og sagði svo: „'Vian væri góður í skáldsögu. Hann er ævintýra- maður og algjörlega óútreikn- anlegur. Það veit enginn hvað hann gerir næst“, bætti hún hlæjandi við. „Mér finnst hann hafa skánað ögn síðan hann var síðast heima“, sagði Tess. „Hann er ekki eins villtur og fyrr“. „Hann breytist aldrei, ekki innst inni,“ svaraði dóttir Nauðungarippboð sem auglýst var í 22., 29., og 31. tbl. Lögbirtingablaðs- ins 1959, á v/s Baldri, E.A. 770, eign Jóns Franklín Franklínssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka ís- lands vegna Stofnlánadeildar sjávarútvegsins og Árna Gunnlaugssonar bdl., við skipið þar sem það verður í Reykjavíkurhöfn, fimmtudaginn 3. desember 1959, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetinn í Reykjavík. Sfaða sveifanSjéra Seljjamameshrepps er laus til umsóknar frá og með 1. janúar 1960. — Umsóknir um stöðuna skulu sendar oddvita Seltjarn- arneshrepps eigi síðar en 15. desember næstkomanli. 30. nóvember 1959. Hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps. w_________________________________________ Rúmteppi Gardínubúðin Laugavegi 28. .... gparið yður hlaup & ralHi maxgru verzkjm! - Austuistxæti Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 75 ára af- mæli mínu 16. nóv. s. 1. og gerðu mér daginn ógleyman- legan. Guð blessi ykkur öll. Lifið heil. Arnór Guðni Kristinsson, Barónsstíg 14. Þjéðdansafélag Reykjavíkur heldur hið árlega þjóðdansakvöld miðvikudaginn 2. des. kl. 8,30 s. d. í Skátaheimilinu. Komið sem flest í þjóðbúningum. — Allir velkomnir. Nefndin. Stores-strekkjarar komnir aftur LAUGAYEGI 89 Samkvæmt kröfu Sjúkr'asamlags Reykjavíkur hefir verið úrskurðað, að lögtök skuli fram fara fyrir ógreiddum iðgjöldum til samlagsins, gjaldföllnum 1. nóv. 1959, hjá þeim samlagsmönnum sem skulda f jögra mánaða iðgjöld eða meira. Lögtök fyrir ofannefndum gjöldum munu því fram fara, að liðnum 8 dögum frá birtingu auglýsingar þess- arar, án frekari fyrirvara. Bargarfógetinn í Reykjavík. j Kr. Kristjánsson. Alþýðublaðið — 1. des. 1959

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.