Alþýðublaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 15
Hún þurfti ekki lengur að
velta fyrir sér um hvað hún
ætti að skrifa. Hún þurfti
ekki lengur að fara til smá
sveitarbæiar í Kent til að
vita um hvað hún átti að
skrifa. Hún sat og skrifaði t'.l
morguns. Klukkan var hálf
sex þegar hún loks lagði vél-
ina frá sér. Öll orkan hennar
var þrotin en hún var æst
samt. Hún vissi að það sem
hún hafði skrifað var gott.
Það átti að vera kveðja henn-
ar til f j ölskyldunnar sem hún
hafði lært að elska. Viður-
kenning á hugrekki þeirra og
þolgæði, á ást, trú og von.
Þau skyldu fá að siá s g með
augum ókunnugs, hvíldar-
laus flækings sem hafði unm
ið staðar til að verma sig við
heitan eldinn sem brann í
hjörtum þeirra og sem hafði
brennt sig á loganum.
Það átti að verða ástúðleg
og góð bók, sönn bók og hún
ætlaði að kalla hana „Píla-
grímur fer framhjá“ — því
það lá engin leið til baka.
Carol var þreytt en á-
nægþ þegar hún fór að sofa.
Næsta morgun fór hún á
hjúkrunarkonu skrifstofuna
til að v'ta hvort, hægt væri að
fá hjúkmnarkOnu. Eina
manneskjan sem hún gat haft
not af var karlmaður, Mc
Lashan og hann hafði mjög
góð meðmæli, Carol réð harin,
en hún hlakkaði til að vita
hvað 'Vian sagði.
Hann tók því vel og lyfti
augnabriinunum ögn, þegar
hann Var kvnntur fyrir hjúkr
unarmanninum . . . En þegar
þau Carol voru ein, sagði
hann:
„Til hvers ertu að kunngera
afbrýðisemi þína??“ og horfði
ertandi á hana.
„Ég fékk engan annan“,
svaraði hún.
„Er það?“ tautaði hann og
það var greinilegt að hann
trúði henni ekki.
„Þér skjátlast, ef þú held-
ur að hjúkrunarkonur vaxi á
trjánum".
„Því skyídum við losa okk
ur við Janet? Þetta hefði allt
liðið hiá, ef þú hefðir ekki lát
ið syona“.
„Því miður gat ég það
ekki“.
„Þú v'lt ekki borða kökuna
þína og þú vilt ekki að aðrir
geri það heldur“.
„Ég vil ekki að aðrir borði
kökuna mína með mér“, svar
aði hún. „Ég hef aldrei sagt
að ég vildi hana ekki sjálf“.
Vian leit á hana með hálf-
luktum augum. Það var e;n-
kennilegt að hann skyldi
halda að hann elskaði hana
einu sinni. Hann hefði ekki
átt að giftast konu eins og
henni, hann hefði átt að gift-
ast Rachel. Hún var svo
skemmtileg og ástfangin af
honum. Já, það hefði verið
skemmtilegra að vera gTtur
henni._
Carol yrti á hann en hann
heyrði það ekki. Hann var að
hugsa um Rachel. Næsta daga
hugsaði hann mikið um hana.
Systir Blake var farin og Car
ol var alliaf að skrifa. Vian
vissi að hún varð að standa
við samninginn, sem vár að
verða útrunninh, en hann var
móðgaður og fannst hann
vera hafður útundan. Hann
hr.'ngdi til Rachel og kvartaði
yfir því að hún liti aldrei til
hans, en hún hafði alltaf af-
sökun á reiðum höndum Vi-
an vissi hvers vegna hún kom
ekki en við það varð leikur-
inn skemmtilegri. Veslings
Ray. Hún reyndi svo m'kið
að vera siðferðislega sterk en
hana langaði svo til að vera
það.ekki. En þegar Vian sá að
hún forðaðist hann varð hann
ákveðnari í að ná í hana.
og hélt íbúðarinnar. Vian
bauð hana velkomna með svo
ertandi brosi, að það eyði-
lagði áhrif kurteislegra orða
hans.
„En hvað þér voruð góð að
okma ungfrú Carew“, tautaði
hann kurteislega og hún svar
aði að hún væri alltaf reiðu-
búin til þénustu fyrir hann.
„Eftir framkomu þinni að
dæma skilst mér að þér finn-
ist það óþægilegt“, hló hann.
„Vertu ekki hrædd elskan,
McLahan og ráðskonan Frú
Golden verja þig“. Það var
ekki til neins að taka hann al
varlega og Rachel gafst upp.
Hm kvöldið fékk hún sér eitt
glas inni hjá honum áður en
þau borðuðu.
„Heimilisfriður án heimilis
erja“, sagði hann þegar hún
Rachel leit upp og leit beint
í augun á honum. „Nei ekki
aðeins Cárol“, sagði hún“, en
það kemur mér einni við“.
Vian hristi höfuðið bros-
andi. „Nei elskan . . . okkur
báðum“.
Hún dró andann djúpt.
„Vian . . . við megum
ekki . . .“
„Hvernig getum við annað
Ray?“ Vian hafði ekki
gleymt listanum sínum og
rödd hans var svo tælandi að
það hafði sín áhrif á Rac-
hel.
„Við getum ekki gert það“,
sagði hún dræmt.
„Þú hefðir gifst mér hefði
ég verið ógiftur, er það ekki?“
Hann gladdist yfir örvænt-
ingu hennar.
„En nú értu giftur svo
né síðar. Það er ekki hægt að
elska ritvél“.
„Ég skil ekki hvers vegria
þú varst að giftast henrii“,
sagði Rachel óhamingjusöm.
„Þú hlýtur að hafa haldið að
þú elskaðir hana!“
„Já, og ég elskaði hana“,
sagði 'Vian með sínum venju-
lega skorti á réttlæti. „Það
var Carol, sem hélt að hún
elskaði mig ...“
„Því trúi ég ekki“.
„Heldurðu að ég sé að ljúga
að þér?“ spurði hann ásak-
andi.
„,Það veit ég ekki... ég veit
ekki hverju trúa skal. Það er
ekki vegna þess að ég haídi
að þú sért að Ijúga, en
Carol veit alltaf hvað hún á
að gera og ég skil ekki að allt
geti hafa farið svona“. ,
NAN SHARP:
S ÁSTARINNAR
Og fjórtán dögum eftir að
þau komu til London fékk
hann öll tromþin í hendurnar.
Carol fékk símskeyti frá föð
ur sínum og var beðin að
koma eins fljótt og unnt væri
því móðir hennar væri í lífs-
hættu. Carol pantaði strax
flugfar til New York. Henni
til mikillar undrunar sagði
Viari ekkert þó verið gæti að
hún yrði ekki komin aftur
þegar átti að skera hana upp.
Hún hringdi bæði til Tass og
Lady Raubenay og svo til
Rashel og sárbændi hana um
að búa í íbúðinni meðan hún
væri ekki heima.
* „Ég verð að biðja þig um
það Raehel“, sagði hún þegar
hún fann að Rachel hikaði.
„Ég get ekki sofið róleg ef
þú gerir það ekki. McLashan
eru duglegur en Vian leiðist
hann. Og hann þarf að hafa
einhvern hjá sér sem honum
þykir skemmtilegur núna þeg,
ar skurðaðgerðin vofir yfir
honum“. Og Rachel varð að
lofa því þó að hún vissi að það
var rangt. En hvað gat hún
annað gert?
Ófús pakkaðí Rachel niður
hafði búið þar í okkra daga.
„Giftu þig aldrei Ray, hjóna-
bandið eyðileggur allt“.
Það var í fyrsta skipti sem
hann hafði viðurkennta að
ekki væi’i allt sem skyldi
milli Carol og hans og hún
kipptist við. Hún svaraði
engu og vonaði að hann skyldi
að henni var kvalræði að tala
um þetta. En hann gerði það
ekki.
„Þú ert varla svo heimsk,
að þér hafi ekki skilist hvern
ig við höfum það“, sagði hann
rólega.
Gat hann nú ekki talað um
eitthvað anftað, hugsaði Rac-
hel örvæntingarfull.
„Maður . . . maður vonar
alltaf að manni skjátlist“,
stamaði hún.
„Við Carol áttum aldrei að
gifta okkur. Það voru hrapa-
leg mistök.“ Hann kveikti sér
í sígarettu meðan hann tal-
aði. Hún sá ekki framan í
hann en hann virtist ekki
taka sér sérlega nærri það
sem hann var að segja. Þvert
á móti. Honum virtist helzt
leiðast það. Rachel fann að
hún var með mikinn hjart-
slátt.
„Mér finnst það leitt . . .“
„Litli lvgarinn þinn“! sagði
hann blíðlega, reisti höfuðið
frá koddanum og brosti til
hennar og hún eídroðnaði.
„Ég er ekki lykari“, sagði
hún æst en óstyrkt. „Mér
þykir vænt um Carol . .
„Bara Carol?“ spurði hann.
hvers vegna spyrðu?“ svaraði
hún titrandi.
„En ef ég væri að eklii? Ó,
Rachel það væri svo gaman
að taka þig með á alla fag-
ustu staði heimsins. Til Ind-
lands, til Spánar, þegar
möndlutrén blómstra, til smá
þorpa í Ölpunum, til Ceylon,
Capri, að fjallsrætum IJimal-
aya“. Rödd Vians var ekki
lengur stríðnisleg þegar hann
talðai. Þetta var ævintýra-
maðurinn að tala, sá raun-
verulegi Vian. Hann elskaði
heiminn, konur voru aðeins
tll að slcemmta sér með.
„Guð minn, þegar ég hugsa
um það, að kannske sé ég það
ekki framar ...“ tautaði hann.
„En' það gerir þú!“ Hann
heyrði hvað hún sagði og leit
efagjarn á hana.
„Hvers vegna ertu viss um
það. Læknamir eru ekki viss-
ir“.
„Ég bara veit það. Spurðu
mig ekki hvernig“.
„Að ég geti gengið aftur?“
Hún kinkaði kolli.
„Og staðið á skíðum, dans-
að, klifrað, allt, Vian!“
„Þá líst þér aftur á, Carol“,
sagði hún og leit ekki á hann.
„Og hvað ætlar þú að gera,
litli vin? Henda þér úr Eiffel-
turninum? Ég er hreinasta
andstyggð að wera að stríða
þér“, sagði hann blíðlega og
hún bandaði hendinni frá sér.
„Nei, ég verð aldrei hamingju
samur með Carol, hvorki nú
„Þannig verður það alltaf
þegar þriðji aðilinn kemst í
spilið“. Hann hafði ekki ætl-
að segja það en svo ypþti
hann aðeins kæruleysisléga
öxlum. Það var búið og gert.
Rachel leit skelfd á hann.
„Þriðji aðilinn ... Við hvað
áttu?“
„Þriðji aðilinn, já. Hinn
leyndardómsfulli herra X.
Eftir að Carol kynntist hon-
um er ég ekki neitt“, sagði
’Vian og reyndi að sýna sært
stolt, sem hann ekki fann fyr-
ir.
„Carol! Þér skjátlast“,
sagði Rachel og barðist og
varði hana, sem hvergi var
nálægt, en reiði hennar óx.
Hvernig gat Carol gert þetta!
Vian sem var veikur!
Vian yppti aðeins öxlum.
„Það er ekki hægt að ásaka
hana“, sagði hann gjöfull.
„Hún er ung og aðlaðandi.
Það er ekki gaman fyrir hana
að vera bundin hjálparvana
kryppling“.
„Jú, ég get ásakað hana og
það geri ég! Það er hræðilegt,
viðbjóðslegt!“ K'nnar Rachel
glóðu og augu hennar voru
svört af reiði. „Hafi hún gert
þér þetta, Vian, þá skál ég
aldrei tala við hana framar og
þegar hún kemur heim skal
ég segja henni álit mitt á
henni“.
„Það væri heimskulegt",
sagði hann kuldalega. „Þá
liði mér enn ver. Þetta kem-
ur okkur Carol einum við,
Alþýðublaðið — 29. des. 1959 45