Alþýðublaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 29.12.1959, Blaðsíða 1
Þs’iðjudagur 29. desembcr 1959 Siglufirði, 28. des. — HÉRNA hefur verið sérlega gott veður um jólin, •Ofurlítill snjór er á jörð, aðeins föl á götunum og bílfært um allan bæinn. LjóSaskreytingar á húsum hafa aldrei verið meiri og er bærinn mjög fallega skrýddur. Báðir togararnir voru í höfn um jólin. — Enginn eldsvoði og engin slvs hafa orðið hér um hátíðirnar svo vitað sé. Kirkjusókn var mikil, sér- staklega á aðfangadagskvöld, en þá varð að koma fyrir auka- sætum í kirkjunni. — J. M. TOGARINN Karlsefni var i I*ýzkaiandi í viðgerð og athug- un fyrir jói. Var togarinn úti í 5—6 vikur a£ þessurn sökum. Kom hann heim rétt fyrir há- tíðar. Skömmu síðar fór hann á veiðar. Er hann hafði verið skamma hríð úti urðu skipverjar þess varir, að mikill leki var kom- inn að skipinu. Við athugun kom í ljós, að eina negluna vantaði og tvær aðrar voru HANDVOMM. Hér mun hafa verið um að kenna handvömm þeirra er höfðu skipið til athugunar úti í Þýzkalandi. Mun hreinlega hafa gleymzt að láta negluna í skipið. :::::::: VERKAMAÐUR hjá Ríkis- skip sá lík á floti í höfninni, — vestur af Grófarbryggju, um kl. 10 í gærmorgun. Lögreglunni var þegar gert aðvart og likinu náð upp úr höfninni. Við rannsókn kom í ]jós, að þetta var lík Baldurs Jafetsson- ar, Bröttukinn 6, Hafnarfirði, sem síðast spurðist til 2. nóvem- ber s. 1. ÞAR sem hun er að mála mynd af nauta-ati, á það sem bezt við, að stúlkan er klædd á mexi- kanska bændavísu — að hennar dómi. Hún heitir Jina Shelsber og er 24 ára. Hún er um þessar mundir önnum kafin við list sína suður í Róm. HÉR eru vinningsnúmer- in í aukadrætti Happ- drættis Atþýðublaðsins, sem fram fór á aðfanga- dag, eins og lofað hafði verið: 479 — 635 — 2213 — 4120 — 4164. Handhafar miðanna, sem nú eru oi'ðnir eigend- ur að húsmunum fyrir kr. 5000,00, eru beðnir að snúa sér til aðalskrifstofu HAB á 2. hæð í Alþýðu- húsinu í dag klukkan 2 til 3 eða á morgun á sama tíma. : VIÐ BIÐJUM EÍGEND UR HAPPDRÆTTIS- MÍÐA HAB AÐ AT- HUGA AÐ MIÐAR ÞEIRRA GILDA LÍKA FYRIR NÆSTA DRÁTT, SEM VEBÐUR 7. MARZ. Og þá kemur fyrsti Volkswagen-bíllinn í spil- ið! Burns lætur af stjórn gæzlu- liðs SÞ í Gaza Gaza, 28. des. NTB-Reuter). BURNS, hershöfðingi, af- henti í dag yfirstjórn gæzluliðs Sameinuðu þjóðanna á Gaza- svæðinu í hendur indverska hershöfðingjans Syan. Stuttu síðar fór Burns flugleiðis til Kanada, þar sem hann mun verða ráðgjafi stjórnarinnar í afvopnunarmálum. Hafði hann verið yfirmaður gæzluliðsins síðan það var stofnað við lok legri, og þótt lögreglan ætti all annríkt, var það Erekar vegna óhappa ýmis konar og umferðarslysa í hálkunni en óþekktar tnannfólksins. Margir notuðu veðurblíðuna til þess að fara gangandi til þess að gera jólainnkaupin, fólk er að venjast af því að nota Lauga- veginn os verzlar meira í út- hverfum, og loks umfangsmikl- ar ráðstafanir lögreglunnar. Jólin sjálf voru mjög róleg. Ölvun var nokkur, en ekki þurfti að setja fleiri í kjallar- ann en venja er. Töluvert ann- ríki var hjá lögreglunni annan og þriðja jóladag, Þá daga var mjög slæm færð og margir á- rekstrar urðu vegna ísingar á vegum. Slys urðu á fólki, en ekki þó alvarleg. REYKVIKINGAR voru góðu börnin um jólin og hlutu að launum afbragðs gott jólaveður. Kirkjur voru fullar út úr dyrum, jólaskreyting höfuðstaðarins hefur ald- rei verið fegurri og glæsi- Nazistisk ofsókn Sjá 5. síðu BlaSið hefur Iilerað Að Vilhjálmur Þ. Gísla- son, útvarpsstjóri, fái um 20 þúsund krónur fyrir umsjón og upp- lestur í þættinum „Á bókamarkaðinum“. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur skýrt Alþýðublaðinu svo frá, að fyrir jólin hafi umferð- in gengið greiðlega, lítið um slys og stórárekstra. Ástæðurn- ar fyrir greiðri umferð telur lög reglustjóri aðallega þrjár: —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.