Alþýðublaðið - 30.12.1959, Side 2
íftgefandl: AlþýBuilokJrijnua. — Framkvæmdastjórl: Ingolfur Kritfjáiuae*. |
— Ritstjórar: Benedikt óröndal, Gísll J. Astþðrsson og Helgi SæmunaaA
táb ). _— Fulltrúi ritstjómar: Sigvaidi Hjáltnarsson. — Frettuatjort: bjútt.
í Vln Gutimundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903 Augl*»
tngtwimi 14 909. — ASsetui : Alþyðuhúsiö — Prentsmlbja AiþyCuhlaÓJou
* Hverflsgata 8—10.
Dómur fyrirfram
RÍKISSTJÓRNIN undirbýr nú tillögur í efna-
hagsmálum, sem væntanlega verða lagðar fyrir
alþingi, er það 'kemur aftur saman fyrir lok jan-
úarmánaðar. Enn er undirbúningi þessa máls ekki
svo langt komið, að hugsanlegt hafi verið að birta
neitt efnislega um þau opinberlega. Að sjálfsögðu
þurfa réttir aðilar innan stjórnarflokkanna að
fjal'la um málið fyrst og taka um það ákvörðun,
hvort fckkarnir vilja að málunum standa. Hjá
Alþýðuflokknum munu bæði miðstjórn og flokks
stjórn taka ákvarðanir um það, hvort eða hvern-
ig flokkurinn skuldbindur sig.
Þrátt fyrir allt þetta er einn aðili, sem þeg-
ar hefur tekið afstöðu ti lmálsins. Það er hið |
forvitra blað, Þóðviljinn. I síðum þess eru hin-
ar ófæddu ráðstafanir þegar stimplaðar sem árás
á lífskjör alþýðunnar, er muni gera hina ríku
ríkari og hina fátæku fátækari, og fleira slíkt.
Það er kommúnistum líkt, að fella dóm löngu |
áður en vitað er, hvað gert verður — meira að
segja áður en ríkisstjómin hefur endanlega á-
kveðið tillögur sínar. Kommúnistar dæma aðeins
frá þeirri forsendu, að þeir eru ekki í stjórn. Þeg-
ar þeirra eigin menn sátu í ráðherrastólum, sáust
slíkir sleggjudómar auðvitað ekki fyrirfram í
blaði þeirra.
Almenningur hlýtur að fordæma slík vinnu-
brögð. Það er ógerningur að treýsta mönnum, sem
haga baráttu sinni á þennan hátt.
l
Menningarjól
Það er að mörgu leyti meiri menningarbrag-
ur á jólahaldi íslendinga nú en áður. Almenning-
ur virðist hafa farið gætilegar með fé sitt, lögregl-
an hefur af minni róstum og óeðli'legum vand-
kvæðum að segja, og kirkjusókn var meiri en
nokkru sinni fyrr.
Þetta er gleðileg breyting, og ber að vona, að
hún reynist ekki aðeins varanleg, heldur gangi
þjóðin lengra á þessari braut í framtíðinni. Það
mun verða til aukinnar hamingju og heilla.
Afskorin ódýr blóm
til nýársgjafa — Kr. 20.— búntið.
Körfur og skálar, mjög ódýrt.
Rléma- ©g græsimetismnarka^urinn
Laugavegi 63 Sími 16990.
Sigurður Einarsson: För uiti
fornar helgislóðir. Ferða-
minningar frá Egyptalandi,
Líbanon, Sýrlandi. Jórdan-
staði og helgislóðir biblíunn-
ar. Þá segir næmleik' Sigurð-
ar Einarssonar til sín. Hann
rekur atburði fortíðarinnar,
íu og ísrael. ísafoldai'prent-
smiðja. Reykjavík 1959.
ÞETTA er sagan af suður-
göngu Sigurðar Einarssonar
haustið 1957. Sú för var
harla öfundsverð, því að fá
ríki jarðar munu Vestur-
landabúum girnilegri til
fróðleiks heldur en Egvpta-
land og ísrael. En okkur
h num er bót í máli, hvað
ferðasaga Sigurðar hefur tek-
izt ágætlega. Hins vegar lang
ar mann enn meira að fara
í slóð hans eftir en áður.
Sigurður Einarsson er tví-
rpælalaust í hóni ritfærus'u
op frásagnarglöðustu sam-,
tíðarmanna, off ,.För um
fornar helgislóðir“ stað-
f°stir skemmtilega þá vissu.
Hér er allmikið um stað-
reyndatal, en sú upntalning
verður aldrei þurr lestur í
munni S gurðar. Hinu er þó
ekki að neita, að þeir kaflar
bókarinnar standa að baki
þeim, er sreina frá heim-
sóknum höfundarins á sögu-
lýsir áhrifum helgistaðanna
á sjáífan sig og verðpr
s^undum predikari, jafnvel
sá þrumuklerkur, sem hann
var og er, þegar skap eða til-
finning brimar í huga hans
op mælskan streymir fram
eins op lifandi vatn, Beztu
kaflar bókarinnar eru senni-
lepa það snjallasta. sem Sig-
urður hefur í letur fært.
Efnið honum kunnugt og
huP1oikið, osr svo bætist við
inniifunin, sú reynsia, þegar
sión verður sö?u ríkari. Þá
tekst Hoitsklerkinum svo
unn, að fáir mundu gera
betur.
Eina athusasemdin. sem
hér verður fram borin, er
það lít iræði, að höfundurinn
víkur öðru hvoru frá rit-
hætAi bibiíuþýðingarinnar á
söpustöðunum í ísrael, og
stafsetning egypzku nafn-
anna mun naumast eins sam
raemd og skvldi. En hvaða
máli skiptir bvílíkt smáatr-
iði. begar annars vegar er
ferðabók, sem vafalaust þætti
☆ í ljósaflóði við
Reyk j a víkurhöf n.
☆ Merk endurbót, sem
ekki hefur verið getið
☆ Geigvænlegur
drykkjuskapur tog-
arasjómanna.
VERKAMENN og sjómenn
hafa komið að máli við mig og
vakið athygli mlna á því, að
mjög mikil umbót hafi farið
fram við Reykjavíkurhöfn. Þeir
segja að þessi nýjung auðveidi
þeim störf, dragi úr slysahættu,
jafnvel gjörbreyti aðstæðum
fyrir báta, sem lpggja upp við
verbúðabryggjurnar. Þeir segja,
að þessa hafi hvergi verið getið
— og að aumir sáu reykvískir
blaðamenn, sem sífellt séu á
fréttaspani, en gangi framhjá
merkilegri nýjung eins og þess-
ari. v
SÉTTIR HAFA VERIÐ UPP
tveir ljósa- eða lýsingaturnar við
: höfnina. Annar er yfir Granda-
I garði, hinn yfir gömlu bryggj-
j unum. Þarna hefur alltaf verið
j dimmt og drungalegt, erfitt áð
j athafna sig og mikil slysahætta
: vegna myrkurs. Nú er þarna á
■ kvöldum og um nætur eins og
j um hábjartan dag vegna hinna
nýju lýsinga, birtan frá sterkum
: ijóskerunum flæðir yfir þessi ið
andi og mikilsverðu ath'afna-
svæði.
^ EINN ÞEIRRA, sem talaði við
mig, sagði enn fremur: „Við fögn
um allir þessari endurbót, en
okkur vár að koma til hugar
hvort hafnaryfirvöldin, jafnvel
Slysavarnafélagið vildi ekki at-
huga eina tillögu, sem fram kom
í kaffitímann í gær. Einn félag-
anna sagði allt í einu: Væri
ekki alveg tilvalið að settur
væri upp radar í að minnsta
kosti annan turninn? Oft gerir
fárviðri hérna á flóanum, stund-
um týnast bátar, í svartabyl eiga
skip og bátar erfitt með að at-
hafna sig. Væri ekki gott ef
hægt yrði að fara upp í turninn
og leita báta og sjá -til ferða
þeirra gegnum radarinn?"
ENN FREMUR sagði hann:
„Ég vil mælast til þess, að þú
minnist á þetta og komir uppá-
stungunni um radarinn á fram-
færi. Þá höfum við gert okkar
skyldu og svo er það hlutverk
annarra að hrinda tillögunni í
framkvæmd ef hún er álitin
framkvæmanleg. Ég veit að rad-
ar er dýr og ef til vill kostar
mikið ,að koma honum upp, en
hið opinbera í samvinnu við
Slysavarnafélagið — og til dæm-
is bátaeigendur, hafa hrint öðru
eins í framkvæmd í ágætri sam-
vinnu.“
OG HÉR MEÐ geri ég að um-
talsefni þessa merku nýjung við
Reykjavíkurhöfn. Það er gaman
að því að geta vakið athygli á
því sem vel er gert, ekki sízt
þegar það stefnir að því að auð-
velda stritfólki störfin og auka
öryggi þess. Það er gott til til-
inarssonar
tíðindum sæta, hvar sem
væri? Ég veit ekkí. hvernig
sala þessarar snjöllu ferða-
sögn hefur geng ð á jóla-
markaðinum, en trúlegt er,
að henni verði tek’ð tveim
höndum af bókaþióð, sem
kaupir endivrprenitaiiiir rne&l
húsgagnasniði við okurverði.
Slíkt skal ekki lastað. meðan
verzlunarhætti’-nir ueta tal-
izt sæmilega heiðarlegir, en
merka’’ frumsamdar bækur
um fróðlegt, hugðnæmt eða
tímabært efní ættu bó sann-
arlowa að s tia í fyrirrúmi.
Mér iék foi’vitni á að vita,
hvpð Siou'-ður Einarsson
s°gði i'm Þsael heimkominn
úr suðurgönsunni. Um þau
vHAhorf <=r skilmerkilega fjall
að í níðurlagsorðum bókar-
innar, bar sem segir svo :
..Er> V'cið var snr,ac5, sem ég
öð^aðitit í farginn! s°m ekki
var stofnað M1 af minni hálfu:
Kvuuir, af ícvael op virðingin
fv-fr bessu iitla menningar-
ríki. sern urnkringt er fjand-
samiepum þióðum á alla vegu.
É" bafði, ef satt skal segja,
miöp takmarkaða. samúð með
ísrael, þegar ég lágði í þessa
Framhald á 14. síðu.
breytingar frá nöldrinu út af þvf
sem vanrækt er — og illa er
gert.
ÁSTANDIÐ á togaraflotanum
er hörmulegt. Drykkjuskapur
sjómanna er svo mikill, að aldr-
ei hefur þekkzt annað eins. Tog-
ararnir láta seint og um síðir
úr höfn — eftir leit að skráðum
mönnum, sem ekki rriæta til
skips. Menn eru algerlega óstarf
hæfir fyrstu tvo sólarhringana
að minnsta kosti. Það verður að
gæta manna, standa vaktir yfir
þeim svo að þeir fari sér eklq að
voða.
DRYKKJUSKAPUR þessará
manna er brjálsemi. Hér er tví-
mælalaust um einhvers konar
fjöldageggjun að ræða. Eitt er
að bragða áfengi og allt annað
að drekka frá sér ráð og rænu,
sóma sinn og æru, efni sín — og
líf sitt. Ég minnist aðeins á þetta
í dag, en ótrúlega hliótt er um
þetta geigvænlega vandamál.
Hér er efni í mikil og hlífðar-
laus skrif og umræður. Það er
ekki hægt að Þegja lengur. Hér
er að vísu um vandamál ein-
staklinga að ræða,- en þettá
vandamál einstaklinganna er
orðið þjóðfélagslegt vandamál.
Hvað veldur þessum ósköpum?
Er undirrótin of mikið frelsi?
Liggur meinið í agaleysi? Og
hvernig er hægt að koma við
aga þegar ástandið er þannig, að
margir bjóða í sama mann til
vinnunnar?
ÉG HEF SKRIFAÐ margar
greinar í þetta blaö og lagt mitt
lóð á vogarskálina til þesá að
bæta kjör sjómanna. í dag geri
ég kröfu til þeirra sjálfra. Þeir
eru að fyrirgera rétti sínum. Þeir
eru að eyðileggja það, sem braut
ryðjendur þeirra hafa byggt upp.
Þeir eru að eyða sóma sínumi
sem einstaklingar — og seml
stétt. I
Hannes á horninu. J
g — 30. des. 1959 — Alþýðublaðið