Alþýðublaðið - 30.12.1959, Side 4

Alþýðublaðið - 30.12.1959, Side 4
þeirra. Líkamsþjálfun er hins vegar ekki til fyrirmyndar hjá íslenzkum leikurum og limaburður þeim oftast til t rafala en hitt við mótun per- sóna sinna: við þekkjum þess- ar sömu hreyfingar í leikriti eftir leikriti, hvort sem þeir klæðast rómverskri togu eða Gefjunar-Iðunnarjakka. í sýn ingunni koma fram 50—60 manps, én teljandi munu þeir á fingrum annarrar handar, sem hermennskubragur er á. Lárus Pálsson hefur á hendi hið erfiða hlutverk að svið- setja og stýra þessari leiksýn- og honum var bezt trú- andi til þess af leikstjórum okkar að ráða við Shake- speareskan harmleik. Mörgu af því sem miður fór varð siálf sagt ekki við gert. Lárus er sjálfum sér samkvæmur í skilningi sínum — við getum hann hinn mannlega, konar nafns erþörf t. d. eftir að hann tekur ÞAÐ er víst engum til gagns að reyna að draga fjöður yf- ir það, að sýning Þjóðleik- hússins á Júlíusi Sesar eftir Shakespeare veldur vonbrigð um. Það varð bið á því, að Þjóðleikhúsið legði til atlögu við klassiskan harmleik. — Sannleikurinn er sá, að þetta er hinn fyrsti, sem tekinn er Vtil sýningar. Og þó er tíu ára afmæli leikhússins yfirvof- andi. Þetta veldur furðu, svo notað sé kurteislegt orðalag. En kannski liggur þar í nokk- ur skýring þess hvernig fór. Við þurfum í þessu sambandi að athuga tvö hugtök: hefð og stíl. 'Við tölum gjarna um hefð í sambandi við sýningar Old Vic á Shakespeareleikjum, Comédie Francaise á Racine, Corneille eða Moliere, Burg- leikhússins á Schiller nú eða Konunglega leikhússins á Hol bergsleikjum. En í hverju er ‘þá þessi hefð fólgin? Satt að segja er það nú ekki alltaf ljóst. En víst er það, að þessi leikhús hafa þessi öndvegis- stöðugt á verkefnaskrá sinni. Hver einasti listamaður þar er handgenginn þessum verk- um, það er þáttur og ekki ' binn minnsti f uppeldi leik- * listarmannsins. Orð skáldsins er heilagt. Vei þeirn leikara í Comédie Francaise, sem ekki kemur til skila hverju orði með þeim fegursta framburði, sem til er á franskri tungu. Við eigum að sjálfsögðu enga slíka hefð og ekki veit ég hvernig rækt er lögð við okk- ar íslenzku arfleifð í leikskól- um okkar, en að minnsta kosti er veitt fræðsla um íslenzkar leikbókmenntir í Þjóðleikhús- skólanum (þar kallað leiklist- arsaga, sem er reyndar að rugla saman hugtökum). En hins vegar veit ég fólk útskrif að úr þeim skóla sorglega fá- frótt um fremstu verk leik- bókmennta heimsins og ein- kenni þeirra. Það er ekki þekk ing að kunna fáein heiti. En slík hefð skapast sjaldan nema um þjóðlega arfleifð sé að ræða (þó að undaritekning- ar séu reyndar til). Og þessa hefð eigum við nú einu sinni ekki, 7 Shakespearesýningar á 25 árum skapa enga hefð. Við skulum því snúa okkur beint að hinu hugtakinu, stílnum. Hefð getur falizt í stílnum, en ekki er það alltaf. Danir eru réttilega stoltir af Holberg- hefð sinni, þar sém maður lær ir af manni öldum saman. En mundi þó ekki hinn realistiski leikstjóri William Bloch eiga meira í Holberg-leikstílnum, eins og við þekkjum hann í dag en flestir fyrri tíma menn? Túlkun Shakespeare- leikja hefur verið með ýmsum hætti á ýmsum tímum, líka í Bretlandi. Menn hafa talað um bombastiska stílinn, róm- antíska stílinn o. s. frv. Nú er þetta eins konar landnám hjá okkur og við þurfum hvorki að skeyta um hefð né tízku, en við þurfum að skapa okkur grundvöll: hvernig á að gera þessi frábgeru leiksviðsverk lifandi fyrir íslenzka leikhús- gesti? Margir beztu leikarar okkar eiga sinn styrkleika 1 realist- iskum leikmáta og áhorfend- ur hafa verið aldir upp við það. En það þarf annars kon- ar realisma við flutning Júlí- usar Sesars en að fletja út Ijóð Shakespeares svo sem óbundið mál væri. Indriði Ein ai-sson segir svo í grein sinni um Matthías Jochumsson (Skírnir 1935): „Það sem ég myndi helzt setja út á Shake- speareþýðingar okkar, er, að það er oft erfitt að tala þær . . .“ Ekki virðist manni það um ágætar þýðingar Helga Hálfdánarsonar, en þegar maður heyrir suma leikarana flytja Júlíus Sesar,rekurmann í rogastanz: Vantar þetta mál þá bæði reisn og kynngi? Júlíus Sesar gerir einnig aðrar kröfur; flestar persón- urnar eiu hermenn og róm- verska herþjálfunin myndi setja mark sitt á fiamkomu Einaessorr skrífae um leiklist ><WMWWWWWMWWWWMMV«MMMWWWWWWWWMWWVWHWWWMWWWMW>MWWWI með atriði þegar skríllinn ríf- ur í sig Sinna skáld, en slepp- ir sumum hetjulegum atrið- um úr síðara þætti) —- og það er ákveðið klassískt jafnvægi í sviðsetningunni. Leiktjöld Magnúsar Pálssonar kann ég þó ekki að meta, og satt að segja þotna ég ekki í tilgangí þeirra í leiknum. En það þarl ekki að vera þeirra sök. Bún- ingana félli ég mig hins vegar vel við. Hópstöður eru oft á- hrifaríkar og staðsetningar hjálpa oft leikurunum (en sumum var ekki við hjálp- andi). Hægt væri að tína til ýmis leikstjórnaratriði, sem vel takast, t. d. glampann á Cassíus, þegar hann fer úr næturheimsókninni hjá Brút- usi, en það er sennilega jafn auðvelt að benda á önnur, sem miður takast, innkoma vofu Sesars, — hláleg ærsl og hopp aukaleikend- anna eftir morð hans. Voru slæmar heimtur í senatinu þann dag? Var Rómalýðxn? bara fáeinir unglingar? Mann ekla og sparnaður. Þannig er skeytt saman hlutverkum, að fátæklegt verður stundum. En snúum okkur að aðalatr iðinu: Sýningin hreif ekki né greip áhorfendur. Það stendur í leikskránni harmleikur, en í rauninni ofrausn að kalla þessa sýningu það. Við eigum eftir að upplifa klasiskan harmleik á sviði Þjóðleikhúss ins. Að sumu leyti er þetta því að kenna að fourðarásarnir brugðust, Brutus er eina per- sónan, sem þróast í leiknum, sálarstríð hans er eitt af því, sem á að gefa leiknum spennu. | meðförum Rúriks Haraldssonar fer þetta að mestu fyrir öfan garð og neð- an, og framsögn hans er til lít llar fyrirmyndar, skilzt oft illa hvað þá heldur annað. Að- alpersónurnar eru allar skýrt mótaðar hjá Shakespeare og að sínu leyti andstæður, en þarna rennur þetta fullmikiS Framhald á 14. siðu. Myndin til vinstri: Haraldur Björnsson í hlutverki Cæsars og Guð- björK Þorbjarnar í hlut- verki Kalponiu. ' '&’ Mynd ofan við fyrirsögn: Helgi Skúlason í hlut- verki Markúsar Antóní- usar heldur ræðu á torg- inu í Róm. !r ☆ ☆ ☆' ☆ HMMWMMMMMtMMHHMW 4 — 30. des. 1959 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.