Alþýðublaðið - 30.12.1959, Page 11

Alþýðublaðið - 30.12.1959, Page 11
Ritstjóri: Örn Eiðsson íslenzkir skíb keppa í Sviss MMHHMMHMWHMMHHW DENIS Viollet, sem slas- aSist mjög alvarlega í flugslysinu við Miinchen, þegaj- Manchester United var á heimleið frá Búda- pest fyrir tæpum tveim árum og var vart hugað líf, er nú orðinn einn bezti Iiðsmaður Manchester United. — Viollet, sem áður lék vinstri innherja, er nú orðinn miðherji liðs ins. Skömmu fyrir jólin var hann markahæsti leik maður I. deildarinnar með 23 mörk. WWWmWMMWWWWWWW amenn í jan. KEPPNISTIMABIL ísleúzkra skíðamanna hefst bráðlega eða nánar tiltekið í byrjun janúar, en þá taka tveir íslenzkir skíða- menn þátt í stórmóti í Sviss. Tíðindamaður íþróttasíðunn- ar náði tali af Gísla Kristjáns- syni, stjórnar.meðlim Skíðasam- bands íslands, og fékk hjá hon- um eftirfarandi upplýsingar: I' * EKU VIÐ ÆFINGAR í SVISS XJm þessar mundir dvelja tveir íslenzkir skíðamenn við æfingar í Zematt í Sviss, en þar eru fyrsta flokks skilyrði til æfinga, enda æfa þar margir beztu skíðamenn Evrópu þessar vikurnar. íslenzku skíðamenn- irnir eru þeir Eysteinn Þórðar- son, fR og Kristinn Benedikts- son, ísafirði. Kristinn hefur dvalið ytra síðan í október, dvaldi fyrst í Danmörku og vann þar, en hélt síðan suður á bóginn. Eysteinn fór ekki utan fyrr en um mánaðamótin nóv- ember—desember. * KEPPA FYRST 3. OG 4. JANÚAR Fyrsta stórmót skíðamanna fer fram í Adelboden í Sviss dagana 3. og 4. janúar og þar ætla Eysteinn og Kristinn að keppa. Næst keppa þeir félagar á móti í Wengen um helgina 10. og 11. janúar, en þriðja mctið verður hið fræga „Hahnenkam- FYRSTA íþróttakeppni árs- ins 1960 verður sennilega af- mælismót KR í handknattleik, en það fer fram 9. og 10. janúar n.k. Sigurgeir Guðmannsson, for- renn“ í Kitzbúhel, sem háð verður dagana 15. og 17. janú- ar, en síðast þegar vitað var höfðu 12 þjóðir skráð í það mót, m, a. Svíar og Norðmenn, auk íslendinga. Áður hefur aðeins verið keppt í svigi og bruni á móti þessu, en vegna Olympíu- leikanna verður nú einnig keppt í stórsvigi. Ekki er vitað um fleiri mót, sem Eysteinn og Kristinn taka þátt í, en vel er það hugsanlegt, Framhald á 14. síðu. maður Handknattleiksdeildar KR, skýrði okkur frá því í gær, að þessu afmæ'Jismóti hefði alls verið frestað fjórum sinnum af ýmsum ástæðum — en nú von- umst við til að geta haldið það, sagði Sigurgeir. , Mótið verður hraðkeppni bæði í kvenna- og karlaflokki. Ekki er enn vitað nákvæmlega um þátttöku, en reikna má með því, að öll liðin í Reykjavík og FH í Hafnarfirði verði með og ekki er að efa, að mót þetta verður hið skemmtilegasta. o Við notuðum tækifærið og spurðum Sigurgeir hvernig hin ir sigursælu íslandsmeistarar Framhald á 13. síðu. Rabb viðK.R, Eiysteinn Þórðarson í keppni erlendis. Kutz hæftur VLADIMIR KUTZ, heims- methafi í 5 og 10 km hlaupum, hefur nú ákveðið að taka ekki þátt í keppnisíþróttum meir, segir Moskvuútvarpið. — Vla- dimir Kutz setti sitt fyrsta heimsmet á móti á Central sta- dion. í Moskvu 11. september 1956, en þá hljóp hann 10 km á 28:30,4 mín. Tveim mánuð- um síðar setti hann Olympíu- met bæði í 5 og 10 km hlaupi, en tímarnir voru 13:39,6 og 28:45,6 mín. Árið 1957 setti hann svo nýtt heimsmet í 5 km hlaupi á alþjóðlegu móti í Róm, 13:35,0 mín. Erindi og ritgerðir Einars H. Kvarans Einar H. Kvaran. Eitt veit ég. Erindi og ritgerð ir um sálræn efní. ÞAÐ er mikill fengur í því að fá þetta úrval úr erindum og ritgerðum Einars H. Kvar ans. Hann var, eins og kunn- ugt er, annar aðalbrautryðj- andi spiritismans hér á landi. Hinn var Haraldur Nielsson. Fluttu þeir báðir fagnaðar- boðskap andahyggjunnar með miklum glæsibrag, enda varð þeim mikið ágengt. En ólíkir voru þeir um margt. í bók þeirri, er hér um ræðir, hvgg ég að sum einkenni Einars, bæði sem manns og skálds, komi vei í ljós. „Þér skáldsins eldur í blóði brann, svo birti um auðnir og klungur, Þitt mál 1 farvegi raka rann sem rólegur straumur — en þungur. Þar tókust í hendur hreyst- in og mildin, hitinn og kuldinn, vitið og snilldin". Þannig var meðal annars kveðið um Einar H. Kvaran látinn, og hygg yg, að hér sé ekkert ofmælt. Einar var allt í senn: mikill vitsmunamaður, mikill mannvinur og mikið skáld. Hann afsannaði ræki- lega í verkj þá villukenningu, að boðun ákveðinna sanninda og skáldskapur, kenni- mennska og list, geti ekki far- ið saman, og það var einmitt vegna þess, hve mikið og gott skáld hann var, að málflutn- ingur hans varð svo áhrifa- mikill sem hann reyndist vera. — Spxritisminn hefur átt miklu gengi að fagna meðal bióðar vorar, oe er það vel. Því að bessi stefna horfir til mannbóta. Að vísu er af ýms um ástæðum nokkuð vandfar- ið með hana, og það vissi og viðurkenndi Einar H. Kvar- an. En svo er um margt fleira, og bað afsakar engan veginn ýmsa m’svitra menn, sem eru að kasta steini að stefnunni, ýmist í nafni kristindómsins eða svokallaðra vísinda. — Ég hygg, að bæði sníritistar og aðrir hafi gott af því að ganga á fund Einars í þessari bók, kynna sér sem rækilegast rök hans og njóta leiðbeininga hans á hinum vandrötuðu veg um, sem hér er óneitanlega um að ræða. Því að þó að nú sé að vísu öldin önnur en þeg- ar Einar og Haraldur lögður fyrst til atlögu við fáviskuna og fordómana, sitja þó hinir andlegu bræður, trúarhrokinn og vísindahrokinn, enn þá- cf víða að völdum í sálun mann- anna og rugla mjög ráð þeirra í andlegum efnum. „Stíllinn er maðurinn", segja Frakkar 0g mun sann- mæl' vera. Stíll Einars var einstaklega viðfelldinn, hóf- samur, fágaður, fjaðurmagnað ur og öfgalaus, og þannig var maðurinn. Ég kynntist honum á síðustu árum hans. — Fáa hef ég öldunga þekkt jaf'n elskulega og mun hann jafn- an verða mér minnisstæður. Mér er b”í ljúft að mæla með þessari bók, sem ber öll beztu einkenni höfundar síns og flytur boðskap, sem er vissu lega í fög'u samræmi við eðli og anda jólanna, sem nýlega eru um garð gengin. Gretar Fells. Hóseigeiidur. Önnumst alls konar vatns og hitalagnir. HITÁLAGNIR h.f. Sími 33712 — 35444. ÞÓRSCAFE Dansleibur í kvöld Alþýðublaðið — 30. des. 1959

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.