Alþýðublaðið - 30.12.1959, Page 13
n
Jón Helgason: íslenzkt .
mannlíf II. ISunn 1959.
j Prentsmíðjan Oddi.
í HÁVAMÁLUM segir:
’ ... bú er betra,
I- þótt lítit sé,
[> halr er heima hver,
l þótt tvær geitr eigi
1 ok taugreftari sal,
þat er þó betra en bæn. '
Ólafur prófessor Lárusson
1 segir um þessa vísu í sinni á-
gætu bók Byggð og saga:
■ „Þessi skoðun á sér djúpar
, rætur hjá kynflokki vorurn.
. Hún hefur legið á bak við alla
■ skiptingu jarðanna hér á landi
á öllurn öldum, og á vorum
dögum á hún sinn ipikla þátt
í aðstreymi unga fólksins til
“ kaupstaðanna. Það er löngun-
in-t'il að vera sjálfstæður, vera
sinn eiginn herra og húsbóndi.
. Margur maðurinn hefur átt
þess einn kost, til að fullnægja
þeirrí löngun sinni, að taka
■ eitthvert „hrakkotið“ og ger-
ast þar kotungi. Sumir hafa
borgað það sjálfstæði dýru
- verði, með sulti og seyru, og
jafnvel með lííi sínu, er harð-
indin surfu að.“
Mér duttu þessi orð eða
réttara sagt þessi ályktun ÓI-
afs prófessors í hug, begar ég
Ias þátt Jóns Helgasonar, er
. hann nefnir Landsskuld af
Langavatnsdal. Ævihlaup Sæ-
mundar Pálssonar er einmtit
skýr sönnun þessarar skoðun-
ar. Lífsbarátta fólksins í
Fyrstu undir-
skriftir fríverz!■
unarsamnings
LONDON, 29. des. (Reuter)
Norðmenn og Bretar urðu í dag
fyrstir til að staðfesta samning
sjöveldanna um fríverzlunar-
samband Evrópu, sem 90 mill-
jónir manha munu á sínum
tíma eiga aðild að. Arne Skaug,
verzlunarmálaráðherra Norð-
manna undirritað' samninginn
fyrir hönd Norðmanna í Osló,
en Heathcoat Amory, fjármála
ráðherra, og Maudling, verzl-
unarmálaráðherra, undirrituðu
samninginn í London.
Rabh
Framhald af 11. síðu.
KR í knattspyrnu hefðu seft í
haust.
—Kjarninn í liðinu hefur æft
ágætlega, en þó eru nokkrir,
sem lítið eða ekkert hafa þjálf-
að. Yngstu leifemenn meistara-
flokks hafa verið duglegastir,
þjgjr kvæntu hafa ekki getað
sott æfingar sem skyldi í haust,
en.við vonumst, til að sjá þá alla
eftir áramót, ekki mun veita af,
Því að reikna á með harðri
baráttu á knattspyrnumótum'
næsta árs en varð á árinu, sem
er að líða, sagði Sigurgeir að
lokum.
Vatnsnesi og síðar á nýbvggðu
f jallakoti vestur á Langavatns
dar er tilraun og framkvæmd
fátæks fólks til þess að vera
sjálfs sín. En Sæmundur galt
þetta sjálfstæði því verði, sem
hann átti eitt til
var sitt eigið líf.
er samt sem áður
vegna þess að hún sýnir á ótví-
ræðan hátt sjálfsbjargarvið-
leitnl fólksins áður fyrr og
löngunina til þess að hokra
út af fyrir sig án þass
þiggja styrk frá öðrum. Jón
heldur vel á heimildum til
þessa þáttar. Frásögn hans er
skemmtileg og söguefni allt er
vel mótað og skipulegt. Hon-
um tekst hér eins og svó oft
áður að steypa saman sundur-
lausum heimildum og bregða
upp svipmynd af því liðna
sviði, sem hann ætlar sér að
fá fra,m. Uppistaða vefsins er
þjóðleg fræði eftirlátin af
gengnum kynslóðum ásamt
embættisbókum presta og
sýslumanna. Hann gerir yfir-
leitt ágæta grein fyrir sögu-
fólki sínu og ekki sízt í þætt-
inum af Landskuldinni á
Langavatnsdal.
Margir þættirnir í þessu
bindi íslenzks mannlífs eru
ekki síðri þáttunum í fyrra
bindinu. Sagan af Jóni Franz,
útilegumanni, er unnin eftir
traustum heimildum og þeim
gerð mun betri skil heldur en
í þáttum þeim, sem áður hafa
af honum verið ritaðir. Bak
við þennan þátt eins og alla
þætti Jóns er ótrúlega mikil
vinna í söfnum, leit að heim-
ildum og samræming þeirra.
Alþýðlegir sagnaþættir eins og
þessir hafa því mikla þýðingu
fyrir ritun þjóðarsögunnar síð
ar meir, því af þeim er hægt
að draga ályktanir og jafn-
framt varðveita þær heimild-
ir, sem ella hefðu glatazt. Al-
menningur í landinu skilur
þetta vel. Hann les og er sólg-
inn í þenna fróðleik og hamp-
ar honum gjarnan í frásögum
við dagleg störf.
Fyrsti þáttur þessa bindis
er um Gísla Brynjólfsson og
Ástríði dóttur Helga G. Thord-
ersen dómkirkjuprests og síð-
ar biskups. Nefnist hann Ást
á Landakotshæð. Heimildir að
þessum þætti eru samandregn
ar úr ýmsum áttum og tekst
Jóni mjög vel að gera úr gund
urlausum heimildum mjög
skemmtilega ástarsögu og um
leið að fullkomna þá mynd,
sem áður var brugðið upp af
þessu ágæta fólki. Margir aðr-
ir þssejtir bókarinnar eru það
merkír, að ég vildi gjarnan
minnast á þá, en til þess hef
ég ekki rúm.
Bókin er snilldarlega útgef-
in, prýdd teiknuðum myndum
eftir Halldór Pétursson, Ég tel
það til sérstakrar myrirmynd-
ar að ltápan er bundin með.
Ættu fleiri útgefendur að taka
þann sið upp.
Jón Gíslason.
ÞARNA
ER HÚN
PJKIK neimsirægu eiga
Iítið einkalíf, eins og sann
ast á þessari mynd. Grace
Kelly skrapp til London í
verzlunarerindum ásamt
furstanum manni sínum,
og hvar sem þau sýndu
siff spratt upp skari áhorf
enda. Þau eru hér að
koma út úr skartgrjpa-
verzlun.
"IlllIIIIIIIIIIIlHHIIIIIIIIIIIll 1111111111111111111111111111111 II1III11*1IIIIIIIIIIII*III**III*,,|IH,,I,Í^ dllHIIMIIHIIIIIIllHIIIIHIIIlHIIllIIIIHHIIIIIIIIIUIIIHHIIIiIIIIllIlIIIIílllIllIlIIIIIlHiIIIIIIHt
BISKUPINN I GÖRDU
Biskupinn í Görðum.
Sendibréf 1810—1853.
Finnur Sigmundsson bjó
til prentunar. Bókfells-
útgáfan. Keykjavík 1959.
ÞAÐ er líklega ekki fyrr en
maður er kominn yfir sextugt,
sem sú gullöld ævinnar hefst,
að manni gefur ekki gleðilaus
an dag, þrátt fyrir algera ó-
verðskuldun slíkrar náðar.
Það liggur við, að manni detti
í hug, að það sé eitthvert
leyndardómsfullt galdraspil á
bak við þetta sem raðar ein-
hverjum fíngerðum fögnuði,
eins og lostætum ábætisbita
fyrir mann í lok hvers mæðu-
sams dags. — Svo vafstur
manns sjálfs og hinna, út af
deginum í dag, að ég ekki tali
um morgundaginn, sé kann-
ski.ekki virði allrar fyrirhafn-
arinnar. Og hvernig skal
manni svo hlotnast þessi á-
bætisbiti gleðinnar í lok hvers
annadags og mæðu?
Spyrjið ekki mig, Sigurð
Einarsson í Holti. Spyrjið
biskupinn í Görðum. Séra
Árna Helgason stiptsprófast
og biskup að nafnbót! Ég hef
lengi látið mig gruna, að ein-
stöku sinnum leyfi Guð mönn
unum að horfa á spilin í sinni
hendi, hið dularfulla spil mátt
arins og góðleikans, sem ræð-
ur öllu og skipar öllu að heil-
agri vild sinni til lykta. Ein-
staka mönnum, ekki öllum
oss, því miður, eða því betur.
Það er eftir því hvernig á það
er litið. En þegar ég hafði lok-
ið við að lesa bréf Árna Helga
sonar stiptsprófasts til Bjarna
Þorsteinssonar amtmanns á
Stapa, æskufélaga hans, alda-
vinar og skólabróður, fiöru-
tíu ára trúnaðarbréfaskipti,
svo- sem þau mega innilegust
verða, lagði ég bókina frá
mér með þessari tilfinningu:
„Sjáum til, heillakarlinn, svo
þú varst þá einn af þeim, sem
fengu að horfa ofurlítið á
spilin hjá Drottni! Og það þó
Bjarni Thorarensen finndi
„ekkert geistlegt“ hjá þér! —
Kannski hefur snillingurinn
Bjarni fundið undir niðri, að
Drottinn þurfti fleiri manna
við en geistlegra, og verið með
nokkrum böggum af því, að
brosmildi galdrakarlinn í
Görðum virtist stundum
eygja óþarflega langt og hafði
mei'kilega farsæla hönd, þar
sem um það var að ræða, að
efla farsæíd og frið og góðan
vilja með mönnum! Sjálfur
hafði Bjarni svo vissulega
fengið að sjá á spilin í hendi
Drottins, er hann réð örlög
Sæmundar Hólms og Odds
Hjaltalíns opin fyrir augum
íslenzkra manna, svo sem vér
verðum að ætla að þau séu
skráð í himinsins bók. En eft-
ir lestur þessara bréfa, er
mér sem ég sjái fyrir augum
bros séra Árna Helgasonar
yfir hinu mæðusama stríði
Bjarna amtmanns og skálds,
í því að koma lögum yfir
lausamenn, lausingja, smá-
þjófa og vesæla gr'pdeildar-
menn um smámuni. afbrot
gerð í neyð. Árni Helgason
biskup gat sagt með fullkom-
inni geðró: „Fóstursonur
minn hefur átt barn með
vinnukonu hjá okkur“. Og
sjálfsagt hefur hann skírt
barnið og verið öllum þrem,
sem hlut áttu að máli vel, því
hann segir: hjá mér vex allt
villt. Börn og menn og gras
og kál, gizka ég á. Það voru
einstök þr!f í búi á Görðum
þó að stiptsprófasturinn segi
sjálfur svo frá, að skilding-
ana reki ekki á fjörur í Görð-
um — fremur en í Laugar-
nesi. En hann segir líka um
konu sína, hina síðari, að það
sé aðdáunarvert hversu henni
tekst að láta verða drjúgt úr
því, sem hún hefur undir
höndum til gjafa nauðstödd-
um. „En það er líklega af því,
hve tamt henni er að miðla“.
Konan hét Sigríður, dóttir
Hannesar Finnssonar bisk-
ups, og er gaman að þessi at-
hugasemd varðveitist, því
slíkt er handarbragð fleiri
kvenna í þeirri ætt. Og svo
bætir Árni Helgason við í tig-
inmannlegu skapi að sjálfum
sér sögunni um karlinn, sem
sagði: Gefðu Sólveig, ég get
það ekki.
„Biskupinn í Görðum“ er
merkilega launskemmtileg
bók. Mér fannst þegar ég
hafði lesið hana, sem ég hefði
setið á tali við öldungis ó-
venjulega skemmtilegan
mann. Þarna bregður fyrir
aragrúa af fólki. Á öllu því
hefur maður vitað nokkur
deili, en enga persónu snertir
Árni Helgason með penna sín
um svo, að ekki blasi við ný
vitneskja, stundum ekki stór-
vægileg, en alltaf skemmti-
leg, Hann er meinfyndinn, en
fyndni hans er alls staðar
græzkulaus, því að biskupinm
í Görðum er vammlaus ma'ður
og vítalaus, — hálærður og
hvassgáfaður að vísu, — en
göfugur og fágaður persónu-
leiki, skírður í eldi margvís-
legrar og djúptækrar mann-
legrar reynslu. Bókin er stór-
kostleg nærmvnd af HTi ís-
lenzku þjóðarinnar á fyrra
hluta 19. aldar, daglegUrn
háttum hennar basli og strfði
og einnig vonum hennar og
umbrotum. Nærmynd, sem eí
svo skýr, að allt blasir við
augum, árferði, ' veðrátta,
verzlunarhagir, daglegar á-
stæður kotunganna, engu síð-
ur en tilhaldslíf höfðingjanna
og kaupmannanna í Reykja-
vík. Jú, það var afbragðsgam-
an að fá þessa bók nú fyrir
jólin, og eiga þess kost að
ltynnast svo náið manninum,
sem verið hafði lærifaðir
Framhald á 14. síðu.
Alþýðublaði* — 30. des. 1959 |_3