Alþýðublaðið - 05.01.1960, Síða 7

Alþýðublaðið - 05.01.1960, Síða 7
m . > ■■ r UNGMENNAFELAGIÐ Aft- urelding stendur fyrir niikilli álfabrennu að Varmá við Hlé- garð í MosfeI5ssveit í kvöld kl. 8. Eru þátttakendur 70—80 manns. Ungmennafélagið Aftureld- ing stendur fyrir mannfögnuði þessum, og má geta þess að skrúðgangan sem verður sam- sett af 70—80 manns með 12 riddurum í fararbroddi og allir bera skrautklæði og blys, og hefst kl. 8 e. h. stundvíslega og þá verður kveikt í bálkest.num. Þar verður söngur og dans — Dýsin sem nefnd eru í auglýs ingunni verða skreytt með Ijós um og skrauti. Púkarnir verða þarna við sérstakt bál og púka- bæli. Skotið verður flugeldum og tvær nýjungar eru þar, en það er tunnuskot og eldflaugar. Súpa verður afhent í Hlégarði fyrir alla gesti og svo verður dansleikur þar frá kl. 10—1. Álfadrottning verður Gerður Lárusdóttir — Álfakóngur verð HMMMMMMMHWMHHUVW ur Ólafur Magnússon frá Mos- felli, ásamt fylgdarliði — hirð- meyjar og sveinar — riddara- lið — púkar og alls konar lýð- ur — geit — hrútur og naut. Flugeldar — tunnuskot og eld- flaugar. Hljómsveitin byriar að leika kl. 7,30. Forsala aðgöngumiða úr bifreið við Útvegsbanka- hornið frá kl. 1- -6 í dag. Ferð ir frá BSÍ frá kl. 7. Keflavík MYNÐ jiessi er af Mána, hinum nýja bát Grindvík inga, er kom til heima- hafnar aðfaranótt gaml- ársdags. Skipstjóri er Sím on Þorsteinsson. (Ljósm. Einar’ Einars.) Happdrætti S.U.J. SUJ sendi nokkuð af miðum í Heimilishapp- drætti SUJ til flokks- manna í Reykjavík og út um land. Margir hafa gert skil fyrir miiða þessa, en talsvert er þó enn óupp- gert. Eru Það því vinsam- leg tilmæli SUJ, að þeir, er enn hafa ekki greitt miða sína, komi greiðslu til skrifstofu happdrætt- isins í Alþýðuhúsinu sem fyrst eða endursendi miða sína, 4HHMHHHtHHVHHHHHH- TÓNLEIKAR í MELASKÓLANUM ANNAÐ kvöld verða haldnir tónleikar í Melaskólanum. Er það nýstárlegt við tónleikana, að þeir verða í 150 manna sal í því skyni að koma á nánari sambandi áheyrenda og flytj- enda heldur en tíðkast í stórum sölum. Ragnar Björnsson hefur æft tónleikana og leikur undir á þeim, en flytjendur eru Sigurð ur Björnsson, Sigurveig Hjalte sted og Snæbjörg Snæbjörns- dóttir. Þau eru öll ungir söngv arar, sem halda utan til frekara náms nk. föstudag, og verða tónleikarnir því ekki endur- teknir. Sigurveig og Snæbjörg fara til Salzburg, en Sigurður til Múnchen. _ EFNISSKRÁIN. Efnisskráin er þessi: Snæ- björg Snæbjörnsdóttir syngur tvö lög eftir Richard Strauss og tvö lög eftir Brahms. Sigur- veig Hjaltested syngur laga- flokkinn Kinderstube eftir Mussorgsky, en hann hefur aldrei verið fluttur hérlendis áður. Loks syngur Sigurður Björnsson ljóðaflokkinn Dicht- er Liebe eftir Schumann. Aðgöngumiðar að tónleikun- um, sem hefjast kl. 9, verða seldir við innganginn og kosta 30 kr. KEFLAVIK, 4. jan. Sjálfvirk símstöð var opnuð hér x Kefla- vík síðastliðið laugardagskvöld kl. 10. Viðstaddir voru bæjar- stjórn, fréttamenn og fleiri gestir. Gunnlaugur Briem, póst- og símamálastjóri, rakti gang málsins o<r opnaði hina nýju stöð. Hefur hún þegar reynzt mjög vel og vakið ánægju bæj- arbúa, Þessi stöð er gerð fyrir 1400 númer, en 880 númer hafa ver- ið hér undanfarið. Við opnun stöðvarinnar var bætt við 100 númerum, en öðrum 100 verð- ur bætt við innan skamms. Með opnun stöðvarinnar er fyrsta á- fanga náð í framkvæmd, sem á- kveðin var árið 1956. Þá var mikið öngþveiti framundan í símamálum Keflavíkur, gamla stöðín orðin úrelt og nær engir stækkunarmöguleikar fyrir hendi. Húsrými var allt of lítið og óviðunandi starfsskilyrði fyrir afgreiðslufólkið. í heild felur framkvæmdin í sér ekki aðeins sjálfvirka stöð innan Keflavíkur, heldur einnig sjálfvirkt samband við Reykja- vík og Hafnarfjörð, svo og minnj sjálfvirkar stöðvar hér á Suðurnesjum. Vorið 1957 var gengið frá endanlegum samn- ingum við firmað L.M. Ericson í Stokkhólmi um kaup á sjálf- virkum búnaði í þessar fram- kvæmdir, en afhendingarfrest- ur var tvö ár. Tímaáætlunin varðandi innanbæjarstöðina í Keflavík hefur því staðizt. en sjálfvirka sambandið við Rvík og aðrar stöðvar hér á Suður- nesjum mun ekki komasi á fyrr en á sumri komanda. Til þess að koma sjálfvirka búnaðinum í Keflavík fyrir varð að reisa viðbót við póst- Og símahúsið. Uppsetning sjálf- virfcu tækjanna hófst síðan um miðjan ágúst og er nú að heita lokið. Rúmlega 7000 vinnu- stundir hafa farið { uppsetning- una, sem Björn Herneke verk- fræðingur frá L. M. Ericson stjórnaði. Keflvíkingar fagna þeim stór stígu framförum, sem orðið hafa í símamálum þeirra með tilkomu sjálfvirku símstöðvar- innar. Nú, þegar stöðin er tekin Jón Tómasson. í notkun, er vert að geta þess, að bæði fyrrverandi og núver- andi póst- og símamálastjóri, svo og símstöðvarstjórinn hér,, Jón Tómasson, hafa alla tíð sýnt þessu máli mikinn áhuga og unnið að því af miklum dugnaði. Símstöð var fyrst opn uð hér í Keflavík árið 1908. Er Jón Tómasson 6. símstöðvar- stjórinn, en hann tók við því starfi 1. des 1940. H.G. Sfálveritfallið Framhald af 5, síðu fallast á nokkra kauphækkun, en nú fallast þeir á að hækka kaupið um 39 cent, sem hækka í 41 cent eftir nokkurn tíma. Er þetta samkomulag nljkill sigur fyrir verkamenn. Viðfal við hund / btezka sjónvarpinu I um um það, hvort hundurirm gæti talað en eftir að hafa heyr't hann hafa menn greitt veð- Drighlington, Englandi. 4. allra stofnana íhaldssamast og skuldir sínar. jan. (Reuther). — Síðastliðinn' virðulegast, sendi menn á vett | Eigandi Corkys segist e nr; föstudag bárust þau tíðindi um vang til þess að hafa viðtal við ungis hafa áhyggjur út af því heiminn, að hundur í Wales ; Corky, en því miður hafði hann talaði svo mikið, að læknar, þá talað í fimm klukkustundir hefðu ráðlagt honum að hvíla ! samfleytt og orðinn hás og litt raddböndin í nokkra daga. Að skiljanlegur. öðrurn kosti mætti búast við að j Dýralæknar hafa rannsakað hann eyðileggði í sér röddina. Corky og telja ekkert furðulegt Hundruð manna hafa þyrpst við að hann geti framleitt til Drighlington undanfarna hljóð eins og mannsbarki, en daga til þess að sjá og hlusta hitt vekur furðu, að hann skuli á þetta fyrirbæri og franska muna orð og setningar. í sjálfu útvarpið hefur boðið hundin- sér gætu hundar talað, ef þeir um, sem heitir Corky, að koma hefðu næga greind til þess að fram í sjónvarpi í París. Jafn- muna og mynda setningar. vel brezka útvarpið, sem er Margir hafa veðjað fjárhæð- að hann læri ljót orð, og verði þannig sér og eiganda símini til skammar. BROTIZT var inn í vöru-, geymslu Verzlanasambandsins um helgina. Brotin var'rúða á vörugeymslunni og farið þar inn. Ekki er hægt að sjá hverjH hefur verið stolið, fyrr en að lokinni vörutalningu. Málið ej í rannsókn. - - ^ d Alþýðublaðið — 5. janúar 1960 'J

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.