Alþýðublaðið - 05.01.1960, Qupperneq 13

Alþýðublaðið - 05.01.1960, Qupperneq 13
W*WW%WWWW^%WWWWWmwmVWWW%W»>MMMW*WM»%W*WMWMMMWMMWW%tW*WVIi WMW<M>WWWHMIWMMWWMIWWWWWWII>MI ÁRIÐ 1959 reyndist far- sælt jafnaðarmönnum og allri þeirra starfsemi. Al- þýðuflokkurinn jók fylgi sitt verulega í tvennum þing- kosningum, Alþýðublaðið efldist mjög að útbreiðslu og ungir jafnaðarmenn jukú verulega starf sitt, stofnuðu m. a. þrju ný félög ungra jafnaðarmanna en næstu 10 árin á undan hafði ekkert nýtt félag verið stofnað. Síðastliðið ár mun, er fram líða stUndir, þykja merkisár f sögu Alþýðu- flokksins. Flokkurinn tók á því ári á sig mikla ábyrgð og mikinn vanda, tókst einn á hendur landsstjórnina, er aðrir flokkar höfðu gefizt upp vlð að mynda ríkis- stjórn. Tókst Alþýðuflokkn- um að leysa þetta verkefni svo vel af hendi, að flokkur- inn hlaut að launum aukið traust og aukið fylgi með þjóðinni. Þegar vinstri stjórnin svo- kallaða lét af völdum í des- embér 1958 var ástandið í efnahagsmálunum ískyggi- legt. Stjórninni hafði ekki tekizt að hindrá mlklar vísi- töluhækkanir 1. desember 1958. Dýftíðarskriðan hafði því farið af stað enn einu sinni og var allt útlit fyrir að hún mundi fara vaxandi ef é'kki yrði að gert. Sérfræð ingar reiknuðu út, að án sér- stakra varnarráðstafana yrði vísitalan komin upp í 270 stig haustið 1959. Það varð fyrsta verkefni ríkisstjórnar Álþýðuflokksins að gera slíkar ráðstafanir. Og stjórn- in gerði þær myndarlega. Hún stöðvaði allar verð- og kauphækkanir. En hún gerði meira. Hún snéri dýrtíðar- hjólinu örlítið til baka með niðurfærslu verðlags og kaupgjalds. Með þeirri ráð- stöfun tókst ríkisstjórninni að tryggja rekstur útgerðar- innar án þess að leggja á nýja skatta. Niðurgreiðslur varð að vísu að auka nokkuð til þess að halda nauðsynja- vörum niðri en það tókst með því einu að skera niður útgjöld á fjárlögum og að hækka nokkuð álag á ben- zín- og bíla. Þessar miklu ráðstafanir tókust án þess að almenningur yrði að taka á sig miklar fórnir. Þótti öllum sem Alþýðu- flokksstjórninni hefði vel tekizt að leysa þann mikla vanda, er þegar hafði skap- azt í efnahagslífinu en fyrir- sjáanlegt var að átti eftir að aukast mikið ef ekkert yrði að gert. En hlutverk Alþýðuflokks stjórnarinnar var ekki allt með ráðstöfunum í efnahags málum. Stjórninni var ætl- að annað og meira verkefni. Stjórninni var .einnig ætlað að leiða kjördæmamálið, breytingu á kjördæmaskip- uninni, fram til sigurs. Al- þýðuflokkurinn hafði á flokksþingi sínu haustið 1958 hreyft kjördæmamál- inu og þannig haft forgöngu um, að það mál yrði tekið upp. Samþykkti flokksþing- ið að óska eftir breytingu á þann veg, að landið yrði nokkur stór kjördæmi með hlutfallskosningu í hverju. Sjálfstæðisflokkurinn tók tillögu þessari þegar mjög vel. Alþýðuflokksstjórnin hafði nú forustu um við- ræður við Sjálfstæðisflokk- inn og Alþýðubandalagið um láusn þessa máls og tókst að ná samkomulagi um 8 stór kjördæmi. Var frumvarp um slíka breytingu samþykkt á alþingi eftir mikið orðaskak við Framsóknarmenn, er vildu ríghalda í úrelt á- kvæði um kjördæmaskipun landsmanna. Eftir að frumvarpið um kjördæmabreytinguna hafði verig samþykkt, var Alþýðu flokksstjórnin aðeins eftir að láta fara fram þingkosn- ingar, í fyrstu eftir hirini gömlu kjördæmaskipan en síðan eftir hinni nýju, ef al- þingi samþykkti kjördæma- breytinguna öðru sinni. Og þetta var gert. Þingkosning- þá sitt á hvað um framgang stefriumála sinna. Þannig kom AlþýðUflokkurinn fram Björgvin Guð- mundsson form. SUJ: arnar s. 1. haust lagði Al- þýðuflokkurinn mikla á- herzlu á afnám tekjuskatts af launatekjum, endurbætur í húsnæðismálunum og samn ingu þjóðhagsáætlana. Öll þessi atriði fékk Alþýðu- flokkurinn tekin upp í stjórn arsáttmálann í nóv. s. 1. Síð- asttalda atriðið, samning þjóðhagsáástlana, er mikil- vægt sósialdemókratiskt stefnumál og er það út af fyrir sig merkilegt að íhalds- flokkur skyldi fallast á það. Nokkuð hefur verið um það rætt undanfarið, að und- arlegt væri það, að skoðanir jafnaðarmanna og Sjálfstæð ismanna á ýmsum málum skuli nú falla saman. Þetta er þó ekki svo undarlegt, þegar þess er gætt, að í ýms- um málum hefur Sjálfstæð- isflokkurinn sveigt stefnu sína algerlega aP stefnu Al- þýðuflokksins. Ég drap hér að framan á breytta afstöðu Sjálfstæðisflokksins til al- mannatrygginganna. í fyrstu mátti Sjálfstæðis- flokkurinn ekki heyra trygg ingar nefndar. Hið sama er að segja um afstöðu Sjálf- Framsókn flokks aösins o reyfingar ar fóru fram 28. júní s* 1., sumarþing staðfesti kjör- dæmabreytinguna og kosn- ingar eftir nýrri kjördæma- skipan fóru fram 25. októ- ber. Þar með var hlutverki Alþýðuf lokksst j órnarinnar lokið og mun engin ríkis- stjórn, er hér hefur setið, hafa unnið eins vel á eins skömmum tíma. Ríkisstjórn Aiþýðuflokks- ins sat þar til samkomulag hafði náðst um myndun meirihlutastjórnar. Var það samstjórn Alþýðuflokksins Ojj Sjálfstæðisflokksins, er leysti minnihlutastjórnina af hólmi 20. nóvembér 1959. Sú stj órnarmyndun kom eng um á óvart, þar eð Sjálfstæð isflokkurinn hafði veitt minnihlutastjórn Alþýðu- flokksins stuðning. f grund- vallaratriðum greinir þessa tvo flokka mikið á og hafa þeir öftast Verið á öndverð- um meiði hvor við annan í íslenzkum stjórnmálum. Sú staðreynd útilokar þó ekki tímabundið samstarf þessara flokka um framkvæmd vissra mála. Það hefur orðið hlutskipti Alþýðuflokksins að vinna með öllum hinum flokkunum á víxl, semja við alþýðutryggingunum 1936 í samvinnu við Framsóknar- flokkinn. Sjálfstæðisflokk- urinn barðist þá hatram- lega gegn því hagsmunamáli íslenzkrar alþýðu. Árið 1946 kom Alþýðuflokkurinn fram miklum endurbótum á trygg ingunum með setningu laga um almannatryggingar. En þá hafði sú breytirig á orð- ið, að Framsóknarflokkur- inn, er áður veitti málinu lið, hafði snúizt gegn því en Sjálfstæðisflokkurinn, er áð- ur háfði verið andstæður al- þýðutryggingunum, veitti þeim nú fylgi sitt. Nú standa enn fyrir dyrum endurbæt- ur á tryggingunum. 'Var það eitt af stefnuskráratriðum Alþýðuflokksins við haust- kosningarnar, að endurbæt- ur færu fram á trygg.'ngun- um. Fékk Alþýðuflokkurinn það atriði tekið upp í stjóm- arsáttmálann. Þannig hefur Alþýðuflokknum tekizt og tekst enn að tryggja fram- gang ýmissa hagsmunamála alþýðunnar með samningum við aðra flokka. Aðalatriðið er að koma slíkum málum fram. Hitt skiptir minna máli með hverjum er unn- ið í því skyni. Við kosning- stæðisflokksins til bæjarút- gerðar. Er Alþýðuflokkur- inn var að ryðja brautina fyrir bæjarútgerðum hér á landi, barðist Sjálfstæðis- flokkurinn eins og ljón á móti. Nú er stærsta bæjar- útgerðin á landinu, þar sem veldi Sjálfstæðisflokksins er mest, þ. e. í Reykjavík. Sú bæjarútgerð hefði aldrei komizt á fót, ef Sjálfstæðis- flokkurinn hefði ekki ger- breytt afstöðu sirini til bæj- arútgerða. Og þannig mætti lengi telja. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur fallizt á æ fleiri mál Alþýðuflokksins og vissulega ber að fagna því. En enginn skyldi þó halda, að Sjálfstæðisflokkurinn væri orðinn jafnaðarmanna- flokkur. Því fer svo sannar- lega fjarri. í Sjálfstæðis- flokknum eru enn harðsvír- uðustu atvinnurekendur landsins, fulltrúar gróðaafl- anna í þjóðfélaginu og menn með hinar afturhaldsömustu skoðanir. Það ber misjafn- lega mikið á þessum öflum í Sjálfstæðisflokknum. En einmitt á síðasta ári létu ýmsir fulltrúar þessara afla meira í sér heyra en oft áð- ur. Dag nokkurn skrifaði t. d. einn þessara manna í Morgunblaðið um nauðsyn þess að afhenda útgerðar- mönnum Síldarverksmiðjur ríkisins og bæjarútgerðirn- ar. Grein skaut og upp koll- inum í tímariti ungra Sjálf- stæðismanna um það að breyta ætti Sementsverk- smiðju ríkisins og Bæjarút- gerð Reykjavíkur í hlutafé- lög. Þessi tvö dæmi sýnp, að afturhaldið og íhaldið í Sjálfstæðisflokknum er hvergi nærri dautt. Jafnað- armönnum ber því að vera vel á verði. Verkefni okkar á næstu árum verður ekki hvað sízt fólgið í því að vernda ýmis hagsmunamál alþýðunnar og þjóðarinnar allrar, er Alþýðuflokkurinn hefur áður komið fram. Fjöl margt er þó enn óunnið. í upphafi þessarar greinar drap ég á það, að Alþýðu- flokkurinn, Alþýðublaðið og unghreyfingin hefðu sótt fram á s. I. ári. Framsókn flokksins kom ekki aðeins fram í auknu fylgi flokks- ins við tvennar kosningar, heldur auknu starfi flokks- ins einnig og stofnun nýrra flokksfélaga. Skrifstofa flokksins vann vel allt árið og eiga þeir ungu jafnaðar- menn, er þar unnu, þakkir skyldar fyrir mikið og óeig- ingjarnt starf. Hin mikla sókri Alþýðu- blaðsiris allt s. 1. ár hefpr vakið mikla athygli og það ekkí að ástæðulausu. Rit- stjórninni hefur tekizt að bæta blaðið mikið, gera það fjölbreyttara og skemmti- legra með þeim árangri, að útbreiðsla blaðsins hefur aukizt stórlega. Að sjálf- sögðu hefðu hinar miklu end urbætur á blaðinu reynzt ó- kleifar, ef blaðstjórn Alþýðu blaðsins undir forustu Áka Jakobssonar hefði ekki tek- izt að gerbreyta aðstöðu allri og starfsskilyrðum á ritstjórn blaðsiris og í prent- smiðju. Hefur blaðstjórnin unnið mikið og gott starf í því efni. Starfsemi 'ungra jafnaðar- manna hefur verið sérstak- lega ánægjuleg allt árið 1959. Starf hinna einstöku FUJ-félaga hefur tekið fjör- kipp. Það hefur fjölgað í fé- lögurium og tekizt hefur að stofna ný félög. Mörg undan- farin ár hefur stjórn SUJ- athugað möguleika á stofn- un nýrra FUJ-félaga svo og endurreisn gamalla. Athug- un þessi hefur einkum beinzt að 'eftirtöldum félags- svæðum: Árriessýslu, Snæ- fellsnesi, Austfjörðum, Vest- mannaeyjum og Kópavogi. Árangurinn s. 1. ár varð sá að félög tóku til starfa í Ár- nessýslu, á Snæfellsnesi og í Vestmannaeyjum. Enn er til athugunar og í undirbún- ingi að stofna félög í Kóna- vogi og á Austfjörðum. SUJ átti 30 ára afmæli á síðasta Framhald á 14. síðu. BÆmWWWWWWWWWWWWiWHWMMWWtWMWWMWWMWWtMWWWWWWWWWMHVWWWMmWMMWWWIWMWWMiWMMMMiW Alþýðublaðið — 5. janúar 1960

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.