Alþýðublaðið - 09.01.1960, Page 2

Alþýðublaðið - 09.01.1960, Page 2
! Útgefandl: Alþýfiuflokkurlnn. — Framkvæmdastjóri: Ingóifur Kristjánsson. — Kitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.) og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjórnar: Sigvaidi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin GuSmundsson. — Símai’: 14 900 — 14 901 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- setur: Alþýðuhúsið. — Prentsmlðja Aiþýðubiaðsins. Hverfisgata 8—Í0. — i j _ Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Gyðingahatur FREGNIRNAR um endurvakningu Gyðinga- haturs og nazisma víða um lönd vekja ugg hjá hugsandi mönnum um allan hinn frjálsa heim. Hér er um að ræða eitt viðurstyggilegast þjóðfélags- vandamál síðari tíma, sem nazistar og f asistar gerðu að truaratriði með skipulgsbundnum ofsóknum. pyntingum og fjöldamorðum. Það var ósk manna, að þessi draugur 'hefði að mestu eða öllu verið kveð í inn niður í styrjöldinni, en svo virðist ekki vera. Því miður lifir enn í glóðum á ýmsum stöðum, og þarf það út af fyrir eki ekki að koma neinum á ó vart. Verður vonandi tekið föstum tökum á slíku. ekki sízt í Þýzkalandi, þar sem yfirgnæfandi meiri hluti þjóðarinnar hefur með öllu hafnað nazisman- 1 um og því, er honum fylgdi, og margt gert til að 1 | bæta fyrir glæpi nazista gegn Gyðingum. Hins vegar hlýtur það að vekja nokkra grun- semd, að þessi faraldur skuli hafa sprottið upp ein- mitt nú og náð svo skjótri og sérkennilegri út- ■ breiðslu. Er rík ástæða til að ætla, að hafi komm- únistar ekki beinlínis hrundið þessum ófögnuði af sbað, þá hafi þeir að minnsta kosti verið fljótir að I hagnýta sér vandræðin. blása á eldana og reyna að nota málið til að varpa óverðskulduðum skugga á hið endurreista Vestur-Þýzkaland. Það er hinn ; pólitíski tilgangur þeirra. Það er engin tilviljun, að pólskir kommúnistar i grafa nú upp Gyðingalík og endurjarðsetja þau i .með viðhöfn ásamt ræðum ujn stjórn Vestur- Þýzkalands og árásum á endunyopnun Þjóðverja. Fjölmörg fleiri dæmi sýna, að kommúnistar taka ekki þátt í harmi yfir þessum viðburðum, heldur gleðjast yfir þeim. Þeir reyna ekki að útrýma þess- M sýkli — heldur ala hann á allan hátt. Frá því var skýrt í heimsfréttum 24. desem- ber og birt í mörgurn öruggum fréttablöðum, að ofsóknir gegn Gyðingum séu studdar í blöðum óg af opinberum ráðstöfunum í Sovétríkjunum. Það eru aðeins fáar vikur síðan Gyðingakirkjan ; í Malakhova, skammt frá Moskvu, var brennd óg íbúð eftirlitsmanns í Gyðingakirkjugarði brennd með þeim afleiðingum, að kona hans í fórst. Fleiri dæmi mætti nefna, sem sanna, að Viðhorf kommúnista er í þessum efnum svipað og hinna fyrri fóstbræðra þeirra. nazista. Hér verður tvennt að gerast. Yfirvöld hver ! þess lands, þar sem Gyðingahatrið skýtur upp •: koili, verða að gera ítrustu ráðstafanir til að þurrka út og lækna þær þjóðfélagsmeinsemdir, er íeiða til nazistísks hugarfars. Jafnframt þurfa menn að vera á varðbergi fyrir tilraunum komm- . únista til að nota þetta ástand í pólitískum til- gangi og útbreiða þennan óhugnanlega eld. 9. janáar 1960 — Alþýðublaðið •fo Til athugunar undir feldinum. ÍZ Fáránleg viðskipli. i? Innheimtan á sölu- skattinum. i? Furðulegt misræmi. K.S. SKRIFAR: „Einhver sagði, að ráðherrar og hagfræð- ingar lægju undir feldi. Þeir eru að rannsaka efnahagsástæður þjóðarinnar og gera tilraunir til þess að finna lausn, sem hægt sé að byggja upp nýja framtíð eftir. — Það er gott og blessað að slíkir menn leggi höfuðin í bleyti, en ekki nægja sérfræð- ingar svokailaðir. Heppilegt tel ég að fólk út atvinnurekstri og framleiðslu, verkafólk og at- vinnurekendur, komi til skjal- anna, annars óttast ég, að upp verði hróflað dauðum súlnatöfl- um og talnavísindalegum tindát um, eins og þú munt hafa sagt í haust. ÉG VIL ekki fara að kenna annes lorninu neinum neitt í þessum efnum. En er ekki mikið af okkar ó- gæfu í efnahagsmálum sprottið af flækju, skipulagsleysi og gramsi, liggur mér við að segja? — Innflutningur til landsins, er þrátt fyrir allskonar nefndir og ráð undir litlu sem engu eftir- liti. Jafnvel er flutt inn skran, sem ekki er svo hægt að selja. Nsegir í því sambandi að benda á vörubifreiðaómyndir, sem lengi hafa staðið í slúð og regni, í veðri og vindum, í tugatali inn við Suðurlandsbraut — og eng- inn treystir sér til að kaupa. ÞETTA eru austanfyrirjárn- tjaldsbílar. Þeir hafa fengist fyr- ir íslenzkar afurðir í vöruskipt- um. Leyfist mér að spyrja. Borga slík viðskipti sig? Er ekki betra að liggja með fisk og fiskafurðir óseldar heldur en að flytja inn fyrir þær slíkt og þvílíkt skran? Ég held það. Ég þekki ekki þess- ar bifreiðar, en mér hefur verið sagt, að allir hafi tapað á þeim nema seljandinn erlendis, sem fékk fyrir þær íslenzkar afurðir. ÉG MINNIST hér aðeins á þessar bifreiðar, en f jölda margt annað er hægt að nefna, sem fengist hefur fyrir íslenzkar af- urðir, en reynst hefur hér, allt að því, ónothæft — og nær alltaf til stórskaða fyrir kaupandann, hinn íslenzka almúgamann. —- Þetta eru ill viðskipti — og hljóta að skilja eftir sig_ slæm spor í efnahagsmálum íslend- inga. — Væri ekki rétt að at- huga. þetta undir feldinum um leið og hitt? . * .t ÞÁ ER það eitt enn. Það er fyrir löngu orðið Ijóst, að einn óvinsælasti skatturinn, sem hér ríður húsum er söluskatturinn.. Fullyrt er, að hann komi svo ó- jafnt niður, að engu tali taki — og sé það ekki einleikið, Sagt er, að allur söluskattur af 6]|a|' Ausurlandi nema um 25 þús- und krónum. Ennfremur er full- yrt, að einn einasti viðskipta- frömuður greiði einn fjórða af öllum söluskatti, sem inn kemur í Reykjavík. Það ,er þó ekki vegna þess að heildarviðskipti hans nerna einum fjórða af sölu- skattsskyldúm rekstri -í höfuð- borginni. @ÉR hlýtur að vera um að ræða einhverja megingalla á inn heimtunni, sem verður að finna lausn á. Það liggur líka í aug- um uppi að meðan ástandið er þannig, þá hlýtur skatturinn að verða enn óvinsælli en hann ann ars þyrfti að verða. — Einnig ætti að athuga þetta mál undír feldinum. YFHtLEITT held ég, að nauð- synlegt sé að gera ö.ll okkar við- skipti einfaldari. Nú er svo kom- ið, að aðalstarf margra þeirra, sem veita viðskiptum eða at- vinnurekstri forstöðu eru elt- ingaleikur daginn út og daginn inn. Það er ekki von á góðu“. Hannes á horninu. I * Flestir hafa iesið svo marga glæpareyfara, að Scot- land Yard er nokkuð, stem menn kannast allvel við, og vita að rannsóknarlögreglan brezka er ötul og dugleg. Myndin sýnir menn að starfi í umferðardeild Soctland Yard. Lögreglumenn Istjórna bílum lögreglunnar gegn- um talstöðvar og svara upþhringingum almennings. ÞRÍR ungir söngvarar, sena eru um það bil að leggja af stað til frekara náms erlendis, héldu söngskemmtun í Melaskólanumi á þrettándanum. Snæbjörg Snæ björnsdóttir söng eitt lag eftir Strauss og 3 eftir Brahms. Hún hefur mikla rödd, en lítt skól- aða ennþá. Er ekki að efa, að eftir meira nám verður húni hinn ágætasti liðsmaður f söng- sveit okkar. Sigurveig Hjalte- sted söng lagaflokkinn Barna- hefbergið eftir Moussorski, flokk sjö laga, sem maður þarf vafalaust að heyra oftar til að kunna að meta.' Frúin hefur þegar sýnt hvað í heniii býr og menn urðu ekki fyrir vonbrigð- um. Síðastur söng Sigurður Björnsson Dichterliebe eftir Schumann. Sigurður er auð- heyrilega mjög músíkalskiir og söng lagaflokkinn af smekkvísi og með ágætum framburði. Röddin er ekki sérlega mikil, en falleg, þó er hún dálitið mjó á efri nótunum miðað við fyll- inguna á hinum neðri, Verður fróðlegt að heyra hann næst þegar hann kemur heim. Ragn- ar Björnsson lék undir á píanó- ið mjög smekklega, þó að hann viidi gleyma' því með köflum, að söngvarinn er aðalatriðið á slíkum hljómleikum G. G. ,

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.