Alþýðublaðið - 09.01.1960, Side 13
London, 31.12. 1959.
Herra ritstjóri.
VIÐ Julltrúar íbúanna í
Nýasalandi skrifum yður
kjörnum fulltrúum íslenzku
þjóðarinnar í þeirri trú, að
raunir og erfiðleikar þeir,
sem Nýasalandsbúar revna
nú, hafi vak.ð samúð íulltrúa
elzta þings veraldar, m. a.
vegna þess, að íslenzka þjóð-
in bjó sjálf við nýlendustjórn
um aldaraðir og barðist gegn
erlendri yfirdrottnun þar tií
hún öðlaðist sjálfstæði fyrir
tiltölulega skömmu síðan.
Nýasaland liggur á milli
Tanganyika að norðan og norð
austan, portúgölsku Austur-
Afríku að austan og sunnan,
og Rhodesiu að vestan. Land-
ið er falleg, löng sp-lda 520
mílur að lengd og frá 50—100
mílur að breidd. íbúarnir eru
3.000.000 Afríkumenn, 7.500
Evrópumenn og 10.000 Asíu-
menn. Brezka ríkisstjórnin
hefur þvingað Nýasaland inn
í Mið-Afríska ríkjasambandið
gegn vilja allra Afríkumanna
í landinu, sem telja ríkjasam-
þandið stofnað í þeim tilgangi
að viðhalda yfirráðum Suður-
Rhodesíu yfir Afríkumönn-
um og Mið-Afríku. Framkom-
an gagnvart Afríkumönnum í
Suður Rhodesíu er í grund-
vallaratr.ðum sú sama og í
Suður-Afríku. Ríkjksamband-
ið sjálft er valdaafsal Breta til
landnemanna í Mið-Afríku.
Andstaða Nýasalandsbúa hef-
ur verið leidd af afríska þingi
Nýasalands, einkum forseta
þess, dr. Hastings Kamazu
Banda, MD. Þessi andstaða
varð svo víðtæk, að yfirvöld-
in lýstu yfir neyðarástandi
og fangelsuðu án dóms og laga
bæði dr. Banda og alla virku
meðlimi afríska þings Nýasa-
lands, en afleiðingin af því
varð óöryggi og árekstrar á
meðal íbúanna. Yfirvöldin
réttlættu þessar aðgerðir með
því sem þeir nefndu „morð-
fyrirætlan“. Vegna mikils
andófs í brezka þinginu og
víðar skipaði brezka ríkis-
stjórnin rannsóknarnefnd und
ir forsæti Delvin, dómara.
Rannsóknin, sem fór að
nokkru leyti fram í Nýasa-
landi, uppgötvaði ekki neinar
fyrirætlanir um fjöldamorð,
launmox'ð eða yfirleitt neinar
morð-fy.rirætlanir og hreins-
aði dr. Banda sérstaklega af
slíkri ásökun. Skýrsla nefnd-
arinnar er ákæra á brezku
stjórnina og nýlendustjórnina
í Nýasalandi. Brezka stjórnin
hefur hins vegar neitað að
samþykkja skýrsluna, kúgun-
in heldur áfram, og dr. Banda
og flestir aðrir afrísku þing-
fulltrúarnir sitja í fangelsi án
sakarannsóknar og dóms.
Það er hvað þetta_ atriði
snertir, sem Alþingi íslend-
inga og þér sjálfur getið orð-
ið að liði. Brezka konungs-
ríkið er eins og ísland aðili
að niannréttindasamningi
Evrópu. Samkvæmt 63. grein
þessa samnings hefur Brezka
FÖSTUDAGINN 4. des. sl.
var þessi mörgum kunni
Reykvíkingur til hvíldar bor-
inn, Jósep S. Húnfjörð. Hún-
vetningur var hann og Vatns-
nesingur í báðar ættir.
Hann var sagður fæddur að
Illugastöðum 7. jan. 1875 og
hefði því orðið 85 ára 7. jan.
nk. Foreldrar hans voru Pál-
ína Pálsdóttir og Sveinn Guð-
mundsson.
Aðeins fyrstu árin mun
hann hafa alizt upp með móð-
ur. sinni, en síðan á ýmsum
stöðum á Vatnsnesi, þó að
kærastir virtist honum vera
í minni Súluvellir, svo sem
fram kom í því, að tvö býli sín
hér við bæ nefndi hann Súlu-
velli.
Á uppvaxtarárum Jóseps
var hart í ári og öldin bauð
ekki upp á annað en að duga
eða drepast og kjör einstæð-
ingsunglinga mjög ólík því
sem nú gerist. Margur slíkur
bar aldrei beint bak þar eftir.
Oft lá þá ís á Húnaflóa langt á
vor fram og harðskeyttar mun
Jósep oft hafa séð Ránardætur
við Hvítserk fyrir neðan túnið
á Súluvöllum og máske hefur
lxann tekið sér hann til fyrir-
myndar, að ekki skyldi hann
I. I ■
f
I
konungsríkið látið hann ná
einnig til nýlendna sinna, þ.
á. m. Nýasalands. Á hinn bóg-
inn neitar Brezka konungsrík
ið, gagnstætt íslandi og öðrum
ríkjum, að viðurkenna rétt
til persónulegrar skírskotun-
ar til mannréttindanefndar-
innar, sem þó er leyfð í 25.
grein samningsins. Þess vegna
felst í ákvæðum 24. greinar
eini möguleikinn til þess að
hægt sé að skírskota ágrein-
ingsefnunum í Nýasalandi til
dómsins, en í grein þessari
segir: „Sérhver samningsað-
ili: má skírskota til mannrétt-
indanefndarinnar, um hendur
framkvæmdastjóra Evrópu-
ráðsins, sérhverriráðsins, sérh
ráðsins, sérhverri ásökun um
brot annars samningsaðila á
ákvæðum þessa samnings‘.‘
Sá möguleiki er því opinn
fyrir ísland, að koma. á fram-
færi í- nefndinni ákærum og
ásökunum um brot á samn-
ingnum. Atriði þau, sem fram
komu í Delvin-rannsókninni,
sýna ótvírætt brot á ýmsum
ákvæðum mannréttindasamn-
ingsins, sérstaklega 2., 4., 5.
og 6. grein. Sérhvert brot á
samningnum er rætt í mann-
réttindanefndinni fyrir lukt-
um dyrum. Eftir að hafa lok-
ið rannsókn, sem má fara
fram á staðnum þar sem á-
greiningurinn er, og stað-
reyndir liggja fyrir, reynir
nefndin að koxna á sáttum.
Við vonum eindregið, að
þér sjáið yður fært að stýðja
þá tiílögu, að ísland vísi til
nefndarinnar einstökum at-
riðum um hin freklegu -brot á
mannréttindasamningnum í
landi okkar, og við höfum
mikinn hug á að koma til ís-
lands til þess að ræða þetta
mál frekar og svara spurn-
ingum.
‘Við sendum þetta bréf til
ýmissa íslendinga og vonumst
til að heyra frá yður um bón
okkar, og einnig vonum við
að fá tækifæri til þess að tala
við yður á íslandi. Þægilegast
væri, að þér svöruðuð oss c/o
Bernhard Sheridan & Co, 14,
Red Lion Square, London,
W. c. 1.
heldur láta gjálfursöldur
heygja sig, því snemma mun
hann hafa verið bráðger.
Leikvangur Jóseps svo sem
flestra unglinga þá var daglegt
strit, þrotlaus tangarsókn, er
allir háðu sér til lífs, og því
tápmeira sem ungmennið var,
því fastara var því oftasí beitt.
Samlífið við náttúruna og
fangbrögð við hennar reginöfl
aðaimenntunin. Vorleysingár
og önnur reisn lífsorkunnar
hefur án vafa v.erið Jósep að
skapi og hann stiilt strengi
sína þar við svo sem eitt sinn
var um bernsku hans sagt:
Söng við allar sytrur fjalla
Súluvalla drengurinn.
Stakan mun snemma hafa
verið hans leikfang, svo sem
hvorki var úrættis né óalgengt
þar í sveit. Barnið lærði að
raula stöku á hné hinna eldri
og ekki ósjaldan þær, sem dáð
ar voru mest fyrir sinn kynngi
kraft, og þar sem Jósep var,
var jarðvegur fyrir slíkt sæði.
Kraftur svall í æðum öllum,
ungur fjallið kunni dá.
Súluvalla hlíð og hjöllum
hefur fallið -drengur sá.
Þótt náttúran væri oft ó-
blíð, gat þessi fjallshlíð, sem
átti eftir að verða þessum
dreng að bókarheiti, og allt
umhverfið, oft sýnt dásamlega
tign og fegurð Þeim, sem hafði
kjarkmikla vondjörfung til að
bera.
Þetta var heldur ekkert hlé-
drægninnar barn.
Alltaf sóttann upp á brattann,
aldrei þróttinn sparði í raun.
Efnisgnótt í bragi battann,
foar það drótt með stolt í laun.
Ungur maður fór Jósep til
Hnífsdals og ísafjarðar og var
þar lögregluþjónn um skeið.
Aðeins með fyrstu konu
sinni, Emilíu Guðmundsdótt-
ur, átti Jósep börn og af þrem-
ur er aðeins eitt á lífi, Vil-
hjálmur, blikksmiður hér í bæ.
Emilíu missti Jósep eftir 11
ára sambúð og einnig báðar
næstiu konur sínar, Sigríði
Jónsdóttur, og Björgu Hieró-
nýmusdóttur, eftir svipaðan
sambúðartíma allar og þurfti
því ekki mjög hjátrúarfullan
mann til að halda þetta vera
áframhaldandi forlög, Fjórðu
og eftirlifandi konu sinni Kat-
rínu Kristbjarnardóttur giftist
hann um 1933.
Eftir iað Jósep fluttist til
Reykjavíkur vann hann ýms
störf og svo sagði mér einn
vinnufélagi hans frá, er þeir í
ákvæðisvinnu grófu skurði við
Rauðará, að aldrei hefði hann
fyrir hitt eins skemmtilegan
samvinnumann. Þar hefði allt
farið saman: dugnaður, verk-
lag, ósérhlífni og þó sérstak-
lega hinn hugreifi andi, Iog-
andi fjör, sem gjörði þrældóm.
inn að leik. Upp frá því urðu
þeir aldavinir alla tíð. Víðar
munu siík gleðiblóm hafa
sprottið í götu Jðseps,
Ég kynntist Jósep ekki fyrr
en um 1930, litlu fyrr en við
urðum samstofnendur kvæða-
mannafélagsins Iðunnar. Þar
var Jósep með lífi og sál, enda
unni hann stökunni og kveð-
skapnum fölskvalaust. Hann
hafði oft haldið sjálfstæðar
kvæðaskemmtanir bæði hér í
foæ og út um land. Fyrsta hend
ingar tillag til hringhendu
greip hann utan úr sal, ef til
var lagt og hóf þegar upp sína
miklu raust, yrkjandi áfram-
haldið jafnótt.
Það sópaði að Húnfjörð, er
hann kom upp til rlíkrar í-
, þróttaraunar, leiftrandi sigur-
vissan ljómaði í hyerri hreyf-
ingu og í mínum augum var
hann:
Hetja á velli, hýr í spjalli,
hyllti smellið orðalag.
Eins og félli foss af stalli
fram til elli þrumdi brag.
Jósep Húnfjörð var heið-
ursfélagi Iðunnar og bjóst ég
raunar við, að mér færari
menn úr hennar röðum
mundu sýna minningu þessa
mxkla kv.æðamanns þann
sóma, að ekki þyrfti við að
bæta,
Hins vegar er gott þess að
geta, að góðar listgreinar hafa
vaxið af sterkum stofni, þar
sem Vilhjálmur Húnfjörð orti
ljóð eftir föður sinn og einn
tengdasonur hans samdi lag
þar við og annar tengdasonur
hans söng það yfir kistu Jós-
eps. Til slíks hafði Jósep vel
unnið, því að við margs konar
tækifæri ekki aðeins orti hann
Ijóð, heldur skrautritaði þau
líka.
T
Stökum létt af vörum veitti,
vinum rétti á gleðistund.
Aldrei frétti, að hann neytti
afls að flétta í sára und.
Slíkt var ekki aðeins þá
Framhald á 14. síðu.
Alþýðublaðið — 9. janúar 1959