Alþýðublaðið - 09.01.1960, Page 16
41. árg. — Laugardagur 9. janúar 1960 — 5. árg.
/ Páfagarði
VATIKAMÐ. — Myndin
sýnir er Tisserant kardí-
náli færir Jóhannesi páfa
XXIII. jólakveðjur páfa-
hirðarinnar, kardínála og
annarra fyrirmanna. Páf-
inn situr í hásæti sínu, en
kardínálarnir út frá hon-
um við báða veggi.
MWVWWWWWMWWmWMMWMMMWWMWWWmWViWWWWWWWWWWWWWMWMMMWWWWWWWMiWM
Dýnamíf eða
annað spregi-
efni.
NEW YORK, des. (UPI). —
Dýnamítið, hin fræga upp-
götvun Alfreds Nóbels, hefur
öðlast skæðan keppinaut á
heimsmarkaðnum. Ódýrari
sprengiefni hafa rutt sér til
rúms. Þau eru fiest búin til
úr animom’um nítrati, sem er
algengt áburðarefni. Er það
margfalt ódýrara en dýnamít
og sprcngicfni, sem framleidd
eru úr nítró-glyseríni.
Ammoníum-sprengiefni
hafa verið notuð í smáum stíl
síðan 1920, en það er ekki fyrr
ep á síðustu árum að notkun
þeirra hefur orðið almenn.
Hinn hörmulegi atburður,
er sprenging varð í skipi
hlöðnum áburði í Bandaríkj-
unum fyrir nokkru, varð til
Jjess að athygli manna
beindist að ammoníum-nítr-
ati. Nú er algengt að hella úr
hundrað punda poka af am-
móníum í sprengiholu og
skvetta síðan logandi olíu of-
an í. Hefur þetta lækkað
kostnað við sprengingar um
allt að þrem fjórðu.
í mörgum tilfellum er þó
dýnamít hagkvæmara, t. d.
við sprengingar neðansjávar.
flæða yfir þau.
Litlar líkur...
FRÚ Ernest Kitleberger í
New York eignaðist tvíbura
Um jólin. Það hefðj varla
verið í frásögur færandi, ef
' hún hefði ekki átt fimm tví-
bura fyrir. Læknarnir segja
að líkurnar fyrir því að frú-
in eignaðist sjöttu tvíburana
séu 1:433:626.201.009, — en
i hún virðist einfaldlega
standa utan við alla statistik.
Frú Kitleberger er 38 ára
i gömul.
ALÞJODAMAL
NEW YORK, des. (UPI). —
Enska hefur verið nálægt því
að vera alþjóðlegt tungumál
eftir heimsstyrjöldina síðari,
en nú sækir rússneska óðum
á. Enginn hefði spáð slíku
fyrir tveimur árum. Flaude
Piron gerði þetta að umtals-
efni er minnst var 100 ára af-
mælis dr. Zamenhofs hjá Sam
einuðu þjóðunum. Zamenhof
er höfundur Esperanto, en út-
breiðsla þess eykst stöðugt, en
til þessa hefur ekki tekist að
fá það viðurkennt sem alþjóð-
legt mál.
Claude Piron er belgískur
og tungumálasérfræðingur
Sameinuðu þjóðanna. Hann
segir: „— Yfirburðir tungu-
máls f alþjóðaviðskiptum
byggist á notkun þess í við-
skiptum, stjórnmálasamskipt-
um og vísindum. Enska er enn
fremst í þessu tilliti en
franska er númer tvö.
Franskan var fram að fvrri
heimsstyrjöldinni alþjóðlegt
mál, en að f jörutíu árum liðn-
um verður það ef til vill rúss-
neska, en það fer eftir stjórn-
málaástæðum og efnahagsút-
þenslu Sovétríkjanna og fylgi
ríkja þeirra“.
Piron segir að þess verði
æ greinilegar vart að Rússar
krefjist þess að mál þeirra
verði notað á alþjóðlegum
fundum. Skólabörnum í lepp-
ríkjunum er kennd rússneska
og rússneskar bókmenntir
flæða yfir þau. „Fram til síð-
astliðins árs töluðu aðeins
Rússar, Hvítrússar og Úkra-
ínumenn rússnesku á fundum
Sameinuðu þjóðanna, en nú
hafa fulltrúar Tékka og Búlg-
ara bætzt í hópinn. En það er
einkuin á vísindasviðinu að
rússneskan vinnur á. Rússar
prenta gífurlegt magn af vís-
indaritum og vísindamönnum
í öðrum löndum ríður á að
geta fylgzt með því nýjasta,
sem frá þeim kemur á frum-
málinu“.
Piron segir að auðveldara
sé að læi’a ensku en rúss-
nesku, en hún er ekki ein ná-
Fi'amhald á 14. síðu.
10 jbús.
njósrrarar
TOKYO, nóv. (UPI). —
Japanska tímaritið Info skýr
ir frá því, að rúmlega tíu þús
und rússneskir njósnarar séu
að staðaldri í Japan. Er starf
þeirrá einkum fólgið í því, að
safna upplýsingum varðandi
bandaríska herliðið í landinu
og stefnu Bandaríkjastjórnar
í Austurlöndum fjær. Auk
þessa eru tugþúsundir Kín-
verja og Kóreubúa í Japan,
sem njósna fyrir Sovétríkin,
ef trúa má Info. Segir blaðið
að njósnarar séu settir á ^and
á afskekktum stöðum og sé
njósnastarfseminni stjórnað
frá Norður-Kóreu. Hafa þeir
ekki yfir sendistöðvum að
ráða, hcldur koma þeir upp-
lýsingum fyrir í blikkkrús-
um, sem þeir grafa í sand á
sjávarströndu, en fiskibátar
frá Kóreu koma og sækja
dósirnar
Jarðskjálfti
ALLSNARPS jarðskjálfta-
k'.pps varð vart á Selfossi í
gær. Átti hann upptök sín unx
20 km. frá Reykjavík.
LOS ANGELES. — Ein
af flugvélum bandaríska
flotans hefur náð hærra
en nokkur önnur flugvél.
VWWWWWWVUWVWWVWWWWWWWWVWWVVWV
Hæðarmet
Hinn 39 ára flugmaður,
Flint, náði fyrir sköinmii
98.560 feta hæð á Phan'ton
Il.-orustuþotu. Fyrra met-
ið átti Rússinn Iljúsín, er
hann komst í 94.658 feta
hæð á TU 431 í júlí s. 1.
Flint setti metið í Kali-
forníu. Þegar metið verð-
Ur staðfest, verður það í
fimmta sinn að Banda-
ríkjamaður heldur metinu
í hæðarflugi.
Flint er fyrrverandi or-
ustuflugmaður bæði í síð-
ari heimssyrjöldinni og
Kóreustríðinu.
Pliantom II. vélarnar
verða nú aðalflugvélar
bandaríska flotans. Það er
ein hraðskreiðasta flugvél
í heimi.