Alþýðublaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 1
I * sMmsmem 41. árg. — Sunnudagur 17. janúar 1960 — 12. tbl. WMMmmM IM áPjl Ragnar sagði, að líklega mundi áin fara vaxandi í nokkra daga. Mundi flóðið ná hámarki með hlaupi eftir nOkkra daga eða viku. Jarðfræðingar segja, að vatnsmagn í Grímsvötnum sé svipað og fyrir síðasta Skeið- arárhlaup árið 1954, sagði Ragnar. Áin rennur enn í sömu far- vegum og £ vetur og er enn ekki farin að breiða úr sér yfir sandana. Megna brennisteinsfýlu legg ur af Skeiðará þessa dagana. Einu hugsanlegu spellvirkin, sem væntanlegt jökulhlaup kemur til með að geta vaídið, er á símalínum yfir sandinn, svo og að skola burt rekaviði af fjörum. Samkvæmt upplýsingum frá Jóni Eyþórssyni mun Jökla- rannsóknafélagið fylgjast með gangi mála þarna eystra og fljúga yfir vötnin nú í vikunni þegar veður leyfir. Ekkert hefur verið ákveðið hvort leiðangur verður gerður út landleiðis, sagði Jón, enda þótt tíð og færð séu hagstæð til ferðalaga á þessar slóðir og langt hægt að komast á bif- reiðum. SKEIÐÆÁ óx enn tals vert í fyrrinótt og í gær- morgun, að því er Ragnar Stefánsson bóndi á Skafta felli í Öræfum, tjáði Al- þýðublaðinu í gær. Er því mikið útlit fyrir hlaup þá og þegar. AMERÍSKA tímaritið „Miss- iles and Rockets“ beldur því fram, að bandaríska land- Fbamhald á 2. síðu, Nýnazistarnir (merkið þeirra hangir á veggnum) öpuðu fyrirrennara sína með því að hittast á bjórkrá. Flokkur þeirra heitir Þýzki þjóðarflokkurinn. Nú hefur vestur-þýzka stjórnin til athugunar að banna hann. Á ráð- sfefnu flokksforingjanna er rætt um hættuna, sem að flokki þeirra steðjar. Maðurinn með bjórkrúsina er Adolph von Thadden (39 ára), semi mun vera einn harðasti þýzki nýnazist- HÉR eru myndir af tveimur ráðstefnum, þar sem spurningin var þessi: Hvað á nú að taka til bragðs? En þar með hefur líka það eina verið nefnt, sem sameiginlegt er með hjónunum á efri myndunum og mönnunum á þeirri neðstu. Ungu hjónin eru strönduð alls- laus í Danmörku, méngnirnir á bjórkránni eru Þýzkir nýnazistar, sem komnir eru í klípu vegna Gyðingaofsóknanna, sem nú hafa verið í heimsfréttuiium hátt á fjórðu viku, Ævintýrahjónin eru ensk, konan fyrrver- andi blaðamaður við Daily Sketch í London, maðurínn verkfræðingur. Þau keyptu sér snekkju í Stege í Danmörku, hugðust sigla henni til Miðjarðarhafs, en urðu fyrir óhappi í Kielarskurði og máttu snúa aftur. Nú hafa þau orðið að leggja snekkjunni og eiga naum- ast til næsta máls. Árangur ráðstefnu þeirra: Þau fengu blöð- in í Stege til að auglýsa, að þau vantaði vinnu og tækju öllu fegins hendi, jafnvel snjó- mokstri. Niðurstaða þessarar ráðstefnu: Að lýsa yfir að þjóðernissinnar hefðu enga hlutdeild átt í Gyðingaofsóknunum — og væru raunar hinir friðsömustu menn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.