Alþýðublaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 15
„Minnist þess aðeins að halda yður á stígnum þegar þér gangið hér um“, sagði hann. „Það eru nokkur manchineel tré hér í kring. Eyjarskeggj- arnir ganga í stóran boga um- hverfis þau“. „Ég mun gera það sama framvegis“, sagði Moira. S'vo bætti hiin áhyggjufull við: „Þér hefðuð ekki átt að meiða yður svona“. „Þetta er ekkert“. Hann néri handlegginn. „Ég vildi aðeins að þér skilduð að ég tók ekki í yður mér til skemmtunar". 16. Þau gengu aftur inn á stíg- inn og heimleiðis. Owen sagði „Skyldi Binkie vera komin heim?“ „Það er hún áreiðan!ega“, sagði Moira. „Hún hlýtur að vera mjög þrjózk ef hún er ekki komin enn“. Hann leit á hana. „Það er einmitt það sem að er. Hún er mjög þrjózk Ég vona tað allt sé í lagi þegar við kom- um heim. Annars ...“ Hann sagði ekki meira. Það var bú'ð að bera á borð til tedrykkju þegar þau komu heim. Prú Drvden sat við te- borðið með bók í kjöltúnni. Hún lagði strax bókina til hliðar og hellti í bollana. ' „Hvernig gekk í verksmiðj- unni?“ spurði hún kurteis- lega. ' „Bara vel“. „Það er gott. Og hvernig leið Goodenhurst lækni, ung- frú Davidson?“ „Mér v'rtist honum líða vel“, sagði Moira. Owen rétti henni teboll- ann og leit á hana býðingar- miklu augnaráði. Hún spurði hreint út: „Er Binkie komin heim?“ „Nei, ungfrú Davidson!" Það var ekki hægt annað en sjá hve sigrihrósand' frú Dry- den var. „Binkie er ekki kom- in heim! Binkie hefur sigrað yður!“ Moira safnaði öllu sínu hug rekki og sagði: „Ég held nú samtað hún komi“. „Er það?“ Frú Dryden leit á úr sitt. „Hún hefur verið á burt í fimm tíma. Ég held að hún hafi gert okkur það ljóst að hún kemur ekki heim ef hún er ekki sótt“. „Það getur vel verið“, svar- aði Moira. „En það er hægt að sanna það með því að bíða í tvo tíma enn“. Frú Dryden brosti með sjálfri sér og sagði: „Þá það, þá bíðum við lengur. En við getum ekki beðið of lengi, ungfrú Davidson, því barnið hefur ekki borðað síðan í morgun“. Eftir te fór Owen inn til sín. Moira fór líka til herberg- is síns. Hún hafði fengið þau skila- boð að kvöldverður yrði í fyrra lagi. „Við verðum að fara snemma að sofa hér“, sagði frú Dryden. „Owen fer alltaf á fætur klukkan sex“. Um leið og fór að dimma fór Moira í sturtubað og skipti um föt. Þegar hún gekk niður tröpp urnar hitti hún Owen, sem var breyttur og heimsmanns- legur í smóking. Hún sagði strax: „Er Binkie .. ?“ „Hefur ekki sést. Mamma var að senda Selinu eftir henni“. „Ég skil“. Hún hafði tapað og gat ekki annað en tekið ósigrinum. Hún sýndi honum lítinn pakka, sem hún hafði með- ferðis og sagði við hann: „Vilj ið þér vísa mér til herbergis Binkie? Mig langar til að leggja þetta inn til hennar. Það er ein af þessum glerkúl- um með húsi innan í. Þegar maður hristir kúluna kemur unni. Ég vona að hún hafi burstað tennu’r“. „Ekki hún, nei!“ hann hló. S'vo sagði hann alvarlega. „Það er fallegt af yður að segja ekki: Hvað sagði ég ekki!“ „En ég sagði þetta ekki fyrir“. „Þér sögðuð að hún kæmi heim ef hún yrði látin eiga sig og það gerði hún!“ Niðri í ganginum mættu þau Selinu, sem grét af skelf- ingu. „Herra Dryden, ég finn Litlu Ungfrúna hvergi. Hún er ekki lengur £ bátageymsl- unni! Ó, herra, hvað á ég að segja Frúnni?“ „Svo hún var í bátageymsl- unni. ’Vertu róleg, Selina. Hún er háttuð núna“. „Toby eða Inigo hafa áreið- anléga borið hana heim. Ó, þessi óþekktarangi“, sagði ir>egar nun var nuin ao klæða sig fór hún fram til að þurrka sér um hárið. Það gat engin baðhetta haldið hennar mikla hári þurru. Hún sett- ist út £ sólina og þurrkaði und irhárin. „Það hlýtur að vera erfitt að hafa svona mikið hár þeg- ar maður þvær sér“, sagði rödd að baki hennar. „Því klippirðu það ekki af þér?“ Hún leit við og í dyrunum stóð lítil stúlka í rósóttum kjól. „Sæl, Binkie“, sagði Moira vingjarnlega. „Já, það er stundum erfitt að hafa sítt hár“. Binkie lagði undir flatt. „Ég vil ekki vera kölluð Binkié“, sagði hún. „Það er er orðið svo sítt og hún á að klippa mig“. ■ „Á ég að klippa þig?“ „Já, það geturðu, það þarf bara að klippa svolítið neðan af því“. Hún leit vongóð á Moiru. „Má ég kannske klippa þig fyrst þú mátt klippa mig? Ég get það!“ Moira ætlaði að mótmæla en barnið hélt áfram. „Ég skal passa mig vel“, sagði hún, „og svo þegar ung- frú Annemay kemur £ næstu viku geturðu beðið hana unj að laga það. Annars þarftu alltaf að vera að þurrka það“. Moira leit einu sinni á litla ákafa andlitið og ákvað sig. „Allt £ lagi“, sagði hún. „Áttu skæri?“ „Nei, en Selina á skæri“. BELINDA DELL SOLSKINSEYJAN > tWWMMWW**WWMMMMWMWMWMMWmUMMMMWMWMMWWWWWMWMIWWWIWMMWWMWWW»WmVWMW hríð. Ég hélt... ég hélt að Binkie hefði kannske gaman að þessu þar sem hún býr í hitabeltinu“. Owen sagði lágt: „Það er fallegt af yður að hugsa til hennar. Kom'ð með mér, ég skal vísa yður til vegar“. Hann gekk upp og oþnaði dyr £ einum hliðarganganna. „Má ég láta það á rúmið hennar?*. „Auðvitað“. Hann gekk inn £ svefnher- bergið. Rúmið var bleikt og ofan á bví var hvítt rúmteppi með bleikum ísaumuðum blómum. Og í miðju rúminu lá lítil grannleit stúlka með slétt brúnt hár. Hún hafði lokuð augun og lét sem hún svæfi. Moira gekk til dyra og sagði lágt: „Owen!“ Hann kom til hennar og hún kinkaði kolli í áttina til rúmsins. Hann varð mjög undrandi á svip en í næstu andránni ljómaði andlit hans af gleði og feginleik. Moira lagði pakkann á náttborð ð og lét sem hún sæi ekki að Binkie hálfopnaði augun. Hún gekk út án þess að segja ei-tt orð. „Hafið þér nokkurn tím- an vitað annað eins?“ spurði Owen þegar þaU gengu nið- ur. „Hvað skyldi hún vera búin að vera lengi heima?“ „Nægilega lengi til að borða úr einum konfektkassa og tvær appelsínur. Ég sá leifarnar í hálfopinni skúff- Selina og fór fram £ eldhús. Þau fóru inn í stofu og stóðu við gluggann um stund. Moira starði á stjörnurnar sem virtust stórar sem blóm á dökkum hitabeltishimnin- um. Skömmu seinna fann hún að Owen horfði á hana. „Hvað er að?“ spurðj hún. „Ég var aðeins að hugsa ... í svona einföldum kjól lítið þér ekki út eins og herfor- ingi, sem hefur unnið sinn fyrsta sigur“. Hann gekk út £ garðinn og kom aftur með rúbínrautt hibiscusblóm. „Leyfið mér að veita yður þessa orðu“, sagði hann há- tíðlega. Moira stakk blóminu niður í hálsmál kjólsins. Hún sá sig í spegli um leið og þau gengu til borðs og hún sá að blóm- ið klæddi hana najög vel. 17. Moira vaknaði snemma næsta morgun. Hún heyrði fuglana syngja og fann fersk- an ilminn frá garðinum. Hún fór í baðföt og hljóp niður að ströndinni. Hún synti £ fimm- tán mínútur og fór svo að hús inu með baðhettuna og hand- klæðið í annarri hendinni. 9 engu líkara en verið sé að taia við kött. Ég heiti Bi- anca“. „Ég veit það“. „Af hverju kallarðu mig þá Binkie?“ „Af því að hinir kalla þig Binkie“. „Ef þú kallar mig alltaf Bi- anca, gera hinir það kannske líka“, sagði telpan. „Ég ge,t vel kallað þig Bi- anca ef það er það sem þú vilt“, sagði Moira. „Ég heiti Moira“. „Af hverju ertu með svona dökkar augnabrúnir en svona ljóst hár?“ „Ég veit það ekki. Það er bara svona“. „Ætlarðu að fara oft að Synda?“ „Það vona ég“. „Þá fer mikill tími £ að þurrka hárið á þér. Ég veit það, því einu sinni var ég með fléttur...“ Nú var hún með stutt hár og topp. „Af hverju klippirðu þig ekki eins og ég?“ „Ég held að það klæði mig ekki að vera með topp. En ég klippi mig strax og ég get. Er einhver hárskeri hér á eynni?“ „Já, það er einn í Meröldu, en hann klippir ekki vel“, sagði Bianca dræmt. „Atama lætur konu laga á sér hárið og sú kona kemur með póst- bátnum en hún kemur ekki fyrr en í endaða næstu viku. Það er slæmt, því hárið á mér Moira beið að hún færi að gá að Selinu en Bianca gerði sig ekki líklega til að hreyfa sig. Hún kallaði aðeins: „Se- lina, Selina!“ Og augnabliki síðar arkaði Selina inn. Það var greinilegt að það yrði erfitt að fá Biöneu til að hreyfa sig í þessu húsi. En ekki var hún fyrr búin að fá skærin en hún fór að hreyfa sig. Hún staulaðist yf- ir svalirnar og sat við hlið Moiru meðan ' Moira klippfi hana. „Lokaðu augunum“, sagði Moira aðvarandi meðan hún klippti toppinn og hún brosti þegar Bianca blés hár- in af litlu beinu nefinu. Svo var röðin komin að Moiru. Hún sat grafkyrr með an Bianca kl'ppti og klippti og athugaði hana vandlega þegar hún varð að standa upp og klippa standandi. Hún slá vel hvað var að henni. „Svona, þá ertu til“, sagði Bianca og gekk nokkur skref aftur á bak til að dást að handarverki sínu. „Þú erjt agalega fín. Ég er bara alveg eins dugleg og stór háf- greiðslukona!“ Þær gengu inn til að borða saman. Owen sat við morgun- verðarborðið með bok í hönd. Hann stóð á fætur þegar þær komu inn. \ „Góðan daginn. Ætlið þið |að borða morgunverð með mér? Það var sannarlega ’ óvenju- legt“. ; Hann þagnaði þegar hanp sá i ÁlþýðubíaðiS 5íf^ÍsÍM«r4:SA - - 17. 08G1 ]an. jim. 1960 *5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.