Alþýðublaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 2
jjv Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson.
— Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.),og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi
ritstjórnar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson.
■{, — Símar: 14 900 — 14 9Q1 — 14 902— 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að-
flietur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. —
Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði.
Kjarahót verkamanna
UNÐANFARIN ÁR hefur 'launafólk í land-
inu gert sér ljóst í vaxandi mæli, hversu varhuga-
7 vert er að treysta á hækkun krónutölu kaupsins
til kjarabóta. Ár eftir ár hafa verðhækkanir kom-
i ið í kjölfarið og gleypt slíkar hækkanir jáfnharð-
an. Um þetta skrifar Jón Hjálmarsson, forustu-
maður andkommúnista í Dagsbrún, í verkamanna-
blaðinu:
Til þess að samningar um hækkað tímakaup
nái tilgangi sínum, verður að vera tryggt, að at-
vinnureksturinn taki á sig hækkunina og verðlag
á vöru og annarri þjónustu hækki ekki af völdum
þess. Því aðeins hefur kauphækkunin orðið raun-
veruleg kj arabót. Launamenn hafa eignast aukna
, hlutdeild í arði atvinnureksturins.
Atvinnurekendum hefur hins vegar nú um
skeið ávallt tekizt að velta af sér þessari byrði.
Atvinnuvegirnir hafa ekki verið taldir þola hækk-
aðan reksturskostnað. Þessi þróun hefur komið æ
skýrar í Ijós og náði hámarki í síðustu samning-
um Dagsbrúnar haustið 1958, þegar það tvennt
gerðist samtímis, að samið var um nokkra hækkun
á tímakaupinu, og svo hins vegar, að samið var
við atvinnurekendur. að þeir fengju upp bættan
þann kostnað, sem af hækkuninni leiddi. Þetta
samkomulag við atvinnurekendur gerði kaup-
hækkunina gagnslausa. Það átti auðvitað að leyna
þsesu samkomulagi fyrir verkamönnum. Þeim var
laðeins sagt, að ráðherra kommúnista hefði veitt
mikilvæga aðstoð við gerð samninganna, en sú
„mikilvæga aðstoð“ var einmitt í því fólgin, að
, koma á þessum samningi.
„Kjarabóíin” var því nákvæmlega þetta: —
Verkamenn fá kauphækkun, en sérstaklega er
samið við atvinnurekendur um að þeir þurfi ekki
að greiða kauphækkunina, heldur eigi verkamenn
©g aðrir launþegar landsins að greiða hann sjálfir I
með hækkuðu vöruverði!“
. Jón Hjálmarsson bendir hér á athyglisverðar
sfcaðreyndir, sem nauðsynlegt er fyrir hvern verka-
mann að skilja. Tillaga Jóns um bót á þessu er að
nofca miklu meira ákvæðisvinnu, svo að greitt sé
fyrir hverja vinnueiningu, en ekki tima. Það er
vissulega mál, sem vert er að íhuga gaumgæfi-
lega.
i Auglýsingasíml
] Alþyðublaðsins
I er 14906
.r—----------------------------------------------
17. jan. 1960 — Aljjýðubiaðið
f 0281 >í — - flilíifldufltM
1 -
E
| Kandidatakapphlaup í Bandaríkjunum.
triiiiiiiHitUiitiiiiuiiítiUiiiúiiniiiíiiiiiiiitiiifiiiiiiiiiiiiiliiuiiiiiuiiiiiiiiiiiiiÚiiiiiiiiiiiiiHitiiiiiiiiittiiiiiiiitliiiiiiÍHdOÍiiiiiiiiiltitiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiiiÚiiiiitiiiiiiÍitiiiiiiiiiiiiiiú
annes
h o r n i n u
Skattskýrsla send 13
janúar.
Á að skilast 15. jan.
'Á' Bréf frá forstjóra
M j ólkur samsölunnar
af gefnu tilefni.
ar í tilefni af bréfi mjólkurneyt-
anda í dálkum þínum 13. þ. m.:
Mjólkurframleiðandinn austan-
fjalls, sem um getur í bréfinu,
lagði mjólk inn í Mjólkurbú
Flóamanna í 46 vikur á sl. ári,
samtals 32364 kg. í 1. flokk fóru
82,0% af mjólkinni, í 2. flokk
16;5%, í 3. flokk 1,5%, en ekk-
ert í 4. flokk. Það sem af er
þessu ári, hefur öll mjólk hans
verið í 1. flokki.
að verðfella hana og endursenda
hana, eftir því sem við verður
komið. Einnig eru bændum veitt
ar leiðbeiningar ásamt fleiru.
HÉR ER SVO AÐ LOKUM
yfirlit yfir flokkun mjólkurnnar
á Mjólkurbúj Flóamanna á síð-
astliðnu ári, og sýnir það, að sem
betur fer flokkast mjög lítill
hluti ársmjólkurinnar í 3. og 4.
flokk.
f 1. flokki 79,90% 3
f 2. — 16,80% 1
f 3. — 3,11% \
í 4. — 0,19% !
Hannes á horninu. )
Útvarpshulir
KÓPAVOGSBÚI SKRIFAR:
„Póstþjónustan er svo slæm
hér í Kópavogi, að engu tali tek-
ur, en það er fleira, sem erfitt
er. í dag (13. janúar) fékk ég
send skattskýrslueyðublöð og
enn fremur húsbyggingaskýrsl-
ur og fleira. Sú klásúla fylgdi að
ég ætti að skila skattskýrslunni
ekki síðar en 15. janúar, Allir
sjá hvílík fásinna þetta er. Við,
sem vinnum alla' daga, getum
ekki afgreitt svona mál á sömu
stundu og við fáum skýrslurnar
i hendurnar.
ÞÁ SKAL ÉG geta þess, að
með sama pósti fékk ég jólakort,
sem stimplað var í Hafnarfirði
daginn fyrir Þorláksmessu. —
Ég er ekki að gera þetta að um-
talsefni til þess að lýsa sök á
hendur einstökum mönnum, en
þetta ástand er slæmt. Hér er
mikil víðátta og vegir slæmir,
enda ekki hægt að byggja upp
kaupstað á stuttum tíma. En það
verð ég að segja, að svona ástand
með útburð á pósti er ekki hægt
að una við. Það er líka óþolandi
að til dæmis skattskýrslur séu
sendar með svona litlum fyrir-
vara til skattþegnanna.“
STEFÁN BJÖRNSSON for-
stjóri Mjólkursamsölunnar, skrif
ar mér að gefnu tilefni eftirfar-
andi; „Línur þessar eru skrifað-
ÞAÐ ER EKKI RÉTT hjá
mjólkurneytanda, að sendir hafi
verið fimm brúsar af mjólk til
rannsóknar í Mjólkurbú Flóa-
manna. Það voru tekin fimm sýn
ishorn af mjólkinni, þar sem hún
var í vörzlu neytendanna. Vegna
þess, að þessi sýnishorn eru mik-
ið lakari en hin, sem tekin hafa
verið. í mjólkurbúinu, er ástæða
til að spyrja, hvort mjólkin hafi
verið hrærð nægjanlega vel upp,
áður en sýnishornin voru tekin,
hvort sýnishornin hafi verið
kæld strax og þannig um þau
búið, að þau hitnuðu ekki á með-
an þau voru flutt, kannske í
upphituðum stjórnklefa bifreið-
ar, alllangan veg til mjólkurbús-
ins.
HAFI ORÐIÐ misbrestir á
þessu, er ekki rétt að taka mikið
mark á þessum sýnishornum.
Lítið sýnishorn af mjólk er ekki
lengi að hitna og spillist þá fljótt
og er því með öllu óverjandi að
taka mjólkursýnishorn til gerla-
rannsóknar, án þess að kæla það
strax og halda því vel köldu, þar
til það er rannsakað.
BRÉFRITARINN spyr margs
um það, hvað mjólkurbúið geri
við mjólk, sem flokkast í 3. eða
4. flokk. Það er fyrst og fremst
reynt að útrýma henni með því
Framhald af 5. síðu
árin, og bronzpeningar fyrir
unga flytjendur, innan 25 ára
aldurs. Peningarnir eru mjög
haglega gerðir og á þeim mynd
Daða Hjörvar gerð af Ríkharði
Jónssyni.
Þorsteinn Ö. Stephensen tólg
til máls og þakkaði fyrir hönd
þeirra, sem heiðraðir höfðu
verið. Þakkaði hann Helga fyr-
ir að gangast fyrir stofnun
þessa sjóðs til að efla málefni,
sem hann hefði svo lengi unn-
að, vernd tungunnar, en sagði
jafnframt, að sér fyndist eng-
inn maður vera eins vel að slík
um verðlaunum kominn og
Helgi mundi sjálfur vera.
Eldflaugar
Framhald af 1. síðu.
Foringinn hefur stungið upp
á, að Sovétríkjunum verði boð-
ið að taka Þátt með Bandaríkja-
mönnum í að skjóta eldflaugum
á ákveðið svæði, þar sem séu
nauðsynleg tæki til að skrá
markiðrsem flaugin lendir á, eni
slík tæki hafa Bandaríkjamenni
notað vð tilraunaskot sín með
Atlas-flaugum. J