Alþýðublaðið - 17.01.1960, Blaðsíða 3
Skipulagi ASÍ
gerbreytt i ár?
iiiiiiaiiiiiiiimiiimiiiiimimmiiiiiiiiiiuuiiiiimimifir_
| Árshátíð |
I Kvenfélags |
j Alþýöu- |
| flokksins
| ARSHATÍÐ Kvenfélags |
| Alþýðuflokksins í Reykja I
| vík verður í Alþýðuhús- I
| inu við Hverfisgötu þriðju |
| daginn 19. janúar kl. 8,30. i
| Eru félagskonur hvattar |
.= til að fjölmenna en allt A1 \
| þýðuflokksfólk er velkom =
| ið meðan húsrúm leyfir. {
| Skemmtunin hefst með [
| sameiginlegri kaffi- |
| drykkju. Ýmis skemmti- |
| atriði verða og tryggt, að §
| enginn verður fyrir von- |
| brigðum, er sækir hátíð- |
| ina. |
TlllllllllllllHHIHUIUllUUIHIIIIllUIIIIIIUIUIIUIHIIUHIlÍi
STEFNT er að því, að
á næsta þingi Alþýðusam-
bands íslands, er haldið
verður í haust, verði unnt
að afgreiða gerbreytingu á
skipulagi verkalýðssam-
takanna. Verður breyting-
in fólgin í því, að í hverri
starfsgrein verði aðeins
eitt verkalýðsfélag í hverj
um bæ.
Á 26. þingi Alþýðusambands
íslands, er haldið var haustið
1958 skilaði skipulagsmála-
nefnd áliti. Hafði sú nefnd
unnið síðan 1956. Þingið sam-
þykkti álit nefndarinnar en í
því sagði svo m. a.:
„Undirstaðan í uppbygg-
ingu verkalýðssamtakanna
skal vera vinnustaðurinn.
Verkalýðssamtökin skulu eft-
ir því, Sem framkvæmanlegt
er, reyna að koma á því skipu
Sigga Vigga
lagskerfi, að í hverri starfs-
grein sé aðeins eitt félag í
hverjum bæ, eða á sama stað
og skulu allir á sama vinnu-
stað (verksmiðju, skipi, iðju-
veri o. s. frv.) vera í sama
starfsgreinafélagi“.
Þetta skipulag mundi þýða
það t. d., að aðeins eitt verka-
lýðsfélag yrði fyrir farskipin
og aðeins eitt félag fyrir tog-
arana. En eins og nú er ástatt
er sérstakt félag fyrir háseta,
sérstakt, fyrir matsveina o.
s. frv. Og hefur afleiðing þess
skipulag m. a. orðið sú, að fé-
lög þessi hafa stundum átt í
kjaradeilum hvert á eftir öðru
og skipin stöðvazt á stundum
með stuttu millibili.
í skipulagsmálaáliti ASÍ
sagði einnig svo:
„Á fámennum stqðum, þar
sem atvinnuhættir gera slíkt
nauðsynlegt, getur ÁSÍ ákveð
ið, að staðurinn skuli teljast
einn vinnustaður (þótt um
fleiri starfsgreinar sé að ræða)
og þar skuli því aðeins vera
eitt félag“.
LAGT FYRIR FÉLÖGIN.
Á fundi fullskipaðrar stjórn-
ar ASÍ, er haldinn var nýlega
í Reykjavík lagði milliþinga-
nefnd er fjallað hefur um mál
þetta fram ítarlega greinar-
gerð. Hafði nefndin orðið sam-
mála um þá greinargerð.
Næsti áfangi málsins er sá, að
draga mörkin m'lli starfs-
greina og félaga, er grundvall-
ast eiga á þeim. Er stefnt að
því, að unnt verði að ræða
skipulagsbreytingar þessar í
verkalýðsfélögunum fyrir
næsta þing ASÍ og ef allt geng-
ur að óskum að afgreiða skipu-
lagsbreytinguna á þinginu í
haust. »
Hún er til
i tuskið
HVERNIG litist ykkur á
að glíma við hana þessa?
Hún er fræg jaþönsk
kvikmyndaleikkona, og
myndin er úr atriði úr
síðustu kvikmynd henn-
ar — þar sem hún leikur
sérfræðing í judo! Hún
er i byrjunarstöðu hérna,
við öllu búin. Og svo hefst
glíman.
WWWMWWMWWWWIWMWWWWWMWWWMMMWMnWMW
HEFUR SPÁÐ
( 40 ÁR .
m m
„lVíunurinn á þér og henni liggur í einum bók-
staf: Pabbi hennar var RÍKUR, þinn RAKUR.“
ADALFUNDUR
AÐALFUNDUR Sjómanna-
félags Reykjavíkur verður í
dag, sunnudag. Stjórnarkjöri
lauk um hádegi í gær og hafði
þá staðið í nokkrar vikur.
Tveir listar voru í framboði,
A-listi stjórnar og trúnaðar-
mannaráðs og B-listi komniún-
ista.
Kosningu lauk í gær. A kjör-
skrá voru á 15. hundrað og 1121
kaus.
Á fundinum í dag verða úr-
slit kosninganna tilkynnt. Fund
urinn verður í Iðnó og hefst kl.
1.30 síðdegis.
FYRSTA veðurspá fyrir ís-
land var gefin út 17. janúar
1920 eða fyrir réttum 40 árum.
Var þetta aðeins 17 dögum eft-
ir að veðurþjónustan komst í
hendur íslendinga. Fyrst voru
veðurspárnar símsendar til all-
margra símstöðva, en síðan Rík
isútvarpið kom til sögunnar ár-
ið 1930 hefur það séð um flutn
ing veðurspáa til hlustenda, að
undanteknum stríðsárunum
1940—1945.
'Veðurlýsingin og spáin 17.
janúar 1920 var á þessa leið:
Breyting frá í gær: Loftvog
yfirle.tt fallin 10 mm., en hit-
inn vaxið um 2—3 stig.
Nú: Loftvog lægst (um 130)
fyrir norðan land og fellur
ennþá, nema í Þórshöfn. Hiti
um 2 stig og suðvestlæg átt. Á
Suðuvesturlandi rosi með stinn
ingskalda.
Útlit: Fyrir suðvestan og
vestanátt með vaxandi vindi á
Norður- og Austurlandi, svip-
uðum hita og heldur hækkandi
loftvog.
í ársbyrjun 1920 tóku ís-
lendingar að sér veðurþjón-
ustuna hér á landi og var Þor-
keli Þorkelssyni, forstöðu-
manni Löggildingarstofunnar,
falið að sjá um þessa starfsemi
og var fyrst um sinn starfrækt
veðurfræðideild innan Löggild
ingarstofunnar. Var deildin
Framhald á 10. síðu.
Ó/. leikar
EINS og áður hefur verið
getið um í blöðum og útvarpi,
hefur Ferðaskrifstofa ríkisiiís
umboð hér á íslandi fyrir
stjórn Olympíuleikanna í Róm,
en þeir fara fram á tímabilinu
25. ágúst til 11. september n.
k. Hefur Ferðaskrifstofan séð
um sölu á miðum á hina ein-
stöku leiki mótsins, og var upp
haflega settur frestur til ára-
móta til að útvega miðana, en
sá frestur hefur nú verið fram
lengdur til 24. janúar.
Alþýðublaðið — 17. jan. 1960 3