Alþýðublaðið - 17.01.1960, Síða 4

Alþýðublaðið - 17.01.1960, Síða 4
SEWDIW&FNO SEMUR UM V I-OSKIP'V I ^Í/TN'^ •MOSKVA SITJA fePrDHERRA- Fman OEEC ^ WA<mwcTQN JÓHAWNES EÆBIR VIÐ ALWcSeA- CiJALD'EVRISSJO© ÞJÓÐVILJINN var sjálf- cm sér líkur í vikunni sem lálði Á br-ðjudaginn skýrði hann frá því, að 14 íslend- ingar væru austur í Moskvu að semja við Sovétríkin um viðskipti næstu þriggja ára. Þetta þótti blaðinu mikil tíð- indi og sjálfsögð, sem þau og vocu, því Russar kaupa af okkur afurðir fyrir um 150 milljónir króna árlega. ISTæsta dag var annað hljóð í strokknum. Þá skýrði blað ð f á bví, að Gylfi Þ. Gíslason og Jónas Haralz væru farnir tií funda í efnahagssamvinnu stofnun Evrópu (OEEC) í París. Þar koma saman þjóð- ir, sem kaupa af okkur þrisv- ar sinnum meira en Sovét- ríkin, eða á fimmta hundrað milljónir. Þeaar íslenzkir fulltrúar fara til viðræðna um þau viðskipti kallar Þjóðv.lj- inn það ,.utanstefnu“ og seg- ir, að þeir eigi „að taka við fvrirmælum um hið nýja efnahagskerfi". Þessi samanburður sýnir, hvers eðlis stefna og starf kommúnista er. Það er kall- ag ábyrgðarleysi og þjóð- bættuleg skrif, ef menn levfa sér að ræða viðskiplin vsð Sovétríkin öðra vísi en í oflofi. Hitt þykir kormn- "úmistum jafn sjálfsagt að svívirða og rægia «11 okkar V’ðslántí- v«ð aðrar þjóðir, ssm við böfum verzlað við öJtlum samain n<* bljótum að bafa mikil viðskipti við um langa framtíð. Það er sannast mála, að margvíslegur vandi steðjar að íslendingum í viðskiptum við umheiminn, oa má segja, að hann sé þríþættur; 1) íslendingar hafa lengi fengið um 200 milljónum meira frá umheiminum en þeir greiða þangað árlega. Enda þótt við eigum að reyna að fá hæfileg lán til uppbyggingar, er þessi halli svo mikill, að gera verður alvarlegar ráðstaf- anir til að jafna hann. Þetta er einn erfiðasti þáttur efnahagsmálanna heimafyrir. 2) Austur-Evrópuríkin kaupa liðlega þriðjung af útflutn- ingí okkar, þar af Sovét- ríkin helminginn. Nú hafa Rússar aukið eigin fisk- veiðar svo stórkostlega, að menn óttast þá hættu, að þeir þurfi ekki á íslenzk- um fiski að halda og geti, hvenær sem beim þóknast, gerzt fiskútflytjendur. 3) MiIIi 40 og 45% af útflutn- ingi okkar fer til landanna vestan járntjalds, hinna svokölluðu EPU-landa. Nú hafa þessi lönd skipað sér í tvö tollabandalög; hina „6“ og hina „7“, en íslend- ingar eru meðal fimm þjóða á þessu svæði, sem standa utan við_. Án sér- stakra samninga getur það reynzt stórhættulegt ís- lenzkum útflutningi að standa utan við þessi bandalög. & Skipt! viS Það er vissulega eðlilegt, að eyríki umkringt fiskimið- um selji afurðir sínar til meg- inlandsríkja,. sem eiga lítil eða engin lönd að sjó. Þess vegna hefur það verið ábyrg- um mönnum fagnaðarefni, að viðskipti hafa tekizt milli ís- iands og ríkjanna í Austur- Evrópu. Hins vegar hafa verið þeir annmarkar á þessum viðskipt um, að þau hafa öll verið á vöruskiptagrundvelli. Sjálfr sagt er að kaupa mikið vöru- magn frá þessum löndum, en það er óneitanlega fjötur um fót í viðskintum að reikna allt á vöruskiptagrundvelli, sérstaklega fyrir smáþjóð eins og íslendinga. Það væri því mikið vinarbragð af Aust- ur-Evrópuþjóðunum, ef þær greíddu einhvern hluta við- skinta sinna við íslendinga i frjáisum grialdeyri, eins og b«»r srera við sum önnur lönd. Efnahasrslefrar framfarir þess- ara ríkia bafa verið svo örar, að bær hlióta að geta greitt í vlaldsrenErri mvnt. Kommúnistaríkin hafa vöru skípti sín á milli og eru bau skipulöpð af Efnahagsstofnun Austur-Evrópu (OEMA, sem vestanmenn kalla COME- CON), er samsvarar Efnahags stofnun Evrópu (OEEC) í vestri að ýmsu leyti. Nýlega hafa sézt merki þess, að for- ustumenn þessara landa skilji annmarka járnfastra vöru- skipta, því losað hefur verið um ferðamannagjaldeyri inn- an CEMA. Hinar stórauknu fiskveiðar Rússa hljóta að vekja eftir- tekt íslendinga. Árið 1958 var sjávarafli Sovétríkjanna 2,9 milljónir lesta, sem var tvö- falt það magn, sem þau veiddu 1940. Samkvæmt þeirri 7-ára áætlun, sem nú er í gildi, á aflinn að verða 4,6 milljónir lesta árið 1965, sem er 7—8 sinnum meira en allur afli ís- lendinga árlega. Það er ætlun Rússa að firnmfalda tölu stórra úthafstogara á árunum 1959—65. Þar sem landbún- aðarframleiðsla Sovétríkj- anna fer nú ört vaxandi, er mjög ólíklegt, að innanlands- neyzla Rússi taki við öllu þessu magni úthafsfiskjar. Fer þá um fisk nn eins og tin, aluminíum og olíu — að So- vétríkin hefji fiskútflutning í stórum stíl? Hvað þá um ís- lenzka markaðinn? Allt eru þetta alvarleg vandamál. Eina von fslend- inga er sú, að skilningur á eðlilegri verkaskiptingu með- al þióða heims verði slíkur, að fiskveiðar íslend'nga verði ekki óþarfar. Vonandi bera samningarnir í Moskvu góðan árangur og vonandi verður þróun framtíðarinnar sú, að eðlileg. viðskipti haldist milli íslands og Austur-Evrópu. ToS Gagnstætt hinum fast- reyrðu vöruskiptum Austur- Evrópu þróast nú verzlunar- mál Vestur-Evrópu ört í átt- i.na til tolla- og haftafrels s á stórum svæðum. Því miður erú þessi svæði enn tvö og samkomulag um sameiningu þeirra hefur ekki náðst. ís- lendingar standa nú utan beffgja bandalaga, en það get- ur haft þær afleiðingar, ef engar sérstakar ráðstafanir verða gerðar, að tollar hækki á íslenzkum fiski, meðan þátt- tökuríkin selja hvert öðru fisk tollfrjálst. Fiskiðnaður Norðvestur-Evrópu gæti þá orðið mjög hættulegur keppi- nautur á þeim mörkuðum, sem íslendingar hafa (og fara ört vaxandi t. d. í hraðfryst- um fiski) á þessu svæði. Það er vegna þessara alvar- legu vandamála íslendinga á svæði, sem keypt hefur 40— 50% af útflutningi okkar, sem þeir Gvlfi Þ. Gíslason og Jónas Haralz, viðskiptamála- ráðherra og skrifstofustjóri hans, eru nú í París. Hér þarf að finna framtíðarlausn, því ísland getur ekki í þessum efnum frekar en öðrum stað- ið utan við framvindu þess- ara mála í umheiminum eins og viðundur í heimi frjálsra ríkja. Fáar þjóðir heims hafa hlutfallslega eins mikil ut- anríkisviðskiuti og íslend- ingar. Til viðskipta þarf að minnsta kosti tvo aðila, og það býðir því ekki að berja höfðinu í stein og neita að tala við aðrar bjóðir eða koma nærrj því samstarfi, sem þær bafa um efnahags- mál. Svisslendimrar eru svo hlutlausir. að beir eru ekki í Sameinuðu bjóðunum. En bejr standa ekki utan við al- þióðlegt samstarf í viðskipt- um. Til að greiða fyrir alþjóð- legum viðskiptum eru t'l ýmsar stofnanir, alþjóða gjaldeyrisjóður og banki, OEEC í Párís og fleiri. Það er því allra hluta eðlilegast, að menn frá þessum stofnun- um koroi til íslands, sem er þar þátttakandi, og íslenzkir embættismenn fari utan til þeirra, eins og nú er að ger- ast með för Gylfa og Jónasar til Párísar og Jóhannesar Nordal til Washington. Að- eins einsýnir öfgamenn eins og kommúnistar, gera veður út af. slíkum samskiptum < af því/að þeir þola enga þátt- töku Islendinga í samtökum hins frjálsa heims. HVAÐ ER AÐ GERAST í VIÐSKIF TAMÁLUM ÍSLENDINGA? ☆ Skrlf nm Kort þetta gefur svipmymd af því, sem hefur ver.ið að gerasl í viðskiptamálum þjóðairinnar. Austur í Moskvu er fjölmenn sendinefnd að semja vi'ð Sovétríkin um viðskipti-næstu iþriggja ára, en Rússar hafa keypt af okkur fyrir um 150 milljónir árlega. í París hafa Gylfi Þ. Gísla- son og Jónas Haralz setið fundi OE'EC, þar sem rætt hefur verið um tollabandalögin tvö, er samtals hafa keypt af íslendingum fyrir um 450 milljónir árlega. Vestur í Washingiton ræðir Jóhannes Nordal við alþjóðlegar gjaldeyrisstof nanir. sem ísland er aðili að. Dagblöðin okkar hafa gert sér tíðrætt um réttaröryggi og skrif um dómsmál undan- farið. Það kemur í ljós, að Morgunblaðinu þykir ódrengi lega farið með Guðlang bæj- arstjóra í 'Vestmannaeyjum. Þjóðviljinn kvartaði undan meðferð Sigurðar Sigmunds- sonar, Tíminn ber hönd vfir höfuð Hannesar og illa þótti Alþýðublaðinu á sínum tíma sum jönnur blöð hegða sér viðkomandi Ingimar Jóns- syni. Öll eru blöðin sammála, þegar ÞEIRRA EIGIN MENN eiga í hlut. En viðhorfin virð- ast ger.breytt, þegar þau skrifa um andstæðinga sína. Þá roá láta allt fjúka, órök- studdar fullyrðingar, róg og níð. Á þennan hátt hafa menn verið teknir fyrir og reynt —1 stundum með árangri — að rægja frá þeim tiltrú og æru og eyðileggja þá sem virka þátttakendur (. stjórnmálum eða öðrum þáttum opinbers lífs. Sérstaklega hafa Alþýðu- flokksmenn orðið fyrir barð- inu á slíkum rógsherferðum af hálfu kommúnista, sem hafa „t.ekið fvrir“ hvern for- ingia Alþýðufiokksins á fæt- ur öðrum. í þessum efnum stendur ís- lenzk blaðamennska mjög að baki .öðrum siðuðum löndum. Hér þarf að verða bót á frétta flutningi frá opinberum mál- sóknum og rannsóknum, og er það alvarlegt íhugunarefni fyrir dómsyfirvöldin. Frjáls- leg en ábvrg fréttaþjónusta á þessu sviði sem öðrum er nauðsyn í nútíma lýðræðis- þióðfélagi. Hins' vegar verða flokkarnir og blöðin að hætta hinum taumlausu ofsóknum, sem haldið er uppi á einstaka menn án þess hægt sé að verj- ast eða hafa hendur á. í þessu sambandi þarf vafalaust að gera meiðyrSalöggjöf strang- ari og virkari hér á landi, en hún er nú mjög lítils virði og dómar eftir dúk og disk í meiðvrðamálum varla teknir alvarlega. Það er að sjálfsögðu ná- skvlt þessum þönkum, að réttargæzla í landinu verð- ur að vera svo virk og ströng að þjóðin sannfærist um, að hið sama gangi yfir alla landsmenn og leitað sé hinna seku í hvaða óreiðu- máli sem upp kemst. Það er nauðsynlegt fyi’ir framtíð þjáðarinnar — miklu nauð- synlegra en flest önnur dæg Framthald á 14. síðu. 17. jan. 1960 — Alþýðuþlaðið

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.