Alþýðublaðið - 17.01.1960, Side 5
TIMINN heJdur því fram í lausaskuldir bankanna. Þetta er
taumlausum áróðri þessa dagana, hvorugt mögulegt né heldur ráð-
að forustumenn Alþýðuflokksins legt“. Gylfi sagði einnig, að við
Iiafi sagt allt annað um hag þjóð- yrðmn að greiða 170 milljónir í
arinnar fyrir kosningar í október vexti og afborganir, 'en gætum
en þeir segja nú, og séu þarinig ekki haldið þannig áfram. Ræða
staðnir að lygum og blekkingum. Gylfa vakti mjög mikla athygli,
Ekkert er fjær sanni, og vill Al- en hún endaði á þessum orðum:
þýðublaðið rétt sem sýnishorn til- „Þær ráðstafanir, sem nú þarf
færa nolikur ummæli Gylfa Þ. að gera í efnahagsmálum þjóðar-
Gísíasonar í útvarpsumræðunum innar, eiga að hafa það að mark-
miðvikudaginn 21. október. miði, að íslendingar lifi á íslandi
„Ef núverandi kerfi ætti að af þeim gæðum, sem þeir vinna
standa“, sagði Gylfi meðal ann- úr skauti lands og sjávar. Það er
ars, „yrðum við ... að halda á- hjargföst sannfæring mín, að meg
fram að taka föst erlend lán í rík- inhluti þjóðarinnar muni styðja
um mæli og halda áfram að auka slíkar ráðstafanir, ef henni eru
kynntar þær af hreinskilni og þær
eru framkvæmdar af festu, heið-
arleik og réttsýni. Ég vona, að
gæfa þjóðarinnar verði svo mikil,
að slík stefna nái fram að ganga.
Þá væri mikill sigur unninn í
ævarandi sjálfstæðisbaráttu ís-
Iendinga. Og er það ekki í rafun
og veru sameiginlegt markmið
okkar allra?“
Getur nokkur maður, sem les
þessi orð Gylfa fyrir kosningar,
tekið undir það með Tímanum,
að hann hafi verið að reyna að
ljúga að þjóðinni og blekkja
hana?
AKUREYRI, 15. jan.
FJÁRHAGSAÆTLUN Akur-
eyrarbæjar fyrir 1960 var lögð
fram 12. þ. m. Samkvæmt hinni
nýju áætlun verða tekjur bæj-
arins 25 166 700 kr.
Útsvarshækkun er áætluð 1,7
millj. eða 10 prós.,- en það er
hlutfallglega sú lægsta, sem vér
ið hefur í mörg ár. Vonast er til
að ekki þurfi að hækka útsvars
stigann frá því í fyrra. Akur-
eyrartogiararnir Kaldbakur,
Svalbakur, Harðbakur og Slétt-
bakur fóru á síðasta ári 81 veiði
ferð, auk þess fóru þeir 5 sölu-
ferðir á erlendan mrkað. Sam-
anlagður afli togaranna var 15,2
þús. tonn. Mest af aflanum fór
í vinnslu til Útgerðarfélags Ak-
ureyringa, einnig fór nokkur
hluti aflans til vinnslu í Krossa
nesverksmiðjuna. Mikil og góð
’atvinna hefur skapazt í sam-
bandi við vinnslu á afla þessara
togara. .
HINN nýi sendiherra fsraels á íslandi, Arie Aroch, afhenti for->
seta íslands trúnaðarbréf sitt við hátíðlega athöfn á Bessiastöð-
um í fyrradag, að viðstöddum utanríkisráðherra. — V®r mynd-
in tekin við það tækifæri. — Að athöfninni lokinni höfðu for-
setahjónin boð inni fyrir sendiherrann.
Járniðnað
FJÓRIR útvarpsþulir hlutu
fyrstu silfurpeningana, sem
veittir voru úr heiðursverð-
launasjóð Daða Iljörvar fyrir
fagran flutning íslenzkrar
tungu í útvarp. Var fjöldi út-
varpsmanna og annarra gesta
saman kominn á heimili frú
Rósu og Helga Hjörvar í fyrra-
kvöld, er Helgi skýrði frá því,
að fyrstu verðlaunin úr hinum
nýstofnaða sjóð hefðu verið
v'eitt höfuðþulum útvarpsins
"vá •byrinu þess: frú Sigrúmi
Ögmundsdóttur Pétri Péturs-
syni, Jóni Múla Arnasymi og
Þorsteini Ö. Stephensen,
Helga Hjörvar skýrði frá
stofnun og tilgangi minningrr-
sjóðsins, sem er að veita þeim
mönnum heiðursgrip til minja,
sem fegurst tala íslenzka tungu
í útvarp. Er átt við túlkun radd
arinnar einnar og - skal meta
mest einlæga tjáning, en miður
rík tilbrigði eða leikbrögð *l
formi. Verðlaun verða guDpen-
ingar, veittir þriðja hvert ár
en silfurpeningar veittir hin
Framhald á 2. síðu.
AÐALFUNDUR Félags
járniðuaðarnema verður
haldinn mánudaginn. 18.
þ. m. kl. 8 e..h. í Iðnskól-
anum. Dagskrá: Venjuleg
aðalfundarstörf. Önnur
mál.
Félagar eru hvattir til
lað fjölmenna og mæta
stundvíslegia.
PARÍS, 14. ian. (NTB-Reuter).
— Bandaríkjamenn og Rússar
kanna nú áætlanir um nána
ísamvinnu við. geimrannsóknir,
sagði rússneski eldflaugafræð-
ingurinn Anatol Bachravov í
viðtali við -AFP í dag. Hann
hvatti einnig erlenda sérfræð-
inga til að hafa samband við
sovézku vís'ndaakademíuna í
augnamiði samvinnu.
Alþýðublaðið — 17. jan. 1960 5