Alþýðublaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 2
Útgefandi: Alþyðuflokkurinn. — Framkvæmdastjóri: Ingólfur Kristjánsson. — Ritstjórar: Gísli J. Ástþórsson (áb.).og Benedikt Gröndal. — Fulltrúi ritstjómar: Sigvaldi Hjálmarsson. — Fréttastjóri: Björgvin Guðmundsson. — Símar: 14 900 — 14 901 — 14 90S — 14 903. Auglýsingasími 14 906 — Að- cetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgata 8—10. — Áskriftargjald: kr. 35,00 á mánuði. Hvab gerir OEEC ÞEIRRI spurningu hefur verið varpað fram, hvort Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra og Jónas Haralz ráðuneytisstjóri hafi verið að leita eftir erlendum lánum á fundi efnahagssamvinnu- stofnunarinnar OEEC í París. Þessi spurning ber vott um, að spyrjendur geri sér alls ekki grein fyrir, hvert hlutverk OEEC er og hvemig sú stofnun starfar. Um hana, og raunar einnig alþjóða gjaldeyrissjóðinn í Wash- ingon, er það að segja, að hvorug þessara stofnana veitir einum eða neinum lán í venjulegum skiln- ingi, þ. e. Ián til sérstakra framkvæmda. Þessar stofnanir eru til þess fyrst og fremst að aðstoða þátttökuríkin við að koma efnahags- lífi sínu í sem eðlilegast horf og Éjálpa þeim yfir ýmsa stundarerfiðleika. Slík aðstoð hefur verið veitt mörgum þjóðum, sem hafa reynt að ’losna úr Móm dýrtíðar, haílareksturs, styrkja og gjald- eyrisvandræða. Verði um einhverja aðstoð að ræða frá þessum aðilum við íslendinga, verður það örugglega á því sviði, en ekki lán til að byggja fyrir orkuver eða kaupa skip. Á þessu tvennu er reginmunur. íslendingar hafa undanfarið rekið svo mik- inn skuldabúskap gagnvart öðrum þjóðum, að fá sambærileg dæmi er að finna í samskiptum þjóða. Hér hefur verið teflt svo tæpt í gjaldeyrismálum, að verði nokkur töf á afskipunum afurða, komast bankarnir fljótlega í þrot og ekki er til gjaldeyr- ir fyrir nauðþurftum. Við slíkar aðstæður veldur gjaldeyrisskorturinn óhemjulegum erfiðleikum við allan rekstur, eins og öllum þorra landsmanna hlýtur að vera ljóst. Það eru einmitt slíkir erfiðleikar, sem OEEC og gjaldeyrissjóðurinn eiga að hjálpa til að leysa. Islendingar hafa lengi verið meðlimir beggja stofn- ana og eiga ekki að hika við að leita til þeirra, ef þeir þarfnast aðstoðar þeirra. JJÓHANHUáiG NMWJAMM. AÐAlfUDUt verður haldinn í Verkamannaskýlinu sunnudaginn 24. janúar kl. 2 e. h. Fundarefni: venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar og önnur pjiál. Stjórnin. Síðasta orðsending Sjú En Lai. H a n n es ifo Misrétti, sem verður leiðrétt. Dánarbætur fyrir sjó- menn. 'Á' Og landmenn. ýý Þegnskylduvinna á sjó. JÓN Héðinsson skrifar: „Mig langar til þess að segja þér frá hversu óheyrilega löggjafinn okkar metur sjómannalífið smán arlega lítils virði — Sá atburður skeði fyrir norðurlandi í haust, að vélbátur rúmlega 8 smálestir að stærð hvarf með tveimur mönnum. Þeíta voru hörkudug- legir sjómenn, sem réru á minni bát á milli þess, sem þeir voru á stærri bátnum. Nú í vikunni fengu ekkjurnar og föðurlaus börn greiðslu vegna missi manna sinna. En hversu há upp- hæð barst þeim í hendur? Því getur enginn trúað að rétt sé, því að líf þessarra manna var met- ið á kr. 19.140.00 hvors um sig. ÞETTA er slík smán, að með engu móti er hægt að þegja yf- ir. Það er því krafa mín, að rík- isstjórnin leiðrétti þessa smán þegar í stað og sjái til þess, að áðurnefndir sjómenn verði bætt ir til jafns við aðra sjómenn, sem eru lögskráðir á stærrj báta eða togara. Jafnframt verði því þeg- ar bætt inn í tryggingarlögin, að sjómenn verði ekki mismetn- ir til fjárbóta, eftir því á hvern- ig fleytum þeir stunda sjóinn. ÁF tilefni þessa bréfs vil ég segja þetta: Þó að undarlegt h o r n i n u megi virðast stafar þetta mis- ræmi af því, að löggjafinn mun ekki hafa athugað það misrétti sem yrðj þegar hann varð við kröfum sjálfra sjómannanna um hækkaðar dánarbætur til sjó- manna, sem væru á skipum yf- ir tólf smálestir. En hækkun bótanna kom inn að afstaðinni launadeilu. VITANLEGA nær þetta mis- ræmi ekki nokkurri átt, enda hefur breyting á þessu ákvæði verið sett inn í frumvarp, sem verður lagt fyrir alþingi nú. — Samkvæmt því skulu dánarbæt- ur hækka til jafns við þá, sem eru á stærri skipum og dánar- bætur landmanna, sem farast af slysförum verða einnig hinar somu og sjómanna á stærri skip um eru nú. — Eins misskilnings gætir í bréfi Jóns Héðinssonar. Nefnd upphæð er aðeins til ekkn anna. Börnin fá sinn lífeyri til sextán ára aldurs. FÉLAGAR í Vesturbænum skrifa: „Hannes minn. Við eig- um allar feður, unnusta, bræð- ur eða frændur á sjó. Nú höfum við hér tillögu fram að færa. — Þar sem hér er enginn herskylda og ungir menn sleppa við þá kvöð að inna hana af hendi og þar sem hér eru óðum að koma ný skip til landsins og eitt vanda mál þjóðarinnar er að manna þessi skip, þá verði hverjum full hraustum karlmanni gert að skyldu að gefa kost á sér til vinnu á fiskiskipi í eitt til tvö ár (náttúrlega á fullu kaupi). ÞETTA finnst okkur tillaga, sem sé þess virði að henni sé gaumur gefinn. Fiyirst sumir geta alla ævina stundað sjó f jarri heimilum sínum, ætti öðrum að vera það vorkunnarlaust eitt til tvö ár. Það er ekki vansalaust fyrir þjóðina að geta ekki mann að skipin með íslendingum“. j JÁ, HVERS VEGNA ekki? _ Mér finnst þetta ágæt tillaga. Hafa ekki sjómennirnir alltaf verið kallaðir „Hermenn ís- Iands“ og „Hetjur hafsins"? — Það væri holt fyrir æskumenn — segjum á aldrinum 18—24 ára, að eyða herskyldutíma, —. einu ári, við störf á sjó. Þeir myndu læra að meta aðalat- vinnuveg þjóðarinnar. En nú skortir mjög á að svo sé. Áður, hafa nær allir íslendingar kynnst störfum á sjó og landi —( ég hygg að flestir embættis- menn þjóðarinnar hafi þurft að vinna fyrir sér á námsárunum. Það er fyrst nú, sem breyling hefur orðið á því. Hver vill taka upp hugmyndina? I Kannes á borninu. j Berklaprótun haídið áíram BLAÐINU hefur borizt skýrsla um rannsóknir og nið- urskurð á nautgripum út af meintum nautaberklatilfellum í nautgripum á Hólum í Hjalta- dal. Segir þar að 57 nautgripir hafi verið felldir í sambandi við rannsóknirhar, og við krufn- ingu komið í Ijós að í fjórumi þeirra hafi fundizt bólgubreyt- ingar í lungum og brjósthimnu, sem líkjast mjög berklabólgu. I 27 gripum fundust mjög óvero* legar bólgubreytingar, og í flest um tilfellum aðeins mjög smáir bólguhnútar í eitlum. í 27 grip um fundust engin sjúkdómsein- kenni. þó að telja megi að náðst hafi fyrir smitun, verður berklai prófum haldið áfram um hríð. fg 22. jan. 1960------Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.