Alþýðublaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 14

Alþýðublaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 14
nmunatí hvern virkan dag Ólafsvík, 16. jan. AÐ KVÖLDI hins 1. jamiar s. 1. fóru fjórir bátar héðan í fyrsta róðurinh á þessari ver- tíð. Bátunum hefur smáfjölgað og hafa nú 11 bátar hafið róðra. Vonir standa tii að vertíðarbát- ar verði alls 14, auk smærri báta, sem sennilega fiska með handfæri síðari híuta vertíðar- innar. Hinn 15. janúar höfðu alls verið farnar 88 sjóferðir og afl- inn orðið 580 tonn af fiski upp úr sjó. Fjórir hæstu bátarnir eru þessir: Stapafell 90,5 tonn. Jón Jónsson 88 tonn. Hrönn 87,2 tonn. Bjarni Ólafsson 80,8 tonn. Allir bátarnir fengu þennan afla í 12 róðrum. Skipstjóri á Stapafelli er Tryggvi Jónsson. Einmunatíð hefur verið síðan á áramótum og róið hvern virk 3n dag. Fiskverkunarstöðin Hrói hef ur tekið í notkun Baader haus- unar- og flatningsvélar, sem inn eru fluttar frá 'V.-Þýzka- landi. Vélar þessar hausa og fletja 24 fiska á mínútu eða um 10 tonn á klst. Unnið hefur verið að því síð an í haust, a"ð breyta aðgerðar- húsi fyrirtækisins og undirbúa það fyrir uppsetningu þessara véla. Hefur verið sett í það mjög fulkomið færibandskerfi, sem flytur hvaðeina á sinn stað. Jafnvel slorið er flutt í sérstaka kassa og seit til fiskimjölsfram leiðslu. Landssmiðjan sá um upp- setningu á færibandakerfinu, en maður frá verksmiðjunni hefur annazt tengingu vélanna og leiðbeinir um notkun þeirra fyrst í stað. Forstjóri og aðaleigandi Hróa er Víglundur Jónsson, — O.Á. Knaitspyrna Framhald af 11. síðu. inn Grillo og hægri útherji Bean. Jafnteflisleikur Fioren- tina og Alessandria kom mjög á óvart. Alessandria hafði 2:0 í hálfleik, en síðan skoraði Fior- entina 3 mörk í röð — Hamrin, Petris og Santini, en 3 mín. fyr- ir ileikslok jafnaði heimaliðið. iSampdoria gladdi mjög á- hangendur sína með sigrinum yfir Roma, en félagið hefur orð ið fyrir miklu mótlæti upp á síðkastið. Leik Lazio og Genoa var frestað eftir 90 sek. leik vegna bleytu á vellinum. ÚRSLIT úr 15 umferð ítölsku deildarkeppninnar urðu þessi: AlessandriajFiorentina 3:3. Bologna-Milan 0:3. Inter-Udinese 3:3. Juventus-Bari 2:0. Lanerossi-Palermo 3:0. Napoli-Padova 1:2. Sampdoria-Roma 3:0. Spal-Atlanta 1:0. Lazio-Genoa (frestað). H úsmæðrafélag Reykjavíkur 25 ára NÆTSKOMANDI mánudag verður Húsmæðrafélag Reykja víkur 25 ára, en það var stofn- að 25. jan. 1935. Tildrög að stofnun félagsins Voru þau að nýrri mjólkurlög- gjöf hafði verið komið á, en með þeirri löggjöf var hætt, heimsendingu mjólkur, og olli það mikilli óánægju húsmæðra hér í bæ. Fyrsta verk félagsins var að safna undirskriftum húsmæðra undir áskorun um að taka upp aftur heimsendingu mjólkur. Þegar það ekki dugði fóru hús- mæður í verkfall, það er að ss£Ha þær hættu að kaupa miólk, nema handa börnum sín um en bá miólk fengu þær út á Ivfseðla. Út af þessu spunn- ust mikil málaferli þar sem nokkrum konum úr stjórn fé- Iagsins var stefnt fyrir rétt, og þæ^ dæmdar fyrir atvinnuróg. Á næstu árum kom félagið upp heim'li fyrir fátækar kon- ur o<? börn, en sú starfsemi laeðist niður á stríðsárunum. Siðan kemur félagið á hvíldar- vikum fvrir húsmæður, en í þeim tóku þátt 50 konur ár- íega. Næst kemur félagið á fót námskeiðum í saumaskap, mat reiðslu og bastvinnu, og standa þsn námskeið enn í miklum blóma. Það sem hamlaði félag- inu mikið í byrjun var hús- næðisleysi, en úr því raettist fyr ir nokkrum árum þegar félagið fékk sitt núverandi húsnæði í Borgartúni 7. Og vill félagið færa öllum þeim, sem hafa gert þeim kleift að hafa það húsnæði — alúðar þakkir. Núverandi stjórn félagsins er skipuð þeim: Jónínu Guð- mundsdóttur, form., Margrét Jónsdóttur gjaldk., S'offía Ól- afsdóttir ritari, Þórönnu Sig- marsdóttur og Þórcþsi Andrés- dóttur. Félagið mun halda upp á afmæli sitt í Þjóðleikhúss- kjallaranum n. k. mánudag. Juventus 15 11 2 2 40:11 24 Milan 15 8 4 3 23:12 20 Inter 15 7 6 2 26:16 20 Spal 15 7 6 2 18:11 20 Fliorent. 15 8 3 4 33:17 19 Bologna 15 7 3 5 22:16 17 Padova 15 6 3 6 15:19 15 Roma 15 5 4 6 18:22 14 Atlanta 15 4 6 5 13:16 14 Sampdor. 15 5 4 6 17:22 14 Lazio 14 3 7 4 11:18 13 Lanerossi 15 5 3 7 15:19 13 Udinese 15 3 7 5> 15:20 13 Napoli 15 4 4 7 14:21 12 Aless. 15 1 10 4 10:21 12 Palermo 15 2 7 6 10:18 11 Bari 15 4 3 8 10:19 11 Genoa 14 '2 2 10 8:20 6 Samsæri í Venezuela Caracas, 21. jan. (NTB- Reuter. — Margir þekktir borg arar eru meðal þeirra 60 borg- ara og 32 liðsforingja, sem hand teknir hafa verið í Venezuela í sambandi við meint samsæri gegn ríkisstjórninni, segja op- inberir aðilar hér í dag. Telur lögreglan sig hafa gert upptæk skjöl, er sanni, að ætlunin hafi verið að myrða forseta landsins, Romulo Betancourt, og José Henriques, herráðk- foringja. Stjórnmálaleiðtogar Vene- zuela, sem upp á síðkastlð hafa átt í ofsalegum erjum, virðast hafa grafið stríðsöxina vegna þeirrar ógnunar, sem stjórnin stendur frammi fyrir, og al- þýðusambandið með 1,1 millj- ón meðlima er reiðubúið til að verja stjórnina. Drukku fyrir 176 milljónir Á ÁRINU 1959 hefur áfeng- issalan hér á landi auk!zt um tæplega 30 milljónir króna frá árinu 1958. Ef miðað er við ár- ið 1955 hefur áfengissalan auk- izt um tæplega 90 milljónir króna. í' fyrra nam áfengissal- an á hvert mannsbarn í land- inu 1035 kr., en árið 1955 nam hún 566 kr. Heildarsalan s. 1. ár var 176 milljónir. Snemma á árinu 1959 varð nokkur hækk un á áfengi, svo að þessi sam- anburður gefur ekki alveg rétta mynd af áfengissölunni. Keppt um nýjan bikar NÆSTKOMANDI sunnudag 24. þ. m. verður háð í Þjóð- leikhúskjallaranum Skákþing Reykjavíkur. Mun þar verða teflt um titilinn Skákmeistari Reykjavíkur 1960. Miklar líkur eru á því að Friðrik Ólafsson verði njeðal keppenda í úr- slitakeppninni. Á þessu móti verður teflt um nýjan bikar, sem Tryggingarmiðstöðin h.f. hefur gefið. Til þess að vinna bikar þennan til fullrar eignar þarf að vinna hann 3var í röð, eða fimm sinnum alls. «•<. ---,,:ÍS5»»- sssx-x&S ; Flugfélag fslands. Millilandaflug: Millilandaflug: Hrímfaxi fer til , Khafnar __og Hamborgar ‘ kl. 8.30 í fyrra- málið. Innan- dag ----- . er áætlað að fljúga til Akur- eyrar, Fagurhólsmýrar, Hólmavíkur, Hornafjarðar, ísaf jarðar, Kirkjubæjarklaust urs og Vestmannaeyja. Á morgun er áætlað að fljúga til Akureyrar, Blönduóss, Eg ilsstaða, ísafjarðar, Sauðár- króks og Vestmannaeyja. -o- Veðriö: Allhvass'austan; snjókoma. landsflug: í er áætlað Eimskip. Dettifoss fer frá Gdynia á morgun til Ábo, Ventspils, Gdynia og Ro- stock. Fjallfoss kom til Rotter- dam í gær, fer þaðan vænt- anlega í dag til Antwerpen, Hull og Rvíkur. Goðafoss fór frá Súgandafirði í gær til ísa fjarðar, Skagastrandar, Ólafs fjarðar, Akureyrar og þaðan til Austfjarða, Vestm.eyja og Rvíkur. Gullfoss kom til K.- hafnar í gær frá Hamborg. Lagarfoss kom til New York 20/1, fer þaðan 26/1 til R.- víkur. Reykjafoss kom til Rotterdam í gær og fór þaðan í gærkvöldi til Hamborgar. Selfoss er í Keflavík, fer það- an til Háfnarfjarðar, Esbjerg, Gdynia, Rostock, Fredrikstad og Khafnar. Tröllafoss fór frá Hamborg 16/1, kom til Rvík- ur í gærkvöldi. Tungufoss fór frá Akureyri í gærkvöldi til Siglufjarðar, ísafjarðar, Súg- andafjarðar, Þingeyrar, Kefla víkur og Reykjavíkur. Jöklar. Drangajökull er í Reykja- vík. Langjökull fór frá Ham- borg í fyrrakvöld til Austur- Þýzkalands. Vatnajökull fór frá Vestmannaeyjum 19. þ. m. á leið til Grimsby, Hull, London, Boulogne og Rotter- dam. Hafskip. Laxá er á leið frá Ystad til Stettin. S ly savarðstof an hefur beðið blaðið að geta þess, að frétt þess í gær um konuna, sem gleypt hafði eit- -o- NÆTURVARZLA. Vikuna 16.—22. þ. m. hefur Lyfja- búðin Iðunn næturvörzlu. Sími 17911. -o- VKF Framsókn fjölmennið á skemmtifund- inn í Iðnó í kvöld kl. 9. —■ Góð skemmtiatriði. -o- Frá Guðspekifélaginu. Rvík- urstúkan heldur fund í kvöld, föstudaginn 22. þ.m. kl. 8,30 á venjulegum stað, Fundarefni: 1. Grétar Fells flytur erindi er hann nefn- ir; „Draumar og dulhyggja“ 2. Spurningum svarað. —■ Kaffi að lokum. Allir vel- komnir. -o- AFMÆLI: Sextíu ára er í dag Friðrik Gíslason, kirkju- vörður Laugarneskirkju, —• Hofteigi 19, Reykjavík. -o- Föstudagur 22. janúar: 18.30 Mannkyns- saga barnanna. — 18.50 Framburð- arkennsla í spænsku. 19.00 Tónleikar: Lög úr óperettum. —■ 20.30 Þorravaka: ísl. kórar syngja. , Vísnaþáttur. Frá- fsöguþáttur% 22.10 Erindi: íslenzk sveitamenning (Jón H. Þorbergs son bóndi á Laxamýri). 22.30 í léttum tón. 23.00 Dagskrár- lok. -o- LAUSN HEILABRJÓTS: Fjórðungur hringsins er teiknaður svona: Vandræði á Kongó-fundi Briissel, 21. jan. (NTB-AFP). SENDINEFND þjóðarhreyf- ingarinnar í Kongó (MNC) á- kvað í dag að mæta ekki til frekari viðræðna um sjálfstjórn nýlendunnar. Orsökin til þess- arar ákvörðunar er, að dómstóll í Stanleyville dæmdi í dag for- mann hreyfingarinnar, Patrice Lumumba, í sex mánaða fang- elsi, en hann var sekur fund- inn um að viðhafa and-belgísk orð á pólitískum fundum. — Nefndin mótmælti dóminum og telur nauðsynlegt, að Lumum- ba sé viðstaddur viðræðurnar í Briissel. 3 7 manns farast KINGSTON, Jamaica, 21. jan. (NTB). 37 manns létu lífið er farþegaflugvél fórst í lend- ingu í Kingston í dag. í vélinni, sem var Super-Constellatio frá dótturfélagi Pan-Americanfé- lagsins,AVIANCA, var með 48 manns innanborðs, en 11 sluppu lifandi er eldur kom upp í henni við lendingu. |_4 22. jan. 1969 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.