Alþýðublaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 22.01.1960, Blaðsíða 13
Þessi gríðattstórf ketill er fluttuir á ma*gfijól«ðtim vörubíl frá verk- smiðjunni, þar sem hann var smíð aður til hafnar í Marina di Massa, cn þaðan verður bann fluttur sjóleiðis til- Lido di Latina, sem er sunnan við Rómaborg. Þar er verið að reisa kiarnorkuver til raforkufram 'eiðslu. Sama verksmiðja befur smíðað tvo slíka á undan og fjórir eiga að koma til viðbóta fyrir sama kjarnorkuver. Hver ketill vegur 240 tonn. anWVWHWWftWViWWWWWMMWWWtSWWWMWWWWMlMWWWWWiWWV HINiNI langvarandi stál- deilu í Bandaríkjunum lauk með miklum og óvæntum sigri verkamanna. Samkvæmt samningum fá verkamenn í stáliðnaðinum 41 senta kaup- hækkun á klukkustund, en það er 11 sentum meira en síðasta tilboð atvinnurekenda. Deilan um- aðbúnáð á vinnu- stað og rétt félagsstjórna verkamanna var talin skipta • engu minna máli en kaup- hækkunin. Mál þetta var leyst með því að sett var nefnd til þess að ganga frá þessum atriðum, en samkomulag nefndarinnar verður að hljóta staðfestingu hæði verka- manna og atvinnurekenda. Samkomulagsviðræður um nýja samninga í- stáliðnaðin- um hófust • apríl í fyrra. Verk- fall hófst 15. júlí s.l. og stóð í 116 daga, en 7. nóvember huifu verkameun aftur til vinnu eftir að úrskurður Hæst'aréttar Bandaríkj anna um skyldu verkamanna til að vinna í 80 daga meðan unn.ð væri að samkomulagstil- raunum, hafði verið felldur. 11. janúar átti að fai'a fram atkvæðagreiðsla meðal verka- manna um það tilboð atvinnu- rekenda, að veita 30 senta kauphækkun, og hefði tilboð- ið verið fellt eins og talið var víst, hefði verkfallið hafist að nýju 26. janúar. Þegar hér var komið málum, kom Nixon fram á sjónarsviðið. Mitchell verkalýðsmálaráðherra Banda ríkjanna, hafði um nokkurt skeið reynt að koma á sam- komulagi með deiluaðilum, Nixon. en hvorugur vildi láta undan. Þá var Nixon skipaður af Eis- enhower forseta til þess að reyna að miðla málum. Mikið var í húfi fyrir hann að vel tækist. Ef honum tækist ekki að losna við deiluna, mundi hann hafa litla möguleika á því að verða kjörinn næsti forseti Bandaríkjanna, en tækist það, hefði hann fengið það tromp á hendi, sem senni- íega mundi auka líkurnar á kjöri hans allverulega, og gefa honum þægilegt forskot yfir keppinauta sína. Nixon valdi að reyna að telja um fyrir skoðana- bræðrum sínum í hópi at- vinnurekenda, en um leið að vinna gegn þeirri útbreiddu skoðun, að Republikanar séu erindrekar stóriðjuhöldanna. Hann sagði atvinnurekendum, að deilan yrði tekin til með- ferðar á þingi, ef samkomu- lag næðist ekki innan skamms og þess væri ekki að vænta að iðjuhöldar gætu vænst nokkurs stuðnings frá þinginu á kosningaári. Árangurinn varð sá, að atvinnurekendur gáfu sig. Deilan sýnir ljóslega hversu náið samband er milli launa- baráttu og stjórnmála. Úrslit \ Kveðja frá fjórum skipsfelög- um, sem fóru í land daginn fyrir hinztu ferð ÍSLANDS vösku óska synir, ykkur syrgir þjóðin öll. Hniguð mitt í hetjustörfum, hafs við þungu boðaföll. Engir stærri fórnir færa, fyrir landið sitt og þjóð, en þeir sóknar djörfu drengir, sem draga föng úr Ránarsjóð. Við, sem samstarf áður áttum, ykkur með, uni breiðan sjá, drjúpum höfði í hljóðri lotning, heitri þökk, sem orð ei tjá. Marga för á fleyi traustu, fórum við um úfin sund. Drenglund ykkar dug og snilli, dáum við að hinztu stund. Heitt er saknað, svarrar alda, sorgaróð við kalda strönd. En í gegnum brim og boða, hendir drottins máttug hönd, upp í himins helgidóma, hún á valdið yfir dröfn. Leiðir ykkar látnu vinir, lífs í bjarta friðarhöfn. Okkur kveðjur, bænin beri hlítt að hástól Frelsarans, ykkar bíði um eilífð bjarta opinn kærleiksfaðmur hans. Ástvinanna harmsár hjörtu heilög vermi lífsins trú. Drottinn segir „Látinn lifir“ Leiðir hér þá skilja nú. Og um síðir endurfundi eigum við á lífsins strönd. Anda þá, sem ástin tengir ei mun dauðans kalda hönd skilið fá, þó skiptist vegir skamma stund í tímlans höfn. Sagan geymir gullnum stöfum, góðu vinir, ykkar nöfn. Ingibjörg Sigurðardóttir. hennar eru mikil uppörvun fyrir bandaríska verkalýðs- hreyfingu. Á seinni árum hef- ur hún orðið fyrir margvís- legum árásum og margir verkalýðsforingjar töldu skort stáliðjuhöldanna til samkomu- lags sem tákn þess, að nú ætti að láta til skarar skríða gegn verkalýðsfélögunum, en úr- slitin urðu þau, að traust verkamanna á forustu sinni efldist. En þetta varð jafn- framt sigur fyrir Nixon, en hann verður varla málsvari verkamanna á forsetastóli. Enn einu sinni hefur Nixon sýnt hve hættulegur andstæð- ingur hann er sérhverjum frambjóðenda Demókrata. Þrátt fyrir sigur þeirra í þmg kosningunum 1958 er engan veginn víst að þeim takizt að ná forsetaembættinu úr hönd- um Repúblikana, og enda þótt flestir Evrópumenn mundu ekki vera í vafa um hvort þeir ættu frekar að kjósa, — Nixon eða Stevenson, þá horfa málin öðru vísi við í Bandaríkjunum. Nixon virð- ist hafa mestar líkur eins og er og lausn stálverkfallsins styrkir aðstöðu hans til muna. 22. jan. 1960 13 Alþýðublaðið —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.