Alþýðublaðið - 26.01.1960, Qupperneq 1
ÁLYKTUN FLOKKSSTJÓRNAR:
41. árg. — Þriðjudagur 26. janúar 1960 — 19. tbl,
WMtWMUUWHmMMnUWMMMMUWHMMMMIMUHHMI
I MARGT SKEÐUR Á
ÞEGAR togarinn Hvalfell
hafði siglt 12 tíma frá
Grimsby áleiðis til Reykja
víkur, kom í ljós s. 1. mið-
vikudagsmorgun að gest-
ur var um borð. Það var
19 ára danskur piltur, Ole
- Mikkelsen að nafni, og
sést hann hér á myndinni
— í miðjunni. Vinstra
megin við hann er Gylfi
Þór Eiðsson, eu hægra
megin Karl E. Sigurðsson,
hásetar á Hvalfelli.
Strákarnir á Hvalfelli
hittu Ole í Grhnsby, Hann
vildi endilega fá skips-
rúm, fór um borð í góðri
trú, en var vísað í land.
Sást hann fara með pjönk-
ur sínar frá borði, en
fannst síðan, eins og fyrr
segir.
Það skal tekið fram, að
Ole Mikkelsen hefur öll
skilríki í lagi. Hann hefur
verið IV2 ár til sjós og
vill helzt á sjó vera. Hann
hefur mikinn áhuga á að
Framhald á 7. síðu.
WWMWmwwmWWIWWM
Samtímis því: Stórauknar almanna-
tryggingar ☆ Afnám tek iuskatts á
almennum launatekjum ☆ Höftum létt
af innflutningi ☆ Gagnráðstafanir
gegn verðbólgu ☆ Öflugt verðlags-
eftirlit Enginn óeðlilegur gróði
☆ Aukið lánsfé til íbúða.
FLOKKSSTJORN Al-
þýðuflokksins hefur lýst
stuðningi sínum við núver
andi ríkisstjórn og stefnu
hennar, og markað þær að
gerðir í efnahagsmálum,
sem flokkurinn vill stuðla
að með stjórnarsamvinnu
sinni. Jafnframt lýsti
fundurinn ánægju sinni yf
ir störfum minnihluta-
stjórnar Alþýðuflokksins
á síðastliðnu ári, og þeirri
fylgisaukningu, sem flokk
urinn hlaut í haustkosn-
ingunum.
Flokksstjómarfundurinn hófst
í félagsheimili múrara og raf-
virkja á laugardag og lauk
skömmu eftir miðnætti aðfara-
rautarrétt
HÆSTIRETTUR hefur
hnekkt dóml undirréttar í
umferðarmáli Málavextir
eru þeir, að kennslubifreið
ók inn á aðalbraut þvert
yfir aðra bifreið, sem auk
þéss var á vinstri hönd
kennslubifreiðarinnar. Á-
reksturinn varð, þótt ekki
yrðu miklar skemmdir.
Ökukennarinn var dæmd-
ur í undirrétti fyrir óað-
gæzlu. Hæstiréttur sýkn-
aði manninn á þeim for-
sendum, að hann hefði
ekki séð til bifreiðarinnar,
sem líkur væru fyrir að
hafi ekið of Ihratt. jEftár
þennan dóm Hæstaréttar
þykir lögfróðum mönnum
tvísýnt um, hvort aðal-
brautarrétturinn sé nokk-
urs virði.
í skjölum undirréttar, Saka-
dóms Reykjavíkur, segir m. a.
um þetta mál:
„Mánudaginn 24. nóvember
1958, kl. 17,30, var hringt á lög-
reglustöðina og tilkynnt, að þá
rétt áður hefði orðið. árekstur
á milli bifreioanna R-7610 og
R-7512 á mótum Hringbrautar
og Njarðargötu. Tildrög árekst-
ursins reyndust hafa verið þau,
að ákærði í máli þessu hafði
verið að kenna Svövu Svein-
björnsdóttur, Engihlíð 6 hér í
bæ, á bifreiðina R-7512. Hafði
hún komið akandi sunnan
Njarðargötu ekið yfir syðri ak-
braut Hringbrautar og loks inn
Framhald á 3. síðu.
nótt mánudags. Fóru fram
miklar og ítarlegar umræður á
fundinum, fyrst og fremst um
efnahagsmálin, og kom fram
mikil eining flokkslns f starfi
hans og stefnu.
í fundarlok var gerð eftir-
farandi ályktun, en auk þess
var gerð samþykkt um land-
helgismálið, sem birt er á öðr-
um stað í blaðinu.
Flokksstjórn Alþýðuflokks-
ins, komin saman til fundar í
Reykjavík 23. og 24. janúar
1960, telur það eiga að vera
höfuðtakmark stefnunnar í
efnahagsmálum e.ð tryggja «11-
um örugga atvinnu og batn-
andi lífskjör. En til þess að svo
geti orðið, verður þjóðarfram-
leiðslan að fara vaxandi og
skipting þjóðarteknanna að
vera réttlát,
Flokksstjórnin telur, að það
kerfi útflutningsbóta og styrkja
sem smám saman hefur verið
komið á undanfarinn áratug,
sé mjög gallað og tryggi engan
veginn skilyrði til vaxandi
þjóðarframleiðslu og réttlátrar
tekjuskiptingar. Þess vegna
telur flokksstjórnin nauðsyn-
legt að hverfa frá þessu kerfi
og búa útflutningsframleiðslu
þjóðarinnar þau skilyrði, að
hún verði rekin hallalaust án
bóta og styrkja.
En flokksstjórnin telur óhjá-
kvæmilegt, að samtímis því,
sem uppbóta- og styrkjakerfið
yrði afnumið, verði bætur al-
mannatrygginganna stóraukn-
ar, tekjuskattur afnuminn á al-
mennum launatekjum og höft-
um létt af vcrulegum hluta
innflutningsins, þannig að
neytendur eigi kost á auknu
og bættu vöruúrvali. Jafnframt
Framhald á 7. síðu.
miiiuiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiimiiiiiiiiiiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiR
! Hemaðarástand l
= r
1
Afsír
5. siða
umiiiiiiiiiiiiiiiiimiuiiiiiiiiuuiiiiiuiiuuutiiuiiiiuiiuiiuiiuiimuiiiiiiiiuiiiiuimiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiuuuuiii