Alþýðublaðið - 26.01.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 26.01.1960, Blaðsíða 13
„Barn er oss fætt“. Að vísu er það nú orðið 22 ára gamalt, en staðfest var það í fyrra og geíur sá fermingar- aldur le ðar hugmyndir um þroskann, en því er þess nú getið, að þess hefur orðið vart nú nýlega, og biður það um- tals með þeim verknaði ein- um að sýna sig. Afkvæmi þetta heitir Stefnuskrá Bandalags ís- lenzkra listamanna. Þegar barn fæðist er fyrsta verk þess og lengi vel bað eina að heimta, en því ber skilyrðislaust að fjölga verk- um með aldri, sé það ekki and lega eða líkamlega vanheilt. Fullorðinn maður, sem stundaði svipaðar rukkanir og heimtufrekju og þá, er ó- vita leyfist og er honum lífs- nauðsyn, myndi hvorki nióta mannorðs né frelsis. Hann yrði úthrópaður sem afæta og betlilúka. Hann yrði uppvís ag hrifsi og ránum og sjálf- sagður tugthússmatur þegar á fyrsta degi frelsis og sjálf- ráðra hreyfinga. Hann gerði fyr'rvinnum sín um illþolandi ævina með skefjalausum kröfum til þeirra, en sjálfrátt sér ynni hann ekkert til endurgjalás. „Barn er 'oss fætt“, þessi áðurnefnda stefnuskrá. Mælt er, að enginn viti að hverju gagni barn verður, en þessu afkvæmi skal nú lýst nokkuð eins og það var „sam- þykkt einróma á aðalfundi Bandalagsins 23/11 1958“. Stefnuskrá Bandalags ís- lenzki'a l'stamanna er í 17 greinum, sem beint eru tald- ar almenns eðlis auk 23, sem lúta að einkamálefnum ákveð inna listgreina. sanngirni væntanlegra trún- aðarmanna. Önnur grein stefnuskrár- innar; „að gæta hagsmuna höfunda og annarra lista- manna og auka bæði innan- lands og utan lagavernd og atvinnuvernd þeirra og verka þeirra svo sem frekast er unnt“, beinir afli samtakanna að því að gæta hagsmuna listamanna svo sem frekast er unnt. Minna mátti það ekki kosta. Ekki skyldi skeytt um ann- arra hag. Þriðja grein: „að höfundar- réttur verði að loknu því tíma bili frá dauða höfundar, sem erfðaréttur nær til í hverju landi, eign hlutaðeigandi höf- undafélags Bandalagsins“ hefur að markmiði að fram- lengja höfundarrétt til ókom- inna alda og yrði það í raun til þess að leggja óendanlega skattakröfu á kaupendur forn listamanna. Skyldi engin ganga aftur? Fjórða grein: „að lista- mannalaun og styrklr, heið- urslaun og verðlaun séu und- anþegin skatti og ekki tekin upp í skatta“, þarf engrar út- listunar. Hún segir að Rstræn verk eigi að vísu að gera iðk- endur sína eins ríka og hugs- anlegt er að þeir geti orðið, en harðbannar að svo miklu leyti sem hún hefur vald til, að þeir styðji almannaþarfir að fullu til jafns við aðrar starfsheildir. Fimmta grein: „að höfund- ar og erfingjar þeirra og síð- an hlutaðeigandi höfundarfé- lög Bandalagsins fái með lög- um hlutdeild í ágóða af end- ursölu listaverka“, er að nokkru endurtekning sömu hugsunar og kom fram í þriðju grein. — Þarna er þá hugurinn við. -— Draga skal til Bandalags Sigurður Jónsson frá Brún: Bandalags íslenzkra lista- manna. Sjöunda grein: „að eignast í Reykjavík félagsheimlli fyr- ir Bandalagið og bandalags- félögin“, flytur engar nýjung- ár. Þar sver Bandalagið sig aðeins í ætt kynslóðar og tímabils með opinberaðri fyr- irætlun sinni um tildurhús í Reykjavík. Við það sýnist ekkert þarflegt nema ef vera kynni að koma aftur í umtal eyðijarðarheiti norðan úr Eyjafirði. Kotið hét Agnúa- staðir og væri líklegt að heit- ið hæfði eftir ýmsum teiknum að dæma. Áttunda grein: „að stofna í sveit og í bæjum á íslandi listamannaheimili, eitt eða fleiri, þar sem íslenzkir lista- menn hafi endurgjaldslaust athvarf og fullan vinnufrið“, virðist búast við breytingu á náttúrufari íslenzkra lista- manna, þar sem hún ætlar að Fyrsta grein: „að Bandalag ið fái tillögurétt.um öll opin- ber íslenzk listmál og list- ræn viðskipti v'ð önnur lönd, enda feli það hlutaðeigandi bandalagsfélagi meðferð mál- anna“, lýsir yfir þeim tilgangi Bandalagsins að koma öllum viðskiptum um muni eða framleiðslu listræns eðlis í bendur þessarar eða hinnar deildar Bandalagsins, og er það líkast því að fá skyldi þaulvönum hestaprangara einkaleyfi til allrar hrossa- sölu, þótt vitað sé að kaupend- ur hlytu að verða á ólíku stigi þekk'ngar og í heild hon um miklu óslyngari, miðast þó sú álitsgerð um misjafna hæfni við það, að lista- mennska lúti hinum rudda- legu lögum grófgerðra starfs- greina, en að svo sé að eigin vitund höfunda stefnuskrár Bandalags íslenzkra lista- manna, má ráða af orðinu at- vinnuvernd, sem birtist í ó- breyttu sambandi í endur- prentun næstu greinar. Slíkt fyrirkomulag hlvti að tryggja stundarhag séljenda, en væri jafnvíst með að valda skaða hjá flestum kaupend- anna og þegar fram liðu stundir hjá báðum aðilum, nema siðferðisþroski og ráð- vendni kunnáttumannsins væri vonum me'ri. En stefnu- skráin tekur ekkert fram um rita eins og frumsamin væru hyerju smni. Nýir Njálukaupendur slyppu þá ekki við skattgjald til vitsins og listarinnar. En dýr gætu eintök þeirrar bókar orðið út úr búð árið 3000 e. Kr., ef innheimta skyldi með sölunni ekki einasta borgun til útgefenda fyrir tilkostnað allan við undirbúning, for- spjallsritun, efni, prentun og dreifingu, heldur einnig eðli- leg höfundarlaun til handa Bandalags íslenzkra lista- manna. Eða hugsum okkur Eyrbyggju á líkum tíma út- gefna með sálfræðilegum út- reikningi allra Fróðárundra, leiðrétt'ngum og vangavelt- um síðari manna viðvíkjandi athugunum fyrirrennara sinna, skrám yfir heimildar- rit og öðru, sem fylgja ber. Auk þess eiga ókvæðaskáld framtíðarinnar (og alltaf má búast við að þau goggi upp og þyki vænleg tll mikilla hluta um stund) að njóta afurðanna af útgáfum bálka á borð við Háttatal Snorra og Háttalykil Lofts og hirða arðinn af hjartagrónustu verkum ann- arra manna — á þeim tíma kannske nýlega látinna, — sem hefðu glaðir varið því fé og meira til, til að kæfa þær stefnur, sem komnar væru þá til valda í Bandalagi íslenzkra íslenzkra listamanna ágóða af verkum jafnvel þeirra lista manna, sem héldu gáfur sín- ar og starfsfýsi vera gjöf — guðs gjöf — og verk sín gjöld þeirrar gjafar, meira að segja ónóg gjöld gjafarinnar. Sjötta grein: „að hugsjón og anda listaverka sé ekki misþyrmt með óviðeigandi af- notum, flutningi útsetningu eða staðsetningu“, er mjög fögur og réttmæt, en sýnist munu verða örðug í fram- kvæmd, þar sem hugsjónir horfinna kynslóða reyndust torráðnar á meðan hugsjóna- mennirnir voru enn til stað- ar til skýringargj afar, en eru nú hálfu dularfyllri margar hverjar séðar frá öðru og umbreyttu sjónarmiði. Boð- skapur greinarinnar er held- ur ekki nýr, en hefur yerið fluttur lengi og er þó æði oft sniðgenginn. Þannig fékk ekki alkunnugt erindi Þor- ' steins Erlingssonar að halda formi sínu í höndum eins af forsvarsmönnum þessarar margnefndu stefnuskrár. Mun þá vandleikið með það, sem veilla er og tvísýnna heldur en form Þorsteins, en það er margt af listaverkum okkar, og frá ólíkari tíma en ævi hans var aldri okkar mann- anna, sem búa skulu við stað- festa, samþykkta stefnuskrá meira eða minna sambýli þeirra muni líklegt til að veita nokkrum þeirra vinnu- frið. En endurgjaldslaus á dvöl listamannanna að vera, svo ekki er búizt við mikilli framleiðslu á dvalarheimilum þeim, því hugmynd að lista- verki væri strax nokkur borg- un, ef það fullbúið yrði þá ekki selt slíku verði að það væri eins vel eða betur ó- keypt. Níunda grein — miðdepill bálksins: „að tryggja — með- al annars með hlutdeild full- trúa listamanna — sem rétt- látasta úthlutun launa og styrkja frá ríkinu“, heimtar sæti handa listamönnum í úthlutunarnefnd ríkisstyrkja og skáldalauna — sennilega launaðri. — Þar virðist sem sé burðarás boðskaparins liggja. Hinar fyrstu níu grein ar mætti þannig stytta all- mikið. í stað þeirra mætti að skaðlitlu setja ein tvö orð: Yfirráð!, fjármuni!. Litlu breytti þótt samtenging fylgdi eins og hjá rómverskum múgi á spillingaröldum þess ríkis: Brauð og leiki! Afgangur hins almenna kafla stefnuskrárinnar orkar lítt tvímælis og skal ekki sundurliðaður hér. Flest ér þar æskilegt en fátt hlægi- legt, sumt þó óframkvæman- legt svo sem nauðsynleg og heilbrigð gagnrýni, sem senni lega er blómsproti allrar rit- mennsku, en v.rðist ekki vera kominn fram hér enn. Sjást margar líkur til vönt- unar þeirrar gáfu bæði fyrr og síðar. Þannig vanmat Sturla Þórðarson Snorra föð- urbróður sinn þótt hann ætti að hafa allra manna bezta að- stöðu vegna gáfnafars, mennt unar og kunnugleika til að skilja hann rétt og meta. Þor- steinn Erlingsson virðist held- ur ekki hafa verið glögg- skyggnastur manna á gildi Matthiasar Jochumssonar og þekkti hann þó betur þá hönd Matthíasar, sem gaf en hina, sem þáði, ef rétt er sögð saga þeirra beggja. Mun því næg hæfni til rétts mats lista- verka enn um sinn reynast of torfengin þótt eftir henni yrði kallað. Um trúna á hlutverk víðsýnnar gagnrýni verður aft ur á móti enginn sakaður, þótt fram kæmi, og þá ekki heldur en aðrir stefnuskrá Bandalags íslenzkra lista- manna. Hinir einkalegu kaflar stefnuskrárinnar skera s:g að engu úr fyrsta hluta hennar um sjónarmið. Þar er alls staðar sama æpandi eigingirni in. Þar eins og annars staðar getur eigingirni, sé hún nógu vitræn, borið fagra ávexti, því eigingirni er ekki annað en of mjór geisli þeirrar góð- vildar, sem breiðast ætti frá sérhverjurh einstaklingi til allrar skapaðrar skepnu, en verður sökum takmarkana og einhæfni oftast bölvaldur og spellvirki og hefur til þess síðara öll einkenni í marg- nefndri Stefnuskrá, og er það ekki fyrir þá sök að of mikils sé krafizt af öðrum, heldur fyrir það að oflítið er lagt á móti frá sjálfum sér, kröfurn- ar til höfundanna um verð- skuldun réttarverndar og meiri íhlutunar um menning- armál en þeir höfðu þegar stefnuskráin var samþvkkt. skortir og sannanir fyrir hæfni listamanna til að ráða því, sem þeir vilja hlutast til um. vantar einnig. Stefnuskrá Bandalags ís- lenzkra listamanna byggir á launa og styrkjakerfi líðandi stundar. Styrkir hafa nú sýnt afleið- ingar sínar um nokkra ára- tugi. Þær eru þessar: Þjóð, sem áður svalt heilu hungri heldur en að lifa aí öðrum, er nú búin að láta gefa sér og lána milljarða króna og lifir í sukki og trúnaðarmenn stjórnmálaflokks láta bera upp á sig hulinn fjárafla frá öðru ríki án þess að sanna að það sé ósatt mál eða blygðast sín ef satt er. Ef þvi lista- mennska eða nokkur mann- dómur á að haldast hér við, þá er ‘rétt að takmarka alla styrki þá sem ekki væru al- veg lagðir fyrir róða. Þeir listamenn, sem ekki geta lif- að af list sinni, ættu að fá sér tjörukopp og bika bát á með- an þeim dettur ekki annað Framhald á 14. síðu. Alþýðublaðið — 26. jaiöúar 1960

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.