Alþýðublaðið - 27.01.1960, Blaðsíða 5
INGRID Bergman og mað
urinn hennar (nr. 3), Sví-
inn Lars Schmidt, hafa
verið í fríi í Noregi að
undanförnu og með þeim
börn Ingrid, sem hún átti
með Rossellini hinum
ítalska. Hún lét það verða
sitt fyrsta verk a& setja
börnin á skíðaskóia. Á
myndinni eru hjónin,
börnin og bamfóstran.
KARLSRUHE, 26. jan. (NTB).
— Þýzki sjóliðsforinginn Horst
Ludwig, sem ákærður er fyrir
að hafa stundað njósnir í þágu
Austur-Þýzkalands og Sovét-
ríkjanna, sagði fyrir réttinum
í Karlsruhe í dag, að árið 1958-'
hefðu þeir rússnesku njósnar-
ar, sem hann hafði samband
við, kvartað yfir að hann léti
þá ekki fá nóg af upplýsingum.
Ludwig sagði að einkum
hefðu Rússar talið, að hann
hefði ekki safnað nægjanlegum
upplýsingum í dvöl sinni í
Bandaríkjunum. Kann kveðst
ekki eingöngu liafa stundað
njósnir peninganna vegna.
Nokkur hluti réttarhaldanna
fór fram fyrir luktum dyrum
af öryggisástæðum.
Brezkar her-
stöBvar
London, 26. jan. (NTB-AFP).
STJ ÓRNMÁLA-fréttaritarar
í London telja nú miklar líkur
fyrir, að samkomulag náist inn
an skamms um herbækistöðvar
Breta á Kýpur. Selwyn Lloyd,
utanríkisráðherra Breta, Maka-
rios erkibiskup og dr. Kutchk-
uk halda stöðugt áfram óform-
legum viðræðum um þetta mál
í London; Þó er ekki talið ör-
uggt að endanlegt samkomulag
náist áður en lýðveldi verður
stofnað á Kýpur hinn 19. marz.
París, Alsír, 26. jan. (NTB).
ALVARLEGA þykir nú horfa
í Alsír, einkum eftir að útvarps
stöðin í Algeirsborg, sem er rík
iseign, útvarpaði í kvöld til-
kynningu um það, að ríkis-
stjórnin væri { stöðugu sam-
handi við hernaðarleg og borg-
araleg yfirvöld í AJsir og reyndi
að ná samkomulagi um hvernig
forðast megi átök við hægri
menn. Skömmu áður hafði ver
ið sagt í þessari sömu stöð, að
i franski herinn stæði mestallur
að baki uppreisnarmanna.
Fréttaritari Reuters- í Alsír
Blantyre, Nyasaland. 26. jan.
(NTB).
MACMILLAN forsætisráð-
herra Breta kom til Blantyre í
Nyasalandi í dag og hlaut hann
hinar verstu viðtökur af borgar
lýðnum. Er ráðherrann kom til
hótels síns upphófst kallkór, —
sem hrópaði skammaryrði um
Sarneiginíeg-
ur markaður
Túnis, 26. jan. (NTB).
FULLTRÚI Ghana á ráð-
stefnu frjálsra Afríkuríkja í
Túnis lagði í dag til, að unnið
verði að því að koma á lagg-
irnar sameiginlegum markaði í
Afríku, endurbótum á sam-
göngukerfi álfimnar og póst-
þjónustu.
Breta og heimtaði að landstjóri
Breta í Nyasalandi, sir Robert
Armitage yrði kallaður heim.
Einnig voru borin spjöld þar
sem þess var krafist að dr.
Ilastings-Banda yrði sleppt úr
fangelsi, en hann er formaður
þjóðþingsflokks Afríku og var
hann handtekinn er óeirðirnar
brutust út í Nyasalandi í fyrra-
sumar.
Talið er að 500 manns hafi
tekið þátt í þessari mótmæla-
herferð gegn Macmillan. Kom
til nokkurra átaka milli inn-
fæddra og lögreglunnar og voru
sex menn handteknir. Eru
þetta alvarlegustu óeirðirnar,
sem orðið hafa í sambandi við
för Macmillan um Afríku. Helli
rigning og ukin lögregluvörður
batt enda á uppþotið í Blant-
yre í dag.
segir, að Maurice Challe, yfir-
hershöfðingi Frakka * í Alsír
hafi tjáð Debré forsætisráð-
herra í fyrrinótt, er Debvé kom
í skyndihéimsókn til Algeirs-
borgar, að enginn liðsforingi
mundi fást til þess að skipa her
mönnum sínum að hefja skot-
hríð á götuvígi uppreisnar-
manna.
Eftir för sína til Alsír í fyrri-
nótt ræddi Debré tvisvar við
de Gaulle og þrisvar við Guill-
aumat varnarmálaráðherra. Tal
ið er að mikill ágreiningur sé
með Debré og de Gaulle um
hvernig leysa skuli deiluna um
Alsír og eins hvaða tökum
eigi að taka uppreisnarmenn.
Þrálátur orðrómur gengur um
það, að Debré vilji segja af sér
en hann hefur verið borinn til
bakia.
Debré flutti ræðu í franska
útvarpið í kvöld, og sagði, að
Alsírstefna ríkisstjórnarinnar
'væri óbreytt, tilboð de Gaulle
um sjálfsákvörðunarrétt stæði
áfram. Debré hvatti alla aðila
til þess að fara að öllu með gát.
Hann sagði að barátta Frakka í
Alsír væri frelsisbarátta, bar-
átta fyrir rétti allra íbúanna í
Alsír tij þess að ákveða sjálfir
framtíð sína. En til þess að
fólkinu geti gefist kostur á að
velja framtíðarstjórnarform og
hvort það vill áfram vera
franskt verður að ríkja friður
í landinu, sagði Debré.
Talið er að 2500 menn séu
undir vopnum í götuvígiunum
tveimur, sem reist hafa verið í
Algeirsborg. Eru þeir vel vopn-
aðir og hefur bætzt vopnabún-
aður í dag þrátt fyrir að fransk
ir hermenn standi vörð í
grenndinni.
Ellefu manna sendinefnd
þingmanna frá Alsír er komin
til Parísar og mun ræða ástand
ið í ’andinu við. frönsku stjórn
ina. í nefndinni eru 6 Evrópu-
menn og 5 múhammeðstrúar-
menn. Munu þeir gera grein fyr
ir þeirri skoðun sinni, að Alsír
eigi um aldur og aevi að vera
franskt land.
Jón Slgurðsson
.LÚÐVÍK Kristjánsson fyrrv.
ritstjóri byrjar annað kvöld
að flytja erindaflokk um Jón
Sigurðsson í útvarpið. Fyrsta
erindið heitir: „Lá tvívegis
við, að Jón Sigurðsson vrði
gjaldþrota?“ Erindaflokkur-
inn í helld fjallar um sam-
skipti Jóns við íslendinga og
Dani á árunum 1851—1855.
Skál fyrir
Indlandi
PEKING, 26. jan. (NTB). —
Sjú en Lai, forsætisráðheira
Kína, mætti í dag í móttöku
hjá sendiherra Indlands i Pe-
king í tilefni af þjóðhátíðar-
degi Indlands. Drakk Sjú En»
Lai skál Indlands og sömuleiðr-
is Nehrus forsætisráðherra.
Ræddi hann og aðrir kínversk-
ir ráðamenn mjög um vináttu
| Kína og Indlands og töldu hanas
, órjúfanlega enda báðum til
gagns. Ekki er getið um undir-
i tektir Indverja.
Eisenhower er
Castro
WASHINGTON, 26. jan. (NTB)
— Ei&enhower Bandaríkjafor-
seti, sagði á hinum vikulega
blaðamannafundi sínum í dag,
að Bandaríkjastjórn væri á-
byggjufull og ráðalaus vegna
hinna fjandsamlegu árása Cas-
tros, forseta Kúbu, á Banda-
ríkjamenn. — Þessar árásir
eru algerlega út í bláinn, sagði
Eisenhower, — og við getum
fullvissað Kúbumenn um, að
ríkisstjórnin og allur almenn-
ingur £ Bandaríkjunum lítur á
Kúbumenn sem vinaþjóð. Rík-
ssstjórn Bandaríkjanna hefur
ekki í hyggju að grípa til gagn-
ráðstafana vegna ásakana
Castros, og mun ekki skipta sér
af innanríkismálum Kúbu.
Eftir blaðamannafundimt
sendi bandaríska stjórn'n út
tilkynningu þar sem vísað er á
bug þeim ásökunum Castros
að Bandaríkjamenn vinnj að
því að steypa byltingarstjóm
hans af stóli í tilkynningunni
er það talin fjarstæða, að veri
sé að undirbúa á bandarís.kri
grund innrás á Kúbu, en bent
á að margar innrásir í Mið-
Ameríku hafi verið undirbún-
ar á Kúbu, eftir að Castro
komst til valda.
Alþýðublaðið — 27. janúar 1960