Alþýðublaðið - 27.01.1960, Blaðsíða 11
sambandi við hina alþjóðlegu'
knattspymu. Ég einsetti mér
við allar aðstæður, að ganga
eða hlaupa stuttum krefum. Ég
gekk í vinnuna í stað þess að
aka, gekk stuttum krefum og
hélt því áfram á æfingunum —
þetta bar árangur. En gildi
stuttu skrefanna í knattspyrnu
getur enginn metið eins og
vert er. Þau gefa allt annað
samband við knöttinn og gera
manni mögulegt að starfa að
honum á smábletti og neyta við
bragða, sem geta komið mót-
herjanum í opna skjöldu.
Er það nokkuð frekar sem þú
vilt taka fram um einstaklings
þjálfun sænskra knattspyrnu-
manna?
— Jú, okkur skortir meiri
hraða, það er augljóst er við eig
um í höggi við meginlandslands
lið. Meginhluti sænSkra knatt-
spyrnumanna er of seinn og ég
undantek ekki sjálfan mig.
Þrátt fyrir það, þó ég æfi af
krafti, þarf ég enn að bæta við
hraðann. .Um fram allt er bað
hraðinn á fyrstu stikunum sem
úrslitum ræður, Hraðinn frá
núlli í hámark verður að auk-
ast um nokkra centimetra.
Þetta er aldrei ofbrýnt fyrir
knattspyrnumönnum okkar.
★ AÐ ÞORA.
Eitthvað fleira?
— Já, í því falli að ekki sé
hægt að þjálfa nægilega mikið
þegar á unga aldri og maður
aregst aftur úr að því er tekur
til hins líkamlega og andlega,
slíkt hefur komið fyrir mig —
tímabil — þar sem mér hefur
fundist allur þroski minn
standa í stað. bá gildir að tapa
ekki trúnni. Þá^.gildir og að
vera þolinmóður þar til maður
hefur öðlast þann andlega
styrk og það líkamlega þol að
maður þorir að ,.slá út“. Þetta
að þora, að voga, skapar knatt-
spyrnunni blæbrigði, er hennar
aðall og meginkjarni. Það sem
maður hefur lært við þjálfun-
ina er einskisvirði, ef maður
hefur ekki hug til að notfæra
sér það í leik.
ÍC FYRIRMYNDIN DI
- STEFANO.
Þú hefur þegar komist langt,
en þú vilt sýnilega komast
lengra. Flestir eiga sér fyrir-
mynd, sem þeir líta upp til.
Hver er þín?
— Ójú, ég á vissulega enn
eftir að læra margt- Það er og
rétt að ég á mér fyrirmynd og
Stó-'-s- ' t&m
Skíðakennsla
á Arnarhóli
SKIÐARÁÐ Reykjavíkur
mun gangast fyrir kennslu á
skíðum fyrir börn og unglinga
í kvöld klukkan 8 á Arnarhóli,
ef veður leyfir. Margir kunnir
skíðamenn munu annast kennsl
una.
Skíðaráð hafði þennan hátt
á í fyrra og þótti gefast vel.
Verður þessi kennsla oftar í
vetur, fáist næg þátttaka.
aðdáanda meðal þeirra, sem
ber hæst á himni knattspyrn-
unnar. Aðdáanda, sem ég lít
upp til þó hann sé minni vexti
en ég. Það er hinn nær sköll-
ótti di Stefano í Real Madrid.
Hefurðu séð hann?
—- Nei, aðeins í sjónvarpi,-
Sjónvarpið er ágætis hjálpar-
gagn í sambandíi við knatt-
spyrnuþjálfun. Þar sjást svo vel
allar hreyfingar leikmannanna;
brögð þeirra og leikni yfirleitt,
ef maður leggur sig fram um
að athuga það. Di Stefano er
öllum kostum búinn, hann kann
bókstaflega allt, sem á að
heyra knattspyrnu til. Hann er
manna skotharðastur, leikur
samherja sína „fría“ öllum bet
ur. Honum er hvort tveggja
jafnt lagið, vörnin og sóknin.
Leikni hans er óbrigðul, og
leikgleði hans sömuleiðs og þol
hans með fádæmum, svo að
fáir af þessum stórkörlum hnatt
spyrnunnar geta jafnast á við
hann. Hann vinnur líka svo af
ber, hann bókstaflega þrælar
sér út í hverjum leik, fórnar
öllu fyrir lið sitt — þrátt fyrir
það, að hann, sem hin mikla
„stjarna“ eins og hann er, gæti
haft það miklu rólegra og gr p
ið inn í leikinn þegar þessi
þyrfti sérstaklega við. Di Stef
ano er einstakur.
Á VISSAN HÁTT HEFUR
ÞÚ LEIKIÐ HLUTVERK
DI STEFANO MEÐ ÖIS
VIÐ OG VIÐ.
— Já, en enn sem komið er
aðeins innan ÖÍS. Annars er
hlutverk mitt á vellinum mest
í því fólgið að „liggja frammi“
°g grípa inn í af og til og
spretta úr spori, skjóta og með
sérstökum sendingum að skapa
opnur í vörn mótherjanna.
Starfsaðferð di Stefano er önn
ur, hljómfallið er svo mætti
segja annað, minni hlaup. Ólík
þjálfun skiptir hér sköpum.
Það eftirsóknaverða er að valda
báðum aðferðunum til fulln-
ustu — það gerir di Stefano,
en ég aðeins annarri ennþá.
■ '' i
* LANDSLIBIÐ OG II.
DEILD.
Er auðveldara að komast í
landsliðið eftir sigur í „all-
svenskan“ en úr II. deild?
— Það er það — hér er mik-
ill munur á. Annars vil ég segja
það að meira en helmingur leik
manna í II. deild er á stigi
þeirra í „Allsyenskan“ en hinn
hlutinn er lakari.
* ORDRÓMUR UM AT-
VINNUMENNSKU SVÍF-
UR í LOFTINU?
— í vor verður ekki um
flutning að ræða. Dyrnar að
atvinnumennskunni þarna suð
ur frá opnast ekki fyrr en með
haustinu. Eins og ég hefi 'áður
sagt — góðu tilboði verður mað
ur að taka, það er mín skoðun
enn. En sem sagt í vor verður
leikið með ÖÍS. það mun verða
nægilega erfitt — annað árið
í nýrri deild er alltaf verst.
Peningarnir eru á leiðinni
jafnvei inn í sænska kjarna-
knattspyrnu?
Framh. á 14. síðu
Firmakeppni
Skíðaráðs
Reykjavíkur
HIN árlega firmakeppni
Skíðaráðs Reykjavíkur mun að
öllu forfallalausu fara fram
laugard. 30, og sunnud. 31. jan.
n.k., við skíðaskálann í Hvera
dölum. Skíðaráðið er nú sem
óðast að safna fjár til aðstoðar
fyrir reykvísku skíðamennina
og nýtur þar stuðnings fjöl-
margra fyrirtæka í Reykja-
vík. Þar sem um 100 fyrirtæki
hafa að undanförnu tekið þátt
í keppninni hefur verið ákveð
ið að þessu sinni að keppnin
standi yfir í tvo daga og verð-
ur keppt til úrslita á sunnud.
e. h., og vonast Skíðaráðið eftir
því að fulltrúar frá hinum ein
stöku fyrirtækjum mæti í
skíðaskálanum með keppend-
um til sameiginlegrar kaffi-
drykkju að keppni lokinni.
Reykvískir skíðamenn hafa
æft af kappi í vetur og hafa
sjaldan verið í betri þjálfun.
Margir ungir og efnilegir skíða
menn munu keppa að þessu
sinni. Ógjörningur er að spá
nokkru um úrslit, þar sem um
forgjafarkeppni er að ræða.
KnutJohannesen
Evrópumeistari
EINS og skýrt var frá á í-
þróttasíðunni á sunnudaginn,
hafði Knut Johannessen bezta
i stigaútkomu eftir fyrri dag EM
í skautahlaupi, sem hófst á Bis-
let á laugardag og lauk á sunnu
dag. — Knut eða „Kuppern“
eins og hann er kallaður í Nor-
egi, sigraði í mótinu með mikl-
um yfirburðum. Fagnaðarlæti
hinna 30 þúsund Norðmanna
voru gífurleg. Það var einnig
Norðmaður í þriðja sæti, Roald
Aas. Annar í mótinu var rúss-
neski meistarinn Boris Stenín.
Veður var ekki gott til skauta
keppni í Osló um helgina. Eftir
kulda, ca. 12—14 st., undanfar-
inn mánuð, hlýnaði í veðri á
föstudagskvöldið og á laugar-
dag var kominn 5—6 st. hiti og
rigning og gerði það brautir
þungar og erfiðar og kom í veg
fyrir góðan tíma.
Það sem mest kom á óvart
MMMWUMMMUHMMHUMtt
MYNDIRNAR hér á síð-
unni eru af sigurvegurun-
um á nýafstöðnu Evrópu-
meistaramótí í skauta-
hlaupi. — Sú efri er af
Knut Johannesen, — en
hann varð Evrópumeist-
ari nú eins og í fyrra. Hin
myndin er af Boris Sten-
in, Sovétríkjunum, sem
varð íV'inar í samanlögðu
c:" er riissneskúr meistari.
í
MmMMMHHWUHMUMm
var ágætur árangur Svíans Iv-
ars Niisson, sem sigraði með
yfirburðum í 10 000 m, varð
Þriðji í 5000 og fjórði í saman-
lögðu. Þarna virðast Svíar vera
að fá verðugan arftaka Sigge
Ericsson. Vegalengdirnar, sem
keppt er í, eru: 500, 1500, 50001
og 10 000 m.
ÚRSLIT:
1. K. Johnnessen, Noregi, 200.
318 st. (46,6 — 2:21,7 — 8:42,0
—18:05,7).
2. Boris Stenin, Sovét, 202.047
st. (45,6 — 2:22,4 — 8:57,1 —
18:25,4).
3. Roald Aas, Noregi, 202.565 st.
(46,3 — 2:22,8 — 8:51,1 —
18:27,9).
4. Ivar Nilsson, Svíþj. 202.508
st. (47,8 — 2:24,4 — 8:51,7 —
17:48,1).
5. T. Salonen, Finnl. 202.633 st.
(45,8 — 2:25,3 — 8:54,0 —
18:20,0).
6. O. Gontsjarenko, Sovét 203.
262 st. (46,0 — 2:25,4 —
8:56,3 — 18:25,3).
Rússarnir kunnu sérstaklega
illa við sig á ísnum á Bislet,
þeir eru vanir hörðum ís með
góðu rennsli, en aðalkeppnis-
staður þeirra er í Alma Ata.
Sigurvegarar í einstökum hlaup
um urðu. 500m: Sajtsev, Sovét,
44,9. 1500 m: K. Johannessen,
2:21,7. 5000 m: K. Johannessen,
8:42,0. 10 000 m: Ivar Nilsson,
Svíþjóð, 17:48,1 mín.
Alþýðuhlaðið — 27. janúar 1960