Alþýðublaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 7
9
eimtu
hjá Rafmagns-
Reykjav.
ÁKVEÐIB hofur veriS að
gera tilraun með nýtt fyrir-
Ikomulag við iimheimtu og á-
lestur hjá Rafmagnsveitu Rvik
ur. Er brcytingin einkum fólgin
í þvíj að framvegis verður ein-
göngu lesið af ársfjórðungslega
í síað mánaðarlega eins og áður
hefur verið.
Alþýðublaðið fékk í gær ein-
tak af bréfi því er notendum
verður sent um þetta efni. Fer
það hér á eftir:
„Rafmagnsveitan hefur á-
fcveðið að reyna nýtt fyrir-
komulag við álestur og inn-
heimtu vegna rafmagnsnotk-
unar og hitaveitu, í þeirri
von að það reynist til þæginda
fyrir notendurna og til sparn-
aðar fyrir rafmagnsveituna.
Hið nýja fyrirkomulag er
fólgið í því, að í stað þess að
senda menn fil mælaálesturs
mánaðarlega, verður það gert
þriðja hvern mánuð, en tvo
mánuði í milli álestra ber að
greiða áætlaða mánaðarnotk-
un, miðað við meðaltal sam-
kvæmt síðasta álestri.
Er þess vænst að notendur
greiði mánaðargjöld sín í skrif
stofu Rafmagnsveitunnar, —
Tjarnargötu 12, þeir sem því
geta komið við, fyrir 10, hvers
mánaðar, en þriðja hvern mán
uð verður notkun gerð upp.
Rafmagnsveitan vonar að
notendur taki þessari ný-
breytni vel, og eru fulltrúar
hennar að sjálfsögðu til við-
ræðna við þá, er þess óska. og
notendum munu veittar allar
þær upplýsingar, sem þeir
kunna að óska eftir“.
HEFUR SPARNAÐ f
FÖR MEÐ SÉR.
Hjörleifur Hjörleifsson skrif
stofustj ór(i Rafmagnsveitunnar
tjáði blaðinu í .gær, að ef til-
raun þessi gæfist vel mundi
mánaðarleg innheimta afnumin
enda hefði hún víðast hvar er-
ledis lagzt niður og mætti spara
stórfé með því að innheimta
ársfjórðungslega.
Framhald af 3. síðu.
arar eru þeir af S'PERRY-gerð,
tveir litlir sinn á hvorum brúar
væng, en einn- stærri ofan á
stýrishúsi. Hinn venjulegi átta
viti á þaki stýrishússins er af
gerðinni Lillic & Gilby. Auk
þess eru þarna venjuiegur veg-
mælir svo og ýmis tæki til
merkjagjafa bæði utan skips og
innan og loks ASDIC-tæki af
Simrad-gerð.
Alliir skipverjar búa einir í
herbergjum að hinum ýngstu
skipverjum undanteknum.
I öllum þeim herbergjum,
sem það leyfa, eru þó tvö rúm,
þannig að hægt er að flytja
marga farþega ef sérstaklega
stendur á, t. d. við bjarganir
o. þ. h.
Prentnemar!
ABALFUNDUR prent-
nemafélagsins í Reykja-
vík vcrður haldinn í kvöld
— fimmtudag — í Félags-
heimili prentara að Hverf
isgötu 21.
Fundarefni: 1) Venju-
leg aðalfundarstörf.
2) ÖnnUr mál.
Fjölmennið stundvís-
lega.
MWWWWWWWWWW
Fyrir aftan íbúðir skipverja
eru tveir stórir matsalir, hlið
við hlið, eins að öllu leyti, og
er annar ætlaður yfirmönnum
en hin hásetum og smyrjurum.
Skilrúmunum milli þeirra má
hleypa niður til hálfs, og þann-
ig nota þá sameiginlega til
kvikmyndasýninga en sýning-
arvél er komið fyrir í öðrum
þeirra.
Bjargtækjum skipsins er kom
ið fyrir á bátaþilfarinu svo og
uppá þaki stýrishúss. Eru þar
6 10 manna RFD-gúmmíbátar
og einn opinn gúmmíbátur með
utanborðsmótor til daglegra
nota. Auk þess eru þar tveir
stórir bátar, sinn hvorum meg-
in, báðir úr plasti. Annar er
venjulegur bjargbátur, er tek-
ur alla áhöfniina, en hinn er stór
vélbátur ætlaður til vinnu við
björgunarstörf o.il.
Bátaþilfarið sjálft er annars
sérstaklega styrkt og útbúið til
þess að hægt sé fyrir þiril-
vængju að lenda þar. Má þá
leggja niður öll grindverk þar
svo og bátsuglur svo að slíbt sé
ekki vélinni tþ trafala.
Skipshöfn er alls 27 manns.
Skipherra er Eiríkur Kirstófers
son, yfirstýrimaður Garðar
Pálsson, yfirvélstjóri Kristján
Sigurjónsson.
BÍLASÖLUM hefur fjölgað
ört í Reykjavík undanfarið og
virðist atvinnuvegur þeirra
hinn arðvÉenlegasti. Ekki ber
bílasölum þó saman um það
hvort salan gangi vel eða illa
þessa dagana. Einum gengur
vel öðrum illa.
Leiðin lá til nokkurra bíla-
sala hér í bæ. Fyrst var fyrir
valinU Skipa- og bifreiðasalan
í Ingólfsstræti.
Þar bar vel í ve'ði því sjálf-
ur forstjórinn, Björgúlfur Sig-
urðsson, var til staðar.
— Jæja, Björgúlfur, við erum
komnir hérna frá Alþýðublað-
inu.
— GóðU, komið þið seinna.
— Hvenær?
— Komið þið í marz.
En þar sem okkur þótti bað
heldur langur tími þá ákváð-
um við að reyna betur.
— Gengur eitthvað illa
núna?
— Já, þetta er allt í hönk.
— Hvernig sténdur á því?
— Það kaupir enginn neitt.
— Jæja, en hvað hefur þú
ódýrastan bílinn?
;— Blessaður góði, þú getur
fengið bíl á 7 þúsund.
— Hm, já, en hvað hefur þú
dýrastan?
— Ja, svona rúm 300 þús.
— Það var ekki mikið, það
er bara íbúðarverð.
— Já, hvort vildirðu heldur
íbúð eða bíl??????
— Segðu mér eitt, Björgúlf-
ur, hvaða bílar seljast mest?
— Nýir bílar, en salan er nú
alltaf öruggust í ’Volkswagen.
— En hvernig er það. Björg-
úlfur, er ekki samkeppnin milli
ykkar bílasalanna afar hörð?
— Hún gengur bara vel, mið
að við þann árstíma sem nú er.
— Hvað ert þú með marga
bíla í sölu?
— Ja, ég er með þetta 500—*
700 bíla.
Björgúlfur: Lífsbaráttan er hörð drengir.
•— Ég læt það nú alveg vera,
en lífsbaráttan er hörð, dreng-
ir, já, hún er hörð.
Eftir að hafa tekið mynd af
Björgúlfi fórum við.
Næst var fyrir okkur bíla-
sala, serh er við hliðina á Björg
úlfi, og hlýtur því að vera hinn
argasti keppinautur, og þá
skildum við það sem Björgúlf-
ur meinti með að allt væri í
hönk.
Keppinauturinn heitir Bíla-
salan Ingólfsstræti 9, og fyrir
henni stendur Davíð Sigurðs-
son.
Heppnin var með okkur í
þetta sinn, sem hið fyrra, þar
sem við hittum Davíð að störf-
um við hið umfangsmikla starf
sitt.
Davíð bauð okkur sæti strax
og við höfðum sagt frá erind-
inu.
— Hvemig gengur salan,
Davíð?
— Er eftirspurn eftir bílura
í samræmi við framboðið?
— Já, það stenzt nokkum
veginn á.
— Hvernig er með greiðslur
fvrir þessa bíla, það ei’ hægt að
fá þá með góðum afborgunar-
skilmálum?
— Jú, yfirleitt er það þann-
ig, að menn þurfa að borga tæp
lega helming út og hitt á mis-
löngum tíma, allt upp í fimm
ár.
— Þú ert einn sá fyrsti, sem
byrjar með bílasölu hér á landi
í því formi sem hún er í dag?
— Já, þessir bílasalar, sera
nú eru, hafi flestir verið hjá
mér einhvemtíman, en byrjað
svo sjálfstætt.
En nú komu tveir menn inn
til Davíðs, sem auðsjáanlega
þurftu að reka viðskipti, svo að>
við forðuðum okkur af vígvelli
bílasölunnar að sinni.
Davíð: Bílasalan, góðan dag.
FUJ í
efnahagsaðgerðir
FÉLAG ungra jafnaðarmanna í Reykjavík heldur félags-
fund annað kvöld — föstudag — kl. 8,30 í Félagsheimili múr-
ara og rafvirkja að Freyju-götu 27.
Fundarefni m . a.: Væntanlegar aðgerðir rikisstjórnaiinn-
ar í efnahagsmálunum.
Framsögumaður ti'lkynntur á morgun. — Félagar eru
hvattir til að fjölmenna.
AÍþýðublaðíð -— 28. janúar 1960