Alþýðublaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 28.01.1960, Blaðsíða 13
F TANNSKEMMDIR eru eitt al vandamálunum, sem einstakl-: ingarnir glíma við daglega. Tannpína kvelur og ergir fullorðna jafnt sem börri, og þegar fyrir miðjan aldur neýð ist fólk til þess að fá sér gerfi- tennur, þótt slíkt sé ekkert skemmtileg tilhugsun. Tannkremin, sem fást í búðunum, eru öll „sérstak- lega góð“ eftir auglýsingun- um að dæma, öll eiga þau að koma í veg fyrir tannskemmd- ir, en raunin er samt sú, að tennurngr Skemmast í mann- anna börnum dag frá degi. Fyrir nokkru hringdum vlð.í þrjá tannlækna, sem við völd- um af handahófi í símaskránni og spurðum þá Um álit þeirra á tannkremum, tannburstun og — tannskemmdum. Birgir: buísta Fyrstur varð tennur og góm. fyrir valinu Birgir Jóh. Jóhannsson. Sagði hann, að harín treysti sér ekki til þess að mæla með eða móti neinu þeirra tannkrema, sem hér eru á boðstólnum. Sjálfur kvaðst hann gjarnan upplýsa, að hann notaði alltaf Colgate eða Pepsodent af gömlum vana, en það mundi taka fleiri ár að rannsaka sam- vizkúsamlegá af eigin reynd, hvaða krem væri bezt. — Það sem skipti mestu máli væri, að hreinsa tennurnar vel og venja börnin strax og unnt væri á að bursta í sér tenn- urnar á réttan hátt — upp og niður, bæði að innan og utan, að aftan og framan. S’amruni bakteríanna i munninum og kolvetna eða sykurs fæðunnar valda tann- skemmdum, og því ber með burstiyi tannanna, að koma í veg fyrir, að matarleifar fái að dvelja of lengi í munninum. Enn ber þess að gæta, að það er ekki nóg að bursta tennurnar, heldur á einnig að bursta tannholdið, og að tannburstun skemmi glerung tannanna og ryðji veginn fyr- ir tannskemmdum í börnum er firra og vitleysa. tansaB «s*u» Thyra: tann- Næst áttum skemmdir í við tal við réttu hlutfalli Thyru Loft- við sjoppur. son,sem um 33 ára skeið hefur stundað tannlækningar í skólum. — Hún sagði, að að sínu áliti væru þessi tann- krem hvert öðru lík. Það, sem mestu máli skipti væri að hreinsa'tennurnar — á kvöldin sérstaklega, — þar eð þá er lengst á milli mál- tíða og mestur tíminn fyrir tannskemmdabakteríur að koma sínu fram. Tannburst- un að kvöldi væri betri en margar yfir daginn. — En eft- ir þessa síðustu burstun ætti ekkert að láta ofan í sig. Hún mælti mikið með hitaveitu- vatninu, eins og Birgir hafði raunar áður gert. Hitaveituvatnið hefur flúor í réttum hlutföllum, en flúor er talið nauðsynlegt tönnum og tannmyndunum. Hefur jafnvel til greina komið, að bæta flúor í drykkjarvatn hér, en mörgum þykir hita- veituvaínið ekki gott á bragð- ið, og er það því notað minna en skyldi. Hvort ekki sé meira nú um tannskemmdir í börnum en fyrir 33 árum svaraði Thyra neitandi og sagði, að tann- skemmdaprósenta 7 ára barna væri alltaf sú sama og heldur méiri í stúlkum en drengjum, þar eð fullorðinstennur fengju stúlkur .fyrr. — Hún tók það sérstaklega fram að brýna þyrfti fyrir verðandi mæðrum að neyta kalkríkrar fæðu og ekkert væri eins gott að borða eins og skyr, þar eð það inni- héldi í lífrænum samböndum kalk, og kæmi það þannig fyrr og betur til nota, en kalk kalktaflna. En það er á fóst- urtímabilinu, sem tennur barnsins — bæði fullorðins- tennurnar og barnatennurnar — myndast. Margar ástæður lægju til tannskemmda, sagði hún, en þó væri það athyglisvert, að tannskemmdir virtust aukast í réttu hlutfalli við sælgætis- verzlanir. — Fyrir nokkrum árum voru rannsakaðar tann- skemmdir skólabarna úti á landi og þá kom t. d. í ljós, að geysimikill munur var á ástandinu í Fljótshlíð og í Þykkvabænum, en í Fljóts- hlíðinni voru tennur barn- anna miklum mun verr famar, — og þar var líka sælgætis- búð. Einnig væri mjög óhollt fyrir tennurnar að aldrei sé neitt á þær reynt — og væri skaðræðislegt að láta börn aldrei neitt fá nema lungna- mjúka fæðu og súpugutl. uiiiuiiiimiiiiuiiiiniiiimiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiiiumiiiniiiiiiimiiMiiiiiiiiumiMiiiiiiuiiiiiiiii | Kljl IIUMjl Þau heita Leonora Jensen, 18 ára, og | I FhU UIiSIU Walter Kamila, 22 ára, og eru Banda- | 1 ríkjameistarar í því að skjóta í mark af riffli. Sex hundr- | | uð manns tóku bátt í úrslitakeppninni og stóð hún í fjóra | 1 daga. Hann er í hernum og er fyrsti hermaðurinn í 40 = | ár sem unnið htfur þtnnan titil. aiinimiiiuimiiuHiiiiiiHiiiiiiiHiiiMiiiiiiiiiiiiiuuiiNiiirtHitiHiiiiiiiimiHiniiinmiiiiniiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin Innheimfa landssímans og lllugi Sunnudagsblaðsins Haukur: bara Síðasturvarð fyrir jól og HaukurClau páska. sen. — Hann gaf ekkert út á Það, að treystandi væri auglýsingum um á- gæti tannkrems, • þótt í því væri blaðgræna eða annað slíkt dót, þó væri talið, að það gæti eytt lykt. — Hitaveitu- vatnið væri það albezta og ættu íslendingar að drekka það eins og þeir gætu, þar eð það innihéldi hið fyrrnefnda flúor, sem er gott bæði fyrir tennur og tannhold. Sjálfur kvaðst hann alltaf nota tannkrem, sem héti Mac- leans, ög væri það alveg á- gætt. Það inniheldur brintov- erilte, sem er sérlega gott fyr- ir tannholdið og gagnlegt til þess að koma í veg fyrir tann- bólgur. Haukur sagði, að það ætti að bursta tennur og góm barna sem allra fyrst, og ef unnt væri að láta þau byrja 1 árs, þá væri það alveg ágætt. Þó engar tennur væru jafnvel komnar væri burstunin nudd fyrir tannholdið. En versta vandamálið væri einmitt það, að fólk hér á ís- landi fengist bara alls ekki til þess að bursta í sér tennurnar reglulega. Það játaði það, þeg- ar það væri borið upp á það, að það burstaði ekki í sér tennurnar nema rétt fyrir jól og páska og teldi sig alveg á grænni grein, ef það gerði það líka kvöldið fyrir hvítasunnu. Þetta væri ekki á allra vit- orði, en tannlæknirinn sæi þetta undireins. — Og vegna þessa trassaskaps engdist það í tannlækningastólnum, æmt- andi' og skræmtandi, en f j.... vorkenndi því. NIÐURSTAÐAN verður sem sé sú, að bursta beri tennurn- ar oft á dag frá blautu barns- beini, upp úr Mac-leans tann- kremi og hitaveituvatni, en súpa síðan á hitaveituvatni öðru hvoru. — Og árangurinn á þá að vera hraustar og fal- legar tennur fram á gamals aldur. H. K. G. MÉR var á það bent, að í Sunnudagsblaði Alþýðublaðs- ins, því er út kom 17. janúar, hafi Illugi nokkur hellt úr skálum reiði sinnar út af í- skyggilegri meðferð, eins og hann orðar það, er hann hlaut hjá Innheimtu landssímans nú fyrir skömmu. Ég hef lesið þetta greinar- korn er hefst á dæmisögu, sem hljóðar, vægast sagt, ósköp skothent, eigi hún að vera samlíking við atvik það, er olli relði Illuga. Atvik eru þau, að sögn greinarhöfundar, að síma hans á að hafa verið lokað á laug- ardegi, ekki alls fyrir löngu, vegna örfárra króna, er hann skuldaði landssímanum. Kvaðst hann þá hafa nýlokið afnotagjaldsgreiðslu til bæj- arsímans. Annað tveggja er hér um uppdiktur einar að ræða hjá Illuga, eða þá, að vikudagar hafa eitthvað brenglazt í huga hans. Símum er nefnilega aldrei, —segi og skrifa aldrei lokað á laugardögum, vegna skulda. Um það gilda. fastar reglur. Svo er að sjá á grein Illuga, að þetta hermdarverk, sem olli símaleysi heila helgi, sé nýlega framið. Afnotagjald það, er Illugi telur sig þá hafa innt af höndum fyrir örfáum dögum, bar að greiða, skv. lög- um um gjaldskrá og reglur fyrir landssímann, í seinasta lagi fyrir októberlok. Svo ekki ekki hefur Ulugi átt mikið inni hjá „fyrirtækinu", þegar umræddur símareikningur var greiddur. Fyrirframgreiðslur afnota- gjalda læt ég liggja milli hluta, um þær gilda lögfestar reglur, sem eiga sér hliðstæð- ur víða í viðskiptamálum þjóð félagsins, hjá stjórnarvöldum sem og í einkaviðskiptum. Ég minnist aðeins á þær, vegna þess, að Ulugi hefur auðsjáan lega smitazt af frúnni, er í Degi og vegi tTtvarpsins, skömmu fyrir jólin, fór hörð- um orðum og önugum um rán- skap þann, er hún taldi að síminn fremdi á gjaldendum með fyrirframgreiðslu afnota- gjalda. — Og það hafa fleiri en 111- ugi orðið fyrir „snertingu“, því að allmikil brögð hafa ver- ið að því, seinustu vikurnar, sem ekki hefur fyrr við borið, að önuglyndir símagjaldend- ur hafa kastað hnútum að starfsfólki innheimtunnar, vegna þessarar fordæmanlegu f yrirf ramgreiðslu. Innheimtugjaldkerinn. Fundur verður haldinn í Félagi ungra jafnaSarmanna Reykjavík næstkomandi föstudagskvöld kl. 8,30 í Félagsheimili múrara og rafvirkja að Freyjugötu 27. Fumdariefni: m. a.: Væntanlegar ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálunum. Framsögumaður tilkymintur á morgun. Stjórnin. Alþýðuhlaðið — 28. janúar 1960 |_3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.