Þjóðólfur


Þjóðólfur - 21.12.1850, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 21.12.1850, Qupperneq 1
Andi Ingólfs og Tíbarandinn tala saman. Tið: Heill sjertu, mikli landnáinsmaður! Jað er mjer fögnuður að finna þig að máli, og sjá hina fornmannlegu ásýnd jiína, yfir- bragðið og augnaráðið, eins og það var á fyrri dögum; og hverju er þhð aö þakka öðru, en liinu staðfasta og eilífa, sem inni fyrir er, og sem tímans tönn getur ekki unnið á?, AndiIng: Komþú sæll á minn fund, lokk- umkrýndi tíðarandi! Jað er mjer einnig fögnuður, að sjá þína breytilegu ásýnd, og svipinn núna svo frjálslegan og bjartan yfir- lits, sem vitnar um hina góiu kosti, sem þú býrð yfir. Tíð: Fáirtóku mjer svo, fornmaður! flest- ir heldur miöur. Fæstir hafa litið á og lýst, eins og þú, ásýnd minni og yfirlitum. Enda fýsir mig að heyra frekar álit slíks manns, sem þú ert; því margir gjörast nú dómar um mig, og má eigi marka alla. Andi Jng: 3>að er ærinn vandi, að lýsa þjer rjett, tíðarandi! og eigi er manni auðveld- ara um að dæma öld sína, en málaranum er að ná rjettrimynd sinni. jþó mundi jeg segja þjer slíkt, sem mjer virðist um þig, værijeg nú í mannheimum. Tið: jþað ætla jeg þjer þó, að hafa tekið þar eptir skýrustu atiiðum timans; augað þitt, Ingólfur! sem allajafna horfir út úr fjallinu, og sjer hvern anda, sem líður að minnsta kosti yfir þetta land. Jeg veit, að það er erfitt, að dæma rjett um öld sína; sjerhver liefur að nógu að gæta hjá sjálfum sjer, og getur ekki dæint um annað en það, sem helzt snertir sjálfan hann; allt eins og liver ein- stakur hermaður ber hönd fyrir höfuð sjálfum sjer í bardaganum, og leggur þann að velli, sem næst honum er, en veit lítið eða ekkert I um, hvað bardaganum liður að öðru leyti. íþað er hershöfðinginn einn, sem á hæðunum stendur, semrennur vakandi og gætnumaug- um yfir vigvöllinn, og sjer hvað liður. Og þannig ætlaði jeg þig að vera, fornmaður! Andi Ing: ;f>aö er hvorttveggja, að þú ert vígalegur. á svipinn og livass á brún, enda farast þjer all hermannlega orð; og það ætla jeg satt vera, að líkja megi þessum tíma við orrahríð. En sjálfur ertu þá hershöfðinginn, því að þú ferð einatt að, eins og þeir, hefur í frammi ýmsar brellur og brögð, til að villa mönnum sjónir, svo það er ekki ætíð auð- velt að gizka á, hvað þú ætlar fyrir þjer. Eigi að síður er það hverjum manni ómissandi, að gjöra sjer einhverja hugmynd um þaö, ef liann ekki vill með öllu eyða öld sinni í draumi. Á sjónum setja menn á sig sólar- hæÖina og taka stefnuna eptir henni. Menn ættu að gjöra slíkt hið samaálandi, og gefa gætur að táknum tímans, ef tíminn á að gefa gaum að þeim. Tíð: 5ess var ætíð þaðan von, Ingólfur! og þá færi betur, en optast fer, ef menn gjörðu þetta. En það er eins og þeir sjeu tregastir til aö vilja gefa rjettilega gætur að mjer, sem það er þó helzt heimtandi af, fyr- ir því að þeir eru settir til að leiðbeina öðr- um, og kenna þeim að þekkja vitjunartímann, í hverri mynd sem liann kemur. "það þækti þó ekki góður formaður, sem aldrei vildi skipta sjer neitt af áttum, nje láta aka segl- uni eptir loptandanum; og mundi hann fljótt verða óvinsæll af skipverjum. Og skilstmjer, sem svo muni opt standa á kala þeim, sent þegnarnir leggja á stjórnendur sína, þegar þar að kemur, að hinum fáfróðu veitigt að sjá það, sem vitringarnir vildu ekki sjá. En svo má vera, þar sem jeg á nú hlutinn að,

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.