Þjóðólfur - 20.08.1852, Qupperneq 5
349
ur styrkur árlega, á meðan þeim opnaöist engi
annar atvinnuvegur eður embætti. • Var sú upp-
ástúnga alment studd á fundinum, og fjöldi
manna gat þess, að þetta hefði komið til tals •
víða heima í hjeröðum, bæði á fundum og ut-
an funda, og hefði flestir hjeraðsmenn gjört
að því góðan róm. Voru þá kosnir í nefnd
til að rita álit um þetta mál: sjera Siyurður
Gunnarsson, Mar/ús Andresson í Syðra Láng-
holti, Gisli Mar/nússon, Jún Samsonsson,
sjera Gisli Thorarensen. Jeir lásu upp á-
litsskjal um þetta daginn eptir, og eptir nokkr-
ar umræður og litlar breytingar, var það sam-
þykkt á þá leið, að landsmenn veitti peim
J ón u m fjestyrk til sæmilegs uppheldis ár-
ler/a, mcðan hagur] þeirra greiddist ek/ci;
að Jón Sigurðsson hefði sjer til styrks, fyrst
um sinn þetta árið, þá 700 rbd. sem afgangs
væri samskotunum til utanferðarinnar í fyrra;
en landsmenn vildi veita í ár jafnmikið Jóni
Guðmundssyni, og siðan báðum ár hvert með-
an við þarf. Var þess getið í niðurlagi álits-
skjalsins, að Jón Guðmundsson hefði tekizt á
heudur að halda áfram ritstjórn „þjúðólfsíi,
sem Sveinbjörn Ilallgrimsson ætlaði að sleppa
við hann, þegar þessi Qórði árgangur rits þess
væri á enda. Var svo til ætlazt að „Mið-
nefndin“ gengist fyrir að láta prenta álitsskjal
þetta og senda það öllum þjóðfundarmönn-
um, með nokkurskonar áætlun hvað hverri
sýslu mundi gjörast að láta i tje að sjálfvilj-
ugum samskotum eptir fólksfjölda og efna-
Iiag, o. s. frv.
Sjera Jón Thorlacius skoraði þá á fund-
arinenn, að þeir vildi á einhvern veg aðstoða
hina nýstofnuðu prentsmiðju Norðlendinga á
Akureyri; hann las upp leyfisbrjef konungs
fyrir stofnun hennar, og leiddi því næst fyrir
sjónir, að bæði mætti styrkja stiptun þessa
með fjárstyrk nokkrum og samskotum, en
einkum þó með því, ef fundurinn vildi leggja
á ráð og tillögur um, að hún fengi jafnan
rjett til að gefa út og prenta hinar eldri guðs-
orðabækur, sem hin opinbera prentsmiðja fyrir
sunnan; leiddi hann rök að því, að á meðan
sú prentsmiðja hefði og hjeldi þessu einka-
leyfi, þá gæti hin nýja prentsmiðja ekki stað-
izt. Fundarmenn ræddu um sinn þetta mál,
og vavð sú niðurstaðan, að landsmönnum mundi
yfir höfuð að tala rniklu minni hagur að einka-
leyfum prentsmiðjunnar í Reykjavík, og því
að hún væri opinber eign, heldur en ef hún
væri einkaleyfalaus og eins manns eign, eink-
um þegar prentsmiðjurnar væri orðnar tvær,
og hvergæti kept við aðra; þvi það hefði sýnt
sig, að einstakir menn hefði boðizt til að gefa
út hinar útgengilegustu einkaleyfis bækur við
helmingi minna verði, en prentsmiðjan seldi
þær. j>að þókti og næsta tvisýnt af skýrsl-
unum um Qárhag prentsmiðjunnar í Reykja-
vík, hvert hún myndi geta staðið í viðunan-
legum skilum og fullnægt tilgangi sinum þeg-
ar fram liði stundir, svo mjög sem virtist þeg-
ar að vera rírnaður fjárstofn hennar frá því
hún fluttist úr Viðey. Fundarmönnum fanst
því rjettast aö hreifa þessu máli í blöðunum,
og sjá siðan, hvort ekki virtist full ástæða tii
að semja almennar bænarskrár til alþingis, um
að selja hina opinheru prentsmiðju í eign ein-
staks manns með engu einkaleyfi á prentun
nokkurrar bókar, svo báðar prentsmiðjurnar
mættu síðan standa jafnt að, keppa hyer við
aðra um vöndun útgáfanna og verðgæði, og
landsmönnum siðan gefast kostur á að fá bæk-
ur sínar með sem beztu verði, og þó sem bezt
gerðar úr garði.
3>ar næst var því hreift, hversu nú væri
komið apturskilun þjóðfundarkostnaðarins,
sem krafizt hafði verið í vor ástæðulaust, og
stjórninhafði skipað að skila aptur tafarlaust,
þarsem búið heíði verið að kreQa hans. Varð
það þá ljóst af skýrslum manna, að þegar
slepti af Suðuramtinu, nema Árnessýslu, því
þar væri engu skilað, þá mundi gjaldi þessu
enn sem komið væri hvergi vera aptur skilað,
þar sem það hefði verið heimtað, nema í Mýra-
sýslu. Jað varð og ljóst, og þókti merkilegt, að
sumstaðar hefði Sýslumennirnir nefnt þetta al-
pinr/iskostnað, bæði í þingboðsseðlum sinum og
kvittunum. Flestir fundarmenn sögðu að sýslu-
menn þeirra bæri fyrir, að þeir hefði til þessa
enga visbendingu fengið um það frá stiptamt-
manni, hvað miklu peir ætti að skila aptur,
og þvi lieíði þcir ekki getað gegnt skipan
stjórnarinnar hingað að. Fannst mörgum þessi
hlýðni við beina skipan hennar ekki vera eins
tafarlaus eins og lagt var fyrir, og leiddi
menn rök að því, að hjer leiddi af, og myndi
leiða margan óhagnað og óvissu í viðskiptum
milli jarðeigenda og leiguliða. Var því þá