Þjóðólfur - 05.11.1852, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 05.11.1852, Blaðsíða 6
Og svo aft entlingu, áður en vjer skiljumst við Jietta mál, viljum vjer í okkar nafni, og oss er óiiætt aö segja, eptir þvi, liversu margir hafa tekiö þátt í samgjöf þessari, og eptir því sem vjer þekkjum til, í nafni ílestra Árnesinga, kunna þjóðfundarmönnum vorum þakkir fyrir það, hversu þeir hlynntu að sendi- för þeirri, sem áð flestra okkar og að vísu flestra föðurlandsvina áliti var stofnuð til heilla landi og lýð. I Árnessýslu 3. dag septemberniánaðar 1852. Fjúrir bœndur. Um refciveiði. (Framhald). Hver sem stundar dýraveiði á grenjum á vorin, þarf að eiga góða byssu, sem ílytji með nógum krapti 30 faðma, og skal það vera knallbyssa. Frá því sjö vik- ur og þángað til 10 vikur eru af sumri, er hentugasti tími til að liggja á greujum, yrl- ingar eru þá ílestir stálpaöir en valla mann- fráir: ekki þarf að liggja á grenjum, áður en skyttan kjemur þangað, því trauðlega flytja tóur sig, þegar yrlingar eru nokkuð gamlir, ef ekki er hal'ður þar neinn óþarfa umgangur. Betra er að skyttann hafi mann með sjer á grenjum, til að vaka til skiptis og ná yriing- um og fl. 3>egar maður kemur á gren, er bezt að leyna sjer undir barði eða steini, þar sem dýrið sjer mann ekki; helst er þess von móti vindi og á brekkunt), eða sniðhalla; ef vindur stendur svo, ber opt við að maður get- urskotið dyrið, áður það veitafinanni. Gangi dýrið ekki í skotmál, og maður nær ekki yri- ing, þá má ganga á eptir því eða á hlið við það í hqegðum sírium; en kjænlega verður maður að því að fara; leiðist þá dýrinu opt þetta rölt, svo það leggst niður; þá læstmað- ur ganga fram hjá því, en færir sig þó meir uppá þann fótinn, sem nær því er, þangað til ekki er rneira enn skotmál til þess; snýr maður sjer þá fljótt við og sendir því skotiö; líka má liggja í felum þar setn dýrið gengur optast um ;má þá helzt svíkja þau senr hlaupa í kring og eru grimm. Hafi maöur náð yrling, er bezt að búa til lítið grjóthús og láía hann þar i, og hafa á lionum snæri yfiruin bógana og uppúr krónni, svo maður geti fljótt náð honum; 2. faðrna lángt má það vera, og skal binda stein við endann, og þegar heyrist eða sjest til dýrsins tekur maður yrlinginn, og fer undir bard eða stein, en hefur hann rjett hjá sjer, og kippir svo við og við í snærið til þess hann orgi upp. Vilji hann ekki gjöra það, tekur maður liann og blæs í trinið á hon- urn; orgar hann þá ef gagn er í honurn. 5eg- ar dýrið heyrir til hans, hleypur það optast í skot- færi; þarf byssan þá að vera spent og allt til búið, því dýr eru þá hvikul, og má þá ekki hika við að skjóta; náist ekki yrlingur, reynir maður til að herma eptir þeim, og lukkast stundum að hæna dýr í skotfæri með því; ná- ist grenlægjan áður en yrlingar, má láta hana í þann gremnunnann, sem yrlingarnir eru næst- ir, og láta kviðinn snúa inn; korna þeir þá stundum og fara að sjúga hana, má þá læð- ast að þeim og snúa byssukrassann í hárið á þeim. Ekki má bræla yrlingana í grenjum fyrri enn dýrin eru unnin, eöa maður ætlar að yfir- gefa þau. Urðargren verða sjaldan bræhl að gagni, en sjeu þau í moldarbörðum, getur það lukkast, og er bezt til þess moð og jiess hátt- ar rusl, sem mikið rikur úr. Nái maður yrl- ingum, er bezt að velja sjer þann grimmasta til að liafa á gren seinna, og má hafa hann á mörg, ef vel er með hann farið. Ileima liefur maður hann í grjóthúsi, og meiga þeir hvergi ná til að rífa sig út; ef þeir ná til jarðar, gjeta þeir það; glugga má hafa uppúr krónni til aö gefa honuin og hirgja þess á milli; bezt er að gefa þeim fugla kjöt ogým- islegt sem ekki er mjög hart; sjahlan hef eg alið þá lengur enn framm á túna slátt, því þá er grenja von úti,og ekki lieldur til vinnandi að ala þá frarn á vetur, því skinnin svara ekki kostnaðinum. jþeir sem leita að grenjurn þurfa að vera aðgjætnir; og sjeu unglingar með, verða þeir að vera með fullorönum, svo þeir geti sýnt þeim þau merki sem eru viðgren; verða þeir þá góðir til að leita ef þeir eru eptirtákasam- ir. 5ar sem gren eru, eru þaumerki til þess, að þar er optast aðdráttur af kindum eða fugl- um, og nýlega klórað tilí holunum, og hár af dýrinu, líka heyrist til yrlinganna sjeu þeir stálpaðir, ef maður hermir eptir dýrinu og enda hvort sem er. Við alls konar dýraveiði verður þess að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.